Mikill happadráttur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Jæja. Þá hefur Vilhjálmur ákveðið að ganga milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Það fer enginn í grafgötur með það hvernig Reykjavík verður stjórnað næstu tvö árin ef Ólafur lætur bjóða sér flugvallarsvikin áfram.

Vilhjálmur Þórmundur er mikill happadráttur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þetta tryggir sama klúðrið áfram en ég þykist vita að sumum sé ekki skemmt. Hvort borgarfulltrúarnir sex sem eftir sitja geta áfram gert sér upp ánægju er ekki gott að segja. Það á eftir að koma í ljós.

En ég verð að viðurkenna að ég hef eiginlega meiri áhyggjur af framvindu mála í Reykjavík en það að mér sé skemmt með þetta áframhaldandi sjálfsvíg Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Þetta er versta niðurstaða sem hægt var að ímynda sér að gæti hent Reykvíkinga. Þeir félagar Ólafur borgarstjóri og Vilhjálmur Þórmundur eru hræðilegt par og ljóst að stjórnleysi og ringulreið mun ríkja nema kraftaverk eigi sér stað.


mbl.is Vilhjálmur ætlar að sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég fagna þessu! þetta er bara til þess fallið að grafa enn frekar undan klofnum Sjálfstæðisflokki -gott mál.

Páll Jóhannesson, 23.2.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband