Þjóðvegur 1 um Akureyri og öryggismálin.

0 2017 00000 Samfólistinn-1816Í tilefni umræðu um slys á gangbraut við Skarðshlíð vil ég rifja upp eftirfarandi.

 

Þjóðvegur 1 sker Akureyri í tvo hluta og frá Undirhlíð er brautin fjörföld og umferðarhraði mikill. Undirritaður var formaður skipulagsnefndar á árunum frá 2006 - 2010 og í nefndinni sem óbreyttur frá 2002.

Fljótlega eftir að kjörtímabilið hófst og reyndar fyrr hafði nefndin velt fyrir sér öryggismálum á og við þjóðveg 1 í gegnum bæinn. Fljótlega var ákveðið að byrja á að sækja að Vegagerðinni með gerð undirganga við Skútahæðina en þar var fjölfarin leið skólabarna á leið úr Holtahverfi í Glerárskóla. Tókst samvinna við Vegagerðina um gerð undirganga á þeim stað og þeirri framkvæmd lauk með farsælum hætti og gangbraut sem þarna var hvarf.

 

Árið 2010 var deiliskipulag, Glerá frá stíflu til sjávar samþykkt í bæjarstjórn.

Glerá frá stíflu til sjávar.

 

Jafnframt því að gera tillögur um bakka Glerár og nánasta umhverfið var tekinn með hluti Hörgárbrautar - Þjóðvegar 1 með í deiliskipulagið enda er Glerárbrú inni á deiliskipulagsvæðinu. Miklar pælingar voru nefndinni um öryggsmál á svæðinu og var gangbrautin við Skarðshlíð okkur mikill þyrnir í augum. Gangbrautin þarna var eins og á Skútahæð mikil umferðaræð skólabarna í Glerárskóla og þarna eiga margir erindi um frá þéttbýlum svæðum umhverfis Hörgárbrautina. Niðurstaðan varð að í texta deiliskipulagins var sett eftirfarandi klausa.

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur undir Hörgárbraut,norðan árinnar. Undirgöng tengjast inn á gangstíga meðfram ánni auk þess sem göngutengingar verða upp á gangstéttar við Hörgárbraut. Með þessu skapast góð tenging milli útivistarsvæðanna beggja vegna götunnar. Gangbraut er yfir Hörgárbraut vestan Glerár, á móts við Skarðshlíð, en ekki eru gönguljós við gangbrautina.

Hörgárbraut er fjórar akreinar á þessum stað auk þess sem umferð frá vestri kemur niður brekku og sést gangbraut seint þegar ekið er til suðurs. Gert er ráð fyrir að gangbraut á þessum stað verði aflögð þegar undirgöng koma í gagnið og mun umferðaröryggi aukast til muna með þessari aðgerð.

 

Svo mörg voru þau orð nefndar og bæjarstjórnar árið 2010. Burtu með gangbraut á þessum stað, ástæðan slysahætta og vond staðsetning.

 

Nú átta árum og mörgum slysum síðar er þessi gangbraut enn í notkun þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu skipulagsnefndar og bæjarstjórar. Það er slæmt og það sem verra er, ekki stendur til að gera meira þarna en búa til reddingar á fjórfaldri brautinni, áfram skal skólabörnum og öðrum beint yfir Þjóðveg 1 á yfirborði. Að mínu mati á að vinna samkvæmt þeim niðurstöðum sem samþykktar voru árið 2010.

 

Akureyrarbær á að fara í viðræður við Vegagerðina eins og þegar undirgöngin við Skútahæð voru gerð. Enginn hefur áhyggjur á þeim slóðum í dag.

Að mínu mati er þessi framkvæmd varðandi gangbrautina norðan Glerárbrúar enn ein reddingin og þegar í stað á að fara að vinna í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar frá því 2010 með öryggi bæjarbúa í öndvegi.

Á þessum stað á alls ekki að vera með gangbraut, niðurstaða skipulagsnefndar frá 2010 var afdráttarlaus og skoðun mín á því hefur alls ekkert breyst.

Ef til vill má segja það áfellisdóm yfir bæjaryfirvöldum og Vegagerð að ekkert hafi verið gert í þessum málum í átta ár þrátt fyrir afdráttarlausa samþykkt bæjarstjórnar þá.


Menntamálaráðherra og svikin loforð.

„Það var náttúrulega feikilega mikið gleðiefni og fagnaðarefni þegar ný ríkisstjórn og Lilja menntamálaráðherra boða það að eigi að leggja þennan skatt niður. Núna fáum við allt í einu tilkynningu um það að það verði ekki heldur eigi að fara að lauma einhvern veginn ofan í rassvasann á útgefendum einhverjum styrkjum í staðinn, en höfundarnir sitja eftir með sinn skarða hlut. “

Margir höfðu trú að Lilja menntamálaráðherra og Framsóknarmaður ætlaði að afnema vsk á bækur.

Að sjálfsögðu skiptar skoðanir um hvort það breytti einhverju fyrir bókaútgáfu en kæmi samt sem áður bókakaupendum til góða.

En nú hefur Lilja menntamálaráðherra svikið þetta hátíðlega loforð sitt með miklum bravör.

Ef einhver treysti þessum blíðlega ráðherra áður þá er ljóst að það verður ekki áfram.

Mér er til efs að einhver hafi gefið hátíðlegra loforð áður og við stjórnarmyndun en menntamálaráðherrann.

Ein nú vita menn betur, efndir loforða eru ekki á dagskrá hjá Lilju menntamálaráðherra.

Kannski ekki stærsta málið hjá þessari ríkisstjórn en örugglega mest borðliggjandi svikin.

Þá vita kjósendur hversu vel er hægt að treysta Lilju varaformanni Framsóknarflokksins.


Engin framtíðarsýn hjá stjórnarflokkunum.

Bjarni Ben var að kynna fjárlagafrumvarpið.

Ekkert nýtt og margt veldur vonbrigðum.

Núverandi ríkisstjórn hefur enga framtíðarsýn og aðgerðir hennar í efnahagsmálum eru gamla aðferðin, plástur á svöðusárin og engin framtíðarlækning.

Margt bendir til að Ísland sé að fara í enn eina dýfuna vegna gjaldmiðils og stefnuleysis í efnahagsmálum.

Þessum daufblindu stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd hugkvæmist ekki einu sinni að velta fyrir sér framtíð lands og þjóðar.

Skammtímalausnir, íhaldssemi og gangslausar aðgerðir fyrir land og þjóð til framtíðar.

Áfram ónýtur gjaldmiðill og einangrunarstefna.

Sorglegt að ekki komist til valda á Íslandi stjórnmálamenn með framtíðarsýn og sjá skynsemi í því að móta stefnu til framtíðar.

Mottóið, þetta reddast einhvernvegin er leiðarljós íhaldsflokkanna þriggja.


Enn ein svikin í stjórnarráðinu.

Áformum um afnám virðisaukaskattsins var fagnað með lófaklappi á flokksráðsfundi Vinstri grænna þann 29. nóvember þegar flokksmenn samþykktu stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Formaður VG Katrín Jakobsdóttir og varaformaður Framsóknarflokksins Lilja Alfreðsdóttir lögðu nánast heiður sinn að veði þegar lofað var að afnema vsk af bókum.

En enn einu sinni hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið völdin og formaður VG og varaformaður Framsóknar kyssa vöndinn.

Líklegt er að kjósendum þessara flokka finnist lítið leggjast fyrir loforðarullur þessara tveggja ráðherra.

Þeir eru í spennitreyju Bjarna Ben og virðist líka það ágætlega.


Katrín pakkar inn svikum VG í glanspappír.

„Þetta sýn­ir að flokk­ar þurfa að hugsa út fyr­ir ramm­ann þegar kem­ur að sam­starfi eft­ir kosn­ing­ar eins og við gerðum,“ seg­ir hún og á við rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar sem var mynduð í lok síðasta árs.

Aumkunarverðar tilraunir forsætisráðherra til að réttlæta svik VG við kjósendur sínar vekja athygli.

Það styttist í að fylgi þeirra hafi fallið um helming og vinsældir ríkisstjórnarinnar falla hratt.

Svik flokksins við aldraða og öryrkja er í hámæli og í flestu hefur VG gleypt stefnu íhaldsflokkanna með bros á vör.

Hugsun VG og svik útfyrir rammann eiga eftir að koma óþyrmilega niður á flokkunum á næstunni.

Og sorgarganga VG og formanns heldur áfram.


mbl.is Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband