Frelsi...hvers virði er það ?

Umræða um áfengi út úr áfengisverslunum er á villigötum að margra mati. Ég persónulega kem alls ekki auga á nauðsyn þess að lágvöruverðsverslanir fari að selja lágvöruverðssull frá Evrópu get alls ekki áttað mig á hvaða vandræði eru í því fólgin að sérstakar verslanir höndli með þessa vöru sem óneitanlega er vímuefni sem bannað er að selja börnum og unglingum undir lögaldri. Mér sýnist td að margir þeirra sem afgreiða og vinna í þeirri verslun sem ég skipti mest við séu sjálfir undir lögboðnum tvítugsaldri.

Svo velti ég því fyrir mér hvað komi svo í framhaldinu. Sennilega það sama og gerðist með Póstinn sem ég starfa hjá, frjálshyggjuliðið kvakar og segir að pósturinn eigi ekki að vera í samkeppni af því hann er í eigu ríkisins, þó svo há effunin á sínum tíma hafi eimitt verið rökstudd með því m.a. Það mun ekki líða á löngu þar til sama lið fer að krefjast þess að kaupmenn sitji einir að þessu og ríkið eigi ekki að vera í samkeppni. Maður er svo sem farinn að kannast við sönginn. Líklega vinna þessir sömu kaupmenn að því bakvið tjöldin að hafa áhrif á þá sem styðja þetta og kippa þar í spotta í sífellu. Heilbrigðisráðherrann er ekki á gáfulegu róli í sínum málflutningi.

Auðvitað liggur skoðun manna á þessu máli ekki eftir flokkslínum. VG er sennnilega á móti í heild sinni en það er ekkert nýtt. Ég persónulega er á móti því að auðvelda aðgengi að áfengi og vara alþingismenn alvarlega við því að stíga slík skref. Það er enginn vandi að ná sér í bjór og léttvín þó svo það fáist ekki í Bónus eða 10-11.

Ég trúi því að mínir menn í Samfylkingunni komist að skynsamlegri niðurstöðu og það er engin nauðsyn að þeir fylgi Sjálfstæðisþingmönnum, sumum, í vegferð þeirra til handa kaupmönnum.

Mjög margir af félögum mínum á Akureyri hafa á þessu sterkar skoðanir og málið nokkuð rætt þar sem menn koma saman. Á opnu húsi á laugardaginn var kom málið til umræðu og allir þeir sem þar mættu höfðu efasemdir eða voru á móti. Gamalgróinn hornsteinn í okkar röðum, eðalkratinn Magnús Aðalbjörnsson, tók meira segja svo sterkt til orða  að hann mundi aldrei styðja þá þingmenn Samfylkingarinnar sem þetta styddu, til embætta eða áhrifa í flokknum. Það er sterkt til orða tekið en lýsir þeirri skoðun sem flestir þeir hafa sem hugsa málið til enda.

Mín persónulega skoðun, og ég telst varla til öfgamanna í áfengismálum, er að stíga þetta skref er áhætta sem enginn þokkalega hugsandi þingmaður á að taka. Að auðvelda aðgengi að áfengi er röng ákvörðun og það sem er sorglegast við þennan áhuga allt of margra þinmanna, er að þetta sé til færa kaupmönnnum gróðalind. Allt kjaftæði um frjálsræði og frjálsa samkeppni er kjaftæði sem inniber afar falskan tón. Ég vona að þetta gönuhlaup verði stöðvað af hinu háa Alþingi, annað væri slys.


mbl.is Velferðarráð leggst gegn frumvarpi um aukið frelsi í áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Frelsið er yndislegt.

Förum varlega með það

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég myndi styðja hvaða tillögu sem er, til aðvinna gegn vímuefnavandanum.  Hvaða tillögu sem er, sem sýnir fram á að við vinnum gegn misnotkun á áfengi.

Ég man þegar fólk pantaði heilu kassana af vodka í póstkröfu og drukku þá svo á einni helgi.

Þá átti gisið sölukerfi að vinna gegn drykkjusýki.  Ég gat ekki betur séð en fólk misnotaði áfengi þá, þá var bjór bannaður og mikið bruggað um land allt. Mikið smyglað af áfengi (spíra) ogmargir drukku afar illa. Mér finnst drykkusiðir heldur hafa lagast síðan þá, með auknu frjálsræði. Er þetta rangt hjá mér?

Kannski á ég eftir að sannfærast um að vont sé að selja vín og áfengt öl í matvöruverslunum. Kannski.  Ég er ekki að átta mig á málinu ennþá. 

Jón Halldór Guðmundsson, 25.10.2007 kl. 00:38

3 identicon

Ég persónulega styð ekki áfengi í matvöruverslanir - því hvar ætti alkinn, nýkominn úr meðferð að kaupa matinn sinn? Þarf að forðast flöskuna og útlit hennar - hans versta freisting. Frekar að hafa áfengisverslanir með lengri opnunartíma og jafnvel fleiri - en alls ekki innan um matinn okkar!!!
Þar er ég eindregið á móti!

Ása (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband