Hjólin stöðvast enn einu sinni á Hjalteyri

Hljóða verksmiðjanÉg fékk mér bíltúr á Hjalteyri í dag. Það var frábært verður, skafheiðríkt og nokkuð hlýtt. Sérkennilegt hvernig snjórinn hefur lagst í þessu síðasta hreti. Alveg snjólaus fjörðurinn að norðan frá Hjalteyri og innúr og síðan autt frá Svalbarðsströnd og innúr að austan. Annars snjór. Gerfihnattarmyndin hjá Einari Sveinbjörns sýnir þetta sérstaklega vel.

http://esv.blog.is/blog/esv/

 Það var kyrrtlátt á Hjalteyri í dag. Alllir hjallar tómir og Samherji hættur að vinna skreið í gömu verksmiðjunni. Hún var byggð á nokkrum mánuðum 1937. Byggingaleyfi gefið út í febrúar og byrjað í mars. Bræðsla hófst síðan í júní um sumarið. Kveldúlfur var jafn fljótur að koma sér fyrir eins og hann var fljótur burtu þegar hentaði. Það á kannski svipað við í dag.

Enn er samt lúðueldi á staðnum en kaffi Lísa hefur lokað og var auglýsti til sölu einhverntíman ef ég man rétt. Það er ekki stabilt vinnuumhverfið á henni Hjalteyri. Mér skilst að enginn hafi þegið boð Samherja um vinnu á Dalvík að þeim sem misstu vinnuna á Hjalteyri en það sér nú kannski ekki alveg fyrir endan á því enn sem komið er.

Gamla verksmiðjan kúrði tóm og hljóð í sólinni í dag. Lónið var spegilslétt í logninu og veröldin var óumræðilega fögur þarna við vestanverðan Eyjafjörðinn.

 


Plataðir og dregnir á asnaeyrunum.

Þetta er mikið drama og er Sjöllum og Framsókn erfitt. Oddvitar flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur hafa orðið að alvarleg siðferðisleg mistök og vart hægt að sjá að þeir nái fyrri stöðu hvað varðar álit og orðspor.

Þetta mál allt ber vott um þá græðgisvæðingu sem tröllríður þjóðfélaginu. Mér hefur verið heldur hlýtt til Bjarna Ármannssonar fram að þessu en mér finnst hann maður að minni eftir þessa atburði og virðist sami græðgisgoggurinn og nýrríku upparnir sem græddu á einkavæðingu ríksisfyrirtækja. Margur verður að aurum api er sannarlega það sem við á í þessum flokki manna.

Björn Ingi og Vilhjálmur eru pólitískt stórskaddaðir eftir þetta mál og hafa orðið opinberir að ótrúlegu dómgreindarleysi. Bara siðleysið í kringum kaupréttarsamningana segja okkur að þeir viti ekki stöðu sína og hlutverk sem kjörnir fulltrúar fólksins. Nýrríkur uppaflokkur hefur platað þá út á veikan ís og þeir duttu báðir á bólakaf í spillinguna. Ljótt að þetta fréttist allt saman annars hefði nú verið gaman að lifa.


mbl.is Þorgerður Katrín: Of geyst farið í samruna GGE og REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Antonov gamlar og úr sér gengnar ?

Það hefur verið nokkur skemmtan fyrir okkur sem höfum áhuga á flugvélum að fylgjast með flugi Antonov véla frá Akureyri. Fyrir ekki svo löngu síðan flugu samskonar vélar tugi ferða til Grænlands með varning. Honum var siglt hingað og svo flogið héðan með svona vélum. Það var sérkennilegt að fylgjast með flugtaki og lendingum ... einhvernvegin var ekki 21. öldin.

Antonov 12 vélar voru framleiddar í Sovétríkjunum frá 1957 til 1973 og eru því allra yngstu vélar af þessari gerð 34 ára gamlar. Það þykir nokkuð hár aldur á flugvélum og vafalaust eru lönd þau sem reka þessar afdönkuðu herflutningavélar fræg fyrir annað en nákvæmt viðhald og eftirlit. Hér er aðeins nánar um þessar flugvélar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Antonov_An-12

Það eru síður á netinu þar sem sem fylgst er með flugóhöppum í heiminum. Þar eru Antonov flugvélar algeng sjón. Sem dæmi hafa verið skráð 19 flugslys frá því í lok júní 2007 og þar hafa Antonov vélar átt hlut að máli 5 sinnum eða 25 % flugslysa á því tímabili. Þetta er afar hátt hlutfall því flugvélategundir skipta hundruðum í notkun í heiminum í dag. Mörg þessara flugslysa eru í Afríku og virðist sem þar sé helst leyft að nota þessa flugvélategund.

http://planecrashinfo.com/recent.htm

Líklega væri öruggara og auðveldara fyrir þetta ágæta flugfélag að finna sér nútímalegi og öruggari flugvélar. Til dæmis mætti leita sér að Hercules vélum sem eru algeng tegund í slíkum flutningum í dag.

http://www.gizmohighway.com/transport/lockheed_hercules.htm

 

 

 


mbl.is Bann sett á vél Norðanflugs af öryggisástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ótrúlegt.

Þetta mál virðist vera að vinda upp á sig. Borgarstjórinn á í vök að verjast og Sjálfstæðismenn virðast vera að fara í límingunum. Heimdallur lætur Villa karlinn heyra það í ályktun og fleiri tjá sig á bloggsíðum í svipuðum dúr.

Eiginlega er ótrúlegt hversu klaufalega er að þessu staðið og maður spyr sig hvort borgarstjóri hafi ekki hreinlega verið plataður. Hann hefur fram að þessu ekki sýnt mikil klókindi þegar stjórnmál eru annars vegar. Kannski er þarna komin ástæðan fyrir að Davíð Oddsson hélt honum alltaf frá völdum og áhrifum.

Svo er það hlutur Björns Inga. Það er með ólíkindum hvað sá maður hefur náð að moka undir sig að völdum og peningum. Hann situr í nefndum, stjórnum og ráðum hringin í kringum borðið og fær ofurgreiðslur fyrir eitthvað úr öllum áttum. Ef þetta er ekki að nýta sér aðstöðu til að ná sér í penginga á kostnað skattborgaranna er ekkert slíkt til. Mér þætti gaman að vita úr hversu mögrum kjötkötlum hann fær greitt fyrir aðstöðu sína sem fjórða hjól Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það er örugglega ekki lítið.

Kannski er málið að þessi drengur sem gerir allt fyrir völd hafi tangarhald á gamla góða Villa. Kannski er það hann sem á stóran þátt í þessari atburðarás. Hann hefur heldur ekki haft neinn smáræðis læriföður þarna í Framsóknarflokknum. Alfreð Þorsteinsson hefur löngum verið talinn meistari baktjaldamakksins. Er það von að Villi karlinn átti sig á svona nýmóðins framsókarfrjálshyggjumanni.


mbl.is VG í Reykjavík tekur undir gagnrýni á samruna orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heybrækur Sjálfstæðisflokksins.

Rétt ég er sammála því að það eigi að fara með málið fyrir dómstóla. Vilhjálmur fann sér hæstaréttarlögmann sem hlýddi því sem fyrir hann var lagt. Ótrúlega siðlaust af þessum virðulega lögmanni og honum til skammar. Til hvers halda menn að lög um fundi og fundarsköp séu sett. Það er til að allir sem málið varðar sitji við sama borð og þeir sem til fundar boða. Ég er eiginlega orðlaus að heyra málflutning mannsins. Kollegar hans eru lítt hrifnir af honum margir heyrist mér.

Og svo er það hinn kapítuli málsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru galnir og mjög hneykslaðir og reiðir. En enginn þeirra þorir að koma fram undir nafni og reifa skoðanir sínar. Borgarstjórinn virðist hafa það vald yfir þeim að þeir kjósa að tjá sig við fjölmiðla undir nafnleynd. Þetta finnst mér ótrúlegur aumingjaskapur og segir meira en mörg orð um Sjálfstæðisflokkinn og þau vinnubrögð sem þar tíðkast.

Þetta er samt ekkert sérstaklega flókið fyrir gamla góða Villa að finna út hverjir eru svona óánægðir með hann. Þeir eru ekki svo margir borgarfulltrúarnir. Reykvískir kjósendur Sjálfstæðisflokksins virðast hafa kosið borgarfulltrúa sem þora að vera reiðir undir nafnleynd en opinberlega þora þeir ekki að taka á málum. Ef ég væri Sjalli væri ég enn fúlli með heybrækurnar en borgarstjóra þó svo hann hafi farið út fyrir öll velsæmismörk.


mbl.is Vilja fara með Orkuveitufund fyrir dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átak í umhverfismálum.

19th century romanceÍ síðustu viku fórum við félagarnir ég og Jón Birgir verkefnisstjóri umhverfismála til Kolding í Danmörku og kynntum verkefni þau sem valin voru hér í tengslum við endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika. Aðeins af heimasíðu Akureyrar.

" Akureyrarbær tekur þátt í samnorrænu verkefni sem fjallar um verndun og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika ásamt 12 öðrum sveitarfélögum af Norðurlöndunum. Verkefnið hófst árið 2006 og verður framhaldið til ársins 2010. Hvert sveitarfélag fyrir sig hefur nú skilgreint þrjú verkefni sem þau munu vinna að og voru þau kynnt á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna í Kolding í Danmörku dagana 26. – 29. september sl.

Á fundinum kynnti Akureyrarbær þrjú verkefni sem sveitarfélagið mun vinna markviss að til ársins 2010. Í fyrsta lagi er um að ræða endurheimt gróðurlendis á Glerárdal, þ.e. að loka sorphaugunum, jafna jarðveginn, sá í hann og opna svæðið almenningi.

Í öðru lagi aðgerðir gegn útbreiðslu Skógarkerfils í Hrísey og endurheimt gróðurlendis í eyjunni.

Að síðustu var kynnt endurheimt votlends í Naustaborgum með það að markmiði að auka fuglalíf. Það verður m.a. gert með því að fylla upp í skurði og fá þannig aftur það vatn sem áður var þurrkað upp.

Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Jón Ingi Cæsarsson formaður skipulagsnefndar og varaformaður umhverfisnefndar kynntu verkefnið fyrir hönd Akureyrarbæjar."

Hér lýkur tilvitnun í heimasíðu Akureyarkaupstaðar. Þessi ferð okkar Jónana var skemmtileg og gefandi og við urðum vel varir við að þau verkefni sem við ætlum að takast á við næstu þrjú árin í verkefninu countdown 2010 vöktu mikla athygli. 

Myndin hér að ofan er tekin í miðborg Kolding sem er afar snyrtileg og falleg borg á Jótlandi. Það er afar þægilegt fyrir okkur íslendinga að flugfélagið Iceland Express flýgur beint til Billund á Jótlandi sem auðveldar mjög ferðir til þess hluta Danmerkur.


Fyrirgreiðsla og spilling ?

Það kemur ekki á óvart að fyrirtæki sækist eftir að komast inn í íslenska orkugeiran. Það kemur heldur ekki á óvart að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn gefi tækifæri á að slíkt eigi sér stað.

Það sem kemur aftur á móti óvart hversu purkunarlaust er unnið er að þessu máli. Borgarstjóri hefur að mínu viti misnotað gróflega stöðu sína til að búa til atburðarás sem lyktar af spillingu um gáttir og dyr. Ólyktin magnast síðan um allan helming þegar upplýsist að lykilmenn í þessari atburðarás fá að kaupa hlutabréf í fyrirbærinu á algjöru undirverði.

Það skyldi þó aldrei vera að gamli góði Villi sé bara spilltur kommissar sem misnotar aðtöðu sína og vald ? Mér sýnist að þarna sé kominn verðgur arftaki Alfreðs frammsókargúrus í vafasömu bissness. Í það minnsta eru félagar gamla góða Villa snargalnir og mikið má ganga á áður en Sjálfstæðismenn láta í ljósi skoðun sína opinberlega eins og nú er að gerast. Gamli góði Villi virðist hafa spilað á bak félaga sinna í borgarstjórninni og ljóst að erfitt verður fyrir karlinn að þvo af sér þann spillingarstimpil sem hann hefur nú fengið.

Allt þetta mál ber vott um flýti og baktjaldamakk. Enn einu sinni verðum við vitni að því að misvitrir stjórnmálamenn gefa fjármálaköllum eigur almennings. Bankarnir og síminn eru ekki gleymdir og nú er komið að því að spilltir hægri stjórnmálamenn færi auðmönnum næstu gjöf og fái smárræði fyrir í hlutabréfum á undirverði.


mbl.is Vilhjálmur: Kannast ekki við að hart hafi verið sótt að mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikskólavandinn og formaður leikskólaráðs Reykjavíkur

Ég var hugsi í gær. Verið var að ræða við formann leikskólaráðs Reykjavíkur um vanda leikskólanna og starfsmannaskort. Ég hrökk við þegar ég heyrði að þessi ágæti formaður taldi lausn vandans felast í fjölgun einkarekinna leikskóla. Það er gott og blessað og kannski eðlilegt að bláeygur sjálfstæðismaður segi svona. En hvað þýðir það þegar menn hugsa á þessum nótum og sjá ekki útfyrir kennisetningar frjálshyggjunar.

Hvernig á einkarekstur eða einkavæðing að bjarga málum í þessum málaflokki ? Ástæður þess að fólk fæst ekki til starfa í leikskólum eru vafalaust nokkrar. Stóra ástæðan eru væntanlega að laun eru ekki samkeppnishæf miðað við það sem fólk getur fengið í öðru. Það þýðir væntalega að formaður leikskólaráðs gerir ráð fyrir að einkarekinn leikskóli greiði starfsmönnum hærri laun en leikskóli á vegum hins opinbera. Það þýðir væntanlega líka að þá verða leikskólagjöld á einkareknum leikskóla hærri en á almennum skólum.

Þegar svo er komið fara bestu starfsmennirnir af opinberu skólunum yfir á þá einkareknu því væntanlega vilja einkareknir leikskólar fá vant og hæft fólk og fá það er þeir borga betur. Eftir stendur þá að ekki fæst fólk til að fylla í þær eyður sem myndast ef laun hafa ekki lagast í opinbera kerfinu. Þá segir formaðurinn væntalega að þá verði bara að hækka launin þar. Gætum við þá ekki sparað okkur þessa einkavæðingu hvort sem er. eða ætlar formaður leikskólarráðsins að einkavæða og einkareka alla leikskóla. Það verður seint tel ég.

Ef sú leið yrði farin sem sjálfstæðismenn dreymir um munu þeir sem eiga nóga peninga hafa börnin sín á einkareknum leikskólum þar sem þeir greiða hærra gjald fyrir þjónustuna. Skemmst er að minnast að Hjallastefnan fékk heimildir til að hafa 15% hærra gjald hjá sér en almennir skólar.

Þeir sem ekki hafa efni á að greiða þetta hærra gjald verða að hafa börnin sín á almennum skólum sem ef til vill munu áfram búa við starfsmannaskort og vandræði því seint mun hið opinbera fara í launasamkeppni við almenna markaðinn og fjárfesta. Það munu því verða til tvær þjóðir í þessu landi enn frekar en nú er .... börnin sem alast upp á "fínu" leiksskólunum þar sem alltaf er fullmannað og svo hinir sem búa við óryggi og allt annað umhverfi en þeir sem aurana eiga.

Væri ekki nær að takast á við vandann í heild sinni frekar en trúa því að lausn sé í því fólgin að flytja hluta vandans í annað kerfi og skilja hitt eftir á sama stað. Það eru engar lausnir í því fólgnar að búa til forréttindahópa.

Það er líklega draumur þessa ágæta formanns leikskólarráðs Reyjavíkur að hér á Íslandi verði þjóðfélag eins og í Bandaríkjunum, þeir ríku lifa í vellystingum praktuglega en þeir sem minna eiga fái mola þá sem hrjóta af borði þeirra.

Svoleiðis þjóðfélag viljum við ekki.


Sameinið sveitarfélög !!

Ítrekað heyrum við af vandamálum sem skapast í samskiptum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er kannski ekki undarlegt því þau eru komin í eina kös og landamæralínur eru aðeins sjáanlegar á korti og ég er viss um að mjög margir íbúar þarna hafa ekki grænan grun um hvar þetta eða hitt byrja og annað endar.

Umræðan undanfarin ár hvað varðar sveitarfélög úti á landi er að sameining sveitarfélaga sé nauðsynleg til að ná sklvirkni og tryggja góða þjónustu við íbúa landsins. Ég er sammála þessu og enn er langt í land með að því marki sé náð. Líklega kemur boð að ofan þar sem sveitarfélögum verður gert að sameinast svipað og var að gerast í Danmörku nýverið.

En hefur einhverntíman verið talað um að sameina sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ? Í það minnsta ekki í alvöru. Að mínu mati er það ekki síður mikilvægt að slíkt ferli eigi sér stað á yfirfullu svæðinu og auðvitað er það hagkvæmt og skynsamlegt að sameina á þessu svæði. Sennilega er skynsamlegast að setja allan pakkann undir sömu stjórn því allt er þetta að verða meira og minna sameiginlegt, strætó, orka, vatn, samgöngur, vegakerfi, umhverfi, sorp og svo framvegis.

Höfðuborgarbúar...hættið þessum núningu og karpi og setjið af stað sameiningarferli þar sem öllu þessu svæði verður komið undir markvissa og sterka stjórn. Þannig er hag íbúanna best borgið þó svo einhverjir missi spón úr aski sínum í pólitíkinni.


mbl.is Erum í gíslingu Garðbæinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnubreyting VG eða hvað ?

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins fullyrti í sjónvarpssfréttum í gær að Vinstri hreyfingin grænt framboð styddi álver á Bakka. Ef þetta er rétt hjá þingmanninum eru þetta stórpólitisk tíðindi. Baldvin bæjarfulltrúi þeirra fullyrti þetta í fjölmiðlum fyrir nokkru en var skotinn í kaf með það af flokksforustunni.

Nú bíð ég spenntur eftir að heyra Steingrím Jóhann segja þetta sjálfan. Það verður stórmerkilegt að heyra hann segja að hann styðji eitthvað og leggi jákvætt lóð á vogarskálar. Það væri mikill léttir og mundi auka álit mitt á flokknum og þingmanninum þegar í stað.

Nú er að vita hvort hinn nýji þingmaður Framsóknar sé ekki á bjartsýnisvilligötum með þessa fullyrðingu því örskömmu eftir að ég heyrði þetta sá ég fullyrðingar Þuríðar Backmann um samstöðuleysi stjórnarandstöðunnar.

Það verður stórmerkilegt að heyra VG lýsa yfir stuðningi við stóriðjuáform á Norðurlandi.... ef ég ætti hatt mundi ég lofa að éta hann ef slíkt gerist.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband