Færsluflokkur: Bloggar
7.7.2015 | 19:11
Krossanesborgum ógnað ? Umhverfisslys í uppsiglingu ?
Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.
( heimild heimasíða Umhverfisstofnunar.)
Lúpínan mætt í meira mæli en áður.
Krossanesborgir eru perla Akureyrar, svæði sem hefur verið friðað sem náttúrverndarvæði fyrir rúmlega 10 árum mörgum til mikillar gleði. Eins og lesa má í texta hér að ofan og er á heimsíðu Umhverfisstofnunar er þetta svæði að mörgu leiti einstakt í sinni röð í þéttbýli á Íslandi.
Að mínu mati eru blikur á lofti og hætta á ferðum.
Lúpína og kerfill eru að sækja í sig veðrið á landamærum Krossanesborga.
Lúpínan er mest á vestursvæðum en kerfillinn er mest á norðursvæðinu við Lónið.
Við sem höfum starfað að umhverfismálum á Akureyri höfum séð það gríðarlega umhverfisslys sem varð í Hrísey sem hefur valdið því að 15% eyjunnar eru undirlagðar þessum gróðri og allur annar gróður hverfur þegar þessar hávöxnu plöntur mæta.
Ekki nóg með það, heldur hverfur varp fugla að mestu á þeim svæðum og Krossanesborgir eru ekki síst þekktar fyrir þétt og fjölbreytt varp.
Kerfillinn hefur verið að vaxa hratt við Lónið en hefur ekki farið upp í brekkurnar til suðurs því hann þarf frjósamari jarðveg til að sækja fram en þar er nú.
En nú hefur lúpínan verið að aukast þarna jafnt og þétt og hún brunar upp slík svæði auðveldlega.
Þar með skapast aðstæður fyrir kerfilinn að fylgja á eftir eins og gerðist í Hrísey.
Það væri stórkostlegt umhverfisslys ef þessar aðskotaplöntur ná að breiðast út í Krossanesborgum, slíkt má alls ekki gerast.
Umhverfisnefnd Akureyrar hlýtur að bregðast við í samstarfi við Umhverfisstofnun þar sem þetta land er nýtur friðunar samkvæmt náttúraverndarlögum.
Það er ekki eftir neinu að bíða.
Aðgerðir verða að hefjast strax ef ekki á að fara illa á næstu árum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2015 | 10:41
Af hverju hunsar Akureyri veginn að Kjarnaskógi ?
Í mjög langan tíma hefur vegurinn að útivistarsvæði Akureyrar í Kjarnaskógi verið nánast samfelld hola.
Svona hefur þetta verið lengi og ekkert hugað að því að gera við þetta.
Þetta var slæmt í fyrra en nú er neðsti hlutinn orðin eins og sjá má á myndinni.
Það sem vekur furðu er að ekkert skuli að gert, því ráðamenn framkvæmda hjá Akureyrarbæ vita manna best að þúsundir sækja útvistavæðið í viku hverri.
Spurningin er því. Af hverju er ekki gert við veginn að Kjarna.?
Einföld spurning sem gaman væri að fá svör við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2015 | 12:42
Frekjuhundar mættir og heimta " sína " orku.
Stóra vandmál fyrirhrunsáranna voru kraftaverkamenn sem mættu með gríðarlegar hugmyndir og byggðu upp væntingar.
Flestir fóru þeir á syngjandi ra..... í hruninu.
Um stund höfum við verið laus við slíka kraftaverkamenn, en nú láta þeir á sér kræla.
Þingeyingum var haldið í væntingum um álver í áratugi.
Nú eru menn mættir með slíkar hugmyndir í Húnavatnssýslur og hafa nú tekið til við að byggja upp sambærilegar væntingar á þeim svæðum.
Það er ljótur leikur.
Þeim kemur ekkert við þó engin sé orkan, gefa lítið fyrir slíkar fullyrðingar, og vísa til fyrirheita stjórnvalda um uppbyggingu iðnaðar.
Nú er staðan þannig að viðkomandi heimta alla orku Blönduvirkjunar og meira til.
Þeim kemur ekkert annað við en þokukenndur eigin hugmyndaheimur.
Eitt er þó alveg ljóst.
Þjóðin hefur ekkert með svona hugmyndafræðinga að gera og furðulegt að forsætisráðherra skuli hafa látið sig hafa það að láta sjá sig í reykfylltum bakherbergjum svokallaðra stóriðjufjárfesta.
Við höfum annað með orkuna okkar að gera en gefa hana til álvera næstu árin.
Það vita þeir sem hugleiða þessi mál af skynsemi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2015 | 21:47
Óþefurinn úr Stjórnarráðinu
Eigandi Klappa Development sem hyggur á rekstur álvers á Hafursstöðum, segir að ætlunin sé að fá lífeyris- og fjárfestingasjóði til að fjárfesta í rekstrinum. Enginn af helstu lífeyrissjóðum landsins hefur fengið slíkt erindi til sín.
Það er óþefur af álvershugleiðingum Klappa Development.
Engir fjárfestingarsjóðir eða lífeyrissjóðir hafa fengið erindi.
Allir vita að það er engin orka á lausu til að keyra slíkt álver þó smátt sé í sniðum.
Furðulegt að forsætisráðherra sé að baktjaldamakki með erlendum fjárfestum og fyrirtæki sem á sér vafasama forsögu í álmakkinu á Íslandi.
Hvað er forsætisráðherra að hugsa ?
Grunur hefur styrkst í dag um að KF Skagfirðinga eigi sinn hlut í þessu og hugsi sér gott til glóðarinnar að fá virkunarkosti í Skagafirði færða úr biðflokki í nýtingarflokk.
Á þeim bænum er hugsað í peningum og gróða, annað er aukaatriði.
Óþefurinn hefur magnast.
Margt bendir til að þetta baktjaldamakk eigi að enda með að ómældir fjármunir renni í RÉTTA vasa á RÉTTUM stöðum.
Þá er ekki laust við að það smjúgi nettur óþefur undan hurðum í Stjórnarráðinu.
Hvaða erindi átti forsætisráðherra í þessa samkomu ef ekki að tryggja framgang fléttunnar ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2015 | 21:25
Frábær hugmynd hjá Framsókn og Kf Skagfirðinga.
Kínverskt fyrirtæki ætlar að fjármagna byggingu álvers á Hafursstöðum, ekki er þó ljóst hvaðan orkan fyrir álverið á að koma. Nálægustu virkjanakostir fyrir utan Blöndu, eru í biðflokki og eru að miklu leyti í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.
Fyrir tveimur dögum var talað um svart útlit í atvinnumálum A-Hún.
Í dag rekur síðan á fjörur álver og milljarða uppbygging.
Auðvitað reddar Framsókn málnum með glænýrri hugmynd.
ÁLVER.
Stórkostlegt þegar glænýjar atvinnuuppbyggingarhugmyndir detta óvænt á borðið þegar vandræðin eru mest.
Svo heppilega vildi til að nokkir Kínverjar mættu og skrifuðu undir í ráðherrabústaðnum hjá forsætisráðherra.
Grípandi tilviljun að síðan er engin orka til, en svo vel vill til að KF. Skagfirðinga á ónýtta orkukosti í Skagafirði.
Óvirkjuð Héraðsvötn eru náttúrlega skandall, slíkt má ekki láta hjá líðast að virkja þar með hraði.
Sigurvegarar umræðunnar eru síðan guðfeður Framsóknarflokksins í Skagafirði og liðþjálfinn þeirra skaffaði húsnæði fyrir undirritun þessarar nýsköpunar.
Ekki skortir á frumleikann á þessum bænum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2015 | 09:57
Hvað skal með þingmenn sem að ljúga ?
Valgerður Stefánsdóttir, forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra, segir ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um að laun túlka hafi verið hækkuð um helming alröng. Laun túlka séu alveg óbreytt. Vigdís sagði launahækkun ástæðu þess að túlkasjóður hafi tæmist fyrr en áður.
Það vefst ekki fyrir sumum þingmönnum að hagræða sannleikanum eða segja jafnvel ósatt þegar það hentar þeim í umræðunni.
Vigdís Hauksdóttir er gjörn á að slá bara einhverju fram og allt of oft er það rakin þvæla og jafnvel ósannindi sem hún ber á borð fyrir okkur pöpulinn.
En síðan dettur það af dagskrá og þingmenn virðast aldrei þurfa að súpa seyði af ósannindum og rangfærslum.
Heiðarleiki og sannsögli eru nauðsynlegir kostir þegar kemur að þingmönnum. Sumir þeirra hafa það alls ekki að leiðarljósi.
Eini möguleikinn til að refsa ósannsöglum og lítt heiðarlegum þingmönnum er á fjögurra ára fresti í kosningum.
Á Íslandi segja þingmenn ekki af sér sama hvað.
Nú er bara að vona að langtímaminni kjósenda dugi til að á þingi sé fólk sem er heiðarlegt og virðir sannleikann.
Fram að því, í það minnsta eru skrökvaranir á þingi og halda áfram iðju sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2015 | 15:13
Ferðamannalandið Ísland. Hversu lengi ?
Það er sláandi að vera nýkominn heim úr ferðalagi á svæðum sem eru með háþróaðan ferðamannaiðnað og horfa svo yfir sviðið hér heima.
Hvar sem maður kom í ferðamannalandinu Austurríki var ferðamönnum búið frábært aðgengi að þjónustu og hreinlætisaðstöðu.
Það var enginn sá miðbær, sama hvað þorpið, borgin eða bærinn var lítil, sem ekki hafði fjölbreyta aðstöðu fyrir ferðamanninn. Veitingahús, salernisaðstaðu, upplýsingar og viðmót þjálfaðra þjónustuaðila.
Allt fyrsta flokks.
Þegar var síðan komið að því að heimsækja ferðamannastaði í dreifbýli, t.d. hæstu fossana, hæstu fjallstindana, menningarverðmæti, allsstaðar sama sagan.
Ferðamönnum stóð til boða öll sú þjónusta sem nauðsynleg er til að taka á móti tugum og hundruðum þúsunda ferðamanna.
Stígar, hreinlætisaðstaða, minjagripir, upplýsingar, allt fyrsta flokks.
Svo kemur maður heim og verður eiginlega fyrir áfalli, þó svo maður hafi vitað um þær staðreyndir að Ísland er ekki í stakk búið til að taka við milljón ferðamönnum ár ári.
Ekki ennþá í það minnsta.
Í bæjarfélögum er ákaflega takmörkuð þjónusta, hreinlætisaðstaða ófullnægjandi, víða engin og upplýsingagjöf óaðgengileg og fátækleg.
Þegar kemur svo að ferðamannstöðum í dreifbýli t.d. á fjöllum og við ýmis náttúrvætti þá kárnar gamanið fyrir alvöru.
Stígar fátæklegir, víða kamrar af gamla skólanum, óhirtir og ókræsilegir, enga minjagripi að fá og upplýsingagjöf afar takmörkuð.
Víða eru kamrarnir lokaðir og læstir eins og verið hefur á Leirhnjúkssvæðinu fram að þessu.
Ef ekki þá er umhirðan afar klén.
Það er ljóst að við stöndum flestum löndum í Evrópu langt að baki þegar kemur að ferðamannabransanum. Það skortir líklega milljarða inn í þann málaflokk til að ná í skottið á því, sem hægt er að kalla viðunandi.
Samkvæmt umræðunni er stór hluti ferðamannabransans á Íslandi svartur og slíkt skilar engu til uppbyggingar.
Veit ekki hvað miklu þessi bransi skilar í skatttekjur.
Stóra vandamálið er því að koma þessum málum í skikkanlegt horf og setja fjármuni í uppbyggingu sem dugar.
Ef það verður ekki gert springur ferðamannabólan með hvelli og ferðamenn hætta að nenna að sækja þjónustulaust Ísland þar sem niðurníðsla ferðamannastaða verður það sem upp úr stendur.
Það gerist ef ekkert verður að gert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2015 | 20:59
Umhverfismálin - erum við á réttri leið ?
Nokkuð hefur verið fjallað um umhverfismálin á Akureyri að undanförnu. Einu sinni sem oftar hefur ástand sjávar í innanverðum Eyjafirði komið til umræðu og væntanlega verður hirðing og sláttur og fleira í sviðsljósinu í sumar eins og oft áður.
En göngum við til góðs þegar horft er til umhverfismála á Akureyri í víðara samhengi, erum við með mótaða og markvissa stefnu og erum við með skilvirka framkvæmdaaðferð þegar kemur að hinum verklegu þáttum ?
Hlutverki umhverfisnefndar hefur tvisvar verið breytt frá því ég kom þar fyrst til starfa fyrir aldamótin. Þegar ég kom þar inn var stefnumörkun og framkvæmdahliðin á hendi umhverfisnefnarinnar. Illu heilli var framkvæmdaþátturinn skilinn frá og settur inn í framkvæmdaráð og þar með rofnaði sú samfella sem var í stefnumörkun og framkvæmdum. Það veikti málaflokkinn verulega að mínu mati.
Síðar var hlutverki umhverfisnefndar breytt þannig að með niðurlagningu Sorpsamlags Eyjafjarðar fóru úrgangsmálin til umhverfisnefndar en framkvæmdaþátturinn var enn í framkvæmdaráði.
Að mínu mati veikir þetta fyrirkomulag umhverfismálin mikið að hafa slíkt rof á hinum stefnumarkandi þáttum málaflokksins og þeim verklegu.
Umhverfisnefnd leggur línur en framkvæmdaráð hagar framkvæmdum og forgangsraðar eftir eigin geðþótta og þá er hættara við að umhverfisþáttunum sé forgangsraðað afturfyrir malbik og hin hörðu mál. Það hefur mjög oft sést á undanförnum árum.
Óstaðfestar sögusagnir segja að nú dreymi einhverja stjórnmálamenn þá viltu drauma að leggja umhverfisnefnd niður í núverandi mynd og færa stefnumörkun inn í einhverja aðra nefnd, kannski framkvæmdaráð eða jafnvel eitthvað annað.
Í mínum huga væri það stórkostleg mistök að gera það og í fullkominni andstöðu við þau háleitu markmið meirihlutans að Akureyri verði leiðandi í umhverfismálum á Íslandi.
Þegar maður hefur slík áform leggur maður ekki niður nefnd sem hefur umhverfismál sem aðalmál.
Að mínu viti á að stokka upp stjórnsýslu umhverfismála á Akureyri og snúa aftur til þess að umhverfisnefnd verði með stefnumörkun í málaflokknum eins og verið hefur, en jafnframt verði framkvæmdaþáttur umhverfismálanna felldur undir verksvið nefndarinnar eins og var til rúmlega ársins 2000.
Slík breyting er lykilatriði við styrkingu málaflokksins og í fullu samræmi við þá stefnumörkun að auka veg umhverfismála á Akureyri.
Framkvæmdaráð hefur alveg nægilega mikið á sinni könnu með aðrar verklegar framkvæmdir auk þess að vera fasteignanefnd bæjarins eins og þetta er í dag.
Nú hefur Akureyri fengið þá umsögn að vera einn áhugaverðasti staður heims með tilliti til ferðamennsku í framtíðinni.
Tækifærin eru því mikil og þau byggja að verulegu leiti á umhverfi og náttúrfegurð ásamt öðru.
En við verðum að breyta hugarfarinu, við erum ekki að standa okkur í umhverfishugsun til lengri tíma. Enn erum við í skammtímalausnum og smáskammtalækningum. Við t.d. forgangsröðum ekki með tilliti til náttúru bæjarins.
Gæti nefnt nokkur dæmi um slíka skammtímahugsun en sleppi því hér.
Þó vil ég ítreka að þegar horft er til framtíðar stígum við ekki þau skref að veikja málaflokkinn í þágu einhverra skammtímasjónarmiða.
Í umhverfismálum þarf að hugsa í áratugum en ekki í kjörtímabilum.
Gangi okkur vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2015 | 09:26
Er makríllinn flokksbundinn í Samfylkingunni ?
_____________
Sjórinn ískaldur og enginn makríll.
En það er ekki af völdum sjávar að mati utanríkisráðherra, fjandans makríllinn er flokksbundinn í Samfylkingunni og þess vegna eru þessi vandræði.
Geri ráð fyrir að Gunnar Bragi utanríksráðherra gera sérstaka grein fyrir þessu á fésbókinni eða á þingi í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2015 | 19:49
Af gapuxum og siðuðu fólki.
_______________
Gunnar Bragi fyrrum starfsmaður KF Skagfirðinga er hreinlega ómerkilegur þegar hann reynir að tengja BHM við Samfylkinguna af því Þórunn Sveinbjarnardóttir tók við starfi þar að loknum póltískum afskiptum sínum.
Fjölmargir Framsóknarmenn í áhrifastöðum hafa jafnframt gegnt trúnaðarstöðum hjá verkalýðsfélögum og enginn efast um forgangsröðun þeirra og hollnustu við þann málstað sem þeir vinna fyrir sína umbjóðendur á vinnumarkaði.
Þar má sem dæmi nefna formann SGS sem hefur verði virkur Framsóknarmaður í áratugi og jafnframt verið formaður stærsta verkalýðsfélags á Norðurlandi í áratugi jafnframt því að vera virkur Framsóknarmaður.
Mjög lengi hefur flestum verkalýðsfélögum á Akureyri verið stýrt af Framsóknarmönnum sem sumir hafa verið virkir í stjórnmálum fyrir Framsóknarflokkinn á sama tíma.
Enginn efast um hollnustu þeirra við verkalýðshreyfinguna enda varla kosnir aftur og aftur ef svo væri ekki.
Utanríkisráðherra er dapurlega ómerkilegur og ef væri á honum mannsbragur mundi hann biðjast afsökunnar á ruglinu.
En ég geri nú ekki ráð fyrir að siðlegheitin á þeim bænum nái það langt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar