Kjarasamningar og misskipting.

2018 aurarFramundan eru kjarasamningar, kjarasamningar þar sem stjórnmálamennirnir í Stjórnarráðinu segja að ekkert sé til skiptanna og framundan sé samdráttarskeið.

Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir okkur sem hafa verið lengi í þessum bransa, reyndar man ekki eftir að umræðan hafi verið önnur í aðdraganda samningagerðar.

Þessir sömu stjórnmálamenn fengu miklar hækkanir, hátt í 50 % nýlega og því er rödd þeirra nokkuð hjáróma þegar þessi plata er sett á fóninn.

Auðvitað er íslenskt efnahagslíf veikt í grunninn og gjaldmiðillinn ónýtur. Almenningur greiðir gjöldin af óstöðugum gjaldmiðli með háum vöxtum og lágum launum.

Til samanburðar við nágrannalöndin borgar almenningur gríðarlega háa vexti, háan húsnæðiskostnað og leiga á Íslandi er rugl. Hér búum við lág launakjör og geum aldrei á vísan róið með stöðugleika.

Innviðirnir okkar eru að grotna niður, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæsla og margt fleira líður fyrir allt of lág fjárframlög frá ríkinu.

Það er slæm staða í einu af ríkustu löndum heims samkvæmt meðaltalssúlum stjórnvalda, þá er spurt, hvað verður að öllu þessi ríkidæmi ef vandinn er að við eigum ekki fyrir rekstri þjóðarbúsins, innviðir fúna og fólkið í landinu býr við allt önnur og verri kjör en íbúar í nágrannalöndum ?

Svarið liggur í misskiptingu. Fáeinir ná að raka til sín stærstum hluta kökunnar og fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Almenningur fær síðan molana sem detta af borðum auð og stjórnmálamanna.

Við slíkar aðstæður verður flókið að ná kjarasamningum. Það ríkir ekkert traust til elítunnar sem rakar til sín fé landsmanna.

Það væri mikið og gott innlegg í traustið að stjórnmálamenn og embættismenn sem fengu 40% hækkun fyrr á árinu og skiluðu því sem umfram er samkvæmt þeim mælistikum sem atvinnulífið og stjórnmálin telja að sé til skiptanna.

Það er ljóst að verkalýðshreyfingin treystir ekki núverandi stjórnvöldum. Ekki undarlegt eftir það sem á undan er gengið. Fjármálaráðherra er hreinlega orðinn vandmál með sinni orðræðu þar sem hann talar niður möguleika á kjarabótum eftir að hafa fengið fulla vasa fjár eftir úrskurði Kjararáðs.

Verst er að ráðherrarnir skilja ekki vandamálið og eru staddir í sjálfhverfri umræðu sem fáir skilja nema kannski þeir sjálfir.

Kjarasamningar um áramótin verða að snúast um að jafna kjör í þessu landi. Stjórnvöld verða að koma inn og draga til baka skattalækkanir og veiðigjaldalækkanir á auðmenn.

Stjórnmálamenn verða að skila ofurlaunahækkunum sem hafa rýrt allt traust í þeirra garð. Ekki undarlegt, varla hægt að hugsa sér skýrara dæmi um markvissa misskiptingu.

Það er óþolandi að þetta eitt af ríkustu löndum heims sé að berjast um með stór innviðavandamál meðan skattar á auðmenn eru lækkaðir og almenningur býr við ónýtan gjaldmiðil og okur sjálftökumanna á húsnæðismarkaði.

Það er krafa fólkins í landinu að stjórnmálamenn stigi inn í framtíðina og hugi að nýjum gjaldmiðli, meira réttlæti og útrými misskiptingu.

Ef ekkert gerist í þessa veru er hætt við að mikil læti verði í kjaramálunum með haustinu.  

Ekki sjálfgefið að ríkisstjórn lifi af slík læti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818069

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband