Tala gegn uppbyggingu atvinnulífs á Akureyri og Norðurlandi.

Athyglisverð ályktun sem kom frá fundi VG á Akureyri. Þar er tala til uppbyggingar atvinnulífs í fjórðungnum og við Eyjafjörð sérstaklega.

"Reynsla Eyfirðinga sýnir að byggðalög á landsbyggðinni eru betur sett án stóriðju og þeirrar röskunar sem slíkri atvinnuuppbyggingu fylgir óhjákvæmilega. Kominn er tími til að stórkarlalegar skammtímalausnir víki fyrir stjórnmálum þar sem hugsað er til lengri tíma með því að byggja upp fjölbreytt og blómleg samfélög á landsbyggðinni með sjálfbærni, félagslegt jafnrétti og stöðugleika að leiðarljósi." ( Úr ályktun VG)

Ég reikna fastlega með að Þingeyingum sem vinna hörðum höndum að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu svíði að fá slíkar kveðjur.... ég tala nú ekki um Mývetningum sem sviknir hafa verið um uppbyggingu iðnaðar í stað Kísiliðjunnar.

Þetta eru ekki síður kaldar kveðjur til fólks við Eyjafjörð sem sér í fyrsta sinn í langan tíma hilla undir nokkuð stóra innkomu í atvinnulífið á Akureyri og við Eyjafjörð. Vafalaust á alflþynnuverksmiðjan sem senn rís í Krossanesi hluta af þessu skeyti VG. Það er sannarlega orkufrekur iðnaður sem kallar á 100 störf og annað eins af viðbótarstörfum því tengdu.

Það er með ólíkindum að formaður þessa flokks sé þingmaður kjördæmisins.... en þetta er víst bara Steingrímur...maður orða...án athafna.

 


mbl.is Húsfyllir á fundi VG á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðlegt væri að bera þessa ályktun undir bæjarfulltrúa Vg hér í bæ, og reyndar víða. Er þetta sú atvinnustefna sem þeir munu reka í næstu bæjarstjórnarkosningum? Við geymum þessa ályktun og drögum hana upp vorið 2010.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum athuga að eftir að Háskólinn á Akureyri tók til starfa hefur enginn viti borinn Akureyringur óskað eftir álbræðslu þar um slóðir enda starfa við HA álíka margir og í meðalstóru álveri. Myndu Akureyringar kæra sig um alla mengunina í þröngum firði? Ó nei þegar e-ð betur býðst þá er fólk fljótt að verða afhuga álveri og velja e-ð betra. Hvar hyggjast álbræðslusinnar á Akureyri fá raforkuna? Kannski tína hana upp úr götunni? Akureyringar hafa alltaf verið háðir þingeysku rafmagni! Og ætli Húsvíkingar vilji sjá eftir rafmagninu vestur í Eyjafjörð? Af tveim ókostum er þó betra að hafa álbræðslu við Húsavík en á Hjalteyri eða annars staðar við Eyjafjörð. Og kannski átta Húsvíkingar sig á því að e.t.v. er álbræðsla þar ekkisvo spennandi þegar álfyrirtækin krefjast meiri afsláttar á rafmagni vegna staðsetningar. Við megum aldrei gleyma að álverin greiða aðeins brot af venjulegu rafmagnsverði.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.4.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það á að reisa hér aflþynnuverksmiðju sem er orkufrekur iðnaður. Samkvæmt skilgreiningu VG er slíkt á bannlista eins og álver og því ljóst að þessi flokkur á litla samleið með þeim sem vilja stuðla að aukinni atvinnu sem er ein af grunnforsendum blómlegs mannlífs.

Því miður Guðjón....Háskólinn er fínn en leysir ekki alhliða uppbyggingu atvinnulífs einn og sér.

Því miður er hjalið í Steingrími innhaldslaust og býður ekki upp á lausnir heldur einhverskonar draumsýn sem illt er að fá hann til að rökstyðja.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.4.2008 kl. 19:50

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ég held að flestum sé ljóst að það var hið stóra lán Akureyrar og nærsveita að fá háskóla í stað álvers þegar skinnaiðnaðurinn og skipasmíðin lögðu upp laupana.

Svæðið hætti að tæmast af ungu fólki á haustin en þess í stað settist það á skólabekk í heimabyggð, eignaðist fjölskyldur og með því að hækka menntastig vinnuafls á svæðinu lagði það grunn að rekstri fjölbreyttari og flóknari fyrirtækja en verksmiðja fyrir lítið menntað vinnuafl.

Nú er ég ekki að segja að verksmiðjur séu af hinu illa - alls ekki ef þær eru til viðbótar við fjölbreytt atvinnulíf þar sem menntastig er almennt hátt. Verksmiðjur, hvort heldur er á Reyðarfirði, Húsavík eða í Arnarfirði geta hins vegar aldrei einar og sér snúið þróuninni við á svæðum þar sem ungt hæft fólk er að koma sér burt.

Ungt og efnilegt fólk (einkum konur) flýr fábreytni einhæfs atvinnulífs og sækir í samfélög sem bjóða upp á fjölbreytt atvinnulíf, góða framhaldsmenntun, góða samfélagsþjónustu og ríkt menningarlíf.

Háskólinn á Akureyri hefur skilað margfalt meiri árangri í að efla Akureyrarkaupstað en 10 aflþynnuverksmiðjur gætu nokkurn tíman gert til samans. Sorry félagi en skallinn hefur rétt fyrir sér í þessu.

Dofri Hermannsson, 6.4.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sæll félagi Dofri... það vill brenna við með ykkur drengina að sunnnnnan að gleyma því að Háskóli sinnir ekki þörfum allra... Það eru hópar fólks í þjóðfélaginu sem gangast slikar stofnanir ekki nokkurn skapan hlut.. annars ættir þú að vita að aflþynnuframleiðsla er hátækiframleiðsla sem krefst fólks með allan skalan í menntun.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.4.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Ja spurning samt hvort að annar háskóli myndi bera sig á þessu svæði, þetta er spurning um áframhaldandi þróun og fjölgun starfa á landsbyggðinni.

Þórey Birna Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 22:17

7 identicon

Það er mikill munur á aflþynnuverksmiðju og álveri. Mannaflastuðull álvers er 2.6 en hann er hátt í 4 ef allur iðnaður er talinn með. Þá er ljóst að með alfþynnuverksmiðju er Eyjafirði forðað frá álveri. Það er rétt svo að orka fáist fyrir hana. Stærsta verksmiðja okkar er auðvitað háskólinn og hann á einnig eftir að þenjast út. JIC búinn að taka frá lóðir fyrir háskólasvæðið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:32

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Háskólinn á Akureyri er hluti af atvinnu og mannlífi hér. Stundum finnst mér samt sem menn tali um hann eins og allt hér snúist um Háskólann. Það er ekki svo og hér er sem betur fer fjölbreytt atvinnulíf. Þó er full ástæða til að hafa af því áhyggjur að hér er ekki að fjölga atvinnutækifærum fyrir fólk með minni menntun. Hlufall háskólagenginna á vinnumarkaði hér er því miður verulega minni en td á suðvesturhorninu. Að því þarf að hyggja. Störfum hefur td verið að fækka við sjávarútveg og fiskverkun... það skapar tómarúm fyrir þá hópa.

Það er nauðsynlegt að skapa fjölbreytni atvinnulífs og þó svo hlutur Háskólans sé stór er langt í frá að hann sé það sem allt snýst um hér... sem betur fer. Hér vantar atvinnutækifæri fyrir fólk með grunnmenntun, iðnmenntun og það sem að slíku snýr.... það leysum við ekki með Háskólanum einum.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.4.2008 kl. 22:33

9 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll aftur félagi. Það er rétt að háskólinn er ekki fyrir alla en flest ungt fólk á þess kost að fara í háskóla, líka þeir sem hafa grunn í iðnmenntun sem er gríðarlega mikilvæg.

Það sem veldur fækkun starfa fyrir fólk með grunnmenntun er að framleiðsla á hinum ýmsa varningi er að færast til annarra landa, einkum í Asíu og á Indlandsskaganum. Við getum ekki keppt við fólk þar í launum.

Við stöndum hins vegar vel að vígi í fyrsta hluta framleiðsluferilsins, nýsköpunar- og hönnunarhlutanum. Það er góð vinna fyrir fólk með góða iðn- og háskólamenntun. Þess vegna er það besta sem hægt er að gera til að auka samkeppnishæfni Akureyrar eins og annarra staða á Íslandi að hækka menntastigið.

Háskólinn á Akureyri gegnir lykilhlutverki þar en auk þess þarf að fjölga menntaleiðum fyrir fólk með styttri formlega menntun, meta reynslu þeirra sem hafa verið á vinnumarkaði og gera þeim kleift að komast aftur inn í námskerfið, hvort sem það er á framhaldsskólastigi, í gegnum Símey eða einhverja af þeim ótal skólum sem hægt er að sækja praktístk og spennandi nám í.

Dofri Hermannsson, 7.4.2008 kl. 09:02

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú ber að gæta þess að álfyrirtækin ákveða að reisa álbræðslur eftir sínum eigin forsendum, en taka ekki tillit til byggðasjónarmiða á hjara veraldar. Ef þeim býðst að reisa álbræðslu þar sem óhentugra er t.d. vegna lengri leiða vegna aðfanga og framleiðslu, vilja þeir fá afslátt á rafmagnsverði eða einhverju öðru. Og þeir vilja reisa almennilega stóra álbræðslu ekki einhver kríli sem kannski hefði hentað fyrir 20-30 árum.

Ferðaþjónusta á Akureyri myndi stórlega dragast saman ef troða á stóru álveri í þröngan og fagran fjörð. Því er mikill barnaskapur að álbræðslur leysi allan vanda.

Kveðja norður heiðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.4.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Álbræðsla er ekki á dagskrá í Eyjafirði og hefur aldrei verið. Um tíma voru vangaveltur um slíkt en mál fóru aldrei í neinn farveg í þá átt...enda er Eyjafjörður ekki vettvangur fyrir iðnað sem mengar í andrúmsloft. Aflþynnuverksmiðan sem hér á að rísa og er orkufrekur iðnaður mengar ekki á sama hátt og álver og innan allra staðla og viðmiða... enda búið að úrskurða að sú verksmiðja þarf ekki í umhverfismat.

Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 818111

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband