Færsluflokkur: Bloggar

Jón og séra Jón á vinnumarkaði.

Í gær barst 48 for­stöðumönn­um rík­is­stofn­ana bréf frá kjararáði þar sem þeim er til­kynnt um úr­sk­urð ráðsins um laun þeirra og starfs­kjör. Úrsk­urður­inn, sem dag­sett­ur er 14. júní, var jafn­framt birt­ur á vefsíðu kjararáðs í gær, en eng­in frétta­til­kynn­ing var send út um málið.

Ruglið í kringum Bjarna Benediktsson og ríkissjórnina heldur áfram.

Nú hafa hálaunaforstjórar fengið 11% hækkun bara rétt si svona.

Á meðan molnar heilbrigðiskerfið í sundur vegna deilna sem fjármálaráðuneytið og Bjarni Benediksson hafa engan áhuga á.

Fjármálaráðherra verður að fara að átta sig á að hann er Svarti Pétur í þessum deilum sem eru komnar í algjöra blindgötu

Vinir hans hálaunaforstjórarnir fá skammtað úr hnefa milljónatugi meðan hann gerir sitt besta til að halda lágt launuðum ljósmæðrum við hugurmörk.

Maður hreinlega skilur ekki þetta hugarfar.

Og svo sitja Vinstri grænir brosandi í mjúku stólunum sínum og láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna mismunum á vinnumarkaði, þeim ríku í hag.

 


mbl.is Fengu um 10,8% hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfniskröfur handvaldar af ráðherra ?

Ráðning­ar­ferli for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar verður gert op­in­bert þeim fjöl­miðlum sem þess óska. Þetta staðfest­ir Lilja Al­freðsdótt­ir, sett­ur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra í mál­inu, í sam­tali við mbl.is, en þegar hef­ur verið óskað eft­ir gögn­um frá ráðuneyt­inu. Til­kynnt var um skip­un Bergþóru Þor­kels­dótt­ir í embættið í morg­un.

Áhugaverð ráðning.

Engin auglýsing.

Engar hæfniskröfur sem snúa að verklegum framkvæmdum eða skipulagi þeirra.

Dýralæknir.

Skólasystir samgönguráðherra.

Varaformaður Framsóknarflokksins tekur sæti ráðherra og sparaði ekki lýsingarorðin.

Ráðherra virðist því vera að ráða vinkonu sína sem bókara hjá Vegagerðinni, hún hefur próf í viðskiptafræðum.

Sama hvað hver segir, hæfniskröfum var stillt upp af Sigurði Inga vegna þess að hann ætlaði að ráða vinkonu sína, sama hvað.

Hefði kannski átt að hugleiða að stilla þessu upp með þeim hætti að einhver af brottflúnum ljósmæðrum hefði passað í starfið.

Frábær, æðisleg geggjuð eins og Lilja varaformaður Framsóknarflokksins segir.

Leitt fyrir þessa annars ágætu konu að fá á sig orð fyrir að vera valin af spilltum Framsóknarflokki, þarna þekkir maður flokkinn.

 


mbl.is Ráðningarferlið verður gert opinbert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðuneytið klúðrar málum.

2018 skór1Upp­sagn­ir tólf ljós­mæðra á Land­spít­al­an­um taka gildi í dag, en þær sögðu all­ar upp störf­um vegna kjara­deildu Ljós­mæðrafé­lags Íslands og rík­is­ins. Ljós­mæðurn­ar tólf hafa kvatt vinnustaðinn með tákn­ræn­um hætti á sam­fé­lags­miðlum með því að birta mynd­ir af vinnu­skón­um sín­um og starfs­manna­skír­teini. All­ar kveðja þær með mikl­um trega. Enn fleiri ljós­mæður hafa sagt upp á heil­brigðis­stofn­un­um víða um land og bú­ast má við því að upp­sögn­un­um fjölgi enn frek­ar verði ekki samið fljót­lega.

______________

Ríksstjórnin hefur klúðrað þessu máli rækilega.

Fjármálaráðherra klúðraði málinu með hrokafullum yfirlýsingum.

Heilbrigðisráðherra vill vafalaust vel en ræður engu, Bjarni stjórnar.

Það stefnir í mikinn vanda og ríkisstjórnin ræður ekki málið.

Það lofar ekki góðu fyrir stóru samningana í vetur.

Merkilegt langlundargeð þingflokks VG sem horfir á málin að mestu þegjandi.

Þeir erum múlbundir og algjörlega undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum.

Svo er þarna þriðji flokkurinn sem enginn man að er í ríkisstjórn.

Lýst er eftir Framsóknarflokknum.


mbl.is 12 ljósmæður leggja skóna á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Asnalegt !

Verslunarmiðstöðin Kringlan í Reykjavík verður stækkuð og þúsund nýjar íbúðir byggðar á reitnum, samkvæmt nýju rammaskipulagi borgarinnar. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að augljós þörf fyrir umferðarbætur sé virt að vettugi.

Eyþór Arnalds hefur sótt námskeið hjá herra sínum og lærimeistara í Hádegismóum.

Að vera á móti öllu, sama hvað er.

Eyþór hefur lært ágætlega og hefur náð að vera á móti öllum málum í borgarstjórn fram að þessu.

Gæti með þessu lagi náð langt innan flokksins.

Það má kalla þetta ýmsum nöfnum, ófaglegt, óábyrgt, hallærislegt, óskynsamlegt.

En mér finnst þetta einfaldlega ASNALEGT.


Grjóthörð hagsmunagæsla sjávarútvegsráðherra.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur ekki rétt að hverfa frá núverandi hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Hann stefnuna hafa byggst á að viðhalda rétti til að nýta hvalastofna við landið með sjálfbærum hætti líkt og aðrar lifandi auðlindir hafsins

________________

Það vita allir að þessi rök ráðherrans standast enga skoðun.

Málið er harðsvíruð hagsmunagæsla fyrir Kristján Loftsson flokksgæðing.

Forusta Sjálfsstæðisflokksins skelfur á beinunum þegar hann á í hlut.

Eins er að með ráðherrann, trúi  varla að hann sé að tala samkvæmt skynsamlegum rökum, þá væri hann illa upplýstur um stöðu mála í hvalveiðum heimsins og sölumálum afurða.

Nei, þetta er grjóthörð hagsmunagæsla og maður spyr sig, hverjir eru þeir þræðir sem Kristján Loftsson notar til að stýra stefnu flokksins.

En þetta hverfur með KL engum þokkalega gefnum manni mun detta í hug að halda áfram óarðbærum veiðum, á úreltum og úr sér gegnum skipum, gegn almenningsliti heimsins.

Og þó, kannski er þarna einhver í Sjálfstæðisflokkum sem er klár í að halda áfram að tapa hundruðum milljóna til að veiða eitthvað sem enginn vill.

Og nú reynir á Vinstri græna, eru þeir tilbúnir að styðja þetta álit og stefnu Sjálfstæðisflokksins og KJúl ?

 


Sjálfstæðisflokkurinn á fólkið.

Við erum náttúrulega að sjá fullt af okkar fólki innan annarra flokka; í Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins til dæmis. Fólk sem fékk ekki þær stöður sem það vildi innan okkar flokks og þá er bara hlaupið annað,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, og bætir við:

Deilurnar í Vestmannaeyjum opinbera sannarlega þann óskapnað sem Sjálfstæðisflokkurinn er.

Hann er valdastofnun og " fólkið " tilheyrir honum.

Ummæli Vilhjálms Árnasonar hér að ofan lýsir fáránleikanum í þeirri hugsun.

Þótt  " fólkið " sé tímabundið í öðrum flokkum þá er þetta okkar fólk að mati flokksins.

Flokkurinn á fólkið þó það sé tímabundið í Viðreisn, Flokki fólksins eða Miðflokknum, hversu fáránleg þetta viðhorf sjá allir nema Sjálfstæðismenn.

Staðreyndin er einfaldlega.

Sjálfstæðisflokkurinn er að molna innanfrá. Flokkurinn sem einu sinni var með 40-50% fylgi þakkar fyrir að hanga í 25% á landsvísu.

Flokkurinn sem átti Reykjavík með yfir 60 % fylgi er horfinn.

Þetta skilja ráðamenn flokksins ekki.

Þetta er bara fólkið þeirra sem er tímabundið annarsstaðar en er samt Sjálfstæðismenn.

Hvenær ætli þeir átti sig á því að flokkurinn er að hrynja og kemur ekki til baka ?


Frekjuhundaflokkurinn í Eyjum.

Nú er allt í uppnámi í Vestmannaeyjum.

Frekjuhundaflokkurinn tapaði völdum.

Freki háværi bæjarstjórinn féll af stalli, eingöngu fyrir frekju og yfirgang, hann vildi ekki prófkjör, hann ætlaði bara að halda áfram.

En í frekjuhundaflokknum var fólk sem kunni ekki við svona yfirgang og bauð fram á öðrum forsendum og hvað gerðist, frekjuhundaflokkurinn tapaði völdum og lýðræðislegri og hófsamari öfl tóku við.

En nú er næsti kafli hafinn í frekjuhundaflokknum.

Nú á að taka þingmanninn sem vogaði sér að hafa aðra skoðun á málum en þeir af pólitísku lífi og kannski verður hann rekinn úr flokknum með skít og skömm.

Þá gæti farið svo að viðkomandi þingmaður, ef hann verður rekinn úr þingflokknum, yfirgefi núverandi stjórnarflokka og fari í andstöðu með þingmönnum tveimur úr VG sem ekki studdu þessa ríkisstjórn.

Þá fer meirihlutinn að verða nokkuð rýr, og stutt í vandræði.

Það er vissara að hafa í heiðri, hlýddu og vertu góður þegar þú ert í frekjuhundaflokknum.......annars !


Ráðherrann plataði Vinstri græna.

Í Frétta­blað­inu í vik­unni kom fram að sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins fari 80 pró­sent lækk­un­ar­innar til stærri útgerða, þ.e. þeirra sem greiða meira en 30 millj­ónir króna á ári í veiði­gjöld. Þessar stóru útgerðir eru á sjötta tug tals­ins. Blaðið reikn­aði það einnig út að um helm­ingur fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á veið­i­­­gjöldum hefði lent í vasa tíu stærstu útgerða lands­ins.

( Kjarninn )

Sjálfstæðisflokkurinn og K. Júl blekktu Vinstri græna.

Bláeygir trúðu fyrrum vinstri menn því eins og nýju neti að lækkun þessi ætti að lenda hjá þeim sem áttu bágt í greininni.

Auðvitað var það ekki þannig, ráðherra málaflokksins hugsar vel um sína enda tengdur inn í stórútgerðirnar í gegnum vinskap og hagsmuni.

Fyrrum stjórnarformaður Samherja er ekki Pétur eða Páll af götunni.

Spurning hvort hæfi ráðherrans sé í lagi ? Hann metur það sem svo greinilega.

Nú eru Sjálfstæðismenn arfafúlir út í VG að lippast niður og slá málinu á frest.

Úgerðarmennirnir voru búnir að fá loforð frá FLOKKNUM að búið væri að redda þeim nokkrum milljörðum til að greiða sér í arð.

Eftir situr sú staðreynd að illa stæðum útgerðum er ekki hjálpað því bróðurparturinn rennur til vina aðal í ráðuneytinu.

Subbuleg þessi pólitík stundum.

 


Flytjum Hörpu bænarinnar á betri stað.

2018 harpa bænarinnarHjónin Marta Sveinsdóttir og útgerðarmaðurinn Guðmundur Jörundsson gáfu bænum listaverkið 1974 þegar minnst var 1100 ára byggðar í landinu. Guðmundur var skyggn og hafði í dularmætti sínum komist í nálægð við „verndarvætt Eyjafjarðarbyggða“ og fyllst svo unaðslegri tilfinningu, þakklæti og hrifningu að æ síðan leitaði hann í listaverki að skyldleika við þessa „stóru og afarfögru veru“ sem birtist honum eitt sinn af brún Vaðlaheiðar og blessaði yfir fjörðinn. Í Hörpu bænarinnar fann Guðmundur loksins fyrir sömu hughrifum og þegar hann sá hina undurfögru veru forðum.

( visit Akureyri)

Eitt fallegasta og sérkennilegasta listaverk Akureyrar, Harpa bænarinnar er á Hamarkotstúni.

Fyrir margt löngu þegar henni ver komið fyrir þá sást verkið þokkalega frá Þórunnarstræti en alltaf fannst mér þessi staður ekki sæma jafn merku verki og Harpa bænarinnar er.

Verkið er löngu horfið í mikið skógarþykkni og sést hvergi að nema þeim sem ganga nákvæmlega þarna um.

Það er því einlæg áskorun mín að bæjaryfirvöld taki þessa staðsetningu til endurskoðunar eins og gert var með Siglinguna áður.

Það verk var flutt frá horni Kaupvangsstrætis að göngustígnum sem sjónum. Þar nýtur þetta verk sín miklu betur.

Harpa bænarinnar ætti að vera þar sem það er sem sýnilegast, þar sem það nýtur sín, þar sem flestir njóta þess.

Verk af þessari gerð á ekki að fela í skógarrjóðri utan alfaraleiðar.


Vinstri grænir í ruglinu - D og B sitja hjá og brosa.

Bæði formaður Læknafélags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga Íslands gagnrýna heilbrigðisráðherra vegna rammasamnings sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands . Formaður læknafélagsins segir að verið sé að skemma kerfið og ráðherra hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum. Framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga segir stofnunina hafa kært fyrirmæli ráðherrans um að viðhalda takmörkunum á rammasamningi nýrra lækna við SÍ.

Það líður varla sá dagur að Vinstri grænir séu ekki í fréttum vegna ýmiskonar atburða.

Allir muna veiðigjaldamál Lilju Rafneyjar og forsætisráðherra og rykið er að byrja að setjast kemst heilbrigðsráðherra í kastljós fjölmiðla.

Sögð vera að brjóta lög á Sjúkratryggingum samkvæmt forstjóra þeirra og eyðileggja kerfið að mati formanns Læknafélagsins.

Svandís er í vondum málum, fáir treysta henni og vandinn eykst.

Það er öllum að verða ljóst að VG er í vondum málum, ráðherrar og þingmenn þeirra njóta ekki trausts.

Á meðan sigla D og B í lygnum sjó því öll athygli fjölmiðla beinist að vandræðagangi Vistri grænna.

Það er ekki möguleiki á að þetta stjórnarsamstarf verði langlíft.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband