17.3.2017 | 17:28
Óboðlegar blekkingar á Alþingi.
____________
Viðurkennir að þetta sé ekki í lagi.
Kallar málið vandræðalegt.
Auðvitað var þetta ekki vandræðalegt
Þetta voru blekkingar og svik, ætluð til virðisauka í aðdraganda kosninga.
Í stað þess að kalla þetta vandræðalegt ættu þeir sem hlut eiga að máli að biðja þjóðina afsökunar á blekkinum og svikum.
Ekki undarlegt að virðing Alþingis sé þar sem hún er, í pilsnertölu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2017 | 16:24
Trúverðugleiki Hæstaréttar ?
(mbl.is)
Hæstiréttur hefur fengið rauða spjaldið fimm sinnum í málum er varða tjáningarfrelsið.
Það er með öllu óásættanlegt og vekur upp alvarlegar spurningar um hæfi dómara þar.
Það er mjög slæmt þegar Hæstiréttur landa verður ótrúverðugur og traust á honum fer niður. Það hlýtur að gerast í þessu tilfelli.
Það ber vott um ótrúlegan brotavilja réttarins að hann hafi nú fimmta sinn verið rekinn til baka með mál er varða tjáningarfrelsið.
Væri kannski ráð að einhverjir dómarar þarna taki pokann sinn.
Í þessu tiltekna máli snéri Hæstiréttur við dómi undirréttar sem gerir málið enn alvarlegra.
Kannski þeir láti sér segjast og dæmi ekki með þessum hætti í sjötta sinn.
Kannski bara !!
![]() |
Fimmta áminningin til Hæstaréttar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2017 | 14:40
Grænjaxlar í ráðherrastólum.
( ruv.is )
Merkilegt hvað nýju ráðherrarnir eru seinheppnir og illa að sér í stjórsýslu og leikreglum.
Samgönguráðherra kominn í einræðisgírinn og sker niður hægri vinstri án nokkurs samráðs við þingið.
Fjármálaráðherra er í svipuðum gír, skammar þingið fyrir að leggja til löngu tímabærar framkvæmdir.
Hefði nú kannski átt að vera kátur með þessar tillögur, man ekki betur en Viðreisn hafi lagt mikla áherslu á uppbyggingu innviða í kosningabaráttunni.
Sennilega var það bara kjaftæði eins og ESB umræðan hjá þeim.
En hvað sem því líður.
Það virðist vera óvenju hátt grænjaxlahlutfalli í ráðherragenginu í þessari ríkisstjórn, sem auðvitað háir ríkisstjórninni gríðarlega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2017 | 18:20
100 milljarða maðurinn bætir enn í.
Geri aðrir betur.
Hrunmenn áttu margar og feitar afskriftir.
Þeir eru allir hættir og sumir sitja inni.
En meistari afskriftanna nálgast nú 100 milljarða markið og góðar líkur á að það markmið náist fljótlega.
Gott að hafa mann með reynslu í brúnni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.3.2017 | 14:10
Samgönguráðherra í blóðugum niðurskurði.
Ekki verður ráðist í nýframkvæmdir á vegi um Skógarströnd, Dynjandisheiði og á flughlaðinu á Akureyri á þessu ári. Þetta segir samgönguráðherra. Við forgangsröðun vegaframkvæmda var litið til framkvæmda sem þarf að ljúka og öryggisbóta.
------------------
Fyrir stuttu var samið plagg sem kallað var samgönguáætlun og lofaði hún bara nokkuð góðu. Ýmis verkefni sem setið höfðu á hakanum lengi virtust fá brautargengi.
Dettifossvegur, lokamalbikun hringvegar, Hornafjarðarbrú, flughlað á Akureyri og margt annað.
En þetta plagg var bara í plati, engir aurar voru settir í verkefnið og því var það marklaust plagg og sýndarmennska.
Sláandi dæmi um vont og ábyrgðarlaust verklag stjórnmálamanna í meirihlutanum.
Nú er rukkarinn mikli, samgönguráðherrann farinn að skera niður verkefni upp á 10 milljarða, minna má það nú ekki vera.
Núverandi ríkisstjórn hangir á bláþræði.
Það verður fróðglegt að sjá sem dæmi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í NA kjördæmi standa fyrir slíkum niðurskurði.
Ætli Njáll Trausti flugáhugamaður samþykki niðurskurð fjárveitinga til flughlaðsins eða menntamálaráðherra samþykkja niðurskurð til Dettifossvegar eða hringvegar í Berufirði.
Ef þessi þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru sjálfum sér samkvæmir munu þeir greiða atkvæði gegn þessum niðurskurði eða vera kallaðir ómerkingar annars.
Formaður samgöngunefndar er svo Valgerður Gunnarsdóttir þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjöræminu.
Það vantar ekki stórskotaliðið í kjördæmnið en gagnið af þeim er ekkert.
Þingmönnum BF og Viðreisnar er nokkuð sama, enginn þeirra býr í þessu kjördæmi. Nánast allir á Stór-Reykavíkursvæðinu.
Það er allt í sömu bókina lært hjá þessari ríkisstjórn.
Allt í tómu klúðri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2017 | 20:47
Viðreisn seldi sálu sína í ESB málum. Holur tónn hjá formanni utanríkismálanefndar.
___________
Viðreisn seldi sálu sína fyrir ráðherrastóla.
Þar létu þeir af öllum kröfum í ESB málum og gengu í björg Valhallar.
Formaður flokksins étur úr lófa formanns Sjálfstæðisflokksins og hvergi glittir í það sem Viðreisn var stofnuð til.
Nú birtist formaður utanríkismálanefndar og varpar miklu ljósi á hvað það sem Viðreisn seldi fyrir stólana mjúku.
Er þetta ekki holur tónn og lýsir því hversu villuráfandi þessi afleggjari Sjálfstæðisflokksins er í sínum málflutningi og áherslum.
Sviku kjósendur sína um meginstefnumál sitt.
Fulltrúar þeirra ættu þá kannski að þegja í stað þess að tala um það sem þeir seldu fyrir lítið sem ekki neitt.
Spurning hvernig formanni Sjálfstæðisflokksins líkar þessi umræða og skoðanir formanns utanríkismálanefndar.
Þvert á skoðanir hans og Sjálfstæðisflokksins og anda stjórnarsáttmálans.
![]() |
Segir EES ekki duga lengur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2017 | 17:44
Linkulegur heilbrigðisráðherra - ekkert að gerast ?
______________
Yfirlýsingar heilbrigðisráðherra lofa ekki góðu.
Voðalega linkulegt og fátt sem bendir til að nokkuð gerist hjá núverandi ríkisstjórn.
Þessi ríkisstjórn leggur í kjörtímabilið með sprungið á öllum.
Spurning hvað hún endist lengi.
Kannski fram á þar næsta vor.
![]() |
Ætlunin að auka framlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2017 | 19:26
Mannvirkjaráð gengur erinda fyrirtækis gegn náttúru Akureyrar.
Bæjarfulltrúar á Akureyri tókust á nú síðdegis á bæjarstjórnarfundi, í umræðu um þyrluskíðamennsku í fólkvanginum Glerárdal. Fyrirtækið Bergmenn ehf. hefur sótt um leyfi fyrir því að fá að fljúga með fjallaskíðafólk inn í dalinn, sem var gerður að fólkvangi síðasta sumar.
Á síðasta ári lagði bæjarstjórn Akureyrar niður sérstaka umhverfisnefnd og setti umhverfismálin inn í mannvirkjanefnd, málaflokks sem er víðsfjarri umhverfisumræðu eins og hægt er að hugsa sér.
Slíkt eru alvarleg mistök og nú sjáum við fyrstu afleiðingar þess.
Mannvirkjaráð ógildir ákvörðun gömlu umhverfisnefndarinnar og starfshóps um fólkvang á Glerárdal.
Þar var þyrluflugi yfir fólkvanginum hafnað.
Mannvirkjaráð með sínar óumhverfislegu áherslur leggur nú til að fyrirtæki í þyrluflugi verði leyft að stunda flug yfir svæðinu.
Að ráð á vegum bæjarins skulu ganga erinda fyrirtækis í ferðamannabissness á kostnað fólkvangs og náttúru Akureyrar er forkastanlegt og ekki til sóma.
Ég geri ráð fyrir að Umhverfisstofnum hafi vit fyrir mannvirkjaráði og hafi þessum sorglega gjörningi ráðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2017 | 17:17
Þeir ríkustu fengu mest - Sjallar og Frammarar ánægðir með það.
____________
Þeir ríkustu og elstu fengu mest.
Sá hópur sem helst kýs Sjálfstæðisflokk og Framsókn.
Ekkert undarlegt við að ráðamenn þeirra flokka séu kátir með árangurinn.
Þeirra skjólstæðingar og kjósendur fleyttu rjómann af skuldaviðurkenningunni.
Húrra segja formaður Sjalla og varaformaður Frammara.
Ekkert undarlegt við það og þarf ekki að orðlengja eða snúa útúr.
![]() |
Leiðréttingin heppnaðist frábærlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2017 | 18:02
Björt framtíð rúin öllu trausti.
Það er vandséð hvernig Björt framtíð ætlar að tækla næstu vikur og mánuði í ríkisstjórn.
Forusta flokksins er rúin öllu trausti, 86% þeirra sem kusu flokkinn eru óánægð með flokkinn í ríkisstjórn.
Staðan hjá Viðreisn er heldur skárri ekki "nema" 61% kjósenda þeirra er óánægðir með flokkinn.
Reyndar er fylgi við þessa svokölluðu ríkisstjórn ótrúlega lágt, 75% kjósenda er óánægður með hana.
Margir eru nú farnir að spá þessari ríkisstjórn skammra lífdaga enda leynir sundrungin sér ekki þessar fáu vikur sem liðnar eru frá því hún var mynduð.
![]() |
Fjórðungur sáttur við stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 820349
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar