Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2008 | 12:46
Guantanamo Föroyar.
Ég held að flestir Íslendingar séu leiðir og sárir í garð vina okkar í Færeyjum. Mannvonskan og óþverrahátturinn á bak við þessa vistun er í anda vanþróaðra ríkja í mannréttindamálum. Auðvitað er nauðsyn á einangrun í sumum málum og í þessu tilfelli finnst flestum út í hött að vista mann í einangrun í 170 daga.
Magnús Leópodsson lýsti því í Kastljósi hvernig einangrunarvist fór með hann saklausan í Greifinnsmálinu. Svona á ekki að sjást hjá þjóðum sem telja sig siðmenntaðar.
Ég persónulega er hissa á að slík mannvonska skuli sjást í eyjunum grænu, þar sem annars ríkir fagurt og friðsælt mannlíf. Þetta minnir á hugarfarið sem býr að baki hjá Bush og kumpánum hans í mannréttindabrotum á Kúbu... þar sem tugum manna er haldið án dóms og laga.
Ég er viss um að Færeyingum langar ekkert til að vera bornir saman við þá mannvonsku.
![]() |
Löng einangrunarvist Íslendings óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 12:26
Bullið í Birni. Grundvallarmunur á aðferðum.
Þetta er þvæla í Birni. Allir muna hvaða meðferð umhverfissinnar fengu þegar þeir gengu niður Snorrabraut með einn bíl á undan sér. Lögregla gerði á þá árás...snéri niður menn, brutu rúðu í bílnum og drógu út bílstjóra.
Rökin... voru að valda hættu á tengibrautinni Snorrabraut... sennilega rétt hjá þeim en aðgerðir nokkuð harkalegar miðað við tilefni.
Aðgerðir vörubílstjóra eru margfallt meiri og hættulegri.... lögregla snuddar í kringum þá og gefur þeim í nefið.
Niðurstaða..... lögregla og dómsmálaráðherra eru hræddir við vörubílstjóra...
Eða þannig lítur það út í augum leikmanns sem sér þetta svona í fjarlægð.
![]() |
Segir mótmælendum ekki hafa verið mismunað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 13:41
Gott mál og fín niðurstaða.
Kynntar voru íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum. Á fundinum var meðal annars skýrt frá því hvaða sveitarfélög eru að standa sig best í jafnréttismálum, miðað við mælikvarða verkefnisins.
Jafnréttisstofa segir, að ástæður þess að Akureyrarbær fékk hæstu einkunn séu meðal annars jafnt hlutfall kynjanna í bæjarstjórn, jafnt hlutfall kynjanna í nefndum og ráðum, og sú staðreynd að bæjarstjórinn sé kona. Auk þess komi bærinn vel út hvað varðar dagvistun barna á aldrinum 1-5 ára og ágætlega hvað varðar hlutfall kynjanna í íbúafjölda.
Svo segir í þessari frétt á mbl.is. Þetta er afar ánægjulegt fyrir okkur Akureyringa og er í mikilli mótsögn við það sem almannarómur hefur gjarnan sagt um bæinn okkar. Við erum stundum afar dugleg við að tala niður stöðu mála hér í bæ og mjög oft á sú umræða takmarkaða stoð í raunveruleikanum.
Hver man ekki endalausa umræðu um Akureyri með allt niður um sig í jafnréttismálum og það síðast ekki fyrir svo löngu síðan.
Auðvitað er það ekki svo enda er stjórnsýslan hér í bæ vönduð og bærinn okkar býr að frábæru starfsfólki á öllum sviðum. Kannski erum við bara svona dugleg við að leita uppi neikvæða umræðu og fara mikinn.
Þessi niðurstaða er í skemmtilegu ósamræmi við það sem haldið hefur verið fram í gegnum árin.
![]() |
Staða jafnréttismála best hjá Akureyrarbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 11:20
Smábarnaskóli eða barnaheimili.
Nú keyrir þessi vitleysa um þverbak. Mér sýnist að þroski þessara manna sé utan þess ramma að við þá sé nokkuð hægt að tala. Framundan eru því enn frekari brot á lögum og virðingarleysi við lög og reglur.
Lögregla á engra annrra kosta völ en svipta þá bílstjóra ökuleyfi og kæra mál þeirra áfram til dómstóla. Þar má reikna með að flestir þeirra sem staðnir eru að ítrekuðum brotum á umferðarlögum missi ökuréttindi í 3 - 12 mánuði með tilheyrandi sektum.
Þannig væri farið með mig ef ég hagaði mér með þessum hætti í umferðinni og ég reikna varla með að þessir menn séu á undanþágu ? eða hvað.
![]() |
Bílstjórar: Við höldum áfram" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 16:00
12 vinstri græn vindstig.
Þá liggur það fyrir...kostnaðarauki vegna einkaþotunnar eins og það hefur verið kallað voru 200.000 kall og skiptist á milli tveggja ráðuneyta. Auk þess nutu fjölmiðlar þess að fá að fljóta með og fá ekki að borga þó þeir vildu því ekki má framselja pláss í svona leiguflugi.
Þetta er dæmi um nútímalegan ferðamáta sem hefur ekkert með að gera flottræfilshátt eða snobb. Hugmyndir VG um ferðamáta er samt svolítið óljósar en helst heyrist mér að þeir séu á móti því að nota flug því það er dýrt og það mengar. Sjónarmið útaf fyrir sig en fáir taka undir slíkt.
Það er kátlega fyndið að sjá þessa niðurstöðu eftir það rosalega moldviðri sem VG þyrlaði upp út af þessu máli. Heimóttarskapurinn og þröngsýnin réði þar ferð og menn sáust ekki fyrir í ruglinu.
Þetta er enn eitt dæmið um málflutning VG. Upphrópanir og innistæðulausar ásakanir. Það er vegið á báðar hendur og troðið illasakir við allt og alla.
Auðvitað er þetta bara poppulismi og óábyrgur málflutningur. Málefnafætæktin er slík að reynt er að slá sig til riddara á kostnað annarra með hrópum og köllum. Formaður VG á sjaldan erindi í ræðustól á Alþingi til annars en tala flesta hluti niður og reyna að gera pólitíska andstæðinga grunsamlega.
Þetta mál er td dæmi um 12 VG vindstig sem reynast svo stormur í vatnsglasi.
![]() |
Þotuleigan var 4,2 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 11:24
Stjórnvöld götunnar. Viljum við það ?
Þetta mótmælamál er að þróast upp í undarlegt ástand. Mér sýnist að stórir hópar fólks vilji að stjórnvöld og lögregla láti undan hópi manna ætlar sér að ná fram sínum sjónarmiðum með lögbrotum og ólöglegum aðgerðum.
Er það virkilega það sem við viljum ? Viljum við að hér ríki "Villta vestursástand" en eins og allir sem hafa fylgst með vestrakvikmyndum, fara töffarar um byggðir og bæi með látum.
Bílstjórar hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hafi móttekið boðskapinn og jafnframt sagt að meðan þeir fari fram með lögbrotum verði ekkert gert í þeirra málum.
Er ekki mál að linni og skynsemin látin ráða. Tímar "villtavesturstöffara" er liðinn. Ef menn vilja ná árangri þá verða þeir að vita hvar skal láta staðar numið.
![]() |
Innantómur fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.4.2008 | 07:16
Löngu tímabært. Jóhanna á fullum snúningi.
Þetta eru gleðitíðindi. Að húsleigubætur hafi ekki hækkað siðan 2000 eða í átta ár er eiginlega með ólíkindum. Það var eins og fyrrum stjórnarflokkar hafi verið hættir að hugsa um margt það sem að félagslega þættinum snéri og ýmar bætur svo sem húsaleigubætur og barnabætur voru ekki svipur hjá sjón miðað við þegar til þeirra var stofnað á sínum tíma. Einnig hafa tekjutengingar orðið æ óhagstæðari en var áður.
Samkvæmt reglugerðinni hækka grunnbætur húsaleigubóta um 69%, úr 8.000 krónum í 13.500 krónur, bætur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7.000 krónum í 14.000 krónur og bætur vegna annars barns hækka um 42%, úr 6.000 krónum í 8.500 krónur. Hámarkshúsaleigubætur hækka þar með um 15.000 krónur eða um 48% og geta hæstar orðið 46.000 krónur í stað 31.000 króna áður.
Hámarksgreiðsla almennra og sérstakra húsaleigubóta gæti þar með orðið 70.000 krónur í stað 50.000 króna áður. Ríkið kemur nú í fyrsta sinn að greiðslu sérstakra húsaleigubóta.
Svo segir í fréttinni. Það munar um slíka hækkun þó mér sé til efs að raungildi nái því sem var fyrst þegar þessi þáttur var upp tekinn.
Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu föstum tökum Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að taka verkefnin sem ráðuneyti hennar tengjast....rétt kona á réttum stað.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 14:09
Tala gegn uppbyggingu atvinnulífs á Akureyri og Norðurlandi.
Athyglisverð ályktun sem kom frá fundi VG á Akureyri. Þar er tala til uppbyggingar atvinnulífs í fjórðungnum og við Eyjafjörð sérstaklega.
"Reynsla Eyfirðinga sýnir að byggðalög á landsbyggðinni eru betur sett án stóriðju og þeirrar röskunar sem slíkri atvinnuuppbyggingu fylgir óhjákvæmilega. Kominn er tími til að stórkarlalegar skammtímalausnir víki fyrir stjórnmálum þar sem hugsað er til lengri tíma með því að byggja upp fjölbreytt og blómleg samfélög á landsbyggðinni með sjálfbærni, félagslegt jafnrétti og stöðugleika að leiðarljósi." ( Úr ályktun VG)
Ég reikna fastlega með að Þingeyingum sem vinna hörðum höndum að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu svíði að fá slíkar kveðjur.... ég tala nú ekki um Mývetningum sem sviknir hafa verið um uppbyggingu iðnaðar í stað Kísiliðjunnar.
Þetta eru ekki síður kaldar kveðjur til fólks við Eyjafjörð sem sér í fyrsta sinn í langan tíma hilla undir nokkuð stóra innkomu í atvinnulífið á Akureyri og við Eyjafjörð. Vafalaust á alflþynnuverksmiðjan sem senn rís í Krossanesi hluta af þessu skeyti VG. Það er sannarlega orkufrekur iðnaður sem kallar á 100 störf og annað eins af viðbótarstörfum því tengdu.
Það er með ólíkindum að formaður þessa flokks sé þingmaður kjördæmisins.... en þetta er víst bara Steingrímur...maður orða...án athafna.
![]() |
Húsfyllir á fundi VG á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.4.2008 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.4.2008 | 22:56
Lýðskrum og kjaftæði.
Það er ótrúlegt að lesa það sem í þessari frétt stendur. Það er logið purkunarlaust upp á ráðherra Samfylkingarinnar. Formaðurinn Ingibjörg Sólrún mælti gegn álveri við Helguvík á síðasta flokkstjórnarfundi fyrir viku og umhverfisráðherrann talaði gegn stóriðju á því svæði fyrir nokkrum dögum og VG hefur kosið að snúa út úr þeirri neyðarráðstöfun hennar sem framkvæmd var í tengslum við það.
Því miður hefur þessi ámátlegi fjallagrasaflokkur ekkert að bjóða landsmönnum en lýðskrum og afturhaldsraus.... sorglegur málflutingur.
Guði sé lof að þetta lið fór ekki í ríkisstjórn....
![]() |
Stóriðjustefna drifin áfram af ráðherrum Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2008 | 14:14
Einokunartímabilinu að ljúka.
Það eru gleðifréttir fyrir íslenska neytendur að einokunartímabili Framsóknarflokksins og kaupfélaganna er að ljúka. Í gamla daga voru það danskir kaupmenn sem réðu því hvað íslendingar borðuðu og hvað það kostaði. Þeim var úthlutað svæðum og engir aðrir máttu versla þar. Síðan tók við einokununartímabil kaupfélaganna þegar neytendur voru ofurseldir kaupfélaginu og Framsóknarflokkunum á staðnum og það samvinnufyrirbæri valdi hvað fékkst og hvað það kostaði.
Síðan hefur þessi einokun verið á undanhaldi og hver greinin á fætur annarri hefur farið út úr einokunarkerfinu og samkeppni tekið við. Samkeppni og fákeppni er ekki það sama þannig að ég er ekki að halda því fram að neytendur búi t.d. við frjálsa samkeppni í matvörugeiranum, það er fákeppni þar sem haldið er uppi verði sem er algjörlega ósambærilegt við það sem er víða nærri okkur í umheiminum.
Nú eru dönsku einokunarkaupmennirnir horfnir, nú eru kaupfélögin að mestu horfin, nú er Framsóknarflokkurinn horfinn og nútíminn að taka við.
En nú er komið að landbúnaðarafurðum, þ.e, kjötmarkaði og því sem honum tengist...ef til vill fleiru. Þar hefur fyrirkomulag einokunaráranna á 18. og 19. öld verið við lýði undir örðum formerkjum. Við íslendingar höfum ekki haft val. Nú gæti verið komið að því og aflagt það fyrirkomulag að Framsóknarflokkurinn og þeir sem honum hafa tengst hafa búið til verndað svæði þar sem neytendur hafa verið fórnarlömbin. Því er vonandi að ljúka.
Ég hef fulla trú á íslenskum landbúnarafurðum og íslenskum bændum í samkeppni. Þeir framleiða hágæðavöru. Vandamálið er að þeir hafa enga trú á sjálfum sér og þess vegna fer þessi umræða ávallt í þann farveg að verið sé að vega að bændastéttinni.
Þó svo flutt séu inn dönsk húsgögn er það ekki aðför að íslenskum trésmiðum eða þó inn séu flutt ýmist rafmagnstæki er það ekki aðför að íslenskum iðnaði. Þetta er nútíminn og gott að hann er allur að renna upp hér á landi.
![]() |
Landbúnaðarráðherra boðar tímamótabreytingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar