Asnalegt !

Verslunarmiðstöðin Kringlan í Reykjavík verður stækkuð og þúsund nýjar íbúðir byggðar á reitnum, samkvæmt nýju rammaskipulagi borgarinnar. Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að augljós þörf fyrir umferðarbætur sé virt að vettugi.

Eyþór Arnalds hefur sótt námskeið hjá herra sínum og lærimeistara í Hádegismóum.

Að vera á móti öllu, sama hvað er.

Eyþór hefur lært ágætlega og hefur náð að vera á móti öllum málum í borgarstjórn fram að þessu.

Gæti með þessu lagi náð langt innan flokksins.

Það má kalla þetta ýmsum nöfnum, ófaglegt, óábyrgt, hallærislegt, óskynsamlegt.

En mér finnst þetta einfaldlega ASNALEGT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fjarlægðin gerir fjöllin blá.  Fyrir þá sem nær búa eru þau bara grá.

Kolbrún Hilmars, 30.6.2018 kl. 23:00

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Síðuhafi virðist ekki skilja, að til þess að fleiri kúnnar í Kringluna og íbúar þúsund íbúða komist á staðinn, þarf samgöngur. Samgöngur sem eru ekki einu sinni nefndar á nafn í þessu grábölvaða og háðungalega glæruruglsþvaðri burgermeistersins í Reykjavík. 

 Aðhyllist maður einhverjum  stjórnmálaflokki þarf það ekki ævinlega að merkja að maður sé sammála öllu euglinu frá forystumönnum hans. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.7.2018 kl. 02:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu á að setja Miklubraut í stokk frá Snorrabraut upp fyrir gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar, þannig að Miklabrautin liggi undir Kringlumýrarbrautina og gatnamótin því mislæg.

Miklabraut í stokk - Myndband

19.2.2018:

"Að færa Miklubraut á milli Snorrabrautar og Kringlunnar í stokk tæki um þrjú ár," segir Árni Freyr Stefánsson verkfræðingur.

"Grafinn yrði skurður, um 32 metra breiður og 10 metra djúpur og í þessum skurði steyptur stokkur.

Þetta yrði 2 + 2 vegur, keyrt niður í og upp úr stokknum við Snorrabraut og til móts við Kringluna.

Og a
ðreinar og fráreinar yrðu við Kringlumýrarbraut," segir Árni Freyr."

Þorsteinn Briem, 1.7.2018 kl. 09:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðvegir í Reykjavík eru til að mynda Hringbraut, Miklabraut og Kringlumýrarbraut.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru því hluti af þjóðvegakerfinu.

Þjóðvegir á höfuðborgarsvæðinu, október 2009 - Kort á bls. 4

"8. gr. Þjóðvegir.

Þjóðvegir eru þeir vegir sem ætlaðir eru almenningi til frjálsrar umferðar, haldið er við af fé ríkisins og upp eru taldir í vegaskrá. ..."

Vegalög. nr. 80/2007

Þorsteinn Briem, 1.7.2018 kl. 09:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á mbl.is í gær, 30.6.2018:

"Mikla­braut í stokk er ekki nefnd sér­stak­lega í sátt­mála meiri­hluta­flokk­anna í borg­inni en Dag­ur [B. Eggertsson borgarstjóri] seg­ir að í sátt­mál­an­um sé talað um að lokið verði sam­komu­lagi við ríkið um lyk­ilaðgerðir til að létta á um­ferðinni og stokk­ur­inn sé sú aðgerð sem hef­ur komið sterk­ast út í því skyni."

"Milli sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­ins er sam­komu­lag um sam­göngu­fram­kvæmd­ir og borg­ar­línu, sem bæði ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar og við hjá borg­inni höf­um talað um að mik­il­vægt sé að unnið sé að.

Það hef­ur komið út úr frum­at­hug­un að setja Miklu­braut í stokk sé gríðarlega mik­il­væg fram­kvæmd fyr­ir bæði um­ferðina og um­hverfið, hljóðvist og allt mann­líf á svæðinu," seg­ir Dag­ur og bæt­ir við að hann hafi talað skýrt um mik­il­vægi fram­kvæmd­ar­inn­ar.

"Það er hægt að ráðast í þetta mjög hratt ef sam­eig­in­leg­ur vilji er fyr­ir hendi og ekki mun standa á borg­inni í þeim efn­um," seg­ir Dag­ur."

Þorsteinn Briem, 1.7.2018 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818071

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband