Færsluflokkur: Bloggar

Óbreytt ástand...samkomulag um ekki neitt.

Þá liggur fyrir hvað Vilhjálmur ætlar að gera. Það er að gera ekki neitt. Hann situr sem fastast og segir ekkert um hvað eigi að gerast þegar skipt verður um borgarstjórn. Auðvitað ætlar hann að nota þetta ár til að láta rykið setjast og halda svo áfram.

Og hlýðna sexmenningahjörðin heldur áfram að lýsa við hann stuðningi en fýlutotan fer ekki framhjá nokkrum manni.

Vond niðurstaða fyrir Reykjavík, vond niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, vond niðurstaða fyrir aðra borgarstjórnarfulltrúa flokksins.

Óskoðaður stuðningur við mann sem hefur klúðrað flestu segir meira en nokkur orð, enda hef ég sagt allan tímann að þetta yrði niðurstaða Sjálfstæðisflokksins enda ekki til siðs að láta menn axla ábyrgð á þessum bænum.


mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja...enn eitt floppið í uppsiglingu.

Teknógutl...lalalalalalal innhaldslaust og flatt. Af hverju halda menn alltaf að eitthvað voða hresst komist áfram í þessari keppni.

Minnir mig svolítið á portugölsku og belgísku framlögin í gegnum árin. Af hverju tímum við að eyða aurum í þetta ? Ekki spyrja mig.


mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill happadráttur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Jæja. Þá hefur Vilhjálmur ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það fer enginn í grafgötur með það hvernig Reykjavík verður stjórnað næstu tvö árin ef Ólafur lætur bjóða sér flugvallarsvikin áfram.

Vilhjálmur Þórmundur er mikill happadráttur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þetta tryggir sama klúðrið áfram en ég þykist vita að sumum sé ekki skemmt. Hvort borgarfulltrúarnir sex sem eftir sitja geta áfram gert sér upp ánægju er ekki gott að segja. Það á eftir að koma í ljós.

En ég verð að viðurkenna að ég hef eiginlega meiri áhyggjur af framvindu mála í Reykjavík en það að mér sé skemmt með þetta áframhaldandi sjálfsvíg Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Þetta er versta niðurstaða sem hægt var að ímynda sér að gæti hent Reykvíkinga. Þeir félagar Ólafur borgarstjóri og Vilhjálmur Þórmundur eru hræðilegt par og ljóst að stjórnleysi og ringulreið mun ríkja nema kraftaverk eigi sér stað.


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kusk á hvítflibba.

Þingmaður sem uppvís verður að lögbroti er alltaf í vondum málum. Það eru nefnilega þingmenn sem setja lög og ef þeir geta ekki og skilja ekki að eigi að fara eftir þeim eru þeir á hálum ís.

Birkir Jón reynir að verja lögbrot sitt með máttleysislegum hætti og talar um tvískinnung. Þessi tvískinnungur er bundin í lög sem kollegar Birkis Jóns settu og eru í fullu gildi. Þingmaðurinn er þar með lögbrjótur sem ber að refsa sem slíkum. Hann hefur viðurkennt brot sitt og er því auðdæmdur.

Það ljóta í þessu er slæm fyrirmynd og glámskyggni. Hvernig er hægt að ætlast til að hinn almenni pöpull farið að lögum þegar þingmenn líta á það sem rakinn óþarfa að fara eftir þeim.

Birkir Jón... það er hallrærislegt að græða peninga á lögbrotum og lýsir græðgi og dómgreindarleysi.


mbl.is Tvískinnungur að aðrar reglur gildi um póker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mývatn í vetrarbirtu.

Wintersky over frosen lake Engin stjórnmál, engar plælingar, bara ljósmynda og afslöppunarferð í Mývatnssveit og Kröflu.

Frábær birta, stórkostleg fegurð.

Á morgun... suður til að reyna að búa til kjarasaming með félögunum.


Graeme Massie - verðlaunahafi á ný.

Ég veit ekki hvort Reykvíkingar átta sig á að þetta er arkitektinn sem vann samkeppnina um miðbæjarskipulagið á Akureyri. Það er eins og hann hafi fundið leiðina að hjarta Íslendinga.

Ég hlakka til að sjá þessar tillögur og bera þær saman við inntak verðlaunatillögu hans varðandi miðbæinn á Akureyri.


mbl.is Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valhallærislegt - nýyrði.

Hvað veldur því að stjórnmálaflokkur lætur sér detta í hug slíka reginheimsku. Ég hélt satt að segja að þetta hefði verið "slys" eða "hugsunarleysi".

Þetta var ófaglegt, ólýðræðislegt, óskynsamlegt og hægt er að hafa um þetta enn fleiri orð. Sennilega einsdæmi að eins illa hafi verið staðið að málum hjá nokkrum þeim sem á sitt undir fjölmiðlum. Stóri faglegi stjórnmálaflokkurinn er svo bara fúskari eða hélt ef til vill að í krafti sínum og stærð kæmist hann upp með hvað sem væri.

En sennilega var þetta meðvitað. Það átti að gera gamla góða Villa hællærislegan og ófaglegan. Hann hefur verði að trufla forustuna með að segja sig ekki frá verkum fyrir flokkinn. Það þarf ekki mikla skerpu til að sjá hversu Sjálfstæðismönnum er misboðið með Vilhjálm. Ekki endilega af því hann hagaði sér ólýðræðslega og átti skilið að víkja. Nei af því hann varpaði skugga á ímynd flokksins og opinberaði getuleysi hans til að takast á við vanda. Sofandi og elliær, þunglamalegur risi.

Valhallærislegt er því ágætis nýyrði yfir það þegar mönnum tekst með afgerandi hætti að vera hallærislegir og ófaglegir í stjórnmálastarfi. Svo hallærislegir að sumir láta sig hverfa út um kjallarann eða jafnvel skólpkerfið eins og Sigmund teiknar svo skemmtilega í dag.


mbl.is Blaðamannafélagið sendir Sjálfstæðisflokki bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjusjónarmið.

Íbúðalánasjóður og fyrirkomulag varðandi hann er eina haldreipi hins almenna borgara gegn ósvífni og sjálftöku bankanna. Ef þessi sjóður væri ekki til í þeirri mynd sem við höfum hann, og einkareknir bankarnir fengju veiðileyfi á íslenska húsbyggéndur væri voðinn vís.

Bankarnir æddu inn á markaðinn með gylliboðum um lága vexti og 100 % lán. Þessi innkoma reyndist síðan vera sýndarmennska og nú er ástandið þannig að bankarnir taka okurvexti og hafa mjög takmarkað lánamöguleika til neytenda. Mitt í þessu tækifærismennsku bankanna stendur íbúðalánasjóður sem aðhald og eyland í þessar skefjalausu græðgisvæðingu sem íslenska bankakerfið býður okkur upp á.

Guði sé lof fyrir Íbúðalánasjóð.


mbl.is Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn að klofna ?

Frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum á áttunda áratug síðustu aldar hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið sterkur og einhuga lengst af, í það minnsta út á við. Aðeins tvisvar sinnum man ég að hafi komið upp mál sem reyndust flokknum erfið.

Það var þegar Gunnar Thoroddsen og Albert Guðmundsson hlupust undan merkjum, Albert stofnaði Borgaraflokkinn og Gunnar myndaði ríkisstjórn með höfuðandstæðingi flokksins auk Framsóknar.

Og svo var það þegar Davíð Oddsson læddist aftan að Þorsteini Pálssyni og tók hann pólitískt snyrtilega af lífi.

Fyrra málið var flokknum erfitt um hríð en gekk síðan til baka enda voru þetta persónuleg átök manna frekar en málefnaágreiningur. Það var almenn sátt um aðferð Davíðs enda hafði Þorsteinn unnið sér það til óhelgi að missa ríkisstjórn út úr höndum flokksins.

Það sem er að gerast núna er af allt öðrum toga. Það er verið að takast á um stefnur og strauma. Gamla íhaldssjálftökuliðið vill halda sínum kúrs og ráða og ráðskast með íslenskt þjóðlíf líkt og þeir hafa gert í áratugi. Þeir vilja geta fært góðvinum sínum það sem þeim sýnist og þar kristallast Orkuveitumálin, Rei og Geysir greenmálin, sjálftöku og frjálshyggjuliðið enn á ferð. Það er sama liðið og einkavæddi bankana og færði velþóknanlegum, það er liðið sem seldi Símann og grunnkerfið með, og það er liðið sem ætlaði sér að selja orkufyrirtækin, fyrst þessi hjá sveitarfélögum og svo Landsvirkjun sjálfa.

En styrkur þessa hóps hefur minkað og komnar eru fram nýjar áherslur þar sem menn vilja að orka og fleira sé sameign þjóðarinnar, fiskveiðikerfið sé það einnig, og höfuðsyndin sjálf, þessari nýju kynslóð er jafnvel farið að detta í hug að ganga i EES og taka  upp Evru.

Það er því sem átakapunktar íslenska stjórnmála hafi færst af svæði sem lá milli Sjálfstæðisflokks og allra hinna, inn í Sjálfstæðisflokkinn sjálfan. Það sé í reynd að verða til jafnarsinnaðir Sjálfstæðismenn sem eiga meiri samleið með jafnaðarmannaflokki á miðju stjórnmálanna en þeim hægri frjálhygguröftum sem lengst af réðu undir stjórn Davíðs Oddssonar.

Þessi tilfærsla á átakalínum inn í Sjálfstæðisflokkinn gætu hæglega leitt til klofnings hans. Þá gæti það orðið með þeim hætti að ysta hægrið, íhaldsliðið og frjálshyggumógúlarnir tækju sig til og færu aðra leið. Kannski er þetta óskhyggja og allt eins gæti sá hópur hrakið burtu og frá völdum þau hógværari öfl sem nú ráða ferðinni.

Maður er strax farinn að sjá ákveðinn hóp Sjálfstæðismanna tala formanninn niður á opinberum vettvangi sem er afar sérstakt þegar Sjálfstæðisflokkurinn á hlut að máli.

Það verður spennandi að sjá hvernig fer í þessum sundurleita flokki því loks nú sjáum við ágreining fylkinga í flokknum opinberlega því engum flokki hefur tekist eins vel að halda ágreiningi og sundurþykkju innan veggja eins Sjálfstæðisflokknum. En nú virðist sem þrýstingurinn sé að verða óviðráðanlegur.

 


mbl.is Geir: „Tek afstöðu þegar þar að kemur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplausn í borgjarstjórnarflokki íhaldsins.

Umræðan í þjóðfélaginu hefur heldur betur komist á flug. Borgarfulltrúum Sjalla er gert að þegja og lýsa stuðningi við Villa þvert um geð sitt. Halda þessir ágætu borgarfulltrúar að þjóðin séu slíkir hálfvitar að sjá ekki í gengum þennan hráskinnaleik.

Það er pólitskt sjálfsmorð að skrifa upp á svona atburðarás. Það er hlegið að dvergunum sex um allt land og heyra þessi krakkagrey lýsa yfir stuðngi við mann sem er með allt niður um sig. Hver getur tekið mark á Júlíus Vífli, Kjartani Gunn, Gísla Marteini og hinni geðgóðu Hönnu Birnu auk hinna sem fæstir muna hvað heita.

Ég held að ég hafi aldrei séð jafn stóra hjörð stjórnmálamanna leidda, jafn viljalausa til póltiskrar aftöku. Gamli góði Villi er með þau í skrúfstykki því þau byggja pólitískt vald sitt á tilvist hans í oddvitastöðu.

Ég er nánast viss um að hann og Ólafur F hafa hótað þeim að rjúfa þennan meirihluta ef þau hlýddu ekki.... það má sjá í þessari atburðarás allri.

Það skyldi þó aldrei fara svo að myndaður verði nýr meirihluti í borginni...þegar einhverjir borgarfulltrúar Sjalla ganga til liðs við Tjarnarkvartettinn...

eða nei annars.... Sjálfstæðismenn hafa ekki slíkt þor í stjórnmálum og hagur borgarinnar og borgarbúa er settur framar flokkshagsmunum.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 819385

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband