Færsluflokkur: Bloggar

Brennandi fley.

Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnana á milli. Borgarfulltrúar eru á harðaflótta undan fjölmiðlum og nú er búið að etja gamla góða Villa á foraðið. Hann er alveg eins og auli á fréttamannafundi og maður er eiginlega hugsi eftir þetta allt saman.

í Valhöll hafa menn komist að niðurstöðu um ekki neitt. Aldrei hefði mér dottið í hug hér áður að Sjálfstæðisflokkurinn gæti orðið jafn aumur og hallærislegur í nokkru máli. Villi klúðrar og klúðrar og eina von flokksins til að reisa við var að hann axlaði ábyrgð og hætti. En svo er ekki og því vita menn að það er staðfastur ásetningur Sjálfstæðisflokksins að hanga á völdunum, rúnir trausti með ónýtan borgarstjóra í brúnni.... svona er nú það. Minnir á gamla textann.... "Dead man walking " en það má svo sannarlega segja um þessa tvo kumpána í pólitík.

En gamli góði Villi ætlar að halda áfram og borgarbúar sitja uppi með logandi Sjálfstæðisflokkinn og hinir borgarfulltrúarnir flýja um kjallarainnganga.. er þetta ekki pínlegt.


mbl.is Fundi sjálfstæðismanna lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafnarstræti - götumynd

Hafnarstrætið

Nú er búið að auglýsa Hafnarstræti 98, Hótel Akureyri til sölu. Eins og margir muna friðaði menntamálaráðherra þetta "glæsilega" hús. Húsafriðunarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að húsið væri ómetanlegur hluti af heild og tengdi það sennilega við húsin næst fyrir sunnan það, hið glæsilega hús París og svo nýuppgerða Hamborg á horninu.

Sem betur fer má nú reikna með að hugsjónamenn þeir sem börðust fyrir tilvist og verndun hússins láti nú til sín taka og kaupi það og geri upp. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er talið að viðgerðir og upptekt á útlitinu einu saman og að koma húsinum í upphaflegt útlit kosti um 55 milljónir og menn ættu nú ekki að vera í vandræðum með að snara út slíku smáræði fyrir málstaðinn.

Og svo ef menn vilja koma húsinu í brúk og gera það klárt til slíks samkvæmt nútímastöðum og öryggsreglum þarf að skjóta fram svona 50 - 100 millum í viðbót og ekki held ég að standi á því.

Hér að ofan setti ég inn gamla mynd úr Hafnarstræti. Næst okkur sér aðeins í Hamborg og næst er París... Hafnarstræti 96. Svo kemur bil því Hótel Akureyri er ekki risið. Enn fjær sér í Hafnarstræti 100  og 102 sem brunnu. Rotterdam brann á stríðárunum og það varð frægur bruni því mikið áfengi var geymt í húsinu á vegum setuliðsins og margir urðu góðglaðir við slökkvistarfið.

Vestan götunnar sér í hús Dúa lögregluþjóns og við hliðina hið reisulega Jerúsalem sem var látið víkja fyrir Vöruhúsi Kea í æsku minni.

Kannski er þetta götumyndin sem ætti að varðveita ef menn vilja Hafnarstrætið eins og það var. En það er nokkuð seint í rassinn gripið því flest þessara húsa sem hér sjást eru horfin og það sem tekist er á um í dag er ekki komið. Mér sýnist þó á þessari mynd að sjáist merki þess að menn séu að byrja að byggja Hafnarstræti 98. Svei mér þá ef ekki sést í kjallarann í bilinu norðan Parísar.


Dagur bláa strútsins.... dagur hinna brýndu hnífa.

Vilhjálmur Þ. og borgarfulltrúar SjálfstæðisflokksinsÉg heyri ekki.... ég sé ekki... ég skil ekki... ég finnst ekki.

 

 

Þegar strúturinn er í vanda stingur hann höfðinu í sandinn. En gallinn við þetta háttarlag strútsins er að vandinn hverfur ekki þó svo strúturinn hafi höfuðið langalengi þarna niðri. Og það sem vera er.... rassinn á honum stendur beint upp í loftið, óvarinn og berskjaldaður. Þetta er kannsi svolítið lýsingin á málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Þetta er eiginlega dauðans pínlegt og verður lengi í minnum haft.


Stund milli stríða.

The nature Á þessari mynd er stund milli stríða. Veturinn hefur verið sérkennilegur fyrir margra hluta sakir. Langtímum saman miklir suðvestan og vestanvindar, hlýindi og snjólétt. Þess á milli koma skot þar sem snjóar í frostlitlu eða frostleysu með tilheyrandi svellalögum.

Svo gerði smá vetur með snjókomu og vetrarveðri. En það stóð bara í nokkara daga og nú er að leggjast í sunnan, suðvestan og vestanáttir á ný.

Þessi mynd er tekin milli lægða fyrir nokkru síðan. Birtan og kyrrðin sem einkenna Eyjafjörðinn eru viðfangsefnið í þessari mynd.


Hvar eru borgarfulltrúarnir ??

Ég að velta því fyrir mér. Hvar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ? Það náðist í Kjartan sem var aumkunarverður þegar fréttamaður króaði hann af á Akureyri. Villi er fínn !! var inntakið hjá KAPPANUM. Nýji stjórnarformaður OR var hálf fýlulegur í því viðtali...eiginlega dónalegur.

En nú er stóra spurningin. Hvar eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ?? Kannski eru þeir í einhverju bakherbergi að brýna hnífana eða eru þeir kannski í áfallahjálp hjá Pétri "flokks mannsins" einhversstaðar utan þjónustusvæðis.

Geir blessaður Haarde var á flótta þegar hann var spurður... tjáir sig ekki.

Niðurstaðan er ..... Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er á harðaflótta undan sjálfum sér og bíður þessa að eitthvað gerist. Ekki ætla þeir að gera neitt því þeir treysta gamla góða Villa... eins og þeir hafa margoft sagt.

Strútahjörðin... borgarstjórarflokkur Sjalla er með hausinn á kafi í sandi einhversstaðar utan þjónustusvæðis.... hvar skyldi það nú vera ?

 


mbl.is „REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veikburða borgarstjóri, spilltur Sjálfstæðisflokkur.

Enn tekur þetta fáránlega Reykjavíkurmál á sig nýjar myndir. Nú segir borgarstjóri að orð sín hafi verið mistúlkuð. Ef ég man rétt er þetta frasi sem gamli góði Villi er búinn að nota margoft í þessu farsa.

Mergurinn málsins virðist að fáir ef þá nokkrir skilja þá fóstbræður því það er nánast sama hvað þeir segja og sagt er frá í fjölmiðlum þurfa þeir að leiðrétta eða kalla mistúlkun. Það virðist því sem þeir séu svona loðmæltir eða fjölmiðlamenn svona illa að sér í íslensku. Ekki veit ég hvort er.

Í gærkvöld var frumsýndur hér á Akureyri margrfrægur farsi þar sem misskilningur og hver dellan rak aðra með tilheyrandi hlátrasköllum. Farsinn í Reykjavík er ekki síðri nema það er ekki hægt að hlægja hástöfum heldur verður að gráta ástandið.

Þessir menn hafa tekið sér þau völd að stjórna höfuðborg Íslands og þar fer enginn neinar grafgötur með það, að það ráða þeir ekki við. Þess vegna er þetta ekki fyndið.

Og að baki þessu er svo borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokkins sem keppist við að mæra þessa menn og lýsa stuðningi við þá. Formaður Sjálfstæðisflokksins kemur sér fimlega hjá því að tjá sig og það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá í hversu miklum vandræðum hann er með þetta mál.

Niðurstaðan er því að Reykjavík er stjórnlaus borg og afleiðingar þessa stjórnleysis geta orðið hörmulegar. Reykvíkingar eiga betra skilið.


mbl.is Ólafur segir orð sín vera mistúlkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnisglöp málsaðila. Hvar er Mbl.is ?

"Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og fyrrverandi borgarlögmaður segist ekki muna nákvæmlega eftir því hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi leitað til sín um hvort hann hafi haft umboð til að taka ákvarðanir á eigendafundi Orkuveitunnar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Vilhjálmi í dag kemur fram að hann hafi ráðfært sig við fyrrverandi borgarlögmann en nafngreindi hann ekki. „Ég þarf nú að rifja þetta upp en ég geri ábyggilega ráð fyrir því að hann hafi gert það," segir Hjörleifur Kvaran í samtali við Vísi aðspurður hvort Vilhjálmur hafi leitað eftir hans áliti."

Þetta er hluti fréttar á visir.is en þangað verður maður að leita um sinn því ekkert er fjallað um málið á vef mbl.is hvernig sem á því stendur. Ruv og Vísir eru með margar fréttir um málið en þögn mbl.is er að verða sérkennileg. Ekkert mál hefur fengið eins mikla umfjöllum í fjölmiðlum í dag en ekkert hér enn sem komið er.... nokkuð skrítið satt að segja.

En að frétt Vísis. Það er sama sagan með Hjörleif Kvaran og Vilhjálm... hann virðist haldinn minnisglöpum eins og svo margir í þessu máli. Hvað skyldi valda þessu, eitthvað sem menn hafa borðað eða hvað ?

 


Rétt hjá Vilhjálmi ?

Ég hef verið að reyna að fylgjast með þessu máli og átta mig á þessu öllu saman. Hér er komin yfirlýsing frá Vilhjálmi þar sem hann lýsir því yfir að hann hafi ekki verið tvísaga í þessu.

Ég hef verið að hugsa þetta til baka af og af því ég hef verið að reyna að halda þræði frá upphafi þá held ég að hægt sé að taka undir með fyrrverandi borgarstjóra.

Honum hefur ekki orðið tvísaga ...... heldur margsaga í ýmsum atriðum þessa máls, eða þá að ég bara skil þetta ekki ?????

 

 


mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík ó! Reykjavík

Segja Vilhjálm verða borgarstjóra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, mun sitja áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áfellisdóma um störf hans í svonefndu REI-máli sem er að finna í skýrslu stýrihóps um málefni REI og Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er mat þeirra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem fréttastofa hefur rætt við. Staða Vilhjálms er þó erfið að mati þeirra.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem skýrslu stýrihópsins var fagnað. Þar kom fram að allir borgarfulltrúar flokksins hefðu farið yfir skýrsluna og full sátt ríkti um niðurstöðuna.

Þetta er hluti fréttar á Ruv en töluverð umfjöllun um þetta mál var þar í hádegisfréttum. Einhverra hluta vegna er Mogginn seinn með þessar fréttir og mest er talað um vont veður á þeim síðum eins og er. Cool

Það eru nokkur umhugunarefni í þessu ferli og niðurstöðu.

Vilhjálmur og félagar hans hafa gert sig seka um mistök, fara ólöglega með vald, gert sig seka um alvarlegt dómgreindarleysi og sýnt það á flestum sviðum að þeir réðu ekki við verkefnið. Sjallar segja að ríki full sátt um niðurstöðuna. Staða Vilhjálms er samt erfið.

En þrátt fyrir þetta allt... ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að leggja blessun sína yfir málið. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera Vilhjálm að borgarstjóra á ný, Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gefa Reykvíkingum langt nef í þessu máli.

Og Vilhjálmur grætur pínulítið fyrir okkur og svo á allt að vera gleymt.

Ef þetta er ekki pólitísk spilling og ósvífni er ekkert til sem það heitir. Og svo að lokum má velta fyrir sér því verklagi að stjórnmálamennirnir í Reykjavík stofni starfshóp sem settur er í að rannsaka sjálfa sig. Það finnst mér orka tvímælis og er ekki traustsvekjandi.


Er kirkjan á skjön við þjóðfélagið ?

 

 Gamli og nýji tíminnÞetta er fáránlegt að horfa á kirkjuna taka svona afstöðu. Grýtubakkahreppur er fámennt samfélag og þar munar um hvern mann sem kann að taka til hendi. Þarna hefur verið glæsilegur búskapur og umgengni og hirða jarðarinnar til fyrirmyndar. Ég þori að fullyrða að fáar jarðir standast henni snúning í fyrirmyndar búskap og umgengni.

Ég held að kirkjan ætti að kíkja á stöðu mála t.d. að Saurbæ þar sem áður glæsileg jörð er í niðurníðslu og fátt gert til að byggja þar upp. Eða kannski kirkjan ætti að kíkja svolítið nánar á sumar af þeim jörðum sem eru kirkjujarðir hér í Eyjafirði.

Mér finnst þessi afstaða kirkjunnar lýsa græðgi og heimsku. Það er alveg ljóst að þessi ágæta stofnun fær ekki mörg prik ef hún hrekur þennan glæsilega bónda af jörðinni Laufási við Eyjafjörð.


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 819385

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband