Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2015 | 20:01
Að búa til gátlista.
Og hvað gerði svo ráðuneytið til að koma böndum á málin.
Það bjó til gátlista ?
Gátlista um hvað og hver var lausnin ?
Eygló toppaði sjálfa sig og marga aðra í þessu viðtali, skilaði algjörlega auðu.
Það er hrollvekjandi að svona fólk eigi að stjórna landinu og hafa völd.
Hið fullkomna úrræða og getuleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2015 | 16:51
Er ég vandamál í augum virkjanasinna ?
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins kveðst gáttaður á framkomu fulltrúa orkufyrirtækjanna á fundi Rammaáætlunar á miðvikudag, en þar hafi þeir talað niður til fólks sem vill láta náttúruna njóta vafans.
Ég er angarlítið sandkorn á vettvangi umhverfismála.
Það sem Guðmundur er að taka um kannast ég við og hef upplifað á eigin beinum.
Það sem ég hef haft að segja um að skynsamlegast væri að láta náttúruna njóta vafans hefur verið afgreitt sem nöldur og mér klappað góðlátlega á bakið.
Ég hafi sannarlega ekkert vit á þessu og þetta sé bara fínt mál, allir græða og allt í lukkunnar velstandi.
Þetta á við um smávirkjun á Akureyri sem einsýnum forstöðumönnum virkjanafyrtækisins Fallorku tókst að selja Akureyrskum stjórnmálamönnum.
Núna eru þessir sömu forstöðumenn að selja stjórnmálamönnum á svæðinu " frábærar " hugmyndir um vindmyllur, 150 metra háar á " frábærum " stöðum.
Við sem viljum láta náttúruna njóta vafans og meta saman ávinning til lengri tíma erum vandmál og best að afgreiða okkur með klappi á bakið og láta í það skína að við höfum ekkert vit á þessu.
Verk þessara manna fara síðan í dóm sögunnar.
Verst er hvað skammsýni stjórnmálanna er mikil í þessum málaflokki, stundargróðinn sem virkjanamenn selja þeim er það sem ræður för en ekki sýn til lengri tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2015 | 16:12
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að eyðileggja stjórnarskrárbreytingar.
Sjálfstæðisflokkurinn dregur lappirnar.
Það kemur ekki á óvart, hann hefur alltaf verið á móti stjórnarskrárbreytinum sem snúa að auknum réttindum borgaranna.
Á síðasta kjörtímabili leiddi hann andóf og andstöðu við niðurstöður stjórnlagaráðs.
Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki að borgarar þessa lands eigi þjóðarauðlindirnar.
Þær eiga þeirra skjólstæðingar að þeirra mati.
Að gera sér upp að vilja vera með en tefja látlaust er auðvitað augljóst.
Fulltrúi þeirra hefur þá skipun að tefja, trufla og reyna að gera að engu þær breytingar sem fyrirhugaðar eru.
Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf unnið og það hefur ekkert breyst.
Þeir lærðu nefnilega ekki neitt af hruninu og því sem þar gerðist.
Þetta er bara áfram gamli púkalegi flokkurinn, sem vinnur gegn hagsmunum almennra borgara.
Þeir eru nefnilega varðhundar sérhagsmuna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2015 | 11:00
Dekurdrengur Sjálfstæðisflokksins fenginn í skítverkin.
Aðför Sjálfstæðis og Framsóknarflokks gegn Rúv er farsi.
Formaður fjárlaganefndar hefur orðið ber að hatri og fordómum gegn fyrirtækinu.
Kannski af því einhver þar talað ekki nógu vel um Framsóknarflokkinn.
Bingi er kannski efstur á lista þeirra sem fá að kaupa dótið að lokinni aðförinni ?
Illugi réði síðan einn af þekktustu dekurdrengjum flokkins til að skila svartri skýrslu um RÚV.
Hann stóð sig nokkuð vel í því og kannski unnið vel fyrir flokkslaunum sínum.
Margir hafa kallað þessa skýrlu vont plagg, illa unna og fulla af rangfærslum.
Er það ekki bara eðlilegt.
Það var einmitt það sem menntamálaráðherra pantaði, og fól flokksgæðingum að skila.
Oft hafa þessir flokkar ráðist gegn Rúv en núna á greinilega að ganga alla leið og allir muna að menntamálaráðherra er búinn að koma sínum manni fyrir í forstjórastólnum.
Enda var það kallað að Illugi væri að ráða útfararstjóra til starfa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2015 | 16:42
Ömurlegur Landsbanki Íslands.
Landsbanki Íslands, þið vitið, þessi sem við landsmenn eigum saman, er ömurleg stofnun að mörgu leiti.
Ótrúlega oft hefur þessi banki komið við sögu þegar á að draga úr þjónustu við bæjarfélög og einstaklinga.
Að mínu mati leggjast þeir æði lágt þegar þeir ætla að fjarlægja eina aðgengi heima og ferðamanna í Hrísey að reiðufé.
Þetta ber vott um vonda, ferkantaða stjórnun, sem ber þessari stofnun ljótt vitni.
Maður veltir fyrir sér stjórnun sem kemst að svona niðurstöðu.
Fjárhagslega skiptir þetta þá engu máli með sína tuttugu milljarða í hagnað.
Það er ekkert annað hægt að gera en lýsa frati á svona smásálarhátt eins og stjórnendur ríkisbankans gera sig seka um í þessu tilfelli.
Það er ekki hægt að sjá að ríkisbanki sé nokkuð betri kostur en einkabanki þegar upp er staðið, eða hvað ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2015 | 09:42
Íslendingar blæða fyrir ónýta, stefnulausa stjórnmálamenn.
Ónýti gjaldmillinn sem enginn vill nota eða sjá er framtíðarsýn stórnarflokkanna.
Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum finnst frábært að hafa mynt sem hægt er að fella og hækka að vild, allt eftir hagsmunum þeirra skjólstæðinga.
Þeir sem aldrei græða á þessari handónýtu mynt eru óbreyttir neytendur og fjölskyldurnar í landinu.
Ef það hentar útflutningsgreinum þá bara fella þeir gengið með tilheyrandi hamförum í fjármálum heimilanna.
Það finnst þeim alveg frábært.
Að þessir flokkar hafi einhverja aðra framtíðarsýn er ekki.
Verðtryggingin tryggir að það eru fyrst og fremst almennir neytendur og lántakendur sem tapa.
Það er ekki verið að hugsa til framtíðar, það er bara verið að pæla í núinu og hvað hentar best fyrir þeirra skjólstæðinga.
Skítt með almenning og heimilin.
Og svo kjósum við þessa flokka aftur og aftur til valda, sem tryggir áfram stefnuleysi og óáran fyrir fólki í landinu.
Bloggar | Breytt 3.11.2015 kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.10.2015 | 16:05
Þjóðsagan um hreina landbúnaðinn á Íslandi.
Hversu oft er ekki búið að segja okkur að landbúnaðarvörur frá Íslandi séu þær bestu í heimi.
Stundum skiljum við ekki af hverju gengur svona treglega að láta útlendinga átta sig á hvað íslenska lambakjötið er frábært.
Það er því svolítill bömmer að sjá að sýkt sauðfé á Íslandi komi í veg fyrir að útlendingar kæri sig um lambakjötið okkar frábæra.
Þeir vilja ekki kaupa kjöt frá riðulandi.
Kannski er margumræddur hreinleiki í landbúnaði á Íslandi eins mikill sannleikur eins og sumir halda fram.
Í það minnsta eru sjúkdómar í landbúnaði á Íslandi að koma í veg fyrir útflutning til lands sem miklar vonir voru bundnar við.
Nú súpum við sama seiðið og stjórnvöld hér á landi beita til að koma í veg fyrir að neytendur á Íslandi fái aðgang að ódýrari landbúnaðarvörum.
Og vafalaust þykir öllum Framsóknarmönnum þessa lands þetta voðalega ósanngjarnt.
Að þeirra mati eru sjúkdómarnir bara í útlöndum.
Stjórnvöld á Íslandi eru nefnilega tækifærissinnar þegar þeir verja hagsmuni sumra hópa hér á landi.
![]() |
Riðuveiki á Íslandi stendur í Kínverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2015 | 12:42
Indefence hópurinn rassskellir forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð var gleiður í fréttum í gær.
Heimsviðburður að hans mati í samkomulagi um stöðugleikaframlag.
En í dag skjóta hans helstu stuðningsmenn og bakland hann niður úr skýjaborgunum.
Það er verið að plata kallinn að þeirra mati.
Framundan er hrun og óáran að mati Indefence hópsins.
Ljótt er ef verið er að plata forsætis og fjármálaráðherra.
Kannski ekki ósennilegt, þeir eru börn í höndum kröfuhafana sem eru sérfræðingar í svona samningum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2015 | 18:44
Sjálfstæðisflokkurinn sáttur við 20 %.
Það er af sem áður var, Sjálfstæðisflokkurinn er sáttur með sín 20% og formaðurinn situr á friðarstóli.
Þetta er mikil breyting og fyrir okkur sem höfum fylgst með stjórnmálum lengi eru það stórtíðindi að formaður Sjálfstæðisflokksins njóti trausts í ljósi þeirrar staðreyndar að flokkurinn er í sögulegu lágmarki.
Það er af sem áður var, allt minna en 40% fylgi var óásættanlegt í Valhöll og forverum hennar.
En svona breytast málin, meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn má vera pínulítill og formaðurinn óumdeildur í sínu sögulega lágmarki.
![]() |
Ekki landsfundur deilna og átaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2015 | 15:27
Að borga fyrir greiðasemina ?
( Kjarninn )
Að borga fyrir greiðasemina dettur kannski einhverjum í hug.
Það hafa skilað sér nokkuð margir milljarðarðarnir í hús síðan núverandi stjórnarflokkar tóku við.
En það er alls ekki það að mínu mati.
Þá bara langar til að gera þetta.
Útgerðarmenn eru örlátt fólk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 820362
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar