Oddviti Viðreisnar í Reykjavík ?

„Góður stuðningur í hefðbundnum prófkjörum hefur litla þýðingu, þegar leikreglum er breytt og uppstillingarvaldið sett í fárra hendur. Mér eru það vissulega vonbrigði að eiga ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.“

Eyþór Arnalds og Guðlaugur Þór leika lykilhlutverk hreinsana í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.

Enginn efast um að Eyþór sparkaði Áslaugu Friðriksdóttur af listanum með bolabrögðum.

Áslaug var án vafa frjálslyndasti og víðsýnasti borgarfulltrúi flokksins á þessu kjörtímabili.

Hún þorði að hafa aðra skoðun ef flokkurinn í umdeildum málum, m.a. borgarlínu. Þess vegna fauk hún.

Nú er Áslaug í dauðafæri

Hún skuldar Eyþóri og flokknum ekki neitt, tvískinnungur og óheiðarleiki blasir við þegar ferlið er skoðað.

Viðreisn þarf konu í Reykjavík til að leiða lista flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn og Eyþór Arnalds fengju laglega á snúðinn semjist um slíkt milli Viðreisnar og Áslaugar.

Áslaug virðist hafa töluvert fylgi, sennilega hjá víðsýnni Sjálfstæðismönnum.

Viðreisn er frjálslyndari hægri flokkur en íhaldið í Valhallaflokknum.

Kannski sjáum við eitthvað alveg nýtt og spennandi þegar kemur að uppgjöri milli hægri flokkanna í Reykjavíkurborg.

 


Katrín Jakobsdóttir 92,4% !

2017 vgAthygli vekur að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja að Sigríður Andersen segi af sér ráðherradómi, en Vinstri græn voru meðal annars gagnrýnd fyrir það eftir kosningar að hafa ekki gert það að skilyrði við myndun ríkisstjórnar að Sigríður gegndi ekki aftur embætti dómsmálaráðherra í ljósi dóms héraðsdóms í Landsréttarmálinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur hins vegar gefið út að hún líti ekki á Landsréttarmálið sem afsagnarsök fyrir Sigríði.

( stundin )

Katrín, 92,4% flokksmanna þinna segja að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér.

 

7,6% flokksmanna þinna telja að hún eigi að sitja áfram, og eru sammála þér.

Hverskonar lýðræði ríkir í VG ?

Er það þannig að valdaklíkan í mjúku stólunum ræður för ?

Samkvæmt formanni flokksins er það þannig og verður þannig.

Kjósendur flokksins ráða engu nema þegar þarf á þeim að halda í kosningum.


Bloggfærslur 23. febrúar 2018

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband