Samgönguráðherra í blóðugum niðurskurði.

2016 0000 litaferð-4608Ekki verður ráðist í nýframkvæmdir á vegi um Skógarströnd, Dynjandisheiði og á flughlaðinu á Akureyri á þessu ári. Þetta segir samgönguráðherra. Við forgangsröðun vegaframkvæmda var litið til framkvæmda sem þarf að ljúka og öryggisbóta.

------------------

Fyrir stuttu var samið plagg sem kallað var samgönguáætlun og lofaði hún bara nokkuð góðu. Ýmis verkefni sem setið höfðu á hakanum lengi virtust fá brautargengi.

Dettifossvegur, lokamalbikun hringvegar, Hornafjarðarbrú, flughlað á Akureyri og margt annað.

En þetta plagg var bara í plati, engir aurar voru settir í verkefnið og því var það marklaust plagg og sýndarmennska.

Sláandi dæmi um vont og ábyrgðarlaust verklag stjórnmálamanna í meirihlutanum.

Nú er rukkarinn mikli, samgönguráðherrann farinn að skera niður verkefni upp á 10 milljarða, minna má það nú ekki vera.

Núverandi ríkisstjórn hangir á bláþræði.

Það verður fróðglegt að sjá sem dæmi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í NA kjördæmi standa fyrir slíkum niðurskurði.

Ætli Njáll Trausti flugáhugamaður samþykki niðurskurð fjárveitinga til flughlaðsins eða menntamálaráðherra samþykkja niðurskurð til Dettifossvegar eða hringvegar í Berufirði.

Ef þessi þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru sjálfum sér samkvæmir munu þeir greiða atkvæði gegn þessum niðurskurði eða vera kallaðir ómerkingar annars.

Formaður samgöngunefndar er svo Valgerður Gunnarsdóttir þriðji þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjöræminu.

Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokki var kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á fundi nefndarinnar sem lauk rétt í þessu.

Það vantar ekki stórskotaliðið í kjördæmnið en gagnið af þeim er ekkert.

Þingmönnum BF og Viðreisnar er nokkuð sama, enginn þeirra býr í þessu kjördæmi. Nánast allir á Stór-Reykavíkursvæðinu.

Það er allt í sömu bókina lært hjá þessari ríkisstjórn.

Allt í tómu klúðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 818129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband