Dómgreindarbrestur landbúnaðarráðherra.

Við gerð búvörusamninga er meðal annars samið um starfsskilyrði kúabænda og ríkisstyrki vegna nautgriparæktar. Haraldur er bóndi á Vestri-Reyni og rekur þar kúabú ásamt eiginkonu sinni. Hann var formaður Bændasamtaka Íslands um árabil, en fram kemur í hagsmunaskrá hans á vef Alþingis að hann stundi búrekstur, sitji í stjórn Búhölds ehf. sem sér um leigu á landbúnaðarvélum og tækjum, stjórn Jóns Hreggviðssonar ehf. þar sem hann eigi helmingshlut og í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, tilnefndur af Bændasamtökunum.

(stundin)

Landbúnaðarráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn gera sig seka um alvarlegan dómgreindarbrest.

Að setja mann sem hefur einkahagsmuna að gæta sem formann í endurskoðun landbúnaðarsamninga lýsir annað hvort alvarlegu dómgreindarleysi eða fullkominni ósvífni landbúnaðarráðherra.

Allt í umboði og með gleði VG eins og vanalega.

Umboðsmaður Alþingis ætti að fá þetta mál til skoðunar, hér er á ferðinni skandall sem hvergi á að sjást.

Það er ekki möguleiki á að störf þessa formanns verði nokkru sinni talin hlutlaus enda er hann að reka atvinnustarfssemi sem á allt undir því hvernig þessir samningar líta út.

Hrein ósvinna og leitt að sjá hvað illa gengur að koma ráðherrum inn í nútíma hugsun í stjórnsýslu.

 


Umhirðuleysi Akureyrarbæjar.

2018 bloggkornAkureyrarbær á gamalt hús við Strandgötu. Það hús komst í fréttir í vikunni í tengslum við lögregluaðgerðir.

Strandgata 17 var byggð 1885 að stofni til en hefur verið breytt mikið síðan. Byggt vestan við það og settir á það kvistir.

Lengi var húsið í einkaeign og í æsku minni var íbúð í austurhlutanum og fallegur blómagarður framan við.

Í vesturhelmingi var Tómstundabúðin um hríð og síðan umboð tveggja happdrætta.

Akureyrarbær eignaðist húsið og síðan þá hefur leið þess legið lóðbeint niður á við.

Húsið er á mjög viðkvæmum stað í bæjarmyndinni við Strandgötu þar sem eigendur húsa hafa margir verið að endurbyggja og taka húsum tak. Öll húsin vestan Glerárgötu hafa fengið yfirhalningu og mörg austan götunnar.

En þessi eign Akureyrarbæjar drabbast niður og bærinn lætur sem honum komi þetta ekki við.

Auðvitað er skylda bæjarins að eignir bæjarins séu í góðu lagi og þar sem hér er um að ræða friðað hús er skylda bæjarins að gera það upp, hvort sem það yrði nú í upphaflegri mynd eða í því formi sem komið var á húsið 1930.

Myndin hér að ofan er tekin á árunum eftir 1930.

Ég skora á bæjaryfirvöld að girða sig í brók á láta taka þetta hús í gegn og það verði til sóma í götumynd Strandgötu.

Svona ástand getur ekki gengið.

Ég vona að bæjarfulltrúar vakni til meðvitundar um skyldur sínar gagnvart eignum bæjarins og þeirri bæjarmynd sem við viljum hafa á þessu svæði.

Mörg hús á Oddeyri þurfa á viðgerðum að halda.

Hér er tækifæri fyrir bæjarfulltrúa að taka af skarið og láta taka til hendi í þessu tilfelli.

Fasteignir bæjarins eiga ekki að grotna niður og vera til skammar.

Ræs bæjarstjórn, allir ellefu.


Senditík Sjálfstæðisflokksins í embættismannakerfinu.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu vék frá þeim almennu reglum sem gilda um framkvæmd lögbannsgerðar þegar ákveðið var að tilkynna ekki Stundinni og Reykjavik Media með hæfilegum fyrirvara um lögbannskröfu Glitnis HoldCo á fréttaflutning af fjármálum þáverandi forsætisráðherra og fjölskyldu hans.

Þjónkun við stjórnmálamenn og flokka eru sumum dýrmætari en starfsheiður og skynsemi.

Það er alltaf sigur augnabliksins, en tap til lengri tíma.

Sýslumaðurinn í Reykjavík sýndi það svart á hvítu þegar hann setti lögbann á umfjöllun fjölmiðils.

Allir vita af hverju hann gerði þetta og hverjum hann var að þjóna.

Héraðsdómur hefur nú tekið af allan vafa, sýslumaðurinn var að fiska í gruggugu vatni fyrirgreiðslu og spillingar.

Þessi gjörningur mun fylgja sýslumanni alla tíð. Embættismaðurinn sem taldi þjónkun við flokkinn dýrmætari en orðspor og heiðarleiki.

Sumir velja bara svona.


Vinstri græna niðurlægingin.

Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseti Alþingis, mun starfa sem aðstoðarmaður forsætisráðherra frá og með 1. apríl næstkomandi og gegna hlutverki verkefnisstjóra við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn setur yfirfrakka á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Niðurlæging VG er endanlega staðfest.

Íhhaldsamur fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins ráðin til að drepa umræðu um stjórnarskrárbreytingar.

Það er síðan til að fullkomna skömmina að hún er titluð sem aðstoðarmaður Vinstri grænna.

Afturhaldið gengur í takt og hver man eftir Framsóknarflokknum sem er horfinn.

Vg er endanlega horfin í björg Valhallar eins og Ólafur liljurós forðum þegar hann gekk í álfarann.

Ætli kjósendur flokksins séu ekki að ærast úr gleði ?

 


Tilraun til ritskoðunar og kúgunar hrundið.

Miðlun­um var dæmd­ur máls­kostnaður í mál­inu, 1,2 millj­ón­ir á hvorn miðil. Jó­hann­es seg­ir að ekki sé enn ljóst hver fjár­hags­leg­ur baggi miðlanna verði vegna máls­ins, en að lög­fræðiþjón­usta sé ekki ódýr og geti reynst þung fyr­ir litla miðla eins og Reykja­vík Media og Stund­ina.

Fjármálaveldin reyna að kúga fátæka fjölmiðla í valdi fjármagns.

Bankakerfið reynir að verja sína, í þessu tilfelli stjórnmálamann með fullan poka af misjöfnum fjármálagjörningum.

Það mistókst og réttlætið sigraði.

Nú er að sjá hvort reynt verður að halda áfram, kæmi kannski ekki svo á óvart í bananalýðveldinu Íslandi.


mbl.is Segir niðurstöðuna fullnaðarsigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG þorir ekki að rugga bátnum.

2018 rugga bátJón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kom fyrstur í pontu og gagnrýndi ráðherra harðlega fyrir að upplýsa þingheim ekki um það að verulegar efasemdir væru á meðal embættismanna stjórnarráðsins um þá leið sem Sigríður fór við skipun dómaranna. Sagði Jón Steindór það forkastanleg vinnubrögð af hálfu ráðherrans. Þá sagði hann jafnframt málatilbúnað hennar varðandi ábyrgð sína og svo Alþingis við skipunina með nokkrum ólíkindum.

Stóra vandamál ríkisstjórnarflokkanna er dómsmálaráðherrann og forkastanleg vinnubrögð hennar.

Ein ríkisstjórn hefur þegar fallið vegna hennar að hluta.

Kannski er önnur í vanda, en heldur vegna dugleysis samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins.

VG þorir ekki að rugga bátnum, fínir ráðherrastólar svo ekki sé talað um grobbstól Steingríms.

Framsókn þegir þunnu hljóði enda vanir að vera i hækjuhlutverki hjá Íhaldinu.

Sjálfstæðisflokkurinn ver sinn mann fram í rauðan dauðann enda vefst siðferði í stjórnmálum lítt fyrir Valhallagreifum.

Þetta er erfitt mál fyrir ríkisstjórnina, sérstaklega VG sem neyðist til að þegja til að halda í stólana.

Svo eiga þeir það við samvisku sína hvort þetta er siðlegt gagnvart kjósendum sem oft hafa sett siðferði í stjórnmálum í öndvegi.

Það er öldugangur og sker framundan þó þingflokkur VG sjái það ekki.


« Fyrri síða

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818080

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband