14.10.2007 | 02:56
Fleiri gæðingar en framsóknargæðingar
Enn bætir í þetta endalausa REI hneyksli.. Stebbi félagi minn hér á blogginu ræddi um hóp fjárfesta, tengda Framsóknarflokkum og var mikið niðri fyrir. Hann mat það svo að þar færu góðkunningjar Binga og líklega fer hann nærri um það.
En hvað með alla hina sem eiga enn meira en þessi Finns Ingólfssonar hópur sem á einhver 3% og svo eitthvað meira til. Þarna eru stórmógúlar tendir Sjálfstæðisflokknum og mér þykir einhvernvegin meiri lykt af því en hlut Björns Inga. Ef Orkuveitan hefði selt sinn hlut eins og borgarstjórnarflokkur Sjalla lagði til hefðu fjárfestar úr hópi stærri fjárfesta öðlast forkaupsrétt á þeim hlut. Það skyldi þó aldrei vera að gagrýni Stebba Fr. hitti fyrir hans eigin flokk.
Hver sem sannleikurinn er í þessu máli öllu verður hann að koma upp á yfirborðið, það er skítalykt af þessu máli eins og þeir segja stundum Spaugstofumenn sem fóru á kostum í kvöld sem leið.
![]() |
Stefnt að því að margfalda eignir REI á tveimur árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2007 | 19:47
Kjúklingar
Málefni Orkuveitu Reykjavíkur taka sífellt á sig nýja mynd. Gísli Marteinn Baldursson, sem átti reyndar að vera með mér á umhverfisþingi en mætti ekki, var í fréttum áðan og lýsti því fullur heykslunar að borgrafulltrúar hefðu ekki vitað af tuttugu ára skuldbindingu veitunnar við Rei.
Ég tek undir með borgarfulltrúanum að þetta er náttúrulega með eindæmum. En ég spyr hann þá á móti, hvar voru fulltrúar borgarinnar og flokkana í stjórn Orkuveitunnar og þögðu þunnu hljóði. Ég veit ekki betur en Villi væni hafi verið á fundinum þegar þetta var samþykkt. Kannski gleymdi hann að segja Gísla og öllu hinum frá þessu eða hann skildi ekki málið. Samningurinn var víst að ensku.
Eftir því sem upplýsingum fjölgar er þjóðinni að verða ljóst að stjórnmálamennirnir í Reykjavík hafa verið kjúklingar í höndunum á fjárplógsmönnunum sem plötuð þá upp úr skónum. Gísli Marteinn og félagar voru sniðgengnir snyrilega af manninum sem þeir treysta allra manna best og keppast við að lýsa trausti til. Auðvitað vissi Vilhjálmur þetta og það verður gaman að fylgjast með hvernær Sjallar viðurkenna hversu ósvífinn hann var.
![]() |
Tuttugu ára skuldbinding ekki kynnt fyrir borgarfulltrúum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2007 | 18:41
Hrikalegt ástand á Akureyrarflugvelli.
Ég var að koma úr flugi áðan. Ég fór suður í gær og ætlaði aldrei að finna bílastæði til að skilja eftir bílinn á..asnaskapur að láta sér detta í hug að reyna þetta. Það var slæmt ástand í gær en margfalt verra þegar ég kom áðan. Bíllinn minn var vandlega lokaður inni því fólk hafði af algjöru tillitsleysi lokað inni þá bíla sem fyrir voru. Búið var að leggja aftanvið, framanvið og allt um kring. Ekki veit ég hvenær ég næ bílnum aftur. Líklega verð ég að óska eftir því við lóðarhafa að þeir sjái til þess að ég nái bílnum mínum aftur því ástand á lóðum er á ábyrgð lóðarhafa.
Ástæður þessa eru framkvæmdir við bílastæði flugvallarins sem hafa staðið vikum saman og mér sýnist að með sama hraða og áframhaldi muni þetta ástand verða viðvarandi næstu mánuði. Verktakinn virðist ekki hafa yfir miklum mannskap að ráða og þarna eru örfáar hræður að gaufa og verða það örugglega lengi áfram ef heldur áfram sem horfir.
Að öllu gamni slepptu. Þetta er algjörlega óviðunandi að ekki sé drifið í að koma málum í lag þarna og í það minnsta reynt að hafa stjórn á því hvernig er lagt og hvar meðan þetta ástand varir. Þetta er aðalsamgönguæð bæjarins og ástandið umhverfis hana er fyrir neðan allar hellur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2007 | 17:03
Gott mál
Það var ljóst að Sjálfstæðismenn voru búnir að missa öll tök á aðstæðum. Það er rétt sem sagt er að flokkurinn var ekki stjórntækur lengur og glundroði og lausatök hafa einkennt síðustu daga. Björn Ingi virðist hafa metið stöðu svo að ekki væri lengur vært í samstarfi við Sjalla. Ef svo er þá er ekki undarlegt að svona fari.
Nýr borgarstjóri Dagur B Eggertsson hefur tekið við stýrinu og ég treysti honum afar vel til þess. Mér þykir líklegt að áherslur breytist við stjórn borgarinnar við þessi skipti. Vilhjálmur er gamaldags hófsamur stjórnmálamaður en var ofurliði borinn af frjálshyggjuhugsun samverkamanna sinna. Margir höfðu stórar áhyggjur af því hvert stefndi með orkulindir okkar og manni eiginlega léttir að stuttbuxnaliðið var sett út fyrir hliðarlínuna.
Nú er að sjá hvað breytist og ég hef mikla trú á að stjórn borgarinnar verði á félagshyggjunótum og með hagsmuni fólksins að leiðarljósi.
![]() |
Samkomulag um nýjan meirihluta handsalað klukkan 14 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2007 | 08:50
Hvaða hagsmuna er ráðherra að gæta ?
Ráðherrar eiga að vinna samkvæmt bestu skynsemi og eiga að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Hvaða leiðarljós er það sem Einar K Guðfinnsson hefur í þessu máli ?
Er þetta hagkvæmt út frá fjárhagslegum hagsmunum ? Svar örugglega nei.
Er þetta hagkvæmt með tilliti til nýtingar tækja og mannskaps ? Svar örugglega nei.
Er þetta hagkvæmt hvað varðar álit þjóðarinnar út á við ? Svar örugglega nei.
Er þetta þjóðhagsleg nauðsyn ? Svar örugglega nei þegar heildaráhrif eru metin.
Gengur ráðherra erinda þrýstihóps ? Svarið er örugglega já.
Þetta eru niðurstöður sem enginn mótmælir og meginrök þeirra sem þarna eiga hlut að máli að þetta byggi á þjóðernistolti og því að hvalir éti fisk. Mér finnast þessi rök fráleit og undarlegt að alvöru ráðherra hafi ekki meiri hæfni til að greina kjarnan frá hisminu. Einar K gengur erinda flokksbróður síns hjá Hval hf. Hann vill nota úrelta og sennilega vafasama báta sem eru komnir á seinnipartinn í að verða aldargamlir. Mannskapurinn sem kann þetta er löngu farinn í annað og flestir komnir á eftirlaun.
Þetta mál er fáránlegt og ekki nokkur skynsemis glóra í að reka það með þessum hætti. Ég veit að japanir hætta ekki áliti sínu útávið með því að þjóna geði ráðherra og HVALS HF. Bandaríkjamenn munu aldrei líða það að nýlenda þeirra í Kyrrahafinu kaupi fáein kíló af hvalkjöti af ráðherra sjálvarútvegsráðherra á Íslandi sem er eingöngu að láta undan pólitískum þrýstingi innan eigin flokks.
![]() |
Segist vona að samningnum við Japan um hvalkjöt ljúki brátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 16:43
Trúverðugt ?
Málefni erlendra verkamanna hafa verið í deiglunni lengi. Nú er komið upp mál á Austurlandi þar sem fyrirtæki, GT verktakar eru ásakaðir um falsanir og svindl á erlendum verkamönnum. Þeir vísa frá sér ábyrgð á hendur erlendrar starfsmannaleigu sem síðan kemur í ljós að þeir eiga sjálfir. Auðvitað er eðlilegt að slíkt verði tekið til rannsóknar og málflutningur fyrirtækisins er ekki trúverðugur fyrir okkur leikmenn þegar slíkar staðreyndir eru upplýstar.
Svo kemur þessi skondna yfirlýsing frá fulltrúa starfsmanna þar sem fyllsta trausti er lýst og fyrirtækinu hælt mjög. Það getur vel verið að allt í þessari yfirlýsingu sé satt og rétt en ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að svona er lítt viðeigandi.
Hversu trúverðugt er þegar starfsmenn fyrirtækis taka að sér að mæra það og verja. Menn sem eiga allt sitt undir að fyrirtækið sé þeim velviljað skrifa auðvitað hvað sem er. Ég efast ekki um að þessi yfirlýsing er vel meint framtak en fyrir okkur sem horfum á þetta utanfrá er þetta ekkert sérstaklega trúverðugt. Þetta mál verður að rannsaka ofan í kjölinn því þessar ásakanir eru alvarlegar og því miður ríma nokkuð við það sem við höfum séð í þessum bransa að undanförnu.
![]() |
Yfirlýsing frá almennum starfsmönnum GT verktaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2007 | 08:53
Framsóknarflokkurinn in memoriam.
Hvað er hægt að gera ? Þjóðin losaði sig við Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn en enn dúkkar hann upp í spillingar of fyrirgreiðsluatinu miðju. Hvað skyldi valda því að menn tengdir þessum flokki eru skyndilega svona áberandi í þessu ? Framsóknarflokkurinn hefur verið við völd meira og minna í meira en hálfa öld og það án þess að hafa nokkurn raunverulegan grundvöll sem alvöru stjórnmálaflokkur. Þetta hafa miklu heldur verið hagsmunasamtök og fyrigreiðslusapparat.
Framóknarflokkurinn kom upp á yfirborðið sem svona flokkur þegar kaupfélögin og Sambandið lognuðust útaf í lok síðustu aldar. Þá birtist þetta lið úti á mörkinni og tók til við að raka til sín fé og fyrirgreiðslu. En hvers vegna akkúrrat þá ? Auðvitað var þetta ekkert nýtt. Þessi spilling þreifst auðvitað innan kaupfélaga og Sambandsrammans. Það voru kaupfélögin, Samband íslenskra samvinnufélaga og bændasamtökin sem fjármögnuðu Framsóknarlflokkinn og í staðinn stóð flokkurinn vörðu um kerfi það sem tryggði þessum fyrirbærum forgangsaðstöðu í íslensku þjóðfélagi.
En svo kláruðust peningarnir og kaupfélögin og sís urðu gjaldþrota og þá var að snúa sér annað í peningaleit. Eintaklingar og lykilmenn í flokknum komu sér fyrir í einkavæðingarferlinu miðju og tryggðu það að þeir og flokkurinn fengju áfram það sem Sísveldið skaffaði í áratugi.
Gallinn við þetta var að þetta var miklu meira áberandi en áður var hægt að athafna sig innan veggja sambandsins. Smátt og smátt fóru kjósendur að taka eftir því fyrir hvað og hvernig flokkur Framsóknarflokkurinn var. Ef ekki hefði komið til að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sér hag í að vinna með Framsókn væri lengra síðan áhrif dvínuðu. Það fer ekki framhjá nokkrum manni að áhrifamenn á vegum Framsóknar hafa hagnast langt út fyrir allt velsæmi og eru ekkert að leyna því. Flottræfilsháttur sumra þeirra er slíkur. Hversu mikið af þessum auði er komið úr slátri SÍS og hvað úr einkavæðingu ríkisfyrirtækja kemur líklega aldrei í ljós.
Nú er Framsóknarflokkurinn hruninn og kjósendur hafa fengið nóg að þessu sjónarspili sem einkennt hefur síðustu árin. Spilling, fyrirgreiðsla og auðsöfnun manna innan Framsóknarflokkins hefur loks gengið fram af fólki.
En enn má sjá leyfar Framsóknarmanna við völd. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, 6% maðurinn Björn Ingi er trúr uppruna sínum og heldur áfram á þeirri braut sem eyddi fylgi flokksins. Sjálfsæðisflokkurinn telur sér akk í að veita honum aðgang að kjötkötlunum í borginni og hann svo sannarlega notfærir sér það.
Það vonandi að þarna séum við að horfa á síðustu andartök framsóknarmanna við völd. Þjóðin hefur hveðið upp sinn dóm yfir verkum flokksins með að senda hann niður í bjórlíkisfylgi. Vonandi að Sjálfstæðismenn í borginni átti sig á ábyrgð sinni þegar þeir tryggja áframhaldandi Framsóknarvinnubrögð við stjórn borgarinnar.
![]() |
Björn Ingi kveðst hafa fullt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2007 | 07:46
Pólitíkusar að bjarga eigin skinni.
Þá er þetta mál að komast í hefðbundinn farveg. Stórnmálamennirnrir úr Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hamast nú við að bjarga eigin skinni. Í stað þess að axla ábyrgð að mistökum sínum sem þeir Vilhjálmur og hinn ótrúlega spillti Björn Ingi viðurkenndu þó í gær, er greinilega verið að undirbúa aftökur stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur. Þegar hafa hákarlarnir aflífað eitt hornsíli sem er Haukur Leósson stjórnarformaður veitunnar. Þetta er eiginlega aumkunarvert yfirklór og allir sem með þessu fylgjast sjá hráskinnaleik þessara manna.
Á meðan á þessu stendur fitnar Bjarni Ármannsson á gróðabrölti sínu og ráðgjafi hans í ferlinu Árni Magnússon framsóknarmaður hjá Glitni bíður eftir að stíga fram í dagsljósið. Ég veit ekki hvort þeir ætla sér að toppa Finn Ingólfsson framsóknarmann sem hagnaðist duglega á einkavæðingu Búnaðarbankans. Ef þetta ferli er ekki í ætt við ferlið sem hófst í dauðastríði Sovétríkjanna sálugu má ég hundur heita.
En hverjir tapa svo á þessu öllu saman. Það er hinn almenni borgari sem á þessi fyrirtæki sem óhugnarlegir gróðapungar og fjárplógsmenn hafa yfirtekið. Það er synd að jafn góð hugmynd og þetta raunverulega er skuli hafa slíka ásýnd sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga
![]() |
Orkuveitan undir smásjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 16:09
Brandari aldarinnar
Hvernig stendur á því að þetta kemur mér ekki á óvart ? Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna verður að athlægi um allt land. Hverjir haldið þið að trúi þessari niðurstöðu ? Þetta er greinilega músahópur sem lýtur flokksaga og það kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. Allt svona er bælt niður í Sjálfstæðisflokknum og einstaklingum er gert að hlýða.
Vilhjálmur stóð sig fínt og Haukur stjórnarmaður stóð sig bara alls ekki illa. Hvað voru menn þá að ropa allan helgina og blása upp ef allt var svona stórfínt. Öll þjóðin er að springa úr hlátri eins og goðið undir svörtuloftum um daginn.
Þetta er aumkunaverð niðurstaða og þegar á allt er litið hafa Reykvíkingar tapað á vesælum borgarfulltrúum sem þora ekki að takast á við mistök og spillingu samflokksmanna sinna. Kjósendur í Reykjavík hljóta að naga sig í handarbökin að hafa kosið þetta yfir sig.
Og nú er að sjá hvort Framsóknarmenn fyrirgefi ekki Binga sömu yfirsjónir og Sjallar Villa væna
![]() |
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 07:35
Er þeim sætt ?
Þetta mál vindur stöðug upp á sig. Lýsing á atburðarás sem hér kemur fram í fyrsta sinn sýnir svo ekki verður um villst að óvsvífnin og spilling þessara manna sem leiddu ferlið er með ólíkindum. Að mínu viti er algjör trúnaðarbrestur milli kjósenda í Reykjavík og þessar tveggja pólitíkusa sem unnu að þessu bak við tjöldin.
Ég eiginlega er bloggstopp vegna þessa máls og er það ferkar sjaldgæft. Hvernig geta menn verðið svona ótrúlega dómgreindarlausir ?
Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi geta raunverulega ekkert gert annað en sagt af sér slíkur er trúnaðarbresturinn. Þeir hafa ekki eingöngu farið bak við félaga sína í flokkunum heldur hafa þeir brugðist trausti kjósenda í Reykjavík. Þó svo þeir reyni að hanga áfram í embættum hefur staða þeirra gjörbreyst og engin treystir þeim lengur til heiðarlegra starfa.
Svo er það aftur á móti athyglisvert að Sjallar í Reykjavík hafi látið sér detta í hug að taka upp samstarf við VG..... það segir meira en mörg orð um framtíðarsýn sjallanna í borginni. Skyldu Vinstri grænir hafa vitað af þessum pælingum ?
![]() |
Átti að vaða yfir okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar