Framsóknarflokkurinn in memoriam.

Hvað er hægt að gera ? Þjóðin losaði sig við Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn en enn dúkkar hann upp í spillingar of fyrirgreiðsluatinu miðju. Hvað skyldi valda því að menn tengdir þessum flokki eru skyndilega svona áberandi í þessu ? Framsóknarflokkurinn hefur verið við völd meira og minna í meira en hálfa öld og það án þess að hafa nokkurn raunverulegan grundvöll sem alvöru stjórnmálaflokkur. Þetta hafa miklu heldur verið hagsmunasamtök og fyrigreiðslusapparat.

Framóknarflokkurinn kom upp á yfirborðið sem svona flokkur þegar kaupfélögin og Sambandið lognuðust útaf í lok síðustu aldar. Þá birtist þetta lið úti á mörkinni og tók til við að raka til sín fé og fyrirgreiðslu. En hvers vegna akkúrrat þá ? Auðvitað var þetta ekkert nýtt. Þessi spilling þreifst auðvitað innan kaupfélaga og Sambandsrammans. Það voru kaupfélögin, Samband íslenskra samvinnufélaga og bændasamtökin sem fjármögnuðu Framsóknarlflokkinn og í staðinn stóð flokkurinn vörðu um kerfi það sem tryggði þessum fyrirbærum forgangsaðstöðu í íslensku þjóðfélagi.

En svo kláruðust peningarnir og kaupfélögin og sís urðu gjaldþrota og þá var að snúa sér annað í peningaleit. Eintaklingar og lykilmenn í flokknum komu sér fyrir í einkavæðingarferlinu miðju og tryggðu það að þeir og flokkurinn fengju áfram það sem Sísveldið skaffaði í áratugi.

Gallinn við þetta var að þetta var miklu meira áberandi en áður var hægt að athafna sig innan veggja sambandsins. Smátt og smátt fóru kjósendur að taka eftir því fyrir hvað og hvernig flokkur Framsóknarflokkurinn var. Ef ekki hefði komið til að Sjálfstæðisflokkurinn teldi sér hag í að vinna með Framsókn væri lengra síðan áhrif dvínuðu. Það fer ekki framhjá nokkrum manni að áhrifamenn á vegum Framsóknar hafa hagnast langt út fyrir allt velsæmi og eru ekkert að leyna því. Flottræfilsháttur sumra þeirra er slíkur. Hversu mikið af þessum auði er komið úr slátri SÍS og hvað úr einkavæðingu ríkisfyrirtækja kemur líklega aldrei í ljós.

Nú er Framsóknarflokkurinn hruninn og kjósendur hafa fengið nóg að þessu sjónarspili sem einkennt hefur síðustu árin. Spilling, fyrirgreiðsla og auðsöfnun manna innan Framsóknarflokkins hefur loks gengið fram af fólki.

En enn má sjá leyfar Framsóknarmanna við völd. Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, 6% maðurinn Björn Ingi er trúr uppruna sínum og heldur áfram á þeirri braut sem eyddi fylgi flokksins. Sjálfsæðisflokkurinn telur sér akk í að veita honum aðgang að kjötkötlunum í borginni og hann svo sannarlega notfærir sér það.

Það vonandi að þarna séum við að horfa á síðustu andartök framsóknarmanna við völd. Þjóðin hefur hveðið upp sinn dóm yfir verkum flokksins með að senda hann niður í bjórlíkisfylgi. Vonandi að Sjálfstæðismenn í borginni átti sig á ábyrgð sinni þegar þeir tryggja áframhaldandi Framsóknarvinnubrögð við stjórn borgarinnar.


mbl.is Björn Ingi kveðst hafa fullt umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

flottur pistill Jón.

Óskar Þorkelsson, 9.10.2007 kl. 10:37

2 identicon

Var ekki sagt að það væri jafn erfitt að losna við Framsókn og ákveðin búfjársjúkdóm?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 818232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband