Færsluflokkur: Bloggar

Ríkisstjórnin hugleiðir gríðarlegar skattahækkanir.

Til skoðunar er innan samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis að stofna eitt eða eða fleiri félög utan um stórar framkvæmdir í samgöngumálum. Vegatollar og önnur gjöld yrðu innheimt af þeim sem nota mannvirkin en óljóst er á þessu stigi hvort að þau gjöld standi alfarið undir kostnaði eða hvort ríki leggi einnig eitthvað til. Hugmyndin er að fara í framkvæmdir fyrir 100 til 150 milljarða með þessum hætti á næstu fimm árum.

( ruv.is )

Samgönguráðherra, sá sem var einu sinni þingmaður á móti vegtollum, hugleiðir 150 milljarða álögur á bíleigendur á næstu fimm árum.

Þessi skattheimta er hugsuð á völdum svæðum þar sem kallað er eftir miklum vegaframkvæmdum.

Vegtollar eru ekkert annað er skattur sem lagður er á bíleigendur og þykir mörgum nóg komið af slíku á valinn hóp í þjóðfélaginu.

150 milljarðar er gríðarleg fjárhæð og hætt við að mörgum ofbjóði.

Þessi skattur legst flatt á alla burtséð frá getu og efnahag.

Valinn hópur er skattlagður, og nú þegar eru tugir milljaða innheimtir af þessum sama hóp, kallað olíugjald, bifreiðaskattur og ýmislegt annað.

Þeir fjármunir eru ætlaðir í vegagerð og vegamál en allir vita að bróðurpartinum er stolið í annað.

Bjarni Benediktsson grobbar af lítilsháttar skattalækkunum en vinstri höndin hirðir það sem hægri gefur og miklu meira en það.

Það verður fróðlegt að fylgast með hvort Framsóknarmaðurinn Siggi skattur fær að seilast ofan í vasa bíleiganda, þá væntalega með blessun VG og Sjalla.


Hreinsunarátak á Akureyri.

Fyrsti sólarlagsdagur-8754Á næstu dögum munu starfsmenn Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra líma aðvörunarmiða á þá hluti sem skylt er að fjarlægja. Viðkomandi eigendum verður veittur 7 daga frestur og að honum loknum munu hlutir verða fjarlægðir á kostnað eigenda.

Akureyringar eru stoltir af bænum sínum.

Bærinn hefur haft orð á sér fyrir snyrtimennsku og fallegt umhverfi.

Því miður höfum við látið nokkuð undan síga og fáeinir hafa látið umhverfi sitt drabbast niður og nú í vor er ástandið ekki eins gott og oft hefur verið.

Nú er því blásið til hreinsunarviku og skorað á bæjarbúa og fyrirtæki í bænum að taka til í nærumhverfi sínu.

Allt of víða eru númerslaus bílflök á almennum svæðum og heimalóðum.

Það er því einlægur ásetningur Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits að koma málum í gott horf.

Hreinsunardagar verða því á tímabilinu 11. - 22. maí.

Límt verður á hluti sem eru þar sem þeim er ekki ætlað að vera og þeir síðan fjarlægðir á kostnað eigenda eftir 7 daga frest.

Tökum öll höndum saman og tökum til í bænum.

Gleðilegt fegrunarsumar.

 


Undirbýr Ásmundur félagsmálaráðherra afsögn ?

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hefur afboðað sig á opinn fund velferðarnefndar Alþingis á mánudaginn. Þetta var nefndinni tilkynnt áðan samkvæmt heimildum Stundarinnar og mun því fundurinn falla niður. Ásmundur sagði í viðtali við RÚV í gær að hann hlakkaði til að mæta á fundinn og fara yfir málið, en framboðsfrestur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna rennur út á mánudag.

Heitasta málið í stjórnmálunum í dag er meint lygi félagsmálaráðherra í málefnum Braga fyrrum forstöðumanns Barnahúss.

Í gær hlakkaði ráðherrann til að mæta á fund velferðarnefndar en í dag er hann hættur við.

Hvort hann þorir ekki eða hreinlega hann hefur áttað sig á mistökum sínum og hugleiði afsögn eins og sumir hafa krafist væri forvitnilegt að vita.

Ljóst er að hann hefur tekið U-beygju í málinu hvað sem veldur.

Ásmundur er frekar seinheppinn og mislukkaður þingmaður og ekki er ósennilegt að hann hafi lent á hálum ís í þessu viðkvæma máli.


Meinleg villa í aðalskipulagsgögnum Akureyrar

2018 höfnSvolítið neyðarleg villa er í aðalskipulagsgögnum Akureyrar.

Nú er rétt búið að samþykkja þetta skipulag sem gildir til ársins 2030.

Í greinargerð er meinleg villa sem þyrfti að lagfæra, leitt að hafa hana í skipulagi sem gildir í meira en áratug.

Þar er Höepfnerhúsið við Hafnarstræti 20 og byggt var 1911 sagt vera við Aðalstræti 20 og byggt árið 1897.

Átta mig ekki alveg á hvað ruglast en þetta þarf að laga.


Alvarleg mistök lögreglu á Suðurnesjum ?

Lögreglu var óheimilt að halda Sindra Þór Stefánssyni strokufanga í fangelsi, eftir að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út. Þetta er mat sérfræðings í réttarfari. Hæstiréttur sagði slíka háttsemi vítaverða í dómi árið 2013.

______________

Mál strokufangans frá Sogni hefur nú tekið á sig sérkennilega mynd.

Farið var fram á framlengingu gæsluvarðhalds.

Dómarinn tók sér sólarhrings umhugsunarfrest.

Þar með var fanginn laus og ekkert gæsluvarðhald í gildi.

Fanginn var ekki handtekinn aftur en gert að sitja inni áfram án nokkurrar formlegarar ákvörðunar.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 2013 er þetta alvarleg brot á stjórnarskrá.

Lögregluyfirvöldum á Suðurnesjum virðist því hafa orðið á alvarleg mistök og brotið mannréttindi á fanganum fyrrverandi.

Samkvæmt áliti sérfræðinga þá var hann laus allra mála og mátti fara leiðar sinnar.

Væntanlega eigum við eftir að sjá nýjar hliðar á þessu máli, en enn einu sinni gerast yfirvöld á Íslandi sek um að sinna ekki formsatriðum og í þessu tilfelli brjóta mannréttindi.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gæti því verið í vondum málum, bara fyrir eindæma klaufaskap.

Það hefði aldrei frést en " fanginn " hefði ekki stungið af, sem hann sannarlega mátti ef allar fréttir af þessu furðulega máli standast.

 


Sjálftaka útgerðarmanna með stuðningi stjórnmálamanna.

2018 græðginÚtgerðarfélaginu Brimi ber lagaleg skylda til yfirtökutilboðs í HB Granda, eftir að félagið keypti 34,1% eignarhlut Kristjáns Loftssonar og Halldórs Teitssonar í HB granda í viðskiptum upp á tæplega 21,7 milljarða króna á miðvikudag.

Vælukór útgerðamanna að stunda viðskipti sín.

Þetta er kórinn sem vælir og skælir undan því að greiða veiðigjöld fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar.

Tugir milljarða vefjast ekki fyrir þeim þegar þeir hugsa um eigið skinn.

VG hjálpar Sjálfstæðisflokknum við að lækka álögur á þessa hópa.

Íslenska þjóðin á kvótann, þessir menn vilja ekki greiða sanngjarna þóknun í sameiginlega sjóði landsmanna.

Þess vegna á annað hvort að láta þá greiða sanngjarna þóknun við hæfi eða taka kvótann af þeim.

En það er alltaf meirihluti á Alþingi til að forgangsraða til þeirra.

Núna tryggir Vinstri hreyfingin grænt framboð að svo skuli vera áfram.

 


Sjálfstæðisflokkur Eyþórs úti á túni.

2018 sjálfstæðisfuglinnÓheimilt er að veita afslátt af fasteignaskatti án þess að taka tillit til tekna þeirra sem hans eiga að njóta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi frá sér í gær. Kosningaloforð Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins í borginni um að fella niður fasteignaskatt fyrir 70 ára og eldri er því óheimilt að framkvæma.

Þá liggur það fyrir, Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn lofa lögbrotum.

Væntalega munu þeir kveikja á vitleysunni og átta sig á hvert þeir stefna.

Kjósendur fara varla að styðja fólk til valda sem kann ekki einföldustu leikreglur.

Þetta dæmi sýnir okkur hversu litla kunnáttu og þekkingu Eyþór oddviti hefur á lögum og reglum um sveitarfélög.

Hver ætli hafi haldið í spottann á honum austan við fjall ?


Menn eða mýs á Alþingi ?

hvalurÞað eru vonbrigði að Hvalur hf. ætli sér að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé, segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar

Eru stjórnmálamenn á Íslandi menn eða mýs.

Það á ekki að líða það að einn fortíðargemlingur geti stundað það að gjörspilla og ónýta orðspor Íslands með tilgangslausum veiðum á hvölum.

Allir vita að hann getur ekki selt af þeim kjötið lengur og þá er búið til eitthvað fáránleikaleikrit um beinavinnslu og fleira.

Þetta ber að stöðva.

Allir vita að umræddur eigandi Hvals hefur hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum og þeir verja hans hagsmuni sama hvað.

VG er nú í ríkisstjórn og nú reynir á hvor þeir eru orðnir þjónar Sjálfstæðisflokksins í þessu máli eins og í svo mörgum öðrum.

Þingmenn, stöðvið þetta, þó Sjáfstæðisflokkurinn taki hagsmuni eiganda Hvals hf fram fyrir hagsmuni þjóðarinnar þá eru þeir aðeins 16 á þingi.

Þið hinir 47, þetta ber að stöðva.


Akureyrarpólítk, hægri - vinstri.

 

 

Akureyri í júníbyrjun 2012 3-8877Það er áhugavert að skoða stjórnmálin á Akureyri. Þau hafa ekki verið með hefbundum hætti nokkuð lengi. Að vísu þessir hefðbundnu flokkar á landsvísu til hægri - miðju - vinstri og síða L-listinn, sem þeir sjálfir hafa skilgreint sem afl óháð flokkapólitík og sérstakt framboðs hins venjulega manns á Akureyri.

Það var sannarlega satt og rétt og allir muna þegar þetta sérkennilega stjórnmálaafl náði hreinum meirihluta á Akureyri.

Árið 2013 náði L-listinn tveimur mönnum og hefur verið í meirihluta á hér í bæ síðustu fjögur árin með Framsókn og Samfylkingunni.

En nú hefur orðið nokkuð afgerandi breyting í stjórnmálaflórunni á Akureyri.

Árið 2018 bjóða líklega fram fimm til sex flokkar á Akureyri.

Sjálfstæðisflokkurinn, hefðbundið íhaldsframboð, líklega með hefðbundna íhaldsnálgun og áherslur í skipulags og byggingamálum auk þess sem þeir munu væntanlega taka hefðbundna bílastæða og breiðstrætaumræðu.

Vinstri grænir, ekkert sérlega grænir, femíniskir og vonandi frjálslyndari en fyrr.

Samfylkingin, nýtt fólk í efstu sætum, tvær konur í efstu sætum, nýr frambjóðandi í þriðja sæti, væntanlega frjálslynt og framfarasinnað fólk eins og ég þekki þau.

L-listinn, áður lokal bæjarlisti með Akureysku yfirbragði, nú sambræðingur leyfanna af Bjartri framtíð að hluta, Viðreisn og fyrrum valdamanna í Sjálfstæðisflokknum. Breytingin er að nú eru sannarlega tveir afgerandi hægri íhaldsflokkar í framboði á Akureyri í fyrsta sinn.

Framsókn - gamla Framsókn, hófsamir frambjóðendur, eiginlega tæknikratískur flokkur sem vinnur ekki mikið með framtíðarsýn en traustir.

Miðflokkurinn - kannski. Miðflokkurinn er með aðalfund í næstu viku. Flestir bíða spenntir og horfa til þess að kannski hafi Sigmundi og félögum tekist að smala saman fólki á lista, t.d. gömlum bæjarfulltrúum Framsóknar. Það er algjörlega óljós stærð enn sem komið er og þá óvíst hvað mundu boða yrði af því. Reyndar fyrst og fremst framboð til að koma höggi á gömlu Framsókn sem mundi eflaust gleðja fyrrum formann flokksins mikið.

En allt eru þetta bara pælingar í kæruleysi á laugardagskvöldi, kannski allt bölvuð vitleysa cool

 


Akureyrarframboðin að verða klár.

0 2018 annar í páskum-5608Nú styttist í bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri. Áhugavert er að skoða það sem er að gerast og hvað hefur breyst.

Flest framboðin hafa sett fram lista þó ekki öll.

Sjálfstæðisflokkurinn er með sömu tvo í efstu sætum en flugvallarbaráttumaðurinn kominn á þing og í hans stað kemur miðbæjarkaupmaður í þriðja sætið. Helstu sjáanlega baráttumál hans fram að þessu er andóf gegn Miðbæjarskipulaginu og því sem því hefur tengst. Hvort þær áherslur eiga eftir að breytast í framboði á eftir að koma í ljós.

Framsóknarflokkurinn er óbreyttur frá síðustu kosningum,helsta áhyggjuefni á þeim bænum er örugglega hvort Miðflokkurinn býður fram en nú hefur hann auglýst aðalfund sinn og þar kemur væntanlega í ljós hvort af framboði verður.

Píratar voru með prófkjör. Aðeins 27 tóku þátt og að því er virtist sjálfkjörinn oddviti þeirra lenti í öðru sæti. Við höfum ekki séð listann frá þeim enn sem komið er. Spurning hvort Einar tekur því að vera í öðru sæti, það á eftir að koma í ljós.

L-listinn sem einu sinni var hreinræktaður heimalisti án tengsla við landsmálapólitík er gjörbreyttur. Hann er nú orðinn flokkspólitískur listi með tengsl í ýmsar áttir. Nokkuð ljóst að oddvitinn sem einu sinni var bæjarfulltrúi flokksins kom við í Bjartri framtíð og er því varla hreinræktaður bæjarmaður án tengsla við flokka. Fullltrúinn í öðru sæti er hreinræktaður hægri maður úr innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins. L-listinn er því sannarlega annað stjórnmálaafl en þegar Oddur var heili og hjarta listans.

Samfylkingin er með breytta forustu. Vel metinn og þekktur fjölmiðlamaður af N4 tekur oddvitasætið, í öðru sæti er bæjarfulltrúi sem var í fjórða sæti á síðasta lista og í þriðja sæti er öflugur og þekktur nýliði. Það er því ferskur andvari yfir þessu framboði umfram önnur.

Vinstri grænir eru með óbreytta forustu og fátt um það að segja annað. Einhverjir bjuggust við breytingum og það var í umræðunni en það gerðist ekki og VG er því þekkt stærð í bæjarmálaumræðunni.

Miðflokkurinn er með aðalfund í næstu viku. Þá kemur ef til vill í ljós hvort þeir bjóða fram.

Flokkur fólksins hefur ekki sýnt neina tilburði til framboðs.

Viðreisn stefnir að framboði.  Það er líklegt að framboð Viðreisnar mundi höggva í fylgi Sjálfstæðisflokksins og gæti mjög líklega kostað þá bæjarfulltrúa. Fyrir hvað slíkt framboð mundi standa í bæjarmálum á Akureyri er óljóst og óþekkt.

Hvað Viðreins varðar þá segja kunnungir að þeir láti sér duga að vera hluti af L-listanum eins og leyfarnar af BF.   Það kann rétt að vera og þá er orðin áhugverð staða í stjórnmálum á Akureyri.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband