Guantanamo Föroyar.

Ég held að flestir Íslendingar séu leiðir og sárir í garð vina okkar í Færeyjum. Mannvonskan og óþverrahátturinn á bak við þessa vistun er í anda vanþróaðra ríkja í mannréttindamálum. Auðvitað er nauðsyn á einangrun í sumum málum og í þessu tilfelli finnst flestum út í hött að vista mann í einangrun í 170 daga.

Magnús Leópodsson lýsti því í Kastljósi hvernig einangrunarvist fór með hann saklausan í Greifinnsmálinu. Svona á ekki að sjást hjá þjóðum sem telja sig siðmenntaðar.

Ég persónulega er hissa á að slík mannvonska skuli sjást í eyjunum grænu, þar sem annars ríkir fagurt og friðsælt mannlíf. Þetta minnir á hugarfarið sem býr að baki hjá Bush og kumpánum hans í mannréttindabrotum á Kúbu... þar sem tugum manna er haldið án dóms og laga.

Ég er viss um að Færeyingum langar ekkert til að vera bornir saman við þá mannvonsku.


mbl.is Löng einangrunarvist Íslendings óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru nú Danir, sem standa á bak við þessa mannvonzku. Það hefur komið fram, að færeyskir lögreglumenn hafi reynt að gera Íslendingnum lífið bærilegra. Það er eitthvað mikið að þessarri dönsku konu, sem er saksóknari í málinu.

Stebbi (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 13:06

2 identicon

Var Brimarhólmur fluttur til Færeyja? Það virðist vera.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818068

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband