Færsluflokkur: Bloggar

Lögbrot Sjálfstæðismanna.

Ungir Sjálfstæðismenn á Akureyri voru full borubrattir þegar þeir létu mynda sig í landsliðsbúningnum á dögunum og birtu. Ýmsum þótti þetta skjóta skökku við og bárust KSÍ ábendingar úr ýmsum áttum um að þarna hlytu hinir ungu pólitísku Akureyringar komnir yfir strikið.

__________________

Margir upplifa kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri sem freka og yfirgangssama.

Ofurjeppar og torfærutröll á graseyjum og gatnamótum og nú lögbrot Sjálfstæðismanna með að misnota landsliðstreyjurnar.

Ákvörðun þeirra um að reka töff kosningabaráttu hefur snúist svolítið í höndunum á þeim.

Persónulega finnst mér alltaf betra og heiðarlegra að reka faglega kosningabáráttu þar sem málefnin eru í öndvegi.

En Sjöllum finnst flottara að tala um bæjarstjóra, stóra bíla og landsliðsbúninga.

En auðvitað er þetta allt spurning um smekk hvers og eins framboðs hvað þeir segja og hvernig.


Hvernig bæjarstjórn á Akureyri ? Á bakvið tjöldin ?

2016 00 Haustið nálgast-4245Fjölmiðlar hafa sjaldan mikinn áhuga á Akureyri þegar kemur að umfjöllun og spekuleringum um stöðuna eftir kosningar.

Yfirleitt er kosningabarátta hér í bæ róleg og átakalítil og oftast lítill munur á málflutningi.

Þannig hefur það verið núna og lítið um málefnalegan ágreining. Hann er þó til staðar en einhvernvegin kemst ekki almennilega í ljós í umræðunni. Svolítið eins og stjórnmálamenn leggi töluvert á sig til að hafa það þannig.

Kosningabaráttan er þannig núna, helst er áberandi að Sjálfstæðisflokkurinn notar stóra ofurjéppa til að auglýsa flokkinn, eru með þá í láni hjá sunnlenskum verktaka sem hefur verið að vinna hér í bæ.

Nýjast er svo plakatastríð þar sem sumir leggja mikið á sig að finna tóm hús og húsnæði til að hengja upp myndir af frambjóðendum sínum.

Pótemkíntjöld fyrir kjósendur.

En hver er staðan eftir kosningar ?

Það vitum við ekki en horft er til síðustu skoðanakönnunar sem Vikudagur birti fyrir all mörgum dögum þá er staðan þessi.

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með fjóra menn, bættu við sig einum. Undanfarna daga hefur oddviti flokksins farið að halda því meira og meira á lofti að hann sé bæjarstjóraefni.

Allir vita að hann er búinn að ganga með bæjarstjóra í maganum í fimm ár.

En eitthvað er það hann telur sig hafa stöðu til að tala þannig núna, sérstaklega hefur það aukist síðustu dagana. Eitthvað kemur til og þá hvað ?

L-listinn fékk tvo menn í þessari könnun. L-listinn núna er allt annað fyrirbæri en L-listinn í tíð Odds Helga. Þá var hann bæjarlisti en svo er ekki nú þó þeir reyni að halda því fram. Flokkurinn er bræðingur Bjartar framtíðar sem er með fyrsta sætið. Í öðru sæti er fyrrum formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins til skamms tíma og í þriðja sæti er fyrrum varaþingmaður Viðreisnar.

Hægri ásýnd framboðsins dylst engum.

Samfylkingin mældist áfram með sína tvo fulltrúa og stutt í þann þriðja. Það mun gjörbreyta öllu landslagi ef sá flokkur nær þremur fulltrúum á kostnað Sjálfstæðisflokks, allt annar meirihluti ef að líkum lætur.

Framsókn er í vanda eftir að Miðflokkurinn bauð fram og ólíklegt að hann haldi sínum öðrum manni sem datt inn á síðustu stundu síðast. Líklegast er að þeir flokkar fái sitt hvorn manninn.

Það er ekkert að gerast hjá VG og allar líkur á að þeir verði áfram með einn bæjarfulltrúa.

Auðvitað eru þreifingar í gangi og að mínu mati er það næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn og L-listinn eru að bræða með sér nýjan meirihluta.

Sá gamli er fallinn með tapi Framsóknar.

Aukið öryggi oddvita Sjálfstæðisflokksins um að hann ætli sér að verða bæjarstjóri bendir til að slíkt sé í vinnslu.

L-listinn fengi þá formann bæjarráðs og forseta bæjarstjórar.

Eins og L-listinn er samansettur núna er hann hreinn hægri flokkur og örugglega stutt á milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins í samningum um nýjan meirihluta. Allir vita að Björt framtíð sótti það fast að vera með Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði og Kópavogi og hefði örugglega orðið það hér líka ef BF hefði fengið til þess styrk.

Niðurstaða mín er því að ef skoðanakönnun Vikudags gengur eftir þá verður Akureyri komin með hægri meirihluta innan viku og Gunnar Gíslason oddviti Sjálfstæðisflokksins orðinn bæjarstjóri.

Það eina sem getur breytt þessu er að kjósendur geri eitthvað allt annað en kom fram í Vikudegi fyrir skemmstu.

 


Sjálfstæðisflokkurinn og grænu svæðin á Akureyri.

2018xdAllir sem fylgst hafa með Sjálfstæðisflokknum á Akureyri vita að þeir hafa mikinn áhuga á bílastæðum og breiðstrætum.

Grænt og umhverfisvænt er ekki eins inn í þeirra stefnuskrá.

Mynd sem sýnir Sjálfstæðisflokkinn í hnotskurn hér í bæ hefur borist um netheima í kvöld og sannarlega staðfestir hún áherslur flokksins á Akureyri í umferðar og umhverfismálum.

Sjón er sögu ríkari.

( bið ljósmyndarann afsökunar en ég veit ekki hver hann er til að biðja um leyfi )


Bæjarstjóri með ofurlaun.

2018 kópavogurMánaðarlaun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi, hækkuðu um 612.000 krónur í fyrra og námu tæpum 2,5 milljónum króna, í stað tæplega 1,9 milljóna á mánuði árið áður. Fréttablaðið greinir frá þessu. Laun bæjarstjórans hækkuðu því um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017, en laun annarra bæjarfulltrúa um 30 prósent.

Bæjarstjórinn í Kópavogi rakar til sín skattpeningum bæjarbúa.

Verkalýðshreyfingin horfir til svona gjörninga þegar talað er um kjarabætur.

Græðgisvæðing bæjarstjórans í Kópavogi er fordæmi sem horft er til.

Forsætisráðherra Bretlands er með 1,7 milljónir á mánuði og þykir gott.

Ármann fer létt með að toppa hana hressilega.

Spurning hvort hann er að skila fremlegð í samræmi við greiðslur, hver veit það.

Ofurlaunahópurinn á Íslandi er til vandræða þegar horft er til samkomulags og friðar á vinnumarkaði.

Þar á bæjarstjórinn í Kópavogi góða innistæðu.

 


Þegir ríkisstjórnin þunnu hljóði ?

Ísraelskir hermenn hafa skotið að minnsta kosti 52 Palestínumenn til bana í mótmælum á Gaza-ströndinni í dag. Mannfallið á Gaza er það mesta í fjögur ár. Meira en 2.000 eru særðir. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, hefur lýst yfir þriggja daga sorg vegna mannfallsins.

 

Hvar er ríkisstjórnin ?

Hver er Gulli utanríkis ?

Hvar eru ráðherrar og þingmenn Vinstri grænna ?

Ætla íslensk stjórnvöld ekki að fordæma ?

Ætla íslensk stjórnvöld að þegja þunnu hljóði ?

Þjóðin bíður, og bíður og bíður.

Þögnin í dag er ærandi.


Auðvitað fara framkvæmdir við Akureyrarflugvöll í umhverfismat.

 

0 2018 annar í páskum-5610Fyrirhugaðar eru miklar uppfyllingar fram á leirurnar norðan Leiruvegar.

Þetta svæði er eitt mikilvægasta fuglasvæði á Íslandi og uppfyllingar af þeim toga sem talað er um eru mjög óæskilegar þegar tekið er tillit til náttúrun svæðisins og framtíðar í umhverfismálum Eyjafjarðar. Mikil rask hefur þegar orðið vegna flugvallarins og auðvitað varð ekki hjá því komist á sínum tíma. En er kannski ekki mál að linni og forgangröðun verði náttúrunni í hag ?

Ljóst er að framkvæmdir af þessum toga, af þessari stærðargráðu og á viðkvæmu leirusvæði fara í umhverfismat.

Um það mun örugglega verða góð sátt því ekki viljum við fara offari gegn viðkvæmri náttúru á jafn mikilvægu svæði og leirur Eyjafjarðarár eru.

Hér fyrir neðan er nokkuð langur pistill sem ég skrifaði á akureyri.net fyrir nokkrum árum.

( kannski nennir einhver að lesa hann )

 

Slóð á upphaflegan pistil á Akureyri.net

 

Óshólmar Eyjafjarðarár – friðland og útivistarsvæði.

Pistill frá Jón Inga Cæsarssyni:

Til forna og fram á 20. öldina voru óshólmar Eyjafjarðarár mikið forðabúr fyrir landeigendur á svæðinu. Landið var nytjað frá bæjum í Öngulstaðahreppnum og frá Akureyri. Í hólmunum voru grasnytjar, eggjataka og skotveiðar. Allt þetta er að mestu aflagt og það helsta sem landeigendur hafa nytjar af er efnistaka úr austustu kvíslunum. Það er þó orðið afar lítið. Þegar leið fram á 20. öldina fóru menn að gera sér grein fyrir mikilvægi óshólmasvæðisins fyrir fuglalíf landins. Þá komu fram raddir sem vildu friðlýsa þetta svæði og það gekk eftir rétt fyrir síðustu aldamót. Svo segir í tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið.

 

Þann 5. júní 1998 var undirrituð “samþykkt um friðland og útivistarsvæði í Óshólmum Eyjafjarðarár” af bæjarstjóranum á Akureyri, sveitarstjóranum í Eyjafjarðarsveit og umdæmisstjóra Flugmálastjórnar. Í samþykktinni er m.a. kveðið á um umferð um svæðið og um skipan umsjónarnefndar með því. Meginverkefni nefndarinnar skv. samþykktinni er að leggja tillögur að skipulagi svæðisins fyrir sveitarstjórnirnar. Skv. samþykkt umsjónarnefndarinnar 24. janúar 2001 er markmið skipulagsins að tryggja að sú verndun sem aðalskipulag sveitarfélaganna gerir ráð fyrir sé nægjanleg til að varðveita fjölbreytt lífríki svæðisins, þannig að það verði til frambúðar búsvæði fugla og plantna, sem almenningur hefur greiðan aðgang að til fræðslu og útivistar.

Sléttan er innsti hluti hins forna Eyjafjarðar, sem Eyjafjarðaráin hefur fyllt upp í tímans rás ásamt þverám sínum. Sléttan byrjaði að myndast í lok ísaldar, fyrir 10-12 þúsundum árum, og hefur því vaxið um hér um bil 1 km á hverjum 500 árum. Sennilega hefur hún þó vaxið hraðast fyrst eftir lok ísaldar og að líkindum einnig mun hraðar eftir að landnámið hófst, þegar skógar eyddust og uppblástur hófst fyrir alvöru. Núna er stækkunin mun hægari. Ystu 2 km sléttunnar eru ógrónar leirur, sem sjór flæðir yfir að staðaldri á flóði. Þær enda í bröttum marbakka, sem nú liggur þvert yfir fjörðinn fram af Búðargili á Akureyri. Þar breytist dýpið á nokkurra metra kafla úr einum metra í um 30-40 m dýpi. Talið er að bakkinn hafi færst út um 100 m á síðastliðnum 100 árum.

Innan við leirunar taka við hinir eiginlegu óshólmar, en um þá kvíslast áin fyrst í tveimur og síðan í þremur meginkvíslum og mörgum smærri. Stærstu hólmarnir nefnast Staðareyja, Stórhólmi (Stóri-Eyrarlandshólmi), Nausthólmi og Varðgjárhólmi. Í gegnum endilangan Stórhólma er skurður, sem vestustu kvísl árinnar er veitt um. Austan og vestan kvíslanna eru víðlend svæði, sem líkjast hólmunum og teljast því með þeim. Sunnan við hólmana taka við mýrar og slétt nes við ána. Mýrarnar eru víðlendastar austan árinnar, undan Laugalandi, kallast það svæði Staðarbyggðarmýrar. Um Þverá og Grund eru landið þurrara vegna framburðar þveránna, sem þar falla niður. Brýr Brýrnar þrjár á gamla þjóðveginum gegna mikilvægu hlutverki í skipulagi svæðisins. Þær verða endurbættar og haldið vel við. ( Úr greinargerð fyrir deiliskipulag )

Því miður hefur deiliskipulag af svæðinu ekki verið fullnustað af sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar en Akureyrarkaupstaður hefur lokið því fyrir nokkuð löngu. En lítum aðeins á þau mannanna verk sem setja svip á svæðið. Akureyrarflugvöllur. Þar er flugvöllurinn auðvitað það sem mestan svip setur á svæðið. Gerð hans hófst árið 1952 og var sandi dælt upp úr kvíslum vestast á svæðinu, farvegum sem gengu vestur undir Krókeyri var lokað og vatninu veitt í núverandi vestustu kvísl sem er í dag sú langvatnsmesta. Má segja að það sé skurður sem liggur meðfram flugvellinum austanverðu og varð til við dælingu í flugvöllinn 1952 – 1954. Það má segja að miðkvíslin og austasta kvíslin séu að þorna upp og vatnið fer í æ ríkari mæli eftir þessar manngerðu kvísl. Flugvöllurinn var upphaflega 1.200 metra langur, tekin í notkun 1954, en hefur verið lengdur í báðar áttir. Fyrst til norðurs upp úr 1970 og svo aftur til suðurs fram í Brunnárflæður og þykir mörgum skaði af því votlendi sem þar hvarf.

Vegurinn yfir Vaðlana – Hólmavöð.

Eyjafjarðará var lengi mikill farartálmi fyrir þá sem áttu leið til og frá Akureyri. Ferðamenn á leið til og frá bænum urðu að fara á vaði yfir kvíslarnar og hefur það vað gjarnan verið kallað Hólmavöð. Einnig var Leiran gjarnan riðin en það þótti nokkuð varasöm leið. Rætt var um að brúa kíl nokkurn sem var á leiðinni inn að Gili þar sem ferja var. En sýslumanni sást yfir þá staðreynd að fjölfarnasta leiðin til Akureyrar var um Hólmavöð og Leiruna. Hólmavöð voru út frá Krókeyri, um þrjár kvíslar milli Steinagerðishólma, Stóra Eyrarlandshólma og Staðareyjunar, en komið var upp á austurbakkann við Kaupang. Þegar þessi vöð voru riðin hét það að fara Hólmavöð. Stundum voru Leirurnar riðnar en það þótti varasamt . Það hét að fara Vaðlana, en í öndverðu drógu bæði sýsla og fjall nafn af þeim. Nú er Vaðlaheiðarnafnið eitt eftir sem minnir á þetta örnefni. Lagt var á Leiruna hjá Varðgjárbæjunum og eftir að gamla kirkjan reis í Aðalstræti var hún gjarnan sá stefnuviti sem ferðamenn á leið vestur notuðu sem viðmið. Fara varð með mikilli gát, gæta að sjávarföllum og passa sig á að lenda ekki norður af marbakkanum þar sem hyldjúpur sjórinn tók við. Akureyringar voru orðnir langþreyttir á biðinni eftir að þessi leið yrði gerð greiðfærari með vegalagningu og brúarsmíð.

Þegar skoðaðar eru gamlar heimildir í blöðum og tímaritum frá síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar má sjá að oft voru Eyfirðingar sviknir um þessa framkvæmd og hún hvíldi þung á þeim. Lítum aðeins í heimildir frá þessum tíma.

Norðurljósið 1891.

Þá horfa heimamenn en til brúarsmíði við Gil. Br ú á E y j a f j a r ð a r á . Eins og mörgum er kunnugt, hefir verið ákveðinn þjóðvegur inn að Gili í Eyjafirði. En svo hagar þar til, að vaðleysa er á ánni að öllum jafnaði og líka illt að ferja þar þegar áin er lítil sökum grynninga. Vöð eru þar engin nærri síðan bannað var að fara hið svonefnda Kjarnavað eða Hólmavað, sem um langan aldur hefir verið aðalvað á Eyjafjarðará hér utarlega. J>að er því fyllsta nauðsyn á pví að leggja brú yfir ána undan Gili, enda mun það einna líklegasti staðurinn til brúarstæðis, þó það hljóti auðvitað að kosta mikið að brúa þar sökum lágra bakka. En nauðsynin er svo mikil að ekki má horfa í kostnaðinn, bæði er þetta aðalpóstleið og verður nú aðalvegur yfir héraðið. Að vísu má opt ríða leiruna innan við fjarðarbotninn, en bæði er það langur og þreytandi vaðall fyrir hesta, enda naumast fært nema með fjöru, einkum þegar norðanstormar eru.

Norðurljósið 1892.

Hér má sjá að þegar fyrir aldamótin eru samgöngumálin orðin mönnum hugleikin. Neðst eru vöð yfir Eyjafjarðará, sein köJluð eru Hólmavöð; eru það hin einu vöð, sem til eru á ánni fram að Maríugerðisvaði ofan undan Munkaþverá. En svo er háttað austan árinnar, að frá því póstveginum við Gilsferju sleppir og alla leið fram í botn er enginn vegur til nema hreppavegur bæja á milli upp undir fjalli. Er það vegleysa hin versta og tekur ekki fram Kaupangssveitarveginum gamla nema verri sé. Þar fyrir neðan alla Staðarbyggð eru mýrarnar nafnkunnu, sem enginn kemur hesti yfir. Verður því hver sá, sem ætlar að íara um Eyjafjörð austan ár að klöngrast eptir bæjaveginum og hefi eg ekki annarstaðar verið nær kominn á jörðu að drepa undir mér hestinn en á einum stað á þeirri leið. Nú eru Hólmavöðin sýsluvegur austur yfir, og er líklega ætlazt til að menn fari frá þeim upp á bæjaveginn, ef fara skal fram í sveit. Það á þá að fara af Akureyri fram Hólmavöð eða þá á Gilsferju, póstferjunni, og upp hjá Þverá, og svo fram Byggðina, og fram að Munkaþverá. Það má segja að það se bæði beinn vegur og skemmtilegur eða hitt heldur, eins og hann er og hlýtur að verða, því að það mundi kosta fleiri þúsund en nokkur maður, eða menn, vilja. Leiðarlýsing úr Andvara 1908 sýnir hversu mikilvæg leið um vöðin og vaðlana er þrátt fyrir að hin formlega póstleið sé yfir ána hjá Gili. Þjóðvegurinn frá Akureyri áleiðis til Seyðisfjarðar liggur fyrst inn sveitina að Gili, þar yfir Eyjafjarðará og svo út Kaupangssveit austan árinnar. Ferðamenn fara allajafna yfir Eyjafjarðará út við fjarðarbotn, og stytta sér með því leiðina um 9 km. á að gizka. Vegalengdirnar á þjóðveginum eru sem hér segir: Frá Akureyri að Gilsferju 6,2 km. Frá Gilsferju að Kaupangi 5,8 km. Frá Kaupangi að Vaðlaheiðarrótum 1,8. Km. Frá Akureyri að Vaðlaheiðarrótum 13.81 km. Í Íslendingi 1915 má glöggt sjá pirring heimamanna.

Brúin á Eyjafjarðará.

Eins og sjá má á öðrum stað í blaðinu, þá var 75,000 kr. Fjárveiting til brúargerðar á Eyjafjarðará feld við 2. umræðu fjárlaganna í Neðri deild Alþingis á þriðjudaginn var, en aftur á móti veittar 78,000 kr. til brúargerðar á Jökulsá á Sólheimasandi. Þessi úrslit málsins komu flestum hér um slóðir mjög á óvart. Menn áttu einmitt von á þvf, að þessi bráðnauðsynlega samgöngubót kæmist í framkvæmd mjög bráðlega og bygðu þeir þá von sína á ýmsum líkum, meðal annars á athugasemdum landsverkfræðingsins um fjárveitingar til vegabóta árin 1916 (sjá Alþ.tíð. 1915 A. bls. 80), er hann talar um væntanlega fjárveitingu til stórbrúa næstu árin. Farast honum þar svo orð: . . . »Það getur að sumu leyti verið álitamál, í hvaða röð þessar brýr eigi að koma, og skiftir í rauninni litlu, en mitt álit er, að þær 4 brýr, sem hjer er um að ræða, eigi að koma f þessari röð: 1916—17 Eyjafjarðará og síðan kemur upptalning annarra framkvæmda. Í Norðurlandi 1916 eru heimamenn enn að velta þessu máli fyrir sér og flokkapólitík farin að blandast inn í umræðuna.

Brú á Eyjafjarðará.

Af þeim innanhéraðsmálum sem koma verulega undir úrslit Alþingis, mun ekkert vera Eyfirðingum (fram) jafnmikið áhugarmál eins og brúargerðin á Eyjafjarðará. Þó eru það sérstaklega þeir er búa austan árinnar sem láta sig það mestu skifta, eins og eðlilegt er, því þeirra er þörfin mest fyrir brúna. Svo sem kunnugt er hefirþessi brú (fjárveitingin til hennar) því miður orðið að einskonar leiksopp milli flokkanna á síðustu þingum. Það hefir hleypt þeim ofsa í málið og þráa, að óhugsandi er að fjárveitíngin fáist fyrstu árin, nema því aðeins, að sá flokkurinn sem stöðugt hefir mælt með fjárveitingunni, verði f meiri hluta og taki málið á arma sfna. Eftir líkum að dæma, má gera ráð fyrir, að svo vel takist nú til við kosningarnar, því kosningahorfur Heimastjórnarflokksins eru að sögn hinar glæsilegustu um alt land. Því er það áríðandi, að allir Eyfirðingar sem láta sér ant um brúna, vinni að þvf af fremsta megni að hreinir og eindregnir Heimastjórnarmenn skipi þingsæti Eyfirðinga eftir næstu kosningar, eins og að undanförnu. Sá frambjóðandinn, Einar á Eyrarlandi, sem er svo f sveit settur, að honum sérstaklega ætti að vera brúargerðin mest áhugamál segist nú ekki bjóða sig fram sem Heimastjórnarmaður. Það er því ekki líklegt að flokkurinn vildi gera neitt fyrir hann til þess að koma málinu í framkvæmd þó svo færi að hann næði þingsæti (sem ólíklegt er í jafn eindregnu Heimastjórnarkjördæmi og hér er um að ræða). Gæti þá hæglega farið svo, að hann yrði gegn vilja sínum, þröskuldur í vegi fyrir því að brúin fengist og kæmi það harðast niður á þeim sveitungum hans er mest þurfa að nota brúna. Í Norðurlandi 1917 sést glöggt að brúarmálið er orðið kosningamál.

Ár 1917, laugardaginn 16. júní, var þingmálafundur haldinn fyrir Akureyrarkaupstað í Good Templarahúsinu, samkvæmt fundarboði alþingismannsins, Magnúsar Kristjánssonar kaupmanns, er skýrði í stuttu máli frá afstöðu sinni til hinna helztu áhugamála bæjarbúa, sem gera má ráð fyrir, að tekin verði fyrir á næsta þingi, svo sem húsmæðraskólastofnun, umbótum á Akureyrar sjúkrahósi og brúargerð á Eyjafjarðará. Taldi hann sig eindreginn fylgismann þessara mála og þótti ekki ráðlegt, að leggja árar í bát f umbóta og framfaramálum landsins, enda þótt við mikla erfiðleika og dýrtíð sé að stríða, meðan stríðið stendur yfir. Í Búnaðarriti 1921 voru tíunduð þau landgæði sem bæjarbúar höfðu af hólmunum í Akureyrarlandi. Frá þessum tíma má t.d. sjá auglýsingu þar sem öll umferð um Steinagerðishólma er bönnuð en hann var rétt undan landi við Krókeyri.

Mælingarnar á Norðurlandi byrjaði jeg á hólmunum við Akureyri, gerði uppdrátt af hólmunum í Eyjafjarðará, sem Akureyrarbær á. Af öllum jarðeignum Akureyrar eru hólmar þessir dýrmætastir. Þeir eru leigðir út til bæjarmanna til slægna til tveggja ára í senn. Hólmunum — eða þó helst stærsta hólmanum â er skift í skákir, og eru þær leigðar hver fyrir sig, með þeim hætti, að haldið er opinbert uppboð á leigunni annanhvorn vetur, svo grasvöxturinn leigusumarið kemur ekki til greina. Leigan fyrir hólma-skákirnar hefir farið mjög hækkandi, og síðast þegar boðið var upp (febr. 1919), náðu sumar leigurnar hámarki, sem svaraði ca. 10 kr. gjald fyrir hvern heyhest, sem fæst af beztu skákunum í meðalári. Tvö síðustu sumurin hafa þó verið svo góð grasár þar, að leigan hefir varla náð þessu, miðað við hestatclu þá, sem fengist hefir. — Akureyringar eru búmenn miklir, sem kunnugt er, enda verður túnræktin helst að færast mikið í aukana á næstunni þar, ef jarðirnar, sem Akureyringar hafa undir, eiga eigi að verða of-setnar.

Fylkir 1921 er sérlega gramur þó ekki séu höfð um það mörg orð.

Hvenær ætli brúin verði lögð yfir Eyjafjarðará? Hvað lengi á að bíða eftir henni? Eða á að byggja veg yfir Leiruna fyrst? Í Degi 1922 er ritstjórinn enn að ergja sig á gangi mála árin á undan. Á Alþingi kom það brátt í ljós að brúargerðin á Eyjafjarðará var sett f samband við brúargerð á Jökulsá á Sólheimasandi. Varð kapp nokkurt um það, hvor brúin skyldi fyr bygð. Þetta reiptog varð til hins mesta til ógagns fyrir alla — landssjóð Iíka. Málið eyddist í fleiri ár og hvorug brúin var byggð; Ef hér hefði verið hliðrað til hefðu báðar brýrnar getað komist upp fyrir tiltölulega lítið fé. Þó að eg vilji benda á það í þessu sambandi að umferð er tíu sinnum meiri yfir Eyjafjarðará en Jökulsá, þá er þó langt frá því, að eg ætli að fara í nokkurn meting um þetta mál.

Alþýðublaðið 1922.

Loksins kemur vegurinn og brýrnar og heimamönnum er létt. Brúin á Eyjafjarðará. Loksins. Það mun á komandi ári eiga að byrja á brúargerðinni yfir Eyjafjarðará. Á brúin að liggja yfir kvíslirnar milli hólmana innan Akureyrar, og verður jamframt upphækkaður vegur gerður, því í vorleysingum liggja hólmarnir oft undir vatni. Þetta er hið þarfasta verk, sem hefði fyrir löngu átt að vera fallbúið. Þegar hér var komið sögu hófst vegagerð yfir óshólma Eyjafjarðará eftir áratuga baráttu og mikla umræðu. Þetta mál ber á góma miklu oftar en hér er nefnt og má greinilega merkja mikinn pirring heimamanna því oft stóð til að byrja og næstum jafn oft hætt við. Alþingi virtist ekki hafa mikinn áhuga á að veita peningum í þetta samgöngumál Eyfirðinga þrátt fyrir að þegar hér var komið sögu var Akureyri næst stærsti þéttbýliskjarni á Íslandi með 1.600 íbúa. Líklega var þetta að hluta til hreppapólitík eins og oft vildi brenna við á þessum tíma og enn þann dag í dag.

Árið 1923 var síðan vegurinn yfir hólmana og kvíslarnar þrjár tekinn í notkun með þeim þremur brúm sem við þekkjum í dag og mega muna fífil sinn fegurri. Þær þjóna þó enn mikilvægu hlutverki á einni fjölförnustu gönguleið við Akureyri og gengur jafnan undir nafninu Hjartaleiðin. Í umæðum um deiliskipulagið og friðlandið er gert ráð fyrir að gömlu brýrnar frá 1922-3 verði endurgerðar og muni standa um ókomna framtíð sem minnisvarði um vegagerð á Íslandi á fyrir hluta 20. aldar. Þó svo friðlandið í Óshólmum Eyjafjarðarár hafi ekki verið fullkomnað og mikið starf óunnið í stígagerð og fræðsluskiltum þá er það þegar farið að þjóna tilgangi sínum. Vinsælt útivistar og göngusvæði, reglulega er fylgst með fuglalífi og þróun þess og ýmislegt gert til að koma í veg fyrir skemmarverk og notkun vélknúinna ökutækja. Fuglaskoðunarhús hefur verið reist nyrst í Hólmunum nærri sjó. Þar má sjá skilti með þeim fuglategundum sem þarna verpa og koma við og auk þess gott athvarf fyrir þá sem vilja fylgjast með fuglalífinu.

Göngustígagerð hefur samt ekki hafist utan meginleiðarinnar við flugvöllin þar sem henni var breytt vegna lengingar flugbrautarinnar til suðurs fyrir fáeinum árum. Þrátt fyrir mikið rask þarna þjóna þó Óshólmar Eyjafjarðarár enn sem eitt mikilvægasta fuglasvæði á Íslandi og það þurfum við að varðveita. Það væri hægt að skrifa miklu lengra mál um þetta svæði og sögu þess en læt hér staðar numið, í bili að minnsta kosti. Hér má sjá slóð inn á fuglaskoðunarskýrsluna sem gerð var 2010.

http://www.akureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/framkvdeild/NI-11003.pdf


Við viljum hreinan Eyjafjörð - takk.

0 2017 00000 fyrsti vetrardagur-2570Mengun í Eyjafirði er viðvarandi vandamál. Fyrir kosningar 1994 setti Alþýðuflokkurinn það á stefnuskrá að koma fráveitummálum á Akureyri í gott horf með byggingu dælustöðva og hreinsistöðvar. Síðan eru liðin 23 ár.

Dælustöðvarnar eru komnar, Pollurinn er nokkurnveginn hreinn, kræklingur er farinn að sjást á ný, var alveg horfinn af fjörum við Pollinn vegna mengunar.

En björninn er ekki unninn.

Enn fer skolpið óhreinsað í Eyjafjörðinn, núna að mestu milli Krossaness og Sandgerðisbótar.

Saurgerlamagn í sjónum þar og inn að Glerárósum og Tanganum er langt fyrir ofan heilsuverndarmörk. Munum að við Sandgerðisbót er verið að höndla með matvæli þar sem trillur leggja upp afla og ýmiskonar starfssemi er í verbúðum á svæðinu. Við Glerárósa er atvinnustarfssemi og jafnvel datt einhverjum í hug að setja þar niður bústaði fyrir fólk í vanda.

Í Reykjavík verður allt vitlaust ef sleppur óhreinsað skólp í sjóinn, vanir því að hreinsun þess sé regla.

Við Eyjafjörðinn ríkir þögnin ein, fáeinir nöldrarar reyna að koma af stað bylgju sem þrýstir á pólitíkina en ekkert gengur, flestum virðist standa á sama.

Það var ánægjuefni þegar Norðurorka tók við fráveitumálum og allt átti að fara að gerast.

En svo gerðist ekki neitt og ekkert gerist enn og enn rennur allt skólp frá Akureyri í sjóinn, óhreinsað, og rekur síðan á fjörur bæjarins með tilheyrandi mengun.

Noðurorka á sér afsakanir og notar þær óspart.

En að mínu mati duga engar afsakanir, þær hafa verið notaðar í áratug eða meira.

Sá tími er liðinn.

Nú vilja íbúar við Eyjafjörð hreinan fjörð og hreinar strendur.

Gæluverkefni Norðurorku - Fallorku, gangslítil smávirkjun á Glerárdal, sem kostar hundruð milljóna, fékk mikla orku í stjórnum þessara stofnana en mengun í Eyjafirðinum er ekkert spennandi í þeirra augum.

Tími afsakanna er liðinn bæði hjá Norðurorku og bæjaryfirvöldum.

Gleymum ekki að Akureyrarbær á mestan hluta Norðurorku og þessi mengun er í boði bæjarfulltrúa síðustu áratuga.

Nýjir bæjarfulltrúar vilja örugglega ekki framlengja það ástand ?

Drífum í þessu.


Ríkisstjórnin að springa ?

Enn eitt kjafts­höggið,“ seg­ir Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar ljós­mæðra, í sam­tali við mbl.is um orð sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra lét falla í viðtali við RÚV fyrr í kvöld. Hún seg­ir það ekki koma til greina að skrifa und­ir 4,21% launa­hækk­un.

Heilbrigðisráðherra segir að svigrúm sé til að lyfta kjörum ljósmæðra. Hún segist styðja ljósmæður í baráttu sinni og ótækt sé að svo langan tíma hafi tekið að semja við þær eins og raun beri vitni. Hugsa þurfi út fyrir boxið þegar hnútur sé orðinn jafn harður og nú.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar ganga langt frá því í takt.

VG ráðherrann Svandís Svavarsdóttir styður ljósmæður í kjarabaráttu þeirra við ríkið.

Sjálfstæðisráðherrann Bjarni Benediktsson talar niður ljósmæður og gerir allt að því lítið úr baráttu þeirra.

Það eru því tvær ríkisstjórnir í þessu landi, önnur styður þessa baráttu en hin ekki.

Hvor ríkisstjórnin er það svo sem ræður för ?

Það dylst engum að það er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar og Sjálfstæðisflokksins.

Flestir spyrja sig nú.

Hversu lengi getur svona ástand staðið án þess að ríkisstjórnarsamstarfið springi.

Svarið er út kjörtímabilið ef VG gleypir órhroðan sem er líklegast.

En með haustinu girði þeir sig í brók og fari að láta til sín taka.

En mjúku stólarnir eru góðir og gefa vel af sér.

En svo er víst Framsóknarflokkurinn þarna einhversstaðar en það man enginn.


mbl.is „Það er skömm að þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akureyri - hægri íhaldsbær ?

Meirihluti Framsóknarflokksins, Samfylkingar og L-listans á Akureyri myndi falla ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta sýnir ný könnun Fréttablaðsins í morgun. Miðflokkurinn, sem hefur ekki kynnt neinn lista á Akureyri, myndi fá tæplega níu prósent.

Þá er fyrsta og kannski eina könnunin komin fyrir Akureyri.

Meirihlutinn fallinn sem er ekkert nýtt, meirihlutar hafa ekki haldið á Akureyri frá því formlega var farið að mynda meirihluta.

Helstu atriði þessar könnunar og vekja athygli er að afar fáir taka afstöðu og ekki margir hausar sem svara, það gerir könnunina ónákvæmari og hafa ber í huga að kannanir Fréttablaðsins fyrir Reykjavík eru úr takti við aðrar kannanir sem birst hafa. Sérstaklega hafa þær mælt Sjálfstæðisflokkinn hærri en aðra.

Gamli L-listinn er dauður.

Næstir á eftir Sjálfstæðisflokknum í fylgi er L-listinn.

Núverandi L-listi er ekki bæjarlisti með engar tengingar eins og Oddur gjarnan sagði og taldi hans helsta styrkleika.

L-listi dagsins í dag er samtíningur úr Bjartri framtíð og Viðreisn ásamt flóttamanni úr Sjálfstæðisflokknum.

Björt framtíð á fyrsta sætið, fyrrum áhrifamaður úr Sjálfstæðisflokknum vermir annað sætið og í því þriðja fyrrum varaþingmaður Viðreisnar. Loks í fjórða sæti má sjá einn af þessum gömlu og ómenguðu smile

L-listinn er ómengaður hægri flokkur með þessa samsetningu.

Síðan eru fjórir flokkar við 10% markið, reyndar einn þeirra ekki í framboði enn sem komið er.

Píratar sigla svo aðeins neðar.

En þetta er rétt að byrja og leitt ef það er rétt að eina skoðanakönnunin fyrir Akureyri birtist áður en nokkuð er komið í gang.

En þetta verður spennandi og kannski verður Akureyri í samfélagi íhaldflokka með þeim stjórnarháttum sem þekktir eru þar.

Vonandi ekki.

 


Litlar breytingar á fylgi og þó.

2018 galllupLitlar breytingar eru á fylgi flokkanna eða á bilinu 0,2 til 1,5 prósentustig og þær því ekki marktækar. Rúmlega 25 prósent sem taka afstöðu í könnuninni segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, færu kosningar til alþingis fram í dag. Nær 18 prósent myndu kjósa Samfylkinguna, rúmlega fjórtán prósent Vinstri græn, ellefu prósent segjast myndu kjósa Pírata, tæplega tíu prósent Framsóknarflokkinn og nærri átta prósent Miðflokkinn og Viðreisn.

( ruv.is )

Þjóðarpúlsinn boðar engar stórkostlegar breytingar um þessi mánaðarmót.

Sjálfstæðisflokkurinn sígur aðeins upp, úr 24,5 % í 25,3%

Samfylkingin fer upp, úr 16,5% í 17,7 % við það hæsta sem hún hefur mælst síðan flokkurinn fór að sækja á.

VG hreyfist lítið, er við 14% svipað og síðast, 17,3% var það í kosningunum.

Sama með aðra flokka, lítil hreyfing, Píratar, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn síga niður á við en Framsókn hækkar aðeins, úr 9,2% í 9,6%

Ríkisstjórnin sígur um 2 % eins og hún hefur gert frá kosningum, mismikið milli kannanna.

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast með samtals 49% nokkuð minna fylgi en ríkisstjórnin sem mælist með 58,2% núna var með 74,1% í fyrstu mælingu.

Súlan hjá Gallup sýnir lóðbeint fall á þessum stutta tíma.

Nú er sumarið framundan og sveitastjórnakosningar.

Líklega lafir þessi stjórn fram á næsta vor, nema eitthvað óvænt gerist, eins og allir vita þá eru framundan erfiðir tímar hjá VG og rest í stjórninni.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband