Upplausn í borgjarstjórnarflokki íhaldsins.

Umræðan í þjóðfélaginu hefur heldur betur komist á flug. Borgarfulltrúum Sjalla er gert að þegja og lýsa stuðningi við Villa þvert um geð sitt. Halda þessir ágætu borgarfulltrúar að þjóðin séu slíkir hálfvitar að sjá ekki í gengum þennan hráskinnaleik.

Það er pólitskt sjálfsmorð að skrifa upp á svona atburðarás. Það er hlegið að dvergunum sex um allt land og heyra þessi krakkagrey lýsa yfir stuðngi við mann sem er með allt niður um sig. Hver getur tekið mark á Júlíus Vífli, Kjartani Gunn, Gísla Marteini og hinni geðgóðu Hönnu Birnu auk hinna sem fæstir muna hvað heita.

Ég held að ég hafi aldrei séð jafn stóra hjörð stjórnmálamanna leidda, jafn viljalausa til póltiskrar aftöku. Gamli góði Villi er með þau í skrúfstykki því þau byggja pólitískt vald sitt á tilvist hans í oddvitastöðu.

Ég er nánast viss um að hann og Ólafur F hafa hótað þeim að rjúfa þennan meirihluta ef þau hlýddu ekki.... það má sjá í þessari atburðarás allri.

Það skyldi þó aldrei fara svo að myndaður verði nýr meirihluti í borginni...þegar einhverjir borgarfulltrúar Sjalla ganga til liðs við Tjarnarkvartettinn...

eða nei annars.... Sjálfstæðismenn hafa ekki slíkt þor í stjórnmálum og hagur borgarinnar og borgarbúa er settur framar flokkshagsmunum.


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég vona allra vegna að Vilhjálmur standi fastur á sínu og sitji út kjörtímabilið - það bara dregur flokkinn hans enn lengra niður í svaðið, gott á þá.

Páll Jóhannesson, 11.2.2008 kl. 15:57

2 identicon

Vilhjálmur hefur axlað ábyrgð upp yfir axlir. Axla-Villi héreftir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 16:00

3 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Ósammála þessu: "Gamli góði Villi er með þau í skrúfstykki því þau byggja pólitískt vald sitt á tilvist hans í oddvitastöðu. Ég er nánast viss um að hann og Ólafur F hafa hótað þeim að rjúfa þennan meirihluta ef þau hlýddu ekki". -Það er einhver allt annar en Villi sem sér um að kúga þau og því  tækju þau væntanlega fagnandi ef þeir fóstbræður "hótuðu" með meirihlutarofi. Um leið og VÞV klúðrar og klúðrar vegferð xD í Rekjavík þá sitja sex-mínus-einn menningarnir og missa af kjörnu tækifæri til að sýna pólitíska djörfung og segja sig frá þessum ósóma. Ja, fast hefur vandarhöggið verið í haust þegar þau sóttu Geir heim, sællar(?) minningar.
Kveðja,

Þorsteinn Egilson, 11.2.2008 kl. 16:30

4 identicon

Skemmtilegur vinkill Þorsteinn. Þú segir í raun að þetta sé hefnd Vilhjálms. Það er nú 112 dagurinn í dag. Sami dagafjöldi og sirkusinn byrjaði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband