Hið rétta andlit Alcoa ?

Þær fréttir sem berast um landsbyggð af fjörðum austur, setja að manni hroll. Bjargvættur Austfjarða hefur lokið því verkefni að kaupa íbúa á völdum svæðum til jákvæðs fylgilags við sig. Margir óttuðust komu þessa fyrirtækis sem þekkt var að ýmsu samkvæmt fréttum.

En þeir hófu mikinn áróður og ímyndarvinnu og keyptu heilu íþróttahúsin handa íbúunum og buðu pólitíkusum í feitar veislur þar sem vel var veitt. Allir dönsuðu af gleði og þóttust himinn höndum tekinn. Stofnaðar voru innanhússhljómsveitir og stjórnendur mættu í fjölmiðla í sparifötunum og áttu ekki til lýsingarorð til að dásama það sem í vændum var. Og menn trúðu og verkalýðsleiðtogar og framármenn austur þar notuðu stór orð. Fræg var setning þungaviktarmanns þar....."þetta eru alvörumenn"

Og nú hafa alvörumennirnir hafið aðgerðir. Konur tvær voru dregnar nauðugar að velli og þeim kastað út í myrkrið. Ástæður, geta ekki lært og falla ekki í hópinn. Sá tími er liðin að Alcoa Fjarðarál kaupi sér ímynd með fagurgala og peningum. Þarna  er kannski komið hið rétta andlit sem sumir "svarsýnisrausarar" óttuðust.


mbl.is Alcoa Fjarðaál harmar að verklagsreglum var ekki fylgt við uppsagnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BSRB og valin verkefni.

Það er gaman að sjá að heildarsamtökin mín, BSRB eru að álykta og hafa skoðun á hf-unn og einkavæðingu orkufyrirtækja. Það erindi á fullt erindi frá samtökunum til þjóðfélagsins og er ánægjulegt að sjá.

En hvernig er þetta með BSRB mín ágætu heildarsamtök. Af hverju stinga þau höfðinu í sandinn og taka hvorki til verka eða ályktana í málefnum Evru og Evrópusambandsins. Allir þekkja fortíðarhyggju formannsins Ögmundar Jónassonar og ég hef áður bloggað um þá skoðun mína að BSRB sé ekki að standa sig í þeim undirbúningi og kynningu sem nauðsynleg er. Það er ábyrgðarhluti þegar formaður og stjórn heildarsamtaka launafólks hliðra sér hjá að vinna til framtíðar. Kannski er okkar ágæti formaður ekki rétti maðurinn til að leiða okkur inn í framtíðina. Verðugt að velta því fyrir sér. Tounge


mbl.is BSRB vill að borgaryfirvöld ógildi samninga REI og GGE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi...hvers virði er það ?

Umræða um áfengi út úr áfengisverslunum er á villigötum að margra mati. Ég persónulega kem alls ekki auga á nauðsyn þess að lágvöruverðsverslanir fari að selja lágvöruverðssull frá Evrópu get alls ekki áttað mig á hvaða vandræði eru í því fólgin að sérstakar verslanir höndli með þessa vöru sem óneitanlega er vímuefni sem bannað er að selja börnum og unglingum undir lögaldri. Mér sýnist td að margir þeirra sem afgreiða og vinna í þeirri verslun sem ég skipti mest við séu sjálfir undir lögboðnum tvítugsaldri.

Svo velti ég því fyrir mér hvað komi svo í framhaldinu. Sennilega það sama og gerðist með Póstinn sem ég starfa hjá, frjálshyggjuliðið kvakar og segir að pósturinn eigi ekki að vera í samkeppni af því hann er í eigu ríkisins, þó svo há effunin á sínum tíma hafi eimitt verið rökstudd með því m.a. Það mun ekki líða á löngu þar til sama lið fer að krefjast þess að kaupmenn sitji einir að þessu og ríkið eigi ekki að vera í samkeppni. Maður er svo sem farinn að kannast við sönginn. Líklega vinna þessir sömu kaupmenn að því bakvið tjöldin að hafa áhrif á þá sem styðja þetta og kippa þar í spotta í sífellu. Heilbrigðisráðherrann er ekki á gáfulegu róli í sínum málflutningi.

Auðvitað liggur skoðun manna á þessu máli ekki eftir flokkslínum. VG er sennnilega á móti í heild sinni en það er ekkert nýtt. Ég persónulega er á móti því að auðvelda aðgengi að áfengi og vara alþingismenn alvarlega við því að stíga slík skref. Það er enginn vandi að ná sér í bjór og léttvín þó svo það fáist ekki í Bónus eða 10-11.

Ég trúi því að mínir menn í Samfylkingunni komist að skynsamlegri niðurstöðu og það er engin nauðsyn að þeir fylgi Sjálfstæðisþingmönnum, sumum, í vegferð þeirra til handa kaupmönnum.

Mjög margir af félögum mínum á Akureyri hafa á þessu sterkar skoðanir og málið nokkuð rætt þar sem menn koma saman. Á opnu húsi á laugardaginn var kom málið til umræðu og allir þeir sem þar mættu höfðu efasemdir eða voru á móti. Gamalgróinn hornsteinn í okkar röðum, eðalkratinn Magnús Aðalbjörnsson, tók meira segja svo sterkt til orða  að hann mundi aldrei styðja þá þingmenn Samfylkingarinnar sem þetta styddu, til embætta eða áhrifa í flokknum. Það er sterkt til orða tekið en lýsir þeirri skoðun sem flestir þeir hafa sem hugsa málið til enda.

Mín persónulega skoðun, og ég telst varla til öfgamanna í áfengismálum, er að stíga þetta skref er áhætta sem enginn þokkalega hugsandi þingmaður á að taka. Að auðvelda aðgengi að áfengi er röng ákvörðun og það sem er sorglegast við þennan áhuga allt of margra þinmanna, er að þetta sé til færa kaupmönnnum gróðalind. Allt kjaftæði um frjálsræði og frjálsa samkeppni er kjaftæði sem inniber afar falskan tón. Ég vona að þetta gönuhlaup verði stöðvað af hinu háa Alþingi, annað væri slys.


mbl.is Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkileg tíðindi.

Í sumar sem leið sendi ég fyrirspurn til Veðurstofu, nánar tilgreint í júlí, svohljóðandi.

       Varðandi hrinu smáskjálfta við Upptyppinga. Það hefur verið
>     viðvarandi virkni frá Bárðarbungu að Herðubreið í nokkur misseri.
>     Svæði við Upptyppinga er skilgreint sem hluti af
>     Kverkfjallareininni. Teljast þessi skjálftar þá vera annar atburður
>     en sú virkni eða hluti af henni eða er þetta ef til vill undanlát
>     vegna upphleðslu milljóna tonna af vatni skammt austan við svæðið .
>     Það væri athyglisverð kenning og því spyr ég. Er það jarðfræðilega
>     ómögulegt að þetta geti verið afleiðing þessa að verið er að safna í
>     Hálsalón ... þetta helst svolítið í hendur tímasetningin frá í vetur ?.
>     Þetta var svona fyrir forvitni sakir og ef þetta er á röngum stað
>     viljið þið þá koma því áfram
>     Takk fyrir
>     Jón Ingi

Mér barst svo svar því það er sama hversu vitlausar spurningar við amatörar sendum á Veðurstofuna, okkur er alltaf svarað og það er til mikillar fyrirmyndar.

> Sæll Jón,
>
> þú spyrð um mögulegt samhengi á milli Hálslóns og skjálftavirkni við
> Upptyppinga.
> Ég tel ekki líklegt að fylling Hálslóns hafi áhrif á skjálftavirknina við
> Upptyppinga. Virkninnar þar varð fyrst vart í lok febrúar þegar áfyllingin
> var frekar hæg og hún er í u.þ.b. 20 km fjarlægð frá lóninu. Hins vegar
> sjáum við virknina við Upptyppinga mjög vel vegna þess að nú er þétt net
> jarðskjálftamæla í kringum Hálslón til að fylgjast með virkninni þar. Ef
> þess nyti ekki við hefðum við kannski mælt um 100-150 skjálfta af þeim
> 2100 sem við nú höfum mælt á svæðinu. Enn hefur enginn skjálfti mælst við
> eða undir lóninu, hvorki fyrir áfyllingu né eftir að hún hófst.
> Skjálftarnir við Upptyppinga eru athyglisverðir fyrir það hversu djúpt í
> jörðu þeir mælast. Sennilega er einhver kvikuhreyfing í gangi þarna niðri
> á 15-20 km dýpi, en líklegast er að sú kvika haldi sig áfram niðri á því
> dýpi. Til eru mörg dæmi um skjálftavirkni samfara landrisi, sem að öllum
> líkindum er vegna kvikuhreyfinga án þess að það fari að gjósa
> (Eyjafjallajökull 1999, Hellisheiði 1994-1998 o.fl.). (Maður skal þó
> aldrei segja aldrei......) Enn hefur ekki mælst landris við Upptyppinga,
> en eftir viku fara menn frá Jarðvísindastofnun H.Í. á svæðið til að GPS
> mæla í kringum Hálslón og Upptyppinga.
>
> Með bestu kveðju,
>
> Steinunn S. Jakobsdóttir

Þetta er skemmtilegt pælingaefni og það nýjasta er að Páll Einarsson tjáir sig með nokkuð afgerandi hætti í dag. Hann telur að bæði gætum við séð eldgos tengjast þessum atburðum og nefnir febrúar á næsta ári sem dæmi. Hann segir þessa hreyfingu færast ofar og gæti leitt til eldgoss sem stæði í áratugi og vísar þá til dyngjugoss. Látum Pál botna þetta blogg.

"Páll sagði að ekki væri búið að útiloka að Hálslón hefði haft áhrif á skjálftavirknina við Upptyppinga. Vottur af fylgni væri á milli vatnsborðsins í lóninu og skjálftavirkninnar við Upptyppinga. Hins vegar skorti alveg eðlisfræðilega skýringu á því hvernig á því ætti að standa."



 


mbl.is Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur sólar

The mystic skyÞað var sérkennileg birtan sem lék um Akureyri í smá tíma um fjögurleitið í gær. Sólin sló gullnum roða á skýin og vindurinn tætti þau og bjó til kynjamyndir. Þessi er tekin til vesturs af Eyrinni og það var stórkostlegt að horfa á leik náttúrunnar.

Og svo hvarf allt á nokkrum mínútum og myrkrið náði yfirtökunum. Það er víst komið haust.


Aumir kenna öðrum um.

Ég hef fylgst með þessu dæmalausa máli í Reykjavík úr fjarlægð og veit kannski minnst um þann sannleika sem okkur er örugglega ekki sagður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagst í það sem hann kann best, kenna öðrum um. Í því hafa stjórmálamenn í þeim flokki sérþekkingu á og enginn fer í sporin þeirra hvað það varðar.

Nú hefur Hanna Birrna tekið upp það sem ungum stjórnmálamönnum í Sjálfstæðisflokknum og þeim er kennt með pólitískri móðurmjólk, að kenna öðrum um.

Allt tal um að meirihlutasamstarfið hafi farið út um þúfur vegna ágreinings í hópi sjálfstæðismanna eru hrein ósannindi. Sú kynslóð framsóknarmanna sem Björn Ingi Hrafnsson tilheyrir er þekkt fyrir ákveðnar spunaáherslur í stjórnmálum."

LoL Það er ekki annað hægt en hlægja að þessum fullyrðingum. Ég hélt satt að segja að Hanna Birna væri efnileg stjórnmálakona og ætti framtíðina fyrir sér. En svo fellur hún á fyrsta prófi og valdagræðgi og frekja verður henni að falli. Hún virðist vera afar sjálfviðmiðuð og sennilega hefur metnarðargirnd og græðgi hennar í völd orðið henni að falli. Það er lítill vandi að standa sig þegar vel gengur en þeir falla á prófum sem ekki hafa þetta í sér þegar síður gengur.  Hanna Birna hefur gert sig seka um alvarlegt pólitískt dómgreindarleysi og því held ég að hennar tími innan Sjálfstæðisflokksins sé liðin þó svo aftakan fari fram síðar.

"Skortur á samráði á milli okkar og borgarstjóra er fullkomið aukaatriði á meðan hagsmunagæsla Björns Inga er aðalatriðið"

Þessi setning sem eftir borgarfulltrúanum eru höfð sína að hún hefur enn ekki skilið hvað gerðist í raun og veru. Hún er ekki enn farin að átta sig á að meirihlutinn féll vegna samstöðuleysins Sjálfstæðismanna en ekki að því Björn Ingi brást þeim.   Það að hann sleit samstarfinu var vegna þess að Sjálfstæðismenn voru ekki samstarfshæfir vegna valdabaráttu og innri sundrungar.

Hver skildi geta sagt þessari ótrúlega sjálfviðmiðuðu konu þetta þannig að hún skilji það. Sennilega mun hún aldrei átta sig á því að hún er sennilega hvað sekust í því máli því hana langaði svo til að vera borgarstjóri.


mbl.is „Við sinntum störfum okkar vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í afneitun.

Valgerður Sverrisdóttir varaformaður leyfa Framsóknar bullar feitt á heimsíðu sinni og birtist í blaðafrétt Moggans sem hér birtist. Aðeins í nokkur gullkorn í frá varaformanninum.

"staða Sjálfstæðisflokksins sé með eindæmum veik um þessar mundir og spilaborgir kunni að hrynja víðar en í borgarstjórn Reykjavíkur. "

Þessi ummæli Valgerðar eru í besta falli fyndin. Það er hálf hrollvekandi þegar varaformaður flokks sem mælist í 8 % kallar stöðu flokks sem mælist yfir 40 % veika. Ég eiginlega veit ekki hvað ég á að kalla þetta. Afneitun, brandara, óskhyggju eða hvað ? Síðan sér hún einhverskonar valdrán í spilum þess flokks en Valgerður mín þetta held ég að sé óskhyggja því miður.

Svo er það þessi skrítna setning. Ég skil þetta ekki, sennilega er þetta einhverskonar Lómatjarnarsetning sem við innar með firðinum skiljum ekki....ef einhver skilur þetta væri gaman að fá viðbragð til útskýringar.

Hún segir, að guðfeðgin nýrrar ríkisstjórnar kynnu því að verða dregin fyrir nýjan rannsóknarrétt ef upp úr samstarfi við Samfylkinguna slitnaði. Geir Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir séu búin að tefla sig í mjög erfiða stöðu sem gæti endað með heimaskítsmáti. Í samanburði við valdatíð Davíðs Oddssonar og Kjartans Gunnarssonar kæmi slík útkoma ekki vel út.

Eins og ég segi....ég skil þetta hreint ekki. ???

 Varaformaðurinn segir ýmislegt fleira en mér finnst þessi skrif eins og út úr kú. Ég veit ekki hvort Valgerður skilur sjálf hvað hún er að fara. Ef setningin að vaða á súðum hefur einhverntíman átt við þá er það rétta sem hægt er að segja um þessi makalausu skrif.  Einhvernvegin finnst mér að utanríkisráðherrann fyrrverandi sé ekki komin yfir fylgishrunið og afhroðið í vor. Sennilega bráðvantar hana pólitíska áfallahjálp.

 


mbl.is Valgerður: Staða Sjálfstæðisflokksins með eindæmum veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strúturinn stingur höfðinu í sandinn.

 Aðspurður hvort hann felli sig alfarið við þau sjónarmið sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tjáð vegna samstarfsslitanna, sagðist Geir ekki hafa forsendur til annars. "Auðvitað treysti ég mínu fólki í borgarstjórn, það segir sig sjálft."

Þetta eru orð formanns Sjálfstæðisflokksins og nú kannast maður aftur við flokkinn. Búið er að læsa ágreining og skoðanaskipti inni í Valhöll og þetta mál verður ekki rætt meir. Þannig er þessi flokkur, enginn ágreiningur á torg, allt skal lokað innan veggja flokksins.

Þetta er fín tatik og virkar fínt. Sjálfstæðisflokkurinn er stofnun þar sem einstaklingar eiga ekki að spila sóló. Þeir sem eru kjörnir í trúnaðarstöður fyrir þennan flokk missa persónuleika sinn og verða tannhjól í sjálfstæðis-frjálshyggju-hægri vélinni.  Þetta er stóri munurinn á stofnuninni Sjálfstæðsflokkurinn og hinum flokkunum. Þar fer minna fyrir þessum flokksaga og einstaklingar fara gjarnan í ýmiskonar egotripp þar sem talað er og framkvæmt þvert út úr því sem kallast flokksstefna. Þar er það sjónarmið og staðreynd að hver og einn er kosinn til starfa sem einstaklingur sem svo starfar innan vébanda flokksins. Á þessum viðhorfum er grundvallarmunur.

Þessi grundvallarmunur gerir td óhugsandi að ég vildi starfa innan Sjálfstæðisflokksins og myndi sennilega ekki starfa innan Samfylkingarinnar ef mér væri gert að " halda kjafti, hlýða og vera góður " eins og sagt er. Kannski er borgarstjórnarflokkur Sjallanna í Reykjavík í þessum vanda því Davíð Oddsson og stefna hans í flokksaga og hlýðnimálum var löngu búinn að hrekja þá í burtu sem höfðu bein í nefinu.

Eftir situr kjúklingahjörðin sem reyndi að kvaka í Orkuveitumálinu en hefur nú verið læst inni í Valhöll á ný og allt orði feiki fínt og gott.


mbl.is „Hætta að takast á við fortíðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegar hugmyndir.

Ég er einn þeirra sem sit í samninganefnd fyrir stéttarfélag. Þess vegna hef þurf að kynna mér þessar hugmyndir. Við fyrstu sýn virtist þetta ekki slæmur kostur og gæti jafnvel styrkt stöðu þessa kerfis í þjóðfélaginu.

En þegar nánar var skoðað eru þessar hugmyndir Así og SA nánast galnar. Það er óðs manns æði að flytja umsýslu bótagreiðslna til atvinnulífsins. Auðvitað er ekki ætlunin að misbeita eða misnota svona kerfi en sporin hræða. Þetta er ámóta og ASÍ færi að gefa því séns að atvinnulífið og fyrirtækin mættu og gætu stofnað sín eigin stéttarfélög sem þeir réðu að hluta eða alveg. Varla hafa þeir ASÍ menn látið sér detta það í hug þó svo atvinnurekendur hafi reifað það í fúlustu alvöru þegar geðshræring hefur gripið þá. Það datt Samherja í hug þegar Sjómannafélag Eyjafjarðar þótti til vandræða.

Það er líka galið að búa til tvö kerfi hlið við hlið í sama málaflokki. Slíkt getur aldrei orðið gott til lengri tíma litið. Miklu nær væri að einbeita kröfunum að endurskoðun almannatryggingakerfis frá grunni og taka á vandanum frá þeim vinkli. Atvinnurekendur hafa ekkert með það að gera að vera með puttana í málum sem þessum, það er hvorki þeim né þeim sem nota þurfa kerfið til framdráttar.


mbl.is "Nálgumst hratt ameríska kerfið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef á ekki að sinna.. þá afnema.

Bann við áfengisauglýsingum á Íslandi eru í fullu gildi. Þó sjáum við á hverjum einasta degi augýsingar sem vísa á áfenga drykki. Sumar eru þó varðar með örsmáu letri þar sem tilgreint er að viðkomandi drykkur er léttöl. Margir auglýsendur nenna ekki að standa í því lengur að vera með slíka sýndarmennsku og sleppa þessu bara.

Auglýsingar sjást orðið á netsíðum, blöðum, tímaritum og nú er að verða algengara að sjá skilti í gluggum og á húsgöflum þar sem verið er að auglýsa áfengi. Til dæmis er hús í Glerárhverfi við eina fjölförnustu götu í bænum sem er þakið vísunum í ýmsar tegundir áfengis og þar er um meira en bjórauglýsingar að ræða.

Lögregla sinnir þessum málum ekki neitt og ég veit af tveimur tilvikum þar sem fólk hefur kært svona auglýsingar til lögreglu  en hún hefur ekki aðhafst. Það er td viðkomandi áður nefndu húsi og það mál segir lögregla í skoðun. Það er greinilega afar flókið því það hefur verið í skoðun allt þetta ár og ef til vill lengur. Ég mæli alls ekki gegn því að svona mál séu rannskökuð vel því þau eru flókin og erfið. Tounge,,

Í hinu tilfellinu tilkynnti og kærði félagi minn ákveðna auglýsingu í tilraunaskyni en þeirri kæru var stungið undir stól eða hent hjá embættinu hér, í það minnsta gerðist ekkert. Hún hefur kannski gleymst "óvart"

Ég er ekki fanatískur á svona auglýsingar, alls ekki. En ef menn ætla ekki að fara eftir lögum og lögregla og dómsvald ætlar ekki að sinna eftirliti og löggæslu er eins gott að hið háa Alþingi afnemi þessi lög.....   Lög sem ekki eru framkvæmd eru ólög.


mbl.is Bjórinn flæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 819399

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband