Þingflokkur Miðflokksins varð sér til skammar.

Þing­menn Miðflokks­ins fara hörðum orðum um kven­kyns stjórn­mála­menn á upp­töku sem Stund­in hef­ur und­ir hönd­um og gant­ast með að stjórn­mála­kona hljóti að „hrynja niður“ próf­kjörslista vegna þess að hún sé ekki jafn „hot“ og áður.

Það er ljóst að þingflokkur og formaður Miðflokksins hrapar af stalli.

Hafa orðið sér til háborinnar skammar og í reynd eiga þeir ekkert erindi á þing þar sem virðing þingmanna skiptir öllu máli og er ekki á bætandi vantraust þjóðarinnar til þeirrar stofnunar.

Þingflokkur Miðflokksins virðist vera samansafn að hrokafullum karlpungum og konum sem tala niðrandi og af lítilsvirðingu um félaga sína á Alþingi.

Sumir þeirra kunna að skammast sín og biðjast afsökunar.

Gunnar Bragi virðist átta sig á því að hann varð sér til skammar sem eru nokkur tíðindi.

En formaður flokksins er við sama heygarðshornið, hefur mestar áhyggjur af því hvernig þetta ratar í fjölmiðla.

Virðist ekki átta sig á siðleysinu frekar en oft áður.

Líklega er þetta bara fjölmiðlunum að kenna.

Víða erlendis væri ekkert annað í boði fyrir þingmenn sem svona haga sér að segja af sér þingmennsku.

En líklega er það ekki í kortum á Íslandi þar sem enginn þarf að axla ábyrgð á einu né neinu.

En þá veit þjóðin innrætið og gefur væntalega rauða spjaldið í næstu kosningum.

Vandi Flokks fólksins er sýnu mestur, það er erfitt þegar verður trúnaðarbrestur í fámennum þingflokki.


mbl.is Ekki jafn „hot“ og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn á flótta.

Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin ætli að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor, vegna gagnrýnisradda. Hann segir að á meðan fari sérfræðingar yfir málið. Ekki sé farið að hugsa til þess hvað gerist ef orkupakkinn verður ekki samþykktur á Alþingi.

Sjálfstæðisflokkurinn er í vanda.

Sumir þingmenn neita að lúta flokksaga og samþykkja mál sem í sjálfu sér er afgreiðslumál í tengslum við EES saminginn. Nú þegar hafa þingmenn samið um pakka í aðdraganda þessa þriðja pakka um orkumál.

Nú hafa allir vönustu poppulistar þessa lands þyrlað upp miklu moldviðri og gamalkunnir frasar um fullveldisafsal og fleira í þeim dúr renna úr bakherbergjum Miðflokksins og Framsóknarflokksins.

Gamalkunnir taktar þar sem hálfsannleikur og lygi í bland er matreitt handa almenningi sem veit lítið sem ekkert um þessu mál.

Allir muna Icesave Sigmundar sem reyndist þegar upp var staðið að mestu poppulismi og hálfsannleikur. Enn er til fólk sem trúir því að hann hafi bjargað Íslandi þó flestir sem kynnt hafa sér það mál að er sannarlega ekki rétt.  Það er hægt að ná ágætis árangri að nota þjóðernisöfga og poppulisma til að hrífa með sér fylkingar.

Þannig er það með þriðja orkupakkann, þótt reynt sé að rökstyðja og kynna málin sést lítið fyrir þjóðernismoldviðrinu.

Og nú ætla Sjálfstæðismenn að fresta þessu máli til vorþings, og líklega enn lengur.

Standandi vandræði og hætta á að EES samingurinn verði undir að hluta ef moldarþyrlurum þessa lands tekst að byrgja mönnum sýn enn og einu sinni með lygi, poppulisma og hálfsannleika, allt í bland.


Ríkisstjórnarmeirihlutinn talar út og suður.

Það er full­kom­inn mis­skiln­ing­ur að um sé að ræða ein­hvers kon­ar hagræðing­araðgerð eða viðbrögð við nýrri þjóðhags­spá,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í sam­tali við mbl.is um frétt­ir af því að meiri­hlut­inn hafi í fjár­laga­nefnd ákveðið að draga úr hækk­un fram­lags til ör­yrkja, úr fjór­um millj­örðum í 2,9 millj­arða.

BB formaður Sjálfstæðisflokksins.

„Verðbólg­an læt­ur aðeins á sér kræla, hag­vöxt­ur er aðeins minni en gert er ráð fyr­ir og einka­neysla er að drag­ast sam­an. Þetta hef­ur allt áhrif á stærðir í frum­varp­inu,“ seg­ir Will­um Þór Þórs­son, formaður fjár­mála­nefnd­ar Alþing­is, en meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar ætl­ar að bregðast við kóln­andi hag­kerfi með aðhaldsaðgerðum sem kynnt­ar verða fyr­ir aðra umræðu fjár­laga á fimmtu­dag.

Formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknar.

Vindhani ríkisstjórnarinnar snýst í hringi.

Formaður fjárlaganefndar ( framsókn ) og fjármálaráðherra eru með misvísandi skýringar á því af hverju framlög í fjárlagafrumvarpi eru lækkaðar um milljarða.

Það er ekki undarlegt þó fylgi þessarar aumu ríkisstjórnar VG sé komið niður í 37,9%

Aðgerðalaus, misvísandi og svikul.

 


mbl.is „Fullkominn misskilningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhæfuverk stjórnarmeirihlutans.

Meirihluti fjárlaganefndar bregst við kólnandi hagkerfi fyrir aðra umræðu fjárlaga á fimmtudag með aðhaldsaðgerðum. Willum Þór Þórsson formaður nefndarinnar segir veikari krónu og minni einkaneyslu hafa þar áhrif. Framlög til öryrkja lækka um 1100 milljónir og hægt verður á framkvæmdum við nýjan Landspítala og nýtt skrifstofuhús Alþingis.

Vinstri grænir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Í vinnu við fjárlagafrumvarp á að lækka framlög til öryrkja um rúman milljarð, eittþúsund og eitthundrað milljónir.

Allir eru sammála um fordæmalaust skemmdarverk meirihlutans í velferðarmálum sé stórfelld svik við landsmenn.

Ég hreinlega trúi ekki að þingmenn láti þetta gerast.

Varla vilja þingmenn verða hluti af hörmulegri aðför að öryrkjum á Íslandi.

Er það virkilega þannig að þingmenn VG vilji eiga þátt í svona tillögu ?


Alþingi á villigötum.

Gert er ráð fyr­ir að ráðið verði í um­rædd­ar stöður aðstoðarmanna inn­an þriggja ára en hver þing­flokk­ur fær aðstoð eft­ir þingstyrk sín­um og mun kostnaður nema hátt í 200 millj­ón­um króna á ári. Um er að ræða áform sem voru kom­in langt á veg fyr­ir banka­hrunið að sögn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, en frestað í kjöl­far þess.

Nú er Alþingi og forseti þess staddir langt úti á túni.

Á meðan öryrkjar og aldraðir eru sveltir, SÁÁ að hruni komið vegna niðurskurðar, ekki til peningar til að bæta í heilbrigðiskerfið og innri stoðir samfélagins hvað gera þingmenn þá.

200 milljónir í þingmenn, 17 aðstoðarmenn til viðbótar.

Hreinlega galin umræða.

Skora á þingmenn að líta í spegil og spyrja sig, er þetta rétt forgangsröðun?

Veit að það þýðir ekki að ræða þetta við forseta þingsins, hann er staddur ofalega í fílabeinsturninum og heyrir ekki neitt.

Auðvitað gera menn ekki svona ef þeir horfa til málsins af fullri skynsemi.

Það þarf ekki 17 aðstoðarmenn og 200 milljónir í viðbót í það kerfi.

Það sér hver einasti maður nema kannski þingmenn á Alþingi.


Fjarar undan Bjarna Ben.

Sam­band ungra sjálf­stæðismanna (SUS) lýs­ir yfir von­brigðum með þau orð sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son, lét falla á ný­af­stöðnu kirkjuþingi þjóðkirkj­unn­ar. Þar sagði hann að krafa um aðskilnað rík­is og kirkju, eða rík­is og trú­ar­bragða al­mennt, sé kom­in frá ungu fólki sem hafi ekki lent í áföll­um á lífs­leiðinni og þekki því ekki til sálu­hjálp­ar þjóðkirkj­unnar.

Það eru margir orðnir þreyttir á fjármálaráðherra.

Hann talar niður til verkalýðshreyfingarinnar, hann er hrokafullur og svarar seint og illa erindum.

Umfjöllun Stundarinnar sýnir svart á hvítu að fjármálalegur ferill hans er í besta falli vafasamur.

Nú truflar hann Unga Sjálfstæðismenn sem eru nokkur tíðindi.

Það er ekki vaninn að bera pirring á torg út úr Valhöll.

En núna hefur ungum verið misboðið.

Það fjarar hratt undan trausti á formanni Sjálfstæðisflokksins, ekki bara almennt í þjóðfélaginu heldur innan flokks líka.

Það kannski styttist í stjórnmálaferli BB ?


mbl.is Vonbrigði með ummæli Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er að missa tökin. Sennilega voru engin.

Það er samhljóða álit verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun hafi verið afleikur. Fyrrverandi fjármálaráðherra er sömu skoðunar og segir hana til marks um að sitjandi ríkisstjórn sé að missa tökin á efnahagslífinu.

Það eru alvarlegar blikur á lofti.

Ríkisstjórnin er að springa á limminu og hætt við að lífi hennar sá að ljúka.

Fleiri og fleiri láta í lós þá skoðun að ríkisstjórnin sé að missa tökin og afleikir þetta eru að verða margir og stórir.

Það dylst engum að engin sátt er í augsýn á vinnumarkaði og ef Vinstri grænir ætla að halda áfram að bakka upp Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Ben lýkur þessu fljótlega.

Grasrótin mun ekki taka því þegjandi.

Nú kalla flestir vaxtahækkun Seðlabankans afleik sem virkar eins og olía á eldinn.

Það er ljóst að þessí ríkisstjórn og ríkisstjórnarmeirihlutinn á þingi hefur enga burði til að koma inn í kjaramálin.

Þaðan munu engar lausnir koma.

Til þess er hún of veik og gengur ekki í takt.

 

 


Kjaraviðræður settar í uppnám - fyrirfram.

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir vaxtahækkun Seðlabankans mikil vonbrigði og kaldar kveðjur inn í komandi kjaraviðræður.Drífa segir ákvörðun Seðlabankans mikil vonbrigði. „Við teljum þetta nú vera frekar kaldar kveðjur inn í þær viðræður sem eru að hefjast og eru að fara í gang. Til þess að hér náist samningar í vetur þá þurfa allir að leggjast á eitt og þetta er ekki gott innlegg í það og mikil vonbrigði.“

Bjarni Benediktsson hefur gert sitt besta til að setja komandi kjaraviðræður í hnút. Yfirlýsingar hans hafa verði óskynsamlegar og til þess fallnar að setja viðræður í öngstræti.

Stjórnmálamenn hafa ekki hugleitt að draga til baka eitthvað af þeim ofurkjarabótum til baka sem þeim voru skammtaðar.

Nú bætist Seðlabankinn í hóp þeirra sem vilja spilla fyrir kjaraviðræðum.

Vaxtahækkun á þessum tímapunkti er fráleitur gjörningur og viðbúið að áframhald verði á þessu hjá bankanum.

Það leggjast margir á árar með SA að tryggja það setja allt í hnút á vinnumarkaði.

Veit að ríkisstjórn íhaldsflokkanna mundi ekki lifa af slík átök.


Vinstri grænir taka enn eitt samtalið.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir augljóst að það þurfi að bregðast við löngum biðlista á Vogi. Yfirlæknir þar segir biðlistann aldrei hafa verið lengri. Svandís segir að skýra þurfi hvað sé biðlisti.

Vinstri grænum er sérlega lagið við að drepa málum á dreif og þvæla mál í hengla.

Nú vill Svandís heilbrigðis taka enn eitt samtalið.

Nú skal það rætt í tætlur hvað er biðlisti.

Ekki að ræða vandamálið og leita lausna vegna langra biðlista á Vogi.

Nú skal leggjast yfir það hvað er biðlisti.

VG-liðar eru engum líkir, þvæla málum fram og til baka með orðhengishætti og þvaðri.

Frægt nærtækt dæmi er orðræða forsætisráðherra nýverið sem enginn skildi.

Ekki undarlegt að flestir sjá hversu vandræðalega verklaus þessi ríkisstjórn er.

Enda bara að taka umræðu um málin, ekki þoka þeim áfram, hvað þá leysa þau.

Sorglegt að horfa upp á þetta dugleysi.


Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband