Enn ein svikin í stjórnarráðinu.

Áformum um afnám virðisaukaskattsins var fagnað með lófaklappi á flokksráðsfundi Vinstri grænna þann 29. nóvember þegar flokksmenn samþykktu stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Formaður VG Katrín Jakobsdóttir og varaformaður Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir lögðu nánast heiður sinn að veði þegar lofað var að afnema vsk af bókum.

En enn einu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið völdin og formaður VG og varaformaður Framsóknar kyssa vöndinn.

Líklegt er að kjósendum þessara flokka finnist lítið leggjast fyrir loforðarullur þessara tveggja ráðherra.

Þeir eru í spennitreyju Bjarna Ben og virðist líka það ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Arnarson

Ýmislegt er við þessa færslu þína að athuga kæri Akureyringur. Oddeyringur. Jafnaðarmaður og formaður Póstmannafélags Íslands.

Lilja Alfreðsdóttir hefur sjálf stigið fram og sagt leiðina sem farin verði, þ.e. að lækka verð á bókum, sé betri en virðisaukaskattslækkun. En ég skil vel að þú viljir ekki bregðast þeim sem koma hingað fyrir sitt daglega fix í hatri sínu á Sjálfstæðisflokknum. Gangi þér vel með það Jón Ingi.

Annað sem er eftirtektarvert !? Ætti jafnaðarmaður eins og þú ekki að spá í einhverju djúpstæðara en verði á bókum !? Eins og t.d. hvernig afnám krónu á móti krónu skerðing lífeyrisbóta stendur, eða hvort komið sé á móts við barnafjölskyldur í fátæktargildru ? Þau málefni eru kannski lítið rædd meðal íslenskra nútíma-jafnaðarmanna, sem eru mest hugfangnir af bókum og allskonar menntasnobbi.

Valur Arnarson, 11.9.2018 kl. 13:11

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það hefur komið glöggt fram að það á að styrkja útgefendur til að gefa út íslenskar bækur. Það kemur í staðinn fyrir skattalækkunina. Hitt er svo reyndar annað mál að ef markmiðið er að efla lestur hefur margoft komið fram, m.a. hjá útgefendum sjálfum, að verðlag sé í sjálfu sér ekki stóra málið, heldur allt aðrir hlutir.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.9.2018 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband