Lýðskrum og kjaftæði.

Það er ótrúlegt að lesa það sem í þessari frétt stendur. Það er logið purkunarlaust upp á ráðherra Samfylkingarinnar. Formaðurinn Ingibjörg Sólrún mælti gegn álveri við Helguvík á síðasta flokkstjórnarfundi fyrir viku og umhverfisráðherrann talaði gegn stóriðju á því svæði fyrir nokkrum dögum og VG hefur kosið að snúa út úr þeirri neyðarráðstöfun hennar sem framkvæmd var í tengslum við það.

Því miður hefur þessi ámátlegi fjallagrasaflokkur ekkert að bjóða landsmönnum en lýðskrum og afturhaldsraus.... sorglegur málflutingur.

Guði sé lof að þetta lið fór ekki í ríkisstjórn.... Tounge


mbl.is Stóriðjustefna drifin áfram af ráðherrum Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jón Ingi !

Blessaður vertu. Þetta illyrmahyski; Samfylkingin, sem þú, hrekklaus drengurinn, hefir látið gabbast, til dapurlegs fylgilags við, er samansafn verstu hrægamma íslenzkrar stjórnmála sögu, og er þá mikið sagt, Jón minn.

Vona; um leið, og þú hættir að hnýta í íslenzka bændur, sem aðra burðarása íslenzks þjóðlífs, að þú megir yfirgefa, hina snautlegu Samfylkingu, með nokkurri sæmd, og hafa heiður einann af.

Og mundu. Ekki kenna bændum um, snautlega skítmennsku Framsóknarflokksins, sem jú, vel að merkja, átti stórann þátt, í niðurslagi kaupfélaganna, m.a.   

Með beztu kveðjum, norður yfir heiðar / Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eitthvað skortir á lesskilning þinn ágæti Óskar...hvergi hef ég hnýtt í bændur...

ef þú heldur að bændur og kaupfélög hafi verið eitt og hið sama er það mikill misskilningur.

Hvað varðar Samfylkinguna er ég einn af stofnendum hennar og er hreykin af

Jón Ingi Cæsarsson, 6.4.2008 kl. 00:55

3 identicon

..og Þórunn góð í Silfrinu

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 13:49

4 identicon

Heill og sæll; á ný, Jón Ingi og aðrir skrifarar !

Jón Ingi ! Ég hlýt; að biðja þig afsökunar, hafi ég lesið mér rangt til, um álit þitt, á íslenzkri bændastétt. Mér rennur nokkurt blóð til skyldu, varnar íslenzks landbúnaðar, hvar ég er gamall starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, og þar áður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (húss no. 36), á Stokkseyri, m.a. 

Vil samt; hvetja þig til, að endurskoða þátttöku þína, í hinni óíslenzku Samfylkingu, þrátt fyrir stofn aðild þína, að þessum ósköpum.

Einhvers staðar, á spjallsíðu hjó ég eftir, að Gísli Baldvinsson, sá ágæti drengur kallaði mig Árnes- eða Árnesingagoðann, fyrir skömmu. Mikill heiður að, þótt tæpast verðskuldi, enda er ég Borgfirzkur strigakjaftur, að hálfu, eins og þið Gísli hafið; óefað, margsinnis lesið, af skrifum mínum, enda tala ég enga tæpitungu, þá á mér brenna hin ýmsu viðfangsefni, hverju sinni. 

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818170

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband