Færsluflokkur: Bloggar

Sjálfsblekking í fílabeinsturni.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra er ánægð með stjórn­ar­sam­starfið og seg­ir það ganga vel. Alltaf sé erfitt að vera í rík­is­stjórn seg­ir hún og vís­ar til fylg­istaps í kjöl­far síðasta stjórn­ar­sam­starfs flokks henn­ar.

Forsætisráðherra er ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið.

Það er gott að henni líður vel í fílabeinsturninum með freku köllunum.

En neðan við fílabeinsturninn kveður við allt annan tón.

VG liðar eru í hópum hreinlega brjálaðir út í formann og forustu.

Aðrir t.d. ég erum steinhissa á þeirri ótrúlegu breytingu sem orðin er á Katrinu Jakobsdóttur.

Nú ætlar hún að mæta á NATÓ-fund og drekka kampavín með forustu NATÓ.

Það er líklega svolítið flott að mæta þar.

En meðan Róm brennur þá spilar keisarinn á hörpu sína og er ánægður með ástand og samstarf.

Svona getur þetta farið þegar sjálfsblekkingin er sterk.


mbl.is Ánægð með stjórnarsamstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískur dómgreindarbrestur formanns VG.

Grasrót Vinstri grænna er afar óánægð með forystu flokksins fyrir að hafa staðið að framlagningu frumvarps um breytingu á veiðigjöldum sem áttu að færa stórútgerðinni skattaafslátt. Síðustu sjö mánuðir hafa verið ansi erfiðir fyrir flokkinn og skilja margir flokksmenn hvorki upp né niður í vegferð hans undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.

( visir.is )

Vinstri og miðjuflokkar hafa í flestum tilfellum farið illa út úr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.

Það gerist jafnvel þótt flokkurinn standi í lappirnar að einhverju leiti eða að hluta.

Nú eru Vinstri grænir að uppskera, og aðeins eftir sjö mánaða samstarf.

Reyndar hefur flokkurinn verið óvenju auðveldur í samstarfi og hægri flokkarnir tveir hafa haft þá í vasanum.

Umræður um lækkun veiðigjalda sýnir kjósendum flokkins hversu leiðitamur hann er í þessu samstarfi og í reynd voru þeir plataðir meðan Sjálfstæðismenn hlógu í kampinn.

Margir eru farnir að efast um pólitíska dómgreind formanns VG, ljóst að hún er eins og smjör í höndum gömlu freku karlana.

Ekki undarlegt þótt grasrótin sé farin að ókyrrast og varaformaðurinn sem settur var í þagnarbindindi eftir stjórnarmyndun í haust hefur tekið til máls á ný.

Ef ég þekki hann rétt líður honum bölvanlega með þessa stöðu.

Það sjá það allir að þetta stjórnarsamstarf stendur á brauðfótum, það er ekki langt í að grasrót VG taki völdin af forustunni.


Fátæku útgerðarmennirnir í gjörgæslu Vinstri grænna.

Undanfarna daga hefur náð VG í garð útgerðarinnar vakið athygli.

Katrín Jakobsdóttir sagði kjósendum í október að útgerðin gæti vel greitt meira í veiðigjöld.

Nýleg frétt um útgerðarmann í Granda sem seldi sinn hlut í fyrirtækinu á 22 milljarða.

Það eru gríðarlegir fjármunir sem kvótagreifarnir eru að fá frá Vinstri grænum beint í vasann. Stórútgerðirnar fá meira en helming.

Kristján Þór segir þetta allt of hátt verð sem verið sé að greiða í veiðigjöld, enda vita svo sem allir tengsl hans inn í stórútgerðaraðalinn.

Hann á auðvitað að segja þetta, hvað annað sem verndari sérhagsmunanna.

Framkoma og málflutningur VG er þeim til skammar enda hrynur af þeim fylgið.

En auðvitað kostar samvinnan við Sjálfstæðisflokkinn,seldar hugsjónir, þetta er gjald VG fyrir að fá að vera með stóru strákunum í sandkassanum.


Pólitísk endalok þingmanna VG ?

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna sem situr í atvinnuveganefnd, segir að hann vilji að útgerðir landsins greiði sem hæst gjald til ríkissjóðs fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar

Þingmenn og ráðherrar VG eru komnir í nauðvörn.

Frá upphafi hafa þeir verið ásakaðir um að ganga erinda íhaldsflokkanna en þeir neitað staðfastlega.

Flest hefur samt bent til þess að VG-liðar séu valdalitlir í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.

Veiðgjaldauppákoman staðfestir síðan sannarlega að svo er, VG gengur erinda Sjálfstæðisflokksins í því máli og löngu búnir að gleyma hvað þeir sögðu fyrir kosningar.

Kolbeinn og Lilja Rafney eru í forarpytti og reyna að verja þennan gjörning sem margir hafa orðið til að hrekja.

Aðeins tveir VG liðar standa í lappirnar, einmitt þeir sem ekki studdu undirlægjuháttinn við íhaldsflokkana.

Flest bendir til að pólítísk sól flestra þingmanna VG sé að hníga til viðar og ef flokkurinn ætlar að sleppa þokkalega frá næstu kosningum þurfa þeir að skipta út flestum núverandi þingmönnum.

Ljóst að Katrín, Svandís, Kolbeinn, Steingrímur og Lilja eru komin á endastöð, hvort það verða síðan fleiri á eftir að koma í ljós.

Kjósendur VG munu seint fyrirgefa það sem við nú sjáum til þingflokks VG.


Átti Eyþór nokkurn séns frá upphafi ?

Að loknum kosningum sagði Eyþór Arnalds, oddviti D-listans í borginni, að hann ætti fyrstur að fá að reyna sig við myndun meirihluta. Af honum mátti jafnvel skilja að hann biði þess eins að vera boðaður til Bessastaða til að fá formlegt umboð til myndunnar meirihluta.

( Miðjan )

Vangaveltur um meirihluta leiddum af Eyþóri Arnalds var ef til vill aldrei raunhæfur möguleiki.

Samfylkingin ætlaði ekki að vinna með Eyþóri.

Sósialistar ætla ekki að vinna með Eyþóri.

Vinstri grænir ætla ekki að vinna með Eyþóri.

Píratar ætla ekki að vinna með Eyþóri.

Þá er eftir Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn.

Ljóst að Miðflokkurinn beið eftir boði enda litlir möguleikar á að áðurnefndir flokkar kærðu sig nokkuð um að vinna með Vigdísi í ljósi sögunnar.

Þá er bara eftir sá möguleiki að Viðreisn mundi munstra sig á skútu Sjálfstæðisflokksins.

Í ljósi sögu Viðreisar og tilraun þeirra til samstarfs með Sjálfstæðisflokknum árið 2016 voru líkurnar hverfandi. Framhaldslíf Viðreinar byggir á því að þeim takist að fjarlægja sig móðurflokknum og verða frjálslynt afl hægra megin við miðju. Það hefði aldrei orðið trúverðug að taka þátt í að byggja undir þröngsýna og afturhaldssama stefnu Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.

Borgarfulltrúi Viðreisnar hefur þegar lýst því yfir að Miðflokkur og Viðreisn ættu enga samleið í t.d. skipulagmálum.

Þegar þetta allt er skoðað átti Eyþór aldrei raunhæfan möguleika á að mynda meirihluta, hafði í mesta lagi 8+1+1 borgarfulltrúa og tíu duga ekki.

Það sem er nú að gerast í meirihlutamyndun í höfuðborginni var ef til vill alltaf það sem blasti við þegar síðustu tölur birtust.


Vinstri grænir að tapa sér ?

Mikil spenna og reiði ríkir nú á Alþingi þar sem fundarstjórn forseta er rædd; óvænt breyting á dagskrá hvar meirihlutaálit atvinnuveganefndar skal afgreitt sem snýr að lækkun veiðigjalda. Stjórnarandstaðan sækir hart að ríkisstjórninni.

Vinstri grænir eru endanlega að ganga af göflunum að því er virðist.

Komnir í lið með útgerðarmönnum og Sjálfstæðisflokknum gegn þjóðinni sem á að fá sinn arð af þjóðarauðlindinni.

Hér opinberast greiðslan fyrir að fá að vera með stóru strákunum í sandkassanum.

Aum er afstaða fyrrum vinstri flokks Vinstri grænna.

Ef marka má niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga lifa VG ekki af næstu Alþingiskosningar.


Fótgönguliðar Sjálfstæðisflokksins hjá RUV ?

33898024_10213937709614077_2781941456825221120_nMiklar umræður hafa skapast í þjóðfélaginu eftir að stjórnandi viðræðuþátta mismunaði frambjóðendum svo um munaði.

Hann réðist með ómaklegum hætti að frambjóðanda Sósialistaflokksins svo eftir var tekið.  Dagur B Eggertsson fékk líka að finna fyrir beittum spurningum enda er það eðlilegt.

En það er ekki eðlilegt að oddviti Sjálfstæðisflokksins slapp algjörlega við alla erfiðleika og umræddur þáttarstjórnandi þóttist ekki hafa haft tíma til að spyrja hann.

Kannski hefði hann átt að sleppa því að níðast á nýjum frambjóðanda smáflokks og snúa sér af hörku að oddvita Sjálfstæðisflokksins.

Það gerði hann ekki og allir vita að hann hafði allan þann tíma sem hann vildi til að spyrja Eyþór.

Hann sleppti því vísvitandi.

Nú þarf RUV að svara fyrir þennan starfsmann.

Kári Stefánsson hefur skorað á Ruv að reka hann.

Þannig gerist þetta ekki á þessum markaði.

En RÚV þarf að tryggja það að meintir fótgönguliðar Sjálfstæðisflokksins séu settir í önnur og veigaminni verkefni.


Vinstri grænir á rauðu ljósi.

Úrslit kosninga um helgina hljóta að hreyfa við forustusveit Vinstri grænna.

Flokkurinn tapar illa á mörgum stöðum, tapar bæjarfulltrúum sínum í Kópavogi og Hafnarfirði og engu munaði að eins færi í Reykjavík.

Flokkurinn tapaði víða án þess þó að missa menn.

Eini ljósi punktur flokksins var í Skagafirði og þar nutu þeir góðs af miklu afhroði Framsóknar á Skagfirska efnahagssvæðinu sem er sérstakt.

Það er sótt að VG frá vinstri og Sósilalistaflokkurinn er í dauðfæri að reita af þeim fylgi.

Þar með fá harðir vinstri sinnar valkost eftir að VG gekk bótalaust inn í Valhöll.

Ríkisstjórnarsamstarfið á eftir að fara illa með VG, jafnvel gætu farið neðar og verr út úr þessu en Samfylkingin sem datt næstum af þingi 2016.

Ef forustan heldur áfram að kyssa á vönd hægri flokkanna gæti VG hreinlega horfið af þingi í næstu kosningum.

Síðasta könnun MMR sýndi VG í 12% og ríkisstjórnina neðan 50%.

VG stefnir lóðbeint í úrýmingarhættu af þingi.

 


Ömurleg umgengni Húsasmiðjunnar.

IMG_9925Akureyri á dásamlegt friðland í Krossanesborgum nyrst í bæjarlandinu.

Á landamerkjum Akureyrar og Hörgársveitar rennur Lónslækurinn eða Lónsáin, kölluð þessum nöfnum báðum.

Hinu megin við Lónsána, í landi Hörgársveitar er rekið virðulegt byggingavörufyrirtæki, þekkt á landsvísu.

Það er ekki gaman að ganga um og skoða fugla og náttúru þegar komið er nærri umráðasvæði þessa fyrirtækis.

Rusl og drasl um allt og lækurinn fullur af ýmiskonar úrgangi.

Vona að Hörgársveit fari í það að þrýsta á viðkomandi fyrirtæki svo ekki þurfi að grípa til annarra úrræða.

Við sem viljum njóta náttúru og dýralífs í fólkvanginum Krossanesborgum viljum ekki þurfa að horfa upp á slíka hörmung mikið lengur.

Ég skora á fyrirtækið að líta í eigin barm og bregðast við ósómanum.

Þeir hljóta að hafa meiri metnað en þetta.

IMG_9926IMG_9928

 

IMG_9919


Meirihlutinn heldur á Akureyri og hvað svo ?

7.6. loksins sumardagur 2015-2094Þá liggur niðurstaðan fyrir, dálítið önnur en þær tvær kannanir sýndu okkur nokkuð löngu fyrir kosningar.

Kosningar utan höfuðborgarsvæðisins eru lítið í fjölmiðlum, svolítið reknar í kyrrþey, áhuginn afar takmarkaður.

Framan af stefndi í að Sjálfstæðisflokkurinn næði fjórum mönnum og yrði sigurvegari hér í bæ.

Það breytist á lokasprettinum, það fjaraði greinilega undan stemmningunni á þeim bænum.

Sjálfstæðisflokkurinn náði naumlega að hanga á sínum þriðja manni, þriðji maður þeirra fyrstur út og þá fyrir þriðja mann L-lista. Vonbrigðin þar hljóta að vera mikil. Sjálfstæðisflokkurinn er sannarlega tapari kosninga á Akureyri 2018.

L-listinn hélt sínum með nýjum mannskap, góð staða fyrir þá, enda fengu þeir greinilega liðstyrk frá Viðreisn í baráttunni. Tap Sjálfstæðisflokksins má ef til vill rekja að hluta til þangað ásamt því að líklega hefur nokkuð farið á Miðflokkinn þaðan.

Samfylkingin heldur nú í fyrsta sinn í tæplega tuttugu ára sögu sinni hér í bæ stöðugleika á milli kosninga. Fylgið sveiflaðist mikið aldrei var á vísan að róa að halda góðu fylgi milli kosninga. Flokkurinn má vel við una heldur sínum tveimur mönnum þrátt fyrir fjögur ár í meirihluta. Flott og fagleg kosningabarátta og góð málefnastaða skilaði sér.

Framsóknarflokkurinn er sigurverari þessara kosninga, heldur sínu og vel það þrátt fyrir Miðflokkinn. Sannarlega glæsilegur árangur það.

Til hamingju Framsóknarmennn.

Miðflokkurinn datt inn með einn mann, en fengu örugglega minna fylgi en þeir vonuðust til. Þeir fengu lausa manninn eftir andlát BF.

Vinstri græn voru ekki að skora hér frekar en víðast hvar á landinu. Líklega er stjórnarþátttaka þeirra með íhaldsflokkunum að koma fram núna.

Meirihlutinn hélt. Því eigum við ekki að venjast hér í bæ.

Að mínu mati hljóta meirihlutaflokkar síðasta kjörtímabils að tala saman um framhald þess samstarfs sem hefur verið farsælt og árangursríkt.

Það kemur í ljós næstu daga.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband