Færsluflokkur: Bloggar
26.11.2015 | 12:28
Ritskoðunarlöngun Framsóknarflokksins er staðreynd.
Framsóknarflokkurinn vill koma böndum á umræðuna.
Framsóknarflokkurinn vill koma á einhverskonar ritskoðun.
En hvað á að ritskoða ?
Flestir forustumenn Framsóknarflokkins hafa kvartað undan skrifum á neti og í fjölmiðlum.
Þar stynja þeir mest undan gagnrýni á flokkinn og það sem hann gerir eða gerir ekki.
Einstakir ráðherrar hafa verið gagnrýndir fyrir bullyfirlýsingar og sumir fyrir fullkomið verkleysi.
Forsætisráðherra hefur þótt loðmæltur og óskýr og endalaust misskilinn.
Eygló fær gagnrýni fyrir verkleysi og innantómar yfirlýsingar.
Varaformanni flokksins hefur verið líkt við fíl í glervörubúð.
Utanríkisráðherra hefur síðan þó sérstakur kafli, þar sem honum verður endalaust fótaskortur í stjórnsýslunni.
Auðvitað er þetta óþægilegt fyrir ráðherranna og ekkert undarlegt að þeir vilji koma á ritskoðun svo þessar óþægilegu staðreyndir verði minna áberandi.
Ritskoðunarárátta Framsóknarmanna er því skiljanleg í ljósi aðstæðna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2015 | 12:49
Á hvaða leið er forsetinn ?
Ég held að enginn velkist í vafa um ÓRG ætlar að bjóða sig fram enn á ný.
Hann hefur þegar látið í það skína að það sé nauðsynlegt að halda gamla forsetanum af því ástand heimsmála sé með þeim hætti að nauðsyn sé á styrkri stjórn á Bessastöðum.
En svo hefur hann líka feta sig inn á vafasamari slóðir og virðist ætla að fiska í gruggugu vatni kynþáttahyggju og trúarbragðafordóma.
ÓRG er glöggur á strauma þjóðfélagsins og væntanlega metur hann stöðuna þannig að vænlegt sé til árangurs að tala eins og hann gerir í moskumálinu.
Hann mun að vísu aldrei láta hanka sig á að tala beint gegn trúarbrögðum eða þjóðfélagshópum, en forsetinn er meistari hinna hálfkveðnu vísna og verður ekki skotaskuld að tala með þeim hætti sem hentar.
Fjöldi mun misskilja hann rétt ef af verður.
Þetta eru nú bara hugleiðingar og kannski tóm vitleysa...en samt má heyra hinn dulda undirtón orða síðustu daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2015 | 12:12
Björt framtíð og efasemdirnar um Grímsey.
Fyrirhugaðar aðgerðir til að bjarga Grímsey fara eitthvað fyrir brjóstið á ráðamönnum í stjórnmálaflokknum Björt framtíð.
Spurning er hvor þetta er bara SV hluti þessa flokks eða hvort það er almennt álit flokksins að aðgerðir til bjargar Grímsey orki tvímælis ?
Fróðlegt að vita hvort bæjarfulltrúi flokksins á Akureyri taki undir þessar efasemdir flokksforustunnar ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2015 | 09:51
Leiftursókn Sjálfstæðisflokksins gegn námsmönnum virkar.
Sjálfstæðisflokknum og Illuga menntamálaráðherra er að takast ætlunarverk sitt.
Eldri nemendum hefur fækkað um 40% á milli ára þökk sé eyðileggingarstefnu hægri aflanna.
Hér er enn ein ástæða þess að FLOKKURINN skilar " hallalausum " fjárlögum.
Sjálfstæðisflokkurinn er ígildi engisprettufaraldurs í menntakerfinu.
40 % er ótvíræður " árangur "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2015 | 08:44
Fjármálaráðherra og plat-afgangurinn á fjárlögum.
Fjármálaráðherra hefur grobbað sig af afgangi á fjárlögum.
Sá afgangur er fenginn með niðurskurði á þjónustu í heilbrigðiskerfi, löggæslukerfi og fleiru.
Meðan talað er um nauðsyn þess að efla löggæslu þarf að setja aksturskvóta á löggæsluna vegna óábyrgs niðurskurðar hægri íhaldsstjórnarinnar.
Ráðamenn tala með tungum tveim og ábyrgð þeirra er mikil.
Ætli fjármálaráðherra sofi þokkalega ?
Hann væntalega notar andvökunætur til að upphugsa hvað hann getur gert fleira fyrir vini sína í útgerðinni.
![]() |
Aksturskvóti hjá lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2015 | 17:23
Erfitt að feta hinn þrönga veg sannleikans ?
Rangt farið með staðreyndir.
Hefur heyrst áður þegar ákveðnir þingmenn eiga í hlut.
Hann er þröngur hinn vandrataði stígur sannleikans.
Sumir virðast eiga í meiri erfiðleikum með það en aðrir.
Alþingsmenn þurfa að vanda sig eigi þingið að öðlast trúverðugleika á ný.
![]() |
RÚV gerir athugasemdir við ræðu Hönnu Birnu á Alþingi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2015 | 14:08
Hverjir flýja sæluríki Sigmundar og af hverju ?
Forsætisráðherra hefur verið duglegur við að halda því fram að hér sé allt í lukkunnar velstandi og smjör drjúpi af hverju strái.
En samt flykkist fólk úr landi, yfirgefur meint sæluríki forsætisráðherra.
En hverjir eru það sem fara og af hverju.
Samkvæmt upplýsingum viðkomandi stofnana er það ekki vitað, hverjir eru að fara.
Sumir halda því fram að þetta sé atgerfisflótti ungs fólks. Það væri mjög alvarlegt fyrir þjóðfélagið.
En af hverju fer fólk frá sæluríkinu ?
Gæti það verið af því í sæluríkinu eru hæstu vextir á byggðu bóli ?
Gæti það verið af því stjórnarherrarnir boða óbreytt ástand í gjaldmiðilsmálum ?
Gæti það verið vegna einangrunarstefnu stjórnvalda ?
Gæti það verið af því laun eru hér umtalsvert lægri en í nágrannalöndum ?
Gæti það verið vegna misskiptingar og óréttlisstefnu stjórnvalda ?
Gæti það verið af því stefna stjórnvalda miðar að því að gera þá ríku ríkari og þá fátæku fátækari.
Gæti það verið vegna hnignandi og fjársvelts heilbrigðiskerfis ?
Það er margt sem kemur til greina, ekki skortir ástæður í sæluríki Sigmundar.
Flóttamannastraumurinn í heiminum er ekki eingöngu frá suðri til norðurs heldur einnig frá norðri til suðurs í okkar tilfelli.
![]() |
Fjöldi Íslendinga flytur úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2015 | 13:05
Enn er bullið í forsætisráðherra hrakið.
Niðurstaða Thomasar er því þessi:
Slóð á greinina á Hringbraut.
Athafnamaðurinn Thomas Möller hrekur orð forsætisráðherra með afgerandi hætti á Hringbraut.
Hann tekur til samanburðar evruríkið Írland og hvernig þeim tókst að komast út úr gríðarlegum erfiðleikum hrunáranna.
Þegar það er skoðað má fullyrða að íbúar Írlands hafa sloppið enn betur en íslendingar þegar skoðuð er staða þessara mála í dag.
Íbúar á Írlandi þurfa ekki að þola okurvexti og verðtryggingu eins og við á klakanum.
Engar gjaldeyrishömlur og þjóðarframleiðsla á mann á Írlandi er 16% meiri en á Íslandi.
Auk þess hafa íbúar Írlands gjaldmiðil sem hægt er að nota um allan heim.
Eins og við vitum tekur enginn í heiminum við ónýtu krónunni okkar.
Margt fleira er tiltekið og fróðlegt að lesa þessa samantekt á Hringbraut.
En mergurinn málsins er.
Enn og aftur eru bullið í forsætisráðherra hrakið út í hafsauga.
Það er hættulegt að hafa stjórnmálamenn sem vita ekki betur, eða eru að ljúga í saklausa þjóðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2015 | 10:33
Skammtímahugsun eða framtíðarsýn, það er málið
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vill eiga fund með Björk Guðmundsdóttir um íslenska náttúru en segir um leið að margt af því fram kom á blaðamannafundi hennar í gær sé einfaldlega rangt. Hún fagnar áhuga Bjarkar á íslenskri náttúru en segir misskilning gæta á því vinnulagi sem þingmenn hafa komist að samkomulagi um
____________________
Ísland er á tímamótum hvað varðar náttúru landsins og framtíð ósnortinna náttúrgæða.
Það hefur verið nokkuð stjórnlítil stefna stjórnvalda á Ísland að reka nýtarstefnu þar sem virkjað er í djöfulmóð, námuvinnsla nokkuð óheft og flestir hagsmunaaðilar hafa lítið sem ekkert spáð í verndun náttúru og náttúrugæða.
Nú um stundir erum við í miðjum átakapunkti. Nýtingarsinnar geta ekki farið sínu fram eins og þá langar og það er ekki lengur nýtingarhagsmunir sem stjórna ferðinni.
Þetta er erfitt fyrir þá sem hingað til hafa stjórnað og kveinka sér núna yfir að geta ekki gert allt sem þá langar á vandræða.
Rammáætlun átti að vera samkomulag kynslóðanna um nýtingu og verndun hvar og hvernig.
Það hefur verið erfitt fyrir hagsmunaaðila að kyngja þeirri áætlun eins og umræðan hefur sýnt glögglega.
Þessi misseri eru tímamót.
Hvar eigum við að láta staðar numið ? Það er sannarlega ekki mikið eftir af ósnortinni náttúru á Íslandi þegar horft er til heildarinnar.
Við eigum val þessi árin í ýmsum þáttum.
Viljum við fara með fullkomna hálendisvegi um lítt snortnar víðáttur hálendisins ?
Viljum við leggja háspennulínur um sjónmengunarlausar víðáttur landsins og klippa það niður í smá búta þar sem raflínur marka landamæri ?
Viljum við fórna náttúrugæðum á Íslandi fyrir rafmagn til Bretlandseyja og víðar ?
Viljum við róta um landi og virkja í hverjum dal og firði ?
Viljum við reisa 150 metra háar vindmyllur í öðrum hverjum firði og dal ?
Enn eru sumir stjórnmálamenn að tala um álver þó engin sé orkan og framtíð þeirra óljós.
Nú er stundin runnin upp.
Mun græðgisstefnan ráða og sýna að hugsun okkar hefur ekkert þróast frá því fyrstu virkjanir risu á Íslandi.
Eða höfum við áttað okkur á að ósnortin og óskemmd náttúrgæði eru líka verðmæti og peningar fyrir landið og landsmenn ?
Raddir gamaldags nýtingarsinna er áberandi og þeir hljóma nákvæmlega eins og forverar þeirra fyrir 50-80 árum
Sú hugsun er til staðar en átökin harðna vegna þess að hratt gengur á náttúrgæði landins og hver og ein framkvæmd er óafturkræf og breytir málum til framtíðar.
Höfum við leyfi til að skrifa óútfylltan víxil á börnin okkar og barnabörnin ?
Nú er stundinn að renna upp....
Hvert ætlum við með Ísland framtíðarinnar þegar horft er til umhverfis, fráveitu og loftslagsmála ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2015 | 08:07
Nafli alheimsins - Vigdís og Framsókn ?
______________
Fólk sem er tilbúið að gagnrýna aðra og af mikilli hörku en þolir svo ekki gagnrýni á sjálft sig og sinn flokk ætti ekki að vera í stjórnmálum.
Það er allt of erfitt að vera í þeirri stöðu að halda að allir séu látlaust að gagnrýna sig og sín verk og sjá ekkert satt í þeirri gagnrýni.
Vigdís Hauksdóttir er gagnrýnin og kjaftfor þingmaður og fær svör í sömu mynt.
Ef hún tekur það svona nærri sér þá væri kannski ráð að líta í eigin barm.
Og að hún sjái ekki sanngirni í að Framsókn sem gagnrýnd vegna verkleysis og vanefnda þá er hún ekki í sambandi.
En þetta vandamál allt saman mun leysast 2017, og verður þá bara óþægileg minning í huga Vigdísar.
![]() |
Ósýnilegur her neikvæðrar umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 820362
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar