Dómgreindarbrestur landbúnaðarráðherra.

Við gerð búvörusamninga er meðal annars samið um starfsskilyrði kúabænda og ríkisstyrki vegna nautgriparæktar. Haraldur er bóndi á Vestri-Reyni og rekur þar kúabú ásamt eiginkonu sinni. Hann var formaður Bændasamtaka Íslands um árabil, en fram kemur í hagsmunaskrá hans á vef Alþingis að hann stundi búrekstur, sitji í stjórn Búhölds ehf. sem sér um leigu á landbúnaðarvélum og tækjum, stjórn Jóns Hreggviðssonar ehf. þar sem hann eigi helmingshlut og í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, tilnefndur af Bændasamtökunum.

(stundin)

Landbúnaðarráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn gera sig seka um alvarlegan dómgreindarbrest.

Að setja mann sem hefur einkahagsmuna að gæta sem formann í endurskoðun landbúnaðarsamninga lýsir annað hvort alvarlegu dómgreindarleysi eða fullkominni ósvífni landbúnaðarráðherra.

Allt í umboði og með gleði VG eins og vanalega.

Umboðsmaður Alþingis ætti að fá þetta mál til skoðunar, hér er á ferðinni skandall sem hvergi á að sjást.

Það er ekki möguleiki á að störf þessa formanns verði nokkru sinni talin hlutlaus enda er hann að reka atvinnustarfssemi sem á allt undir því hvernig þessir samningar líta út.

Hrein ósvinna og leitt að sjá hvað illa gengur að koma ráðherrum inn í nútíma hugsun í stjórnsýslu.

 


Umhirðuleysi Akureyrarbæjar.

2018 bloggkornAkureyrarbær á gamalt hús við Strandgötu. Það hús komst í fréttir í vikunni í tengslum við lögregluaðgerðir.

Strandgata 17 var byggð 1885 að stofni til en hefur verið breytt mikið síðan. Byggt vestan við það og settir á það kvistir.

Lengi var húsið í einkaeign og í æsku minni var íbúð í austurhlutanum og fallegur blómagarður framan við.

Í vesturhelmingi var Tómstundabúðin um hríð og síðan umboð tveggja happdrætta.

Akureyrarbær eignaðist húsið og síðan þá hefur leið þess legið lóðbeint niður á við.

Húsið er á mjög viðkvæmum stað í bæjarmyndinni við Strandgötu þar sem eigendur húsa hafa margir verið að endurbyggja og taka húsum tak. Öll húsin vestan Glerárgötu hafa fengið yfirhalningu og mörg austan götunnar.

En þessi eign Akureyrarbæjar drabbast niður og bærinn lætur sem honum komi þetta ekki við.

Auðvitað er skylda bæjarins að eignir bæjarins séu í góðu lagi og þar sem hér er um að ræða friðað hús er skylda bæjarins að gera það upp, hvort sem það yrði nú í upphaflegri mynd eða í því formi sem komið var á húsið 1930.

Myndin hér að ofan er tekin á árunum eftir 1930.

Ég skora á bæjaryfirvöld að girða sig í brók á láta taka þetta hús í gegn og það verði til sóma í götumynd Strandgötu.

Svona ástand getur ekki gengið.

Ég vona að bæjarfulltrúar vakni til meðvitundar um skyldur sínar gagnvart eignum bæjarins og þeirri bæjarmynd sem við viljum hafa á þessu svæði.

Mörg hús á Oddeyri þurfa á viðgerðum að halda.

Hér er tækifæri fyrir bæjarfulltrúa að taka af skarið og láta taka til hendi í þessu tilfelli.

Fasteignir bæjarins eiga ekki að grotna niður og vera til skammar.

Ræs bæjarstjórn, allir ellefu.


Bloggfærslur 10. febrúar 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband