Færsluflokkur: Bloggar
8.11.2018 | 15:29
Fjarar undan Bjarna Ben.
Það eru margir orðnir þreyttir á fjármálaráðherra.
Hann talar niður til verkalýðshreyfingarinnar, hann er hrokafullur og svarar seint og illa erindum.
Umfjöllun Stundarinnar sýnir svart á hvítu að fjármálalegur ferill hans er í besta falli vafasamur.
Nú truflar hann Unga Sjálfstæðismenn sem eru nokkur tíðindi.
Það er ekki vaninn að bera pirring á torg út úr Valhöll.
En núna hefur ungum verið misboðið.
Það fjarar hratt undan trausti á formanni Sjálfstæðisflokksins, ekki bara almennt í þjóðfélaginu heldur innan flokks líka.
Það kannski styttist í stjórnmálaferli BB ?
Vonbrigði með ummæli Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2018 | 17:19
Ríkisstjórnin er að missa tökin. Sennilega voru engin.
Það eru alvarlegar blikur á lofti.
Ríkisstjórnin er að springa á limminu og hætt við að lífi hennar sá að ljúka.
Fleiri og fleiri láta í lós þá skoðun að ríkisstjórnin sé að missa tökin og afleikir þetta eru að verða margir og stórir.
Það dylst engum að engin sátt er í augsýn á vinnumarkaði og ef Vinstri grænir ætla að halda áfram að bakka upp Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben lýkur þessu fljótlega.
Grasrótin mun ekki taka því þegjandi.
Nú kalla flestir vaxtahækkun Seðlabankans afleik sem virkar eins og olía á eldinn.
Það er ljóst að þessí ríkisstjórn og ríkisstjórnarmeirihlutinn á þingi hefur enga burði til að koma inn í kjaramálin.
Þaðan munu engar lausnir koma.
Til þess er hún of veik og gengur ekki í takt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2018 | 14:16
Kjaraviðræður settar í uppnám - fyrirfram.
Bjarni Benediktsson hefur gert sitt besta til að setja komandi kjaraviðræður í hnút. Yfirlýsingar hans hafa verði óskynsamlegar og til þess fallnar að setja viðræður í öngstræti.
Stjórnmálamenn hafa ekki hugleitt að draga til baka eitthvað af þeim ofurkjarabótum til baka sem þeim voru skammtaðar.
Nú bætist Seðlabankinn í hóp þeirra sem vilja spilla fyrir kjaraviðræðum.
Vaxtahækkun á þessum tímapunkti er fráleitur gjörningur og viðbúið að áframhald verði á þessu hjá bankanum.
Það leggjast margir á árar með SA að tryggja það setja allt í hnút á vinnumarkaði.
Veit að ríkisstjórn íhaldsflokkanna mundi ekki lifa af slík átök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2018 | 20:56
Vinstri grænir taka enn eitt samtalið.
Vinstri grænum er sérlega lagið við að drepa málum á dreif og þvæla mál í hengla.
Nú vill Svandís heilbrigðis taka enn eitt samtalið.
Nú skal það rætt í tætlur hvað er biðlisti.
Ekki að ræða vandamálið og leita lausna vegna langra biðlista á Vogi.
Nú skal leggjast yfir það hvað er biðlisti.
VG-liðar eru engum líkir, þvæla málum fram og til baka með orðhengishætti og þvaðri.
Frægt nærtækt dæmi er orðræða forsætisráðherra nýverið sem enginn skildi.
Ekki undarlegt að flestir sjá hversu vandræðalega verklaus þessi ríkisstjórn er.
Enda bara að taka umræðu um málin, ekki þoka þeim áfram, hvað þá leysa þau.
Sorglegt að horfa upp á þetta dugleysi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2018 | 19:09
VG liðar gengir í björg hégóma og yfirlætis.
Þigmenn VG eru endanlega gengnir í lið valdhafanna.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa tekið yfir hug þingmanna flokksins.
Kolbeinn Proppe hefur greinilega gleymt uppruna sínum í stjórnmálum.
Hann og flokkurinn tala af yfirlæti til verkalýðshreyfingarinnar.
Þeir, flokkurinn eiga að ráða, okkur kemur ekki við hvað þið hafið að segja.
Við erum guðs útvaldir.
Það er ótrúlegt hvað þingmenn VG eru farnir að líkjast þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Það tók ekki nema ár að vera í meðferð í Valhöll, fróðlegt að sjá hvernig þeir verða eftir tvö ár.
Það er að segja ef grasrót flokksins leyfir flokknum að halda áfram á þessar braut.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2018 | 22:13
Strúturinn í sandkassanum.
Bjarni Benediktsson Panamaprins er enn á sama stað og þegar hann gaf Hönnu Birnu heilbrigðisvottorð um árið.
Allir muna hvernig það fór, hún hvarf úr embætti með skömm.
Nú gefur formaður Sjálfstæðisflokknum dæmdum síbrotamanni heilbrigðisvottorð þrátt fyrir embættisafglöp og hæstaréttardóma.
Heilbrigðisvottorð meints fjárglæframanns eru kannski ekki mikils virði.
Það gleymist ekki að ásamt stórlöxum í Engeyjarættinni hefur stundað vafasöm viðskipti og síðast hefur frændi hans og forveri hans í starfi bæst á þann lista.
Landsmenn halda áfram að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um fjármálatrixin hans Bjarna, nú hafa dómstólar dæmt lögbann á þá umfjöllun ólögmæta.
Hvar í Evrópu gæti ráðherra heldið embætti eftir þennan feril ?
Veit það ekki, sennilega hvergi.
Allt í boði Vinstri grænna og Katrínar Jakobsdóttur.
Til hamingju Vinstri grænir.
Segir stöðu Sigríðar óbreytta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2018 | 13:32
Tvær ríkisstjórnir í landinu. Kannski þrjár ?
Það eru tvær ríkisstjórnir á Íslandi, í það minnsta.
Önnur þeirra ætlar að hækka skatta á hátekjufólk. Þar eru Framsókn og Ásmundur Einar með stefnu.
Svo er það hin ríkisstjórnin, ríkisstjórn Bjarna og Sjálfstæðisflokksins.Þar er ekki á döfinni að hækka skatta á ríka liðið, kemur ekki á óvart.
Svo er það þriðji flokkurinn, flokkur fyrrum sósialista, Vinstri grænir.
Spurning hvora stefnuna þeir aðhyllast, sennilega tekur formaðurinn þekkta stefnu í því máli eins og flestum málum, að segja ekki neitt og vera "tuska" hjá Sjálfstæðisflokknum eins og það var snyrtilega orðað á vefsíðu fyrir nokkrum dögum.
Það er kannski ekki undarlegt að fleiri og fleiri botna hvorki upp né niður í því á hvaða vegferð þessi ríkisstjórn er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2018 | 15:36
Rándýr embættisafglöp dómsmálaráðherra.
Dómamálaráðherra gerði sig seka um embættisafglöp við skipan dómara í Landsrétt.
Hún var dæmd og gerir síðan lítið úr dómnum.
Sennilega ein versta sending í stól dómsmálaráðherra frá upphafi.
Dýr verður dómsmálaráðherra allur þegar allir dómar hafa fallið.
Það er sárt að sjá eftir dýrmætu skattfé í að greiða fyrir embættisafglöp lítt hæfra ráðherra.
Ríkið þarf að greiða 5,1 milljón í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2018 | 18:20
Ríkisstjórn við dauðans dyr og aðeins af tuskum.
Annað hvort er Ásmundur Einar Daðason að skella fram innistæðum frösum til að fá jákvæð viðbrögð.
Eða hann er að meina það sem hann segir og þá er þessi ríkisstjórn dauð.
Sjálfstæðisflokkurinn, sjálfskipaður verndari ríka fólksins getur aldrei samþykkt hækkaða skatta á hátekjufólk.
Þar með er ríkisstjórin sprungin, en satt að segja hef ég meiri trú á innistæðuleysi yfirlýsinga ÁED.
Ekki hefur hreyst múkk í VG liðum enda eru þeir handbendi og undir stjórn Bjarna Ben.
Um það skrifaði Steinunn Ólína magnaða grein í tilefni kvennafrídags.
Forsætisráðherra fær það óþvegið á þessum merka degi.
Nú reynir á viðbrögð forsætisráðherra vegna yfirlýsinga samráðherra.
En satt að segja geri ég ekki ráð fyrir að þögnin ein ríki í forsætisráðuneytinu.
Eins og vanalega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2018 | 20:12
Ömurleg varnarbarátta fjármálaráðherra.
Kröfur forystu verkalýðshreyfingarinnar um að lægstu laun veðri skattfrjáls eru stórkarlalegar, óraunhæfar og óútfærðar að mati Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þær hefðu í för með sér stóraukna skattheimtu á millitekjufólk.
Bjarni Benediktsson er kosinn af hinum ríku og þeim sem eiga eignir.
Þaðan þiggur hann þá leiðsögn að lækka beri skatta á hátekjur og stóreignir.
Ríka fólkið eru hans skjólstæðingar og allt hans tal miðar að því að ekki verði við því hróflað.
Skattalækkanir Bjarna nýtast fyrst og fremst hátekjufólki.
Körfur látekjufólks eru óraunhæfar og óútfærðar. Man ekki til þess að launahækkun hans og annarra hátekjumanna þyrfti að rökstyðja sérstaklega.
Var kátur með að fá 45% hækkun fyrir sig og sína. Ömurlegur málflutningur og hrokinn lekur af kappanum.
BB er eins og naut í flagi, talar niður til verkalýðsfélaganna og lágtekjufólks, hundsar aldraða og öryrkja og svíkur gefin fyrirheit.
Langt síðan landið hefur haft jafn ósvífinn fjármálaráðherra.
En ný styttist í að formanni Sjálfstæðisflokksins birtist alvara lífsins. Málflutningur hans þjappar saman verkalýðshreyfingunni og launamönnum í landinu.
Hroki og stórbokkatal hefur aldrei hjálpað stjórnmálamönnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar