Færsluflokkur: Bloggar
12.10.2018 | 11:08
Hvernig sveitarfélag er Seltjarnarnes ?
ruv.is
Sjálfstæðismennirnir á Seltjarnarnesi er sérkennilegur þjóðflokkur.
Þar eru ekki mörg úrræði fyrir þá sem standa höllum fæti í samfélaginu.
Seltjarnarnes býður upp á örfá úrræði í húsnæðismálum.
Nú vilja þeir ekki sinna verkefnum sínum í málefnum fatlaðra.
Ekki undarlegt að menn spyrji sig um hugarfar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Kannski kæra þeir sig ekkert um að þurfa að sinna okkar minnstu bræðrum.
Seltjarnarnes er í þeirra huga kannski bara fyrir fína, ríka fólkið ?
Sorglegt að sjá þetta og heyra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2018 | 13:59
Vill umhverfisráðherra sitja áfram ?
Umhverfisráðherra núverandi ríkisstjórnar er hugsjónamaður, valinn í starfið utan þings.
Umhverfisráðherra Frakklands var af sama toga, hugsjónamaður sem valinn var sem slíkur. Hann hætti vegna óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfisráðherra.
Okkar umhverfisráðherra er hugsjónamaður sem áður starfaði hjá Landvernd.
Landvernd hefur nú mótmælt fiskeldifrumvarpinu sem er auðvitað sniðganga á kostnað náttúrunnar.
Ef núverandi umhverfisráðherra er sá hugsjónamaður sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera verður hann hættur fyrir vikulokin.
Nú reynir á hugsjónir og prinspip.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2018 | 11:50
Framsókn og VG í skelfilegri stöðu.
Framsókn féll líka töluvert í fylgi í aðdraganda síðustu kosninga, eftir að Sigmundur Davíð og aðrir lykilmenn í flokknum um árabil yfirgáfu hann og stofnuðu Miðflokkinn. Þá mældist flokkurinn með með minnst 7,2 prósent fylgi 13. október 2017. Framsóknarflokkurinn náði þó vopnum sínum að einhverju leyti í kosningunum og fékk 10,7 prósent, sem var samt sem áður versta niðurstaða hans í sögunni í Alþingiskosningum.
Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru VG og Framsókn í mjög vondum málum.
VG með 10,3% og Framsókn með 6,6%. Samtals eru þetta rétt um 17% samtals. Í kosningum fengu þessir flokkar samtals um 27% fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn heldur kjörfylgi frá síðast sem er næst minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í alþingiskosningum.
Ríkisstjórinn er kolfallinn með 27 þingmenn í stað 35 sem þeir fengu síðast.
VG og Framsókn eru í gríðarlega slæmum málum, Framsókn komin hættulega nærri því að falla af þingi og VG hefur tapað þriðjungi fylgs frá því fyrir ári og hafa ekki verið svona neðarlega árum saman.
Ljóst er að ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokknum er að skaða þessa flokka mikið enda hafa þeir verið í hlutverki meðreiðarsveita stóra bróður.
VG hefur gefið frá sér flest sín stærstu mál og Framsóknarflokkurinn hefur engin áhrif í þessar ríkisstjórn. Þeir láta sér vel líka að halda nokkrum mjúkum stólum, skítt með stefnumál sem eru í sjálfu sér engin.
Það væri með ólíkindum ef grasrót þessara meðreiðarsveina íhaldsins samþykkir að halda þessu áfram.
Flokkarnir eru við það að hverfa af þingi, þó er aðeins lengra í það hjá fyrrum vinstri flokki Vistri grænna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2018 | 23:26
Þjóðvegur 1 um Akureyri og öryggismálin.
Í tilefni umræðu um slys á gangbraut við Skarðshlíð vil ég rifja upp eftirfarandi.
Þjóðvegur 1 sker Akureyri í tvo hluta og frá Undirhlíð er brautin fjörföld og umferðarhraði mikill. Undirritaður var formaður skipulagsnefndar á árunum frá 2006 - 2010 og í nefndinni sem óbreyttur frá 2002.
Fljótlega eftir að kjörtímabilið hófst og reyndar fyrr hafði nefndin velt fyrir sér öryggismálum á og við þjóðveg 1 í gegnum bæinn. Fljótlega var ákveðið að byrja á að sækja að Vegagerðinni með gerð undirganga við Skútahæðina en þar var fjölfarin leið skólabarna á leið úr Holtahverfi í Glerárskóla. Tókst samvinna við Vegagerðina um gerð undirganga á þeim stað og þeirri framkvæmd lauk með farsælum hætti og gangbraut sem þarna var hvarf.
Árið 2010 var deiliskipulag, Glerá frá stíflu til sjávar samþykkt í bæjarstjórn.
Jafnframt því að gera tillögur um bakka Glerár og nánasta umhverfið var tekinn með hluti Hörgárbrautar - Þjóðvegar 1 með í deiliskipulagið enda er Glerárbrú inni á deiliskipulagsvæðinu. Miklar pælingar voru nefndinni um öryggsmál á svæðinu og var gangbrautin við Skarðshlíð okkur mikill þyrnir í augum. Gangbrautin þarna var eins og á Skútahæð mikil umferðaræð skólabarna í Glerárskóla og þarna eiga margir erindi um frá þéttbýlum svæðum umhverfis Hörgárbrautina. Niðurstaðan varð að í texta deiliskipulagins var sett eftirfarandi klausa.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur undir Hörgárbraut,norðan árinnar. Undirgöng tengjast inn á gangstíga meðfram ánni auk þess sem göngutengingar verða upp á gangstéttar við Hörgárbraut. Með þessu skapast góð tenging milli útivistarsvæðanna beggja vegna götunnar. Gangbraut er yfir Hörgárbraut vestan Glerár, á móts við Skarðshlíð, en ekki eru gönguljós við gangbrautina.
Hörgárbraut er fjórar akreinar á þessum stað auk þess sem umferð frá vestri kemur niður brekku og sést gangbraut seint þegar ekið er til suðurs. Gert er ráð fyrir að gangbraut á þessum stað verði aflögð þegar undirgöng koma í gagnið og mun umferðaröryggi aukast til muna með þessari aðgerð.
Svo mörg voru þau orð nefndar og bæjarstjórnar árið 2010. Burtu með gangbraut á þessum stað, ástæðan slysahætta og vond staðsetning.
Nú átta árum og mörgum slysum síðar er þessi gangbraut enn í notkun þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu skipulagsnefndar og bæjarstjórar. Það er slæmt og það sem verra er, ekki stendur til að gera meira þarna en búa til reddingar á fjórfaldri brautinni, áfram skal skólabörnum og öðrum beint yfir Þjóðveg 1 á yfirborði. Að mínu mati á að vinna samkvæmt þeim niðurstöðum sem samþykktar voru árið 2010.
Akureyrarbær á að fara í viðræður við Vegagerðina eins og þegar undirgöngin við Skútahæð voru gerð. Enginn hefur áhyggjur á þeim slóðum í dag.
Að mínu mati er þessi framkvæmd varðandi gangbrautina norðan Glerárbrúar enn ein reddingin og þegar í stað á að fara að vinna í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá því 2010 með öryggi bæjarbúa í öndvegi.
Á þessum stað á alls ekki að vera með gangbraut, niðurstaða skipulagsnefndar frá 2010 var afdráttarlaus og skoðun mín á því hefur alls ekkert breyst.
Ef til vill má segja það áfellisdóm yfir bæjaryfirvöldum og Vegagerð að ekkert hafi verið gert í þessum málum í átta ár þrátt fyrir afdráttarlausa samþykkt bæjarstjórnar þá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2018 | 11:00
Menntamálaráðherra og svikin loforð.
Margir höfðu trú að Lilja menntamálaráðherra og Framsóknarmaður ætlaði að afnema vsk á bækur.
Að sjálfsögðu skiptar skoðanir um hvort það breytti einhverju fyrir bókaútgáfu en kæmi samt sem áður bókakaupendum til góða.
En nú hefur Lilja menntamálaráðherra svikið þetta hátíðlega loforð sitt með miklum bravör.
Ef einhver treysti þessum blíðlega ráðherra áður þá er ljóst að það verður ekki áfram.
Mér er til efs að einhver hafi gefið hátíðlegra loforð áður og við stjórnarmyndun en menntamálaráðherrann.
Ein nú vita menn betur, efndir loforða eru ekki á dagskrá hjá Lilju menntamálaráðherra.
Kannski ekki stærsta málið hjá þessari ríkisstjórn en örugglega mest borðliggjandi svikin.
Þá vita kjósendur hversu vel er hægt að treysta Lilju varaformanni Framsóknarflokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2018 | 17:03
Engin framtíðarsýn hjá stjórnarflokkunum.
Bjarni Ben var að kynna fjárlagafrumvarpið.
Ekkert nýtt og margt veldur vonbrigðum.
Núverandi ríkisstjórn hefur enga framtíðarsýn og aðgerðir hennar í efnahagsmálum eru gamla aðferðin, plástur á svöðusárin og engin framtíðarlækning.
Margt bendir til að Ísland sé að fara í enn eina dýfuna vegna gjaldmiðils og stefnuleysis í efnahagsmálum.
Þessum daufblindu stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd hugkvæmist ekki einu sinni að velta fyrir sér framtíð lands og þjóðar.
Skammtímalausnir, íhaldssemi og gangslausar aðgerðir fyrir land og þjóð til framtíðar.
Áfram ónýtur gjaldmiðill og einangrunarstefna.
Sorglegt að ekki komist til valda á Íslandi stjórnmálamenn með framtíðarsýn og sjá skynsemi í því að móta stefnu til framtíðar.
Mottóið, þetta reddast einhvernvegin er leiðarljós íhaldsflokkanna þriggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2018 | 09:47
Enn ein svikin í stjórnarráðinu.
Formaður VG Katrín Jakobsdóttir og varaformaður Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir lögðu nánast heiður sinn að veði þegar lofað var að afnema vsk af bókum.
En enn einu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið völdin og formaður VG og varaformaður Framsóknar kyssa vöndinn.
Líklegt er að kjósendum þessara flokka finnist lítið leggjast fyrir loforðarullur þessara tveggja ráðherra.
Þeir eru í spennitreyju Bjarna Ben og virðist líka það ágætlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2018 | 14:20
Katrín pakkar inn svikum VG í glanspappír.
Aumkunarverðar tilraunir forsætisráðherra til að réttlæta svik VG við kjósendur sínar vekja athygli.
Það styttist í að fylgi þeirra hafi fallið um helming og vinsældir ríkisstjórnarinnar falla hratt.
Svik flokksins við aldraða og öryrkja er í hámæli og í flestu hefur VG gleypt stefnu íhaldsflokkanna með bros á vör.
Hugsun VG og svik útfyrir rammann eiga eftir að koma óþyrmilega niður á flokkunum á næstunni.
Og sorgarganga VG og formanns heldur áfram.
Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2018 | 09:30
Kjarasamningar og misskipting.
Framundan eru kjarasamningar, kjarasamningar þar sem stjórnmálamennirnir í Stjórnarráðinu segja að ekkert sé til skiptanna og framundan sé samdráttarskeið.
Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir okkur sem hafa verið lengi í þessum bransa, reyndar man ekki eftir að umræðan hafi verið önnur í aðdraganda samningagerðar.
Þessir sömu stjórnmálamenn fengu miklar hækkanir, hátt í 50 % nýlega og því er rödd þeirra nokkuð hjáróma þegar þessi plata er sett á fóninn.
Auðvitað er íslenskt efnahagslíf veikt í grunninn og gjaldmiðillinn ónýtur. Almenningur greiðir gjöldin af óstöðugum gjaldmiðli með háum vöxtum og lágum launum.
Til samanburðar við nágrannalöndin borgar almenningur gríðarlega háa vexti, háan húsnæðiskostnað og leiga á Íslandi er rugl. Hér búum við lág launakjör og geum aldrei á vísan róið með stöðugleika.
Innviðirnir okkar eru að grotna niður, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæsla og margt fleira líður fyrir allt of lág fjárframlög frá ríkinu.
Það er slæm staða í einu af ríkustu löndum heims samkvæmt meðaltalssúlum stjórnvalda, þá er spurt, hvað verður að öllu þessi ríkidæmi ef vandinn er að við eigum ekki fyrir rekstri þjóðarbúsins, innviðir fúna og fólkið í landinu býr við allt önnur og verri kjör en íbúar í nágrannalöndum ?
Svarið liggur í misskiptingu. Fáeinir ná að raka til sín stærstum hluta kökunnar og fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Almenningur fær síðan molana sem detta af borðum auð og stjórnmálamanna.
Við slíkar aðstæður verður flókið að ná kjarasamningum. Það ríkir ekkert traust til elítunnar sem rakar til sín fé landsmanna.
Það væri mikið og gott innlegg í traustið að stjórnmálamenn og embættismenn sem fengu 40% hækkun fyrr á árinu og skiluðu því sem umfram er samkvæmt þeim mælistikum sem atvinnulífið og stjórnmálin telja að sé til skiptanna.
Það er ljóst að verkalýðshreyfingin treystir ekki núverandi stjórnvöldum. Ekki undarlegt eftir það sem á undan er gengið. Fjármálaráðherra er hreinlega orðinn vandmál með sinni orðræðu þar sem hann talar niður möguleika á kjarabótum eftir að hafa fengið fulla vasa fjár eftir úrskurði Kjararáðs.
Verst er að ráðherrarnir skilja ekki vandamálið og eru staddir í sjálfhverfri umræðu sem fáir skilja nema kannski þeir sjálfir.
Kjarasamningar um áramótin verða að snúast um að jafna kjör í þessu landi. Stjórnvöld verða að koma inn og draga til baka skattalækkanir og veiðigjaldalækkanir á auðmenn.
Stjórnmálamenn verða að skila ofurlaunahækkunum sem hafa rýrt allt traust í þeirra garð. Ekki undarlegt, varla hægt að hugsa sér skýrara dæmi um markvissa misskiptingu.
Það er óþolandi að þetta eitt af ríkustu löndum heims sé að berjast um með stór innviðavandamál meðan skattar á auðmenn eru lækkaðir og almenningur býr við ónýtan gjaldmiðil og okur sjálftökumanna á húsnæðismarkaði.
Það er krafa fólkins í landinu að stjórnmálamenn stigi inn í framtíðina og hugi að nýjum gjaldmiðli, meira réttlæti og útrými misskiptingu.
Ef ekkert gerist í þessa veru er hætt við að mikil læti verði í kjaramálunum með haustinu.
Ekki sjálfgefið að ríkisstjórn lifi af slík læti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2018 | 13:08
Íhaldssveitarfélögin standa sig illa.
Umræða um fólk með heilabilun er áhugaverð.
Fram að þessu hefur athygli fjölmiðla einkum beinst að Reykjavík og haldið fram að þar séu borgaryfirvöld að standa sig illa í ýmsum félaglegum málum.
Nú er beinist athyglin með réttu að íhaldsbæjarfélögunum þremur, Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.
Þar eru bæjaryfirvöld langt á eftir og ekki að standa sig.
Kemur kannski ekki á óvart, málaflokkar sem þessi eru ekki í forgangi hjá Sjálfstæðisflokknum hvort sem er í sveitastjórnum eða landsmálum.
Vonandi fara fjölmiðlar að standa sig og fjalla um allar hliðar þessara mála.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar