16.2.2017 | 20:07
Formaður atvinnuveganefndar þarf að kynna sér lög og reglur.
__________
Páll Magnússon formaður atvinnuveganefndar var í Kastljósi áðan.
Það var sláandi að heyra hvað formaðurinn var lítið upplýstur um skattalög og reglur um dagpeninga og hvað er fæðisfé og hverjir fá það.
Vitnaði ítrekað að ríkisstarfsmenn væru á öllu fríu allaf bara af því þeir væru á dagpeningum, virtist aldrei átta sig á muninum á þeim og fæðisfé.
Dagpeningar og fæðisfé er ekki sami hlutur og gilda ólík lög.
Mín stétt og margar aðrar fá greitt fæðisfé eins og sjómenn, af þeim er greiddur fullur skattur enda fæðisfé hluti af launagreiðslum.
Dagpeningar eru tilfallandi greiðslur vegna ferðalaga, einnig má framvísa reikningum fyrir slíkum ferðum.
Ef fæðisfé sjómanna verður gert skattfrjálst mun það speglast yfir á allar slíkar greiðslur í landinu og þær eru í flestum kjarasamningum.
Formaðurinn þarf að vita eina grundvallarreglu.
Fæðisfé er skattskylt samkvæmt skattalögum enda hluti af launagreiðslum. ( ekki bara hjá sjómönnum )
Dagpeningar eru ekki skattskyldir enda ætlað að mæta tilfallandi kostnaði á ferðalögum.
Vonandi verður þetta skýrara í huga formannsins eftir umræðuna þessa dagana.
En auðvitað væri það góð kjarabót fyrir alla launamenn að fæðisfé væri gert skattfrjálst.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2017 | 18:36
Ríkisstjórnarsáttmálinn í uppnámi.
____________________
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins, margir hverjir ætla ekki að styðja frumvarp jafnréttismálaráðherra og þar með að gera ekkert með ríkisstjórnarsáttmálann.
Auðvitað eru það mikil svik við samstarfsflokkana, Viðreisn og Bjarta framtíð.
En auðvitað vita þessir þingmenn að þrátt fyrir það munu samstarfsflokkanir taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti.
Þeir munu hanga á því eins og hundar á roði.
Þeir eru mjúkir ráðherrastólanir og kannanir sýna að líklegast væri að tveir þriðju ríkisstjórnarflokkanna dyttu af þingi ef kosið verður á næstunni.
Þess vegna ætla þingmenn Sjálfstæðisflokksins að gera lítið úr samstarfsflokkunum og fara sínar eigin leiðir.
Í reynd er þessi ríkisstjórn fallin þegar stjórnarþingmenn ætla ekki að styðja frumvarp ráðherra.
Viðreisn og Björt framtíð munu hanga á þessu ríkisstjórnarsamstarfi sama hvað ólyfjan Sjálfstæðisflokkurinn byrlar þeim.
Sorglegt hlutverk að vera í stöðu áhrifalausu hækjunnar.
![]() |
Styður ekki jafnlaunavottun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2017 | 14:13
Pólitíski vindhaninn Jón Gunnarsson
Fyrir nokkrum árum var boðuð gjaldtaka
á umferð í nágrenni Reykjavíkur. Mikil andstaða kom þegar fram og safnað var 41.000 undirskriftum og málið datt af dagsskrá.
Einn af helstu andstæðingum þessara hugmynda var Jón Gunnarsson alþingismaður.
Nú hefur nýr Jón Gunnarsson ráðherra boðað svipað og stefnir að peningaplokki af íbúum höfðuðborgarsvæðis og þeirra sem þar eiga leið um.
Auðvitað lendir þetta að mestu leiti á íbúum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélanna þó ráðherrann reyni að blanda ferðamönnum í málið, ferðamönnum sem eiga leið þar um einu sinni, tvisvar og kannski þrisvar.
Auðvitað vita allir að það bara til að drepa umræðunni á dreif að nefna það.
En nú hefur Jón Gunnarsson fyrrum aðþingismaður og nú ráðherra opinberað sig sem pólítískan vindahana sem snýr eins og vindurinn blæs.
Nú blæs hann með hagsmunum ráðherrans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2017 | 18:56
Sjálfstæðisflokkurinn boðar ofurskattlagningu - þjófnað.
__________________
Nýr samgönguráðherra boðar ofurskattlagningu á höfuðborgarbúa og þá sem eiga þar leið um.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því opinberað sig sem ofurskattlangingarflokk sem ætlar að beina þeirri skattlagningu sérstaklega að höfuðborgarbúum.
Hvort samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn taka undir þær hugmyndir, báðir örflokkarnir sem eru í hækjuhlutverki á þeim bænum, eru höfuðborgarflokkar og mega ekki við meiri flótta kjósenda sem þegar er búinn að koma þeim niður undir 5% markið með tilheyrandi falli af Alþingi.
Ef að líkum lætur eru þessar tillögur líklegar til að auka enn á misklíð í ríkisstjórninni og þeim flokkum sem að henni standa.
Það sér það hver maður að þar er grunnt á því góða í ýmsum málum.
Þessar hugmyndir ráðherrans eru í reynd galnar og það sér það hver maður að skattleggja vegfarendur á vegum sem þeir hafa þegar greitt með sköttunum sínum eru hreinn þjófnaður.
Það er þjófur í paradís samgönguráðuneytisins.
Sennilega kemst hann ekki upp með þessar hugmyndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2017 | 15:08
Veik ríkisstjórn á brauðfótum.
_____________
Ný ríkisstjórn hökktir af stað með minnsta fylgi nýrrar ríkisstjórnar frá upphafi mælinga MMR.
Langt frá því að ríkisstjórnin mælist með fylgi þeirra sem þó kusu þessa flokka, þar munar verulega miklu.
Traustið er greinilega mjög lítið og flestir vita af hverju það er.
Forsætisráðherrann sem farinn er að mismæla sig, er öllu trausti rúinn, Panamaskjöl og lygi eru slæmt veganesti fyrir oddvita ríkisstjórnar.
Samkvæmt MMR eru þegar farin 5% af Sjálfstæðisflokknum.
Formaður Bjartrar framtíðar skemmtir landsmönnum reglulega með furðulegum ummælum, síðast því að BF gaf engin kosningaloforð heldur höfðu einhverskonar kosningaviðmið svona til að hafa eitthvað. Formaður telur þar með að hann skuldi kjósendum ekki neitt og megi þar af leiðandi fara sem hækja inni stjórn Sjálfstæðisflokkanna. Skítt með þó flokkurinn hafi talað fjálglega um betri og heiðarlegri stjórnsýslu og styður svo Sjálfstæðisflokkinn í að taka sér alræðisvald í nefndakjöri á þinginu.
Sennilega var þetta með betri stjórnsýslu bara svona kosningahugleiðingar. Allt ekki nein svik að mati formannsins.
Litli Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú orðið minnsti flokkur á þingi og á sennilega ekkert eftir nema að klára málin og renna heim í Valhöll.
Öll stóru áformin um ESB og fleira fóru í gjald fyrir ráðherrastól fyrir formanninn.
Kjósendur sem létu blekkjast af fagurgalanum eru óðast að snúa baki við gömlu Sjálfstæðismönnum sem skrökvuðu því í kjósendur að þeir væri allt aðrir en þeir voru áður, eftir afturbataferli Viðreisnar. Sprenghlægilegt í ljósi undirlægjuháttar flokksbrotsins úr Valhöllu.
Nú eru landsmenn farnir að velta fyrir sér hversu lengi þessi afar veika og sundurlausa ríkisstjórn endist.
Sumir gefa henni séns frá á vor 2018, aðrir skemur.
![]() |
Lítill stuðningur við ríkisstjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2017 | 16:21
Viðreisn hrynur - veik ríkisstjórn.
( Fréttatíminn.is )
MMR gerði könnun sem lauk áður en ríkisstjórnarmyndun var lokið.
Þar kemur þó fram að kjósendur eru að byrja að átta sig á hvað er að gerast.
Fylgi Viðreisnar dalar um þriðjung og þeir myndu tapa þremur þingmönnum af sjö.
Flest bendir til að þessi útvöxtur Sjálfstæðisflokksins verði ekki langlífur enda seldi Viðreisn hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla.
Björt framtíð dalar en heldur fjórum þingmönnum. Er nú orðinn minnsti flokkurinn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar nokkuð miklu og þremur þingmönnum. Vafalaust á flokkurinn formanni sínum að þakka fylgishrunið, traust hans mælist líklega í pilsnertölum hjá landsmönnum.
Fylgi stjórnarflokkanna hefur dalað um 10% á frá kosningum og þingmannatala þeirra væri tuttugu og sex væri kosið nú.
Nýja ríkisstjórnin er sem sagt kolfallin samkvæmt MMR.
Íslandsmet í fylgishruni á jafn skömmum tíma ?
Sennilega.
Flestum ber saman um að þessi ríkisstjórn verði varla langlíf enda hveitibrauðsdagarnir engir, bara blákaldur veruleikinn og svikin kosningaloforð.
![]() |
VG bætir verulega við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2017 | 20:33
Níu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.
Í dag tók við ný ríkisstjórn.
Minnsti mögulegi meirihluti.
Stefnumálin öll frá Sjálfstæðisflokki.
Mál annarra annað hvort ekki með eða verða kannski skoðuð í lok kjörtímabilsins.
Tveir oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fýlu, meira að segja svakalegri fýlu.
Annar þeirra meira segja neitar viðtölum.
Samgönguráðherrann hefur greinilega ekki lesið sáttakaflan um Reykjavíkurflugvöll, ekki sáttatónn í því sem frá honum kom í dag.
En það sem er áhugaverðast við þessa ríkisstjórn að í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun á sami flokkurinn níu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Ekki alveg víst að þjóðin hafi gott af slíkri einokun eins flokks.
Þessari ríkisstjórn með eins manns meirihlutan stafar enginn hætta af útibúi flokksins eða tilberanum.
Innanmeinin eru í Valhöll, þau heita valdagræðgi og öfund.
Oddviti kjördæmis lýsir frati á formanninn.
Erfið mál að eiga við þegar meirihlutinn er einn maður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2017 | 16:21
Veiklundaðir hentistefnuflokkar.
_____________________
Þá liggur það fyrir sem kannski kemur ekki á óvart.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svínbeygt formenn Viðreisnar og BF.
Eftir stendur átta blaðsíðna plagg með almennu orðalagi og óljósum markmiðum.
Sjálfstæðisflokkurinn mun ráða öllu í þessari veiku ríkisstjórn og formenn hækjuflokkanna munu njóta augnabliksins og athyglinnar í nýju, fínu ráðherrastólunum sínum.
Viðreisn hefur opinberað sig sem hægri íhaldsflokk af sverustu gerð og Björt framtíð sem stefnulaust verkfæri hægri aflanna.
Það liggur þá fyrir, betur að kjósendur hefðu fengið að vita það fyrir kosningar, en falsið og gerfimálflutningurinn gekk upp.
Í síðustu kosningum var það Framsókn sem laug að kjósendum, núna eru það samvöxnu hægri-hækjurnar sem eiga það svið.
Jákvæða hliðin er aftur sú að þessi ríkisstjórn verður ekki langlíf, sennilega hefur aldrei verið mynduð veikari ríkisstjórn og sennilega aldrei stjórn um jafn lítið sem ekki neitt.
Óbreytt ástand er uppskrift þessa minnisblaðs sem þeir kalla stjórnarsáttmála.
![]() |
Svona verður skipting ráðuneyta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2017 | 17:59
Viðreisn svíkur kjósendur sína.
_______________________
Hin fullkomnu svik.
Viðreisn blekkti kjósendur sína með ákveðinni stefnu í ESB málum.
Nú er það mál úr sögunni korteri eftir kosningar, ráðherrastólar eru meira virði.
Viðreisn hefur því logið kjósendur sína fulla og núna dansa þeir valsinn með móðurflokknum, eins og ég reyndar spáðí og skrifaði um fyrir kosningar.
Viðreisn er siðlaus flokkur sem situr uppi með þá staðreynd að þeir lugu, prettuðu og sviku kjósendur sína.
Margir miðju og jafnaðarmenn trúðu því að hér væri kominn frjálslyndur miðjuflokkur.
Niðurstaðan er hækja Sjálfstæðisflokksins þar sem þingmenn flokksins eru þarna bara til að fullnægja persónulegum metnaði sínum.
Sorglegt.
![]() |
Evrópumálin sett á ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2017 | 11:08
Metnaðarleysi bæjarstjórnar Akureyrar - afturför um áratugi.
Um áramótin voru gerðar breytingar á stjórnsýslu Akureyrarbæjar sem hafa farið heldur hljótt.
Sumar þeirra eru hið besta mál en ein þeirra sérstaklega, er afturför um áratugi.
í fyrsta sinn í mannsaldur nánast er engin sérstök umhverfis-náttúruverndarnefnd á Akureyri, sveitarfélagi sem vill halda því fram að sé í forustu á landsvísu í þeim málaflokki. Í meirihlutasamkomulaginu var sérstaklega tekið fram að metnaður væri til að bærinn tæki forustu á landvísu með afgerandi hætti.
Hvað gera þá bæjarfulltrúar, leggja niður sérstaka umhverfisnefnd og gera umhverfismálin að hornkerlingu í mannvirkjaráði, málaflokki sem á fátt ef þá nokkuð sameiginlegt með umhverfismálum.
Mannval í þessa nýju mannvirkjanefnd sýnir okkur líka að fulltrúar þar hafa aldrei gert sig gildandi í umræðu um umhverfismálin á Akureyri.
Harðkjarna mannvirkjamenn, en lengi má manninn reyna og líklega látum við þau njóta vafans þar til kemur í ljós hvaða sinnu umhverfismálin fá í þessum bastarði sem þessi nefnd er.
Ég vil beina því til bæjarfulltrúa að þeir hugsi þessi mál upp á nýtt og sýni umhverfismálum meiri sóma og sinnu en gert er með þessari ógæfuákvörðun.
Ég nánast skammast mín fyrir hvernig þessum málum er fyrirkomið á Akureyri undir stjórn þeirra 11 bæjarfulltrúa sem þar sitja núna.
Ég gerði mitt besta að benda á þessi mistök en áhugi á að hlusta á mig var enginn, því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 820350
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar