VG liðar gengir í björg hégóma og yfirlætis.

Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör félagsmanna. Það er ekki í hennar höndum að taka ákvarðanir sem er okkar alþingismanna að taka sem handhafa löggjafarvaldsins.“

Þigmenn VG eru endanlega gengnir í lið valdhafanna.

Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa tekið yfir hug þingmanna flokksins.

Kolbeinn Proppe hefur greinilega gleymt uppruna sínum í stjórnmálum.

Hann og flokkurinn tala af yfirlæti til verkalýðshreyfingarinnar.

Þeir, flokkurinn eiga að ráða, okkur kemur ekki við hvað þið hafið að segja.

Við erum guðs útvaldir.

Það er ótrúlegt hvað þingmenn VG eru farnir að líkjast þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Það tók ekki nema ár að vera í meðferð í Valhöll, fróðlegt að sjá hvernig þeir verða eftir tvö ár.

Það er að segja ef grasrót flokksins leyfir flokknum að halda áfram á þessar braut.


Strúturinn í sandkassanum.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­málaráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir að staða Sig­ríðar And­er­sen dóms­málaráðherra hafi ekk­ert breyst við dóm héraðsdóms í gær.

Bjarni Benediktsson Panamaprins er enn á sama stað og þegar hann gaf Hönnu Birnu heilbrigðisvottorð um árið.

Allir muna hvernig það fór, hún hvarf úr embætti með skömm.

Nú gefur formaður Sjálfstæðisflokknum dæmdum síbrotamanni heilbrigðisvottorð þrátt fyrir embættisafglöp og hæstaréttardóma.

Heilbrigðisvottorð meints fjárglæframanns eru kannski ekki mikils virði.

Það gleymist ekki að ásamt stórlöxum í Engeyjarættinni hefur stundað vafasöm viðskipti og síðast hefur frændi hans og forveri hans í starfi bæst á þann lista.

Landsmenn halda áfram að fylgjast með fjölmiðlaumfjöllun um fjármálatrixin hans Bjarna, nú hafa dómstólar dæmt lögbann á þá umfjöllun ólögmæta.

Hvar í Evrópu gæti ráðherra heldið embætti eftir þennan feril ?

Veit það ekki, sennilega hvergi.

Allt í boði Vinstri grænna og Katrínar Jakobsdóttur.

Til hamingju Vinstri grænir.

 


mbl.is Segir stöðu Sigríðar óbreytta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvær ríkisstjórnir í landinu. Kannski þrjár ?

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í við setningu þings Alþýðusambands Íslands að takist ekki að koma böndum á efstu laun samfélagsins muni hann styðja kröfu verkalýðshreyfingarinnar um hátekjuskatt á hæstu tekjur á Íslandi. Hann sagði í samtali við fréttastofu hafa rætt þessar humgyndir innan ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir engin áform um frekari hátekjuskatt.

Það eru tvær ríkisstjórnir á Íslandi, í það minnsta.

Önnur þeirra ætlar að hækka skatta á hátekjufólk. Þar eru Framsókn og Ásmundur Einar með stefnu.

Svo er það hin ríkisstjórnin, ríkisstjórn Bjarna og Sjálfstæðisflokksins.Þar er ekki á döfinni að hækka skatta á ríka liðið, kemur ekki á óvart.

Svo er það þriðji flokkurinn, flokkur fyrrum sósialista, Vinstri grænir.

Spurning hvora stefnuna þeir aðhyllast, sennilega tekur formaðurinn þekkta stefnu í því máli eins og flestum málum, að segja ekki neitt og vera "tuska" hjá Sjálfstæðisflokknum eins og það var snyrtilega orðað á vefsíðu fyrir nokkrum dögum.

Það er kannski ekki undarlegt að fleiri og fleiri botna hvorki upp né niður í því á hvaða vegferð þessi ríkisstjórn er.

 


Ríkisstjórn við dauðans dyr og aðeins af tuskum.

„Nú vil ég hins vegar bæta við og segja að ef ekki næst samstaða um að stíga skref sem að koma böndum á efstu laun samfélagsins eins og ég lýsti hér að framan þá mun sá sem hér stendur styðja verkalýðshreyfinguna í því að setja hátekjuskatt á hæstu tekjur íslensks samfélags,“ sagði Ásmundur Einar sem uppskar mikið lófaklapp.

Annað hvort er Ásmundur Einar Daðason að skella fram innistæðum frösum til að fá jákvæð viðbrögð.

Eða hann er að meina það sem hann segir og þá er þessi ríkisstjórn dauð.

Sjálfstæðisflokkurinn, sjálfskipaður verndari ríka fólksins getur aldrei samþykkt hækkaða skatta á hátekjufólk.

Þar með er ríkisstjórin sprungin, en satt að segja hef ég meiri trú á innistæðuleysi yfirlýsinga ÁED.

Ekki hefur hreyst múkk í VG liðum enda eru þeir handbendi og undir stjórn Bjarna Ben.

Um það skrifaði Steinunn Ólína magnaða grein í tilefni kvennafrídags.

Hvers vegna í ósköpunum eru konur ekki að mótmæla ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, konu í forréttindastöðu, forsætisráðherra Íslands, sem er eins og tuska í höndunum á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Sér er nú hver fyrirmyndin fyrir stúlkur landsins. Hvað er fengið með því að hafa nú konu sem forsætisráðherra?

Forsætisráðherra fær það óþvegið á þessum merka degi.

Nú reynir á viðbrögð forsætisráðherra vegna yfirlýsinga samráðherra.

En satt að segja geri ég ekki ráð fyrir að þögnin ein ríki í forsætisráðuneytinu.

Eins og vanalega.


Ömurleg varnarbarátta fjármálaráðherra.

2018 bbKröfur forystu verkalýðshreyfingarinnar um að lægstu laun veðri skattfrjáls eru stórkarlalegar, óraunhæfar og óútfærðar að mati Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þær hefðu í för með sér stóraukna skattheimtu á millitekjufólk.

Bjarni Benediktsson er kosinn af hinum ríku og þeim sem eiga eignir.

Þaðan þiggur hann þá leiðsögn að lækka beri skatta á hátekjur og stóreignir.

Ríka fólkið eru hans skjólstæðingar og allt hans tal miðar að því að ekki verði við því hróflað.

Skattalækkanir Bjarna nýtast fyrst og fremst hátekjufólki.

Körfur látekjufólks eru óraunhæfar og óútfærðar. Man ekki til þess að launahækkun hans og annarra hátekjumanna þyrfti að rökstyðja sérstaklega.

Var kátur með að fá 45% hækkun fyrir sig og sína. Ömurlegur málflutningur og hrokinn lekur af kappanum.

BB er eins og naut í flagi, talar niður til verkalýðsfélaganna og lágtekjufólks, hundsar aldraða og öryrkja og svíkur gefin fyrirheit.

Langt síðan landið hefur haft jafn ósvífinn fjármálaráðherra.

En ný styttist í að formanni Sjálfstæðisflokksins birtist alvara lífsins. Málflutningur hans þjappar saman verkalýðshreyfingunni og launamönnum í landinu.

Hroki og stórbokkatal hefur aldrei hjálpað stjórnmálamönnum.


Hvernig sveitarfélag er Seltjarnarnes ?

Árið 2011 færðist þjónusta við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Bjarg er á Seltjarnarnesi og þar eru allir vistmennirnir með lögheimili. Samkvæmt skriflegu svari frá Seltjarnarnesbæ ætlar bærinn ekki að taka við rekstri heimilisins, honum sé ekki skylt að taka við. Rekstur Bjargs hafi aldrei komið til tals við lagabreytinguna. Bærinn telur réttast að ríkið semji áfram við Hjálpræðisherinn um starfsemina.

ruv.is

Sjálfstæðismennirnir á Seltjarnarnesi er sérkennilegur þjóðflokkur.

Þar eru ekki mörg úrræði fyrir þá sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Seltjarnarnes býður upp á örfá úrræði í húsnæðismálum.

Nú vilja þeir ekki sinna verkefnum sínum í málefnum fatlaðra.

Ekki undarlegt að menn spyrji sig um hugarfar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.

Kannski kæra þeir sig ekkert um að þurfa að sinna okkar minnstu bræðrum.

Seltjarnarnes er í þeirra huga kannski bara fyrir fína, ríka fólkið ?

Sorglegt að sjá þetta og heyra.

 


Vill umhverfisráðherra sitja áfram ?

Landssambandið hvetur unnendur íslenskrar náttúru til að vera á verði gagnvart frekari tilslökunum og þeirri tilhneigingu að sé nægum „pólitískum þrýstingi beitt víki umhverfisverndin alltaf.“.

Umhverfisráðherra núverandi ríkisstjórnar er hugsjónamaður, valinn í starfið utan þings.

Umhverfisráðherra Frakklands var af sama toga, hugsjónamaður sem valinn var sem slíkur.   Hann hætti vegna óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í umhverfisráðherra.

Okkar umhverfisráðherra er hugsjónamaður sem áður starfaði hjá Landvernd.

Landvernd hefur nú mótmælt fiskeldifrumvarpinu sem er auðvitað sniðganga á kostnað náttúrunnar.

Ef núverandi umhverfisráðherra er sá hugsjónamaður sem hann hefur gefið sig út fyrir að vera verður hann hættur fyrir vikulokin.

Nú reynir á hugsjónir og prinspip.


Framsókn og VG í skelfilegri stöðu.

2018 sjálfstæðisfuglinnFramsókn féll líka töluvert í fylgi í aðdraganda síðustu kosninga, eftir að Sigmundur Davíð og aðrir lykilmenn í flokknum um árabil yfirgáfu hann og stofnuðu Miðflokkinn. Þá mældist flokkurinn með með minnst 7,2 prósent fylgi 13. október 2017. Framsóknarflokkurinn náði þó vopnum sínum að einhverju leyti í kosningunum og fékk 10,7 prósent, sem var samt sem áður versta niðurstaða hans í sögunni í Alþingiskosningum.

Samkvæmt nýjustu könnun Gallup eru VG og Framsókn í mjög vondum málum.

VG með 10,3% og Framsókn með 6,6%. Samtals eru þetta rétt um 17% samtals. Í kosningum fengu þessir flokkar samtals um 27% fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn heldur kjörfylgi frá síðast sem er næst minnsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkru sinni fengið í alþingiskosningum.

Ríkisstjórinn er kolfallinn með 27 þingmenn í stað 35 sem þeir fengu síðast.

VG og Framsókn eru í gríðarlega slæmum málum, Framsókn komin hættulega nærri því að falla af þingi og VG hefur tapað þriðjungi fylgs frá því fyrir ári og hafa ekki verið svona neðarlega árum saman.

Ljóst er að ríkisstjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokknum er að skaða þessa flokka mikið enda hafa þeir verið í hlutverki meðreiðarsveita stóra bróður.

VG hefur gefið frá sér flest sín stærstu mál og Framsóknarflokkurinn hefur engin áhrif í þessar ríkisstjórn. Þeir láta sér vel líka að halda nokkrum mjúkum stólum, skítt með stefnumál sem eru í sjálfu sér engin.

Það væri með ólíkindum ef grasrót þessara meðreiðarsveina íhaldsins samþykkir að halda þessu áfram.

Flokkarnir eru við það að hverfa af þingi, þó er aðeins lengra í það hjá fyrrum vinstri flokki Vistri grænna.


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Okt. 2018
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband