Dómgreindarbrestur landbúnaðarráðherra.

Við gerð búvörusamninga er meðal annars samið um starfsskilyrði kúabænda og ríkisstyrki vegna nautgriparæktar. Haraldur er bóndi á Vestri-Reyni og rekur þar kúabú ásamt eiginkonu sinni. Hann var formaður Bændasamtaka Íslands um árabil, en fram kemur í hagsmunaskrá hans á vef Alþingis að hann stundi búrekstur, sitji í stjórn Búhölds ehf. sem sér um leigu á landbúnaðarvélum og tækjum, stjórn Jóns Hreggviðssonar ehf. þar sem hann eigi helmingshlut og í stjórn Landbúnaðarsafns Íslands, tilnefndur af Bændasamtökunum.

(stundin)

Landbúnaðarráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn gera sig seka um alvarlegan dómgreindarbrest.

Að setja mann sem hefur einkahagsmuna að gæta sem formann í endurskoðun landbúnaðarsamninga lýsir annað hvort alvarlegu dómgreindarleysi eða fullkominni ósvífni landbúnaðarráðherra.

Allt í umboði og með gleði VG eins og vanalega.

Umboðsmaður Alþingis ætti að fá þetta mál til skoðunar, hér er á ferðinni skandall sem hvergi á að sjást.

Það er ekki möguleiki á að störf þessa formanns verði nokkru sinni talin hlutlaus enda er hann að reka atvinnustarfssemi sem á allt undir því hvernig þessir samningar líta út.

Hrein ósvinna og leitt að sjá hvað illa gengur að koma ráðherrum inn í nútíma hugsun í stjórnsýslu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 818070

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband