Færsluflokkur: Bloggar

Ónýtur heilbrigðisráðherra - vond ríkisstjórn.

Alzheimersamtökin óskuðu fyrr á þessu ári eftir rekstrarleyfi fyrir 30 dagdvalarrými til viðbótar fyrir fólk með heilabilun. Heilbrigðisráðuneytið synjaði beiðninni þar sem hún rúmaðist ekki innan fjárlaga og þar sem nýr rammasamningur um þjónustuna milli sjúkratrygginga Íslands og fyrirtækja í velferðarþjónustu væri í bígerð. Formaður Alzheimersamtakanna segir að synjun frá ráðuneytinu sé mikil vonbrigði. Þörfin fyrir fleiri dagdvalarrými sé gríðarlega brýn.

Það er nokkuð sama hvert litið er á Íslandi, allstaðar er niðurskurður, skortur á fjárframlögum og gagnslaus ríkisstjórn.  Stofnar hverja nefndina á fætur annarri og síðan ekki söguna meir.

Löggæslan sker niður og glímur við fjárskort.

Heilbrigðiskerfið molnar niður og fjárframlög duga ekki fyrir nauðsynlegri þjónustu sbr þessa frétt sem vitnað er í hér fyrir ofan.

Vegirnir molna niður og nýframkvæmdir afar takmarkaðar.

Mikla fjármuni vantar í rekstur á vegum sveitarfélaga sem ríkið fjármagnar, sbr skort á rekstarfé til öldrunarheimila.

Framhaldsskólanir svelta.

Og margt margt fleira sem of langt mál er að telja upp.

Og hvað gerir ríkisstjórnin ?

Lækkar skatta um milljarða.

Lækkar veiðigjöld.

Stofnar nýjar nefndir.

Stofnar nefndir til að rýna niðurstöður fyrri nefnda.

Fjármálaráðherra talar til þjóðarinnar af hroka og yfirlæti.

Heilsbrigðisráðherrann er ráðalaus.

Forsætisráðherrann er eins og bergmál af fjármálaráðherra.

Einn ríkisstjórnarflokkurinn er horfinn.

Ríkisstjórnin er dauf og framkvæmir lítið.

Þessi ríkisstjórn er þjóðhættuleg og merkilegt hvað landsmenn eru daufir og láta lítið í sér heyra.

 


Vinstri grænir hafa tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í öllum málum.

Lilja Raf­ney Magn­ús­dótt­ir, for­maður atvinnu­vega­nefndar og þing­maður Vinstri grænna, segir eðli­legt að veiða hval hér við land og telur orð­spor Íslands ekki hafa skað­ast af slíkum veið­um. Þessi við­horf stang­ast á við sam­þykkt Vinstri grænna á flokks­þingi árið 2015 þar flokk­ur­inn lagð­ist gegn hval­veið­um.

Á fáeinum mánuðum hafa Vinstri grænir tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í flestum málum og þeira eigin flokksþingssamþykktir látnar víkja.

Nú hafa þeir síðast tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins að láta flokksgæðinginn Hrein Loftsson hafa einkarétt á að stunda einkasportið sitt, að veiða stórhveli.

Það er stórfurðulegt að sjá VG taka upp hanskann fyrir hvalveiðar við Ísland. Auðvitað eru þeir bara að þóknast Sjálfstæðisflokknum sem vill að þeirra útvalinn flokksgæðingur sé til friðs og rólegur.

Ég var svolítið hissa að sjá forsætisráðherra mæta á fund Nató, það var næstum óhugnlegt að átta sig á hvert flokkurinn var kominn.

Við eigum von á ýmsu öðru frá VG næstu mánuði, nú er komið að því að gleypa stóru mál Sjálfstæðisflokksins og miðað við reynslu síðustu mánaða verður það ekki vandamál.

 


Furðulegt ástand í borgarstjórn Reykjavíkur.

Vig­dís Hauks­dóttir, borgar­full­trúi Mið­flokksins, segir það „á­fellis­dóm fyrir stjórn­sýslu Reykja­víkur“ að borgar­ritari skuli skrifa kjörnum full­trúum hótunar­bréf. Hún og aðrir full­trúar minni­hlutans segjast í bókun í borgar­ráði ekki ætla að láta em­bættis­menn þagga niður í sér.

Það er stórfurðulegt ástand í borgarstjórn Reykjavíkur.

Fulltrúar minnihlutans keppa innbyrðis í hver getur komið með flottustu spælinguna.

Vigdís Hauksdóttir er sér kafli, kominn í stríð við embættismenn borgarinnar, ætti svo sem ekki að koma á óvart með þennan undarlega og óábyrga stjórnmálamann.

Fulltrúar fá á sig bókanir fyrir að "ulla" á aðra borgarfulltrúa

Fulltrúar minnihlutans hlaupa af nefndafundum og mæta til fjölmiðlamanna sem bíða fyrir utan.

Satt að segja horfir almenningur á þennan bjánaskap með mikilli undrun.

Vonandi að þessum kjánaskap í Reykjavík linni og borgarfulltrúar átti sig á til hvers þeir eru kosnir og hvað sæmir því embætti sem þeir voru kosnir til.

Vonandi þurfa Reykvíkingar ekki að horfa upp á svona kjánaskap næstu fjögur árin.


Velferðarráðherra neitar að greiða skuldir ríkisins.

Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir miklum vonbrigðum með svör velferðarráðuneytisins við kröfum Akureyrarbæjar, vegna reksturs öldrunarheimila bæjarins. Bókað var á fundi bæjarráðs í gær að svör ráðuneytisins séu í hróplegu ósamræmi við kröfur ráðuneytisins og embættis landlæknis, um þjónustu sem veita beri íbúum hjúkrunarheimila.

Velferðarráðherra Svandís Svavarsdóttir neitar að greiða skuldir ríkisins við skattgreiðendur á Akureyri.

Bæjarsjóður hefur neyðst til að greiða það sem vantar upp á til reksturs hjúkrunarheimila.

Skattgreiðendur á Akureyri þurfa því að sitja uppi með milljarðs skuld sem ekki fæst greidd. Skuld sem verður til vegna þess að það þarf að uppfylla þjónustuviðmið ráðuneytisins.

Sannarlega kemur það niður á bæjarbúum þegar bærinn þarf að fjármagna skuldir ríkisins.

Það er þrennt í stöðunni.

  • Láta þetta yfir sig ganga og halda áfram að greiða skuldir annarra.
  • Skila þessum málaflokki til velferðarráðuneytisins sem neitar að borga.
  • Láta á það reyna að innheimta þessa skuld eftir lögboðnum leiðum.

Líklega væri auðvelda leiðin að skila þessum málaflokki.

En það mundi bitna á bæjarbúum sem á þessari þjónustu að sitja uppi með stjórnun ráðuneytis sem ræður ekki við að halda þessari starfsemi gangandi.

Skilaboð mín til ráðherrans.

Stattu við skuldbindingar ríkisins og láttu af þessari óheiðarlegu og óábyrgu hegðan.


Og þá brast á harðæri og kreppa.

Það hefur verið áhugaverð umræða í landinu að undanförnu.

Það styttist í að kjarasamningar renni sitt skeið á enda hjá stórum hluta verkalýðshreyfingar. Mjög margir samningar eru lausir um áramót og þá þarf að bretta upp ermar og semja.

Fram að þessu hefur ríkt gríðarlegt góðæri samkvæmt umræðu stjórnmálamannanna.

Útgerðir hafa grætt á tá og fingri, glæný glæsiskip birtast í röðum og arðgreiðslur fyrirtækjanna til eigenda sinna hafa verið stjarnfræðilegar.

Bankar og fjármálafyrirtæki græða á tá og fingri og hagnaður þeirra skiptir milljörðum, jafnvel tugum milljarða.

Ástandið í þjóðfélaginu var með þvílíkum ágætum að stjórnmálamenn skömmtuðu sér tugi prósenta í launahækkanir, forstjórar og bæjarstjórar rökuðu til sín launahækkunum, allt að 50%.

En svo var komið fram á mitt ár 2018.

Skyndilega dró ský fyrir sólu,ekkert eftir til skiptanna, útgerðin þurfti miklar veiðigjaldalækkanir og harmagrátur vinnuveitanda hófst.

Nú var nefnilega komið að hinum almenna launamanni í landinu. Nú var komið að því að semja á vinnumarkaði við hinn óbreytta pöpul sem hafði borið heldur skarðan hlut frá borði miðað við þann dans sem leikinn var í efri lögum þjóðfélagins þar sem sjálftökuliðið skammtaði sér launahækkanir að vild og milljarðar voru greiddir í arð út úr félögum og fyrirtækjum.

Og eins og oft áður brast á með harðæri, kreppu og hættu á hruni á vinnumarkaði vegna gríðarlega hárra krafna verkalýðsfélaga fyrir hönd sinna félagsmanna.

Nú var komið að því að semja í vinnumarkaði.

Engar kröfugerðir hafa litið dagsins ljós enn sem komið er en vinnuveitendum og stjórnmámamönnum í meirihlutaflokkunum þykir vissara að láta lýðinn vita að nú sé allt búið.

Uppétið af þeim sem skammta sér sjálfir.

Kjaraviðræður sem eru framundan verða áreiðanlega þungar og erfiðar.

Allt búið eins og fjármálaráðherrann tilkynnir og forsætisráðherrann bergmálar.

Framundan er þungur vetur og barátta framundan.

Ekkert eftir til skiptanna, en við vitum betur.


Glerárgötunni verður að breyta.

Verstu gatnamótin á Akureyri liggja bæði yfir helstu umferðargötu bæjarins, Glerárgötu. Það eru annars vegar gatnamót Glerárgötu/Hörgárbrautar og Tryggvabrautar/Borgarbrautar og hins vegar Strandgötu og Glerárgötu. Undanfarin fimm ár hafa 20 hættulegustu gatnamót landsins öll verið á höfuðborgarsvæðinu en Samgöngustofa mælir það með tilliti til slysa með meiðslum. Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Fyrir tæpum áratug var samin skýrsla m.a. um nauðsyn þess að taka Glerárgötuna í gegn með sýn á umferðaröryggi.

Oddeyri austan Glerárgötu uppbyggingu og undirbúning að deiliskipulagsgerð.

Þar var lögð áhersla á að taka götuna niður í tvær akreinar með tilliti til umferðaröryggis og uppbyggingu miðbæjar.

Það mundi gjörbreyta aðstæðum á gatnamótum Glerárgötu og Strandgötu.

Gatnamót Tryggvabrautar og Glerárgötu eru vandræðagatnamót og þar þyrfti að vera forgangsmál að færa Tryggvabrautina niður, í dag er hún breiðstræti með óljósum umferðastýringum.

Þegar er verið að vinna í lagfæringum á Glerárgötu við Gránufélagsgötu og víðar.

Þegar ég var formaður skipulagsnefndar á árunum fyrir 2010 var gott samkomulag um þessar breytingar við Strandgötu en síðar ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að vera á móti þeim hugmyndum. Líklega til að finna sér ásteytingsstein og gagnrýni, enda voru þeir í meirhluta þegar skýrslan frá 2010 var unnin en voru þá komnir í minnihluta.

Nú hefur sá málflutningur okkar af brýn nauðsyn væri á að breyta Glerárgötunni er staðfestur.

Komin á lista með hættulegustu götum landsins.

Vonandi verður þetta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn láti af þvergirðingshætti sínum og taki afstöðu með hagsmuni bæjarbúa og öryggsmála að leiðarljósi.

 


Harmagráturinn hafinn - gamlar lummur dregnar fram.

Árið er 2014. Kaupmáttur er enn umtalsvert minni en fyrir fjármálahrunið, raungengið er undir sögulegu meðaltali, verðbólga hefur mælst um og yfir fjögur prósent, stýrivextir Seðlabankans eru sex prósent og þrátt fyrir hægfara efnahagsbata, með ágætis hagvexti og minnkandi atvinnuleysi, þá er uppi óvissa um framhaldið vegna uppgjörs gömlu bankanna og afnáms hafta.

Harmagráturinn er hafinn.

Framundan eru lausir kjarasamningar og næsta samningalota verður stór og tugir þúsunda launamanna eiga mikið undir að þar takist vel til

Eins og sjá má á grein sem ég festi hér við er grátkórinn í viðbragsstöðu og allt klárt í að sýna almennu verkafólki framá að kröfur þeirra séu þjóðhættulegar og setji land og þjóð á hliðina.

Gömul lumma sem allir þekkja.

Nú er svo komið að öll hálaunaelítan og stjórnmálamennirnir hafa skafið til sín milljaðra hækkanir og því ekkert eftir handa verkamanninum með 300.000 á mánuði.

Hækkanir elítunnar hafa legið á bilinu 30 - 45 % og þar eru ráðherrar fremstir í flokki.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra skilja hvorki upp né niður í því að horft sé til þeirra staðreynda sem blasir við öllum.

Jarðsamband þeirra er fullkomlega rofið.

Þær gömlu lummur sem dregnar eru fram í meðfyljandi grein gera ráð fyrir því að launahækkanir láglaunafólks séu hættulegar.

Væntanlega er sá sem ritar þann pistil ekki með 300 þúsund á mánuði heldur tilheyri þeim hópum sem þegar hafa náð sínu.

Kenningar hans um byltingu innan verkalýðshreyfingarinnar eru í besta falli bjánalegar, launafólk kýs sér þá forustu sem það vill en ekki eftir vilja vinnuveitenda og manna sem eru andstæðingar vinnandi fólks.

Að mati þessa greinarhöfundar á velsæld og framtíð þessa lands að byggja á því að fámenn yfirstétt velti sér upp úr peningum en hinir eiga að þiggja með þökkum þá mola sem hrjóta af borði hinna ríku.

Svona pistill eins og hér fylgir með ( linkað efst )er ekkert annað en ákall á stéttaskiptingu og óréttlæti.

Ömurlegt.


Akureyrarflugvöllur í gíslingu stjórnarflokkanna.

Litlar líkur eru á að nýr aðflugsbúnaður á Akureyrarflugvelli verði settur upp áður en millilandaflug hefst í vetur. Enn vantar meiri pening til að hefja framkvæmdir, sem er áætlað að taki um fjóra mánuði.

Ríkisstjórn íhaldsflokkanna þriggja hefur tekið um það afdráttalausa pólitíska ákvörðun að veita engu fé til Akureyrarflugvallar.

Engir peningar í flughlaðið, engir peningar í aðflugsbúnaðinn sem nauðsynlegur er talinn til að hingað sé hægt að stunda öruggt vetrarflug.

Áform ferðamálafyrirtækja á svæðinu eru í uppnámi og það skrifast þráðbeint á ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks og ekki síst VG.

Samgönguráðherra var búinn að lofa fé en það er auðvitað svikið.

Þingmenn stjórnarflokkanna í NA kjördæmi þegja þunnu hljóði, sumir þeirra hafa þó haft hátt við önnur tækifæri og aðra flugvelli.

Akureyrarflugvöllur er ekki á dagskrá.

Isavía hefur ákveðið að setja alla peninga í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, ekkert eftir fyrir Akureyri og Akureyrarflugvöll.

Það er stefna sem skrifast beint á stjórnarflokkana og þingmenn þeirra.

Svik við Norðurland, Akureyri og uppbyggingu á svæðinu.

Svei þeim.


Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill heimilslausa á tjaldsvæðin.

Meðal tillagna minnihlutans er að lækka tafarlaust gjöld á langtímaleigu hjólhýsa í Laugardalnum.

Þá vitum við það.

Minnihlutinn í Reykjavík vildi boða til fundar því þörf var á tafalausum aðgerðum í málefnum heimilislausra.

Satt og rétt, mikil þörf er á aðgerðum til að bæta það ástand.

Tilaga Eyþórs, Vigdísar og félaga var að lækka leigu á hjólhýsasvæðum í Laugardalnum.

Ekki annað hægt að skilja að tillögur þeirra byggi á að koma sem flestum á tjaldsvæðin í Laugardal.

Ekki undarlegt að þurft hafi að boða til neyðarfundar til að koma þessari frábæru hugmynd í loftið.

Takk Eyþór og Vigdís, þetta er snilld.


Ríkisstjórnin á leiðinni í stríð á vinnumarkaði.

jarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýnir verkalýðshreyfinguna harðlega í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir margar af kröfugerðum verkalýðsforingja ekki eiga heima í kjaraviðræðum. „Menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Fæstar af þessum yfirlýsingum snúa að því sem á að ræða við samningaborðið,“ er haft eftir Bjarna. „Kjaraviðræður á almenna markaðnum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld.“

Bjarni Benediktsson lætur glamra í vopnum, hann er á leiðinni í stríð við verkalýðshreyfinguna.

Hann og félagar hans í elítunni eru búnir með allt svigrúm til launahækkanna, ekkert eftir handa þeim óbreyttu á gólfinu.

Persónlega fékk hann 45% hækkun og boðar að nú sé ekkert eftir handa verkafólki með 300.000 á mánuði.

Hækkuninn hans persónulega var hærri en þau heildarlaun.

Það er ljóst að þessi ríkisstjórn á sér ekki langra lífdaga auðið ef ríkisstjórnin þar með taldir VG liðar eru sama sinnis.

Bjarni getur ekki unnið stríð við verkalýðshreyfinguna með hroka og stærilæti.

Líklega væri skynsamlegt að slíta þessari ríkisstjórn og mynda nýja sem hefur aðrar og betri áherslun en hinn hrokafulli fjármálaráðherra.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband