4.11.2007 | 11:22
Hvað gerir USA ?
Nú hefur lýðræði verið afnumið með einu pennastriki í Pakistan. Musharraf forseti hefur verið einn hlelsti leppur Banadaríkjastjórnar í Asíu en hefur ríkt þar í skjóli einhverskonar lýðræðis og því að hann var kjörinn til embættis.
Nú eru blikur á lofti og margt bendir til að hæstiréttur landins hafi ætlað að úrskurða framboð Musharrafs forseta ólöglegt. Hann er æðsti maður heraflans og sem slíkur ríkti um það vafi að hann mætti bjóða sig fram. Líklega mun úrskurður þessi aldrei líta dagsins ljós því forsetinn hefur afnumið flest gildi lýðræðis í landinu. Það er svo sem ekkert nýtt á þessu svæði en staða Bandaríkjamanna, siðferðislega, er önnur.
Þeir hafa í nafni lýðræðis og ráðist inn í ríki á þessu svæði án þess að blikka auga. Það var eitt að yfirlýstum áformum þeirra að koma á lýðræði þar sem einræðisherrann Saddam kúgaði þjóð sína. Að vísu var fleira nefnt til en þetta var eitt af meginverkefnunum að koma á "lýðræði".
Nú reynir á gáfumennið Bush. Einn helsti leppur hans í Asíu afnemur lýðræðið, fangelsar handhafa dómsvalds og ræðst gegn andstæðingum sínum í pólitík. Samvæmt þessu ættu Bandaríkjamenn þegar í stað að kalla saman fund í Öryggisráði Sameinuðuþjóðanna og leggja til viðskiptabann á Pakistan. Næsta skref væri að safna saman herafla við landamæri ríkisins og gera innrás og steypa einræðisherranum. Næst væri að koma á dómsvaldi og ríkisstjórn sem þeir gætu kallað fulltrúa lýðæðis og ef til vill mundi sú dramatík enda með svipuðum hætti og fór fyrir Saddam í fyrra.
En þetta var auðvitað tóm tjara hjá mér. Auðvitað gilda allt aðrar leikreglur fyrir leppa Bandaríkjamanna, þeir mega kúga þjóð sína og afnema lýðræði ef það hentar þeim. Bandaríkjamenn eru nefnilega algjörlega siðlausir þegar kemur að því að verja eigin hagsmuni og aðstöðu. Þess vegna munu þeir leggja blessun sína yfir einræðisherrann Musharraf eins og þeir studdu morðingja í valdastóla í Suður-Ameríku á árum áður.
![]() |
Andstæðingar Musharrafs handteknir í Pakistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2007 | 01:11
Svindl og svínarí ?
Hvernig er þetta eiginlega hér á Íslandi ? Það er sama hvað er í gangi hverju sinni, það er ekki hægt að treysta íslensku viðskiptalífi. Það er ekki langt síðan gerð var breyting á virðisaukaskatti og gríðarleg orka fór í að reyna að koma í veg fyrir að afrakstur þeirrar breytingar rynni óskipt í vasa kaupamanna og til þeirra sem seldu þjónustu. Margir halda því fram að minni hluti þessarar breytingar hafi skilað sér til neytanda. Hvað sem satt og rétt er í þeim fullyrðingum verður ekkert við því gert enda voru viðurlög engin og eftirfylgni verðlagsyfirvalda slök og máttlaus. Þannig er það allt of oft.
Nýjasta svindlið sem skekur þjóðfélagið eins og er eru meint svik verslana sem þóttst hafa verið í gerfi velgerðabúða almennings og litla mannsins. Eigendur þeirra hafa reglulega farið og gefið vænar fúlgur til þurfandi við glampandi leifturljósablossa fjölmiðla. Þetta hefur skilað þeim árangri að fólk hefur trúað því að þessi fyrirtæki væru að vinna fyrir almenning. Að vísu finnst manni miskunsemin og gjafmildin takmörkuð þegar maður kemur frá Danmörku með verð í verslunum þar í fersku minni. Þá eru verðin í Bónus okurverð...bara aðeins lægri okurverð en í flestum hinna.
Smátt og smátt eru íslenskir bissnessmenn farnir að fá ljóta ímynd í hugum fólks. Þeir svíkja, pretta, okra og stela af almenningi, mili þess sem þeir segjast vera í krossferð, neytendum til handa. Það er ef til vill ekki undarlegt þó farið sé að falla á silfrið. Við íslendingar búum við okurverð, okurvexti og því til viðbótar er verðið sem okkur er sagt að við séum að greiða tómt plat...hvar endar þetta eiginlega ?
Olíufélögin komust í hámæli fyrir nokku og tryggingafélögin hafa verið tekin til skoðunar. Verðlagseftirlit og neytendavernd er í skötulíki hér á landi. Það virðast bissnessmennirnir notfæra sér til að auðgast á kostnað almennings. Það er eiginlega fjandi hart að horfa á stjórnmálamenn ákveðinna flokka gefa stofnanir þjóðarinnar sem aftur eru svo notaðar til að arðræna fátæklingana í landinu. Fá þessir menn aldrei móral ?
En ég spyr enn og aftur.... hvar endar þetta ? Er þetta bara stormur í vatnsglasi sem gengur yfir og að því loknu hefjast þessir menn handa þar sem frá var horfið ?? það verður fróðlegt að sjá.
![]() |
Kerfisbundið haft áhrif á verðkannanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2007 | 18:05
Veturinn neitar að mæta.
Það er ekki mikill vetrarbragur á Akureyri þessar vikurnar. Það að vísu snjóar af og til en á milli hleypur hitinn upp undir tveggja stafa tölu þannig að snjórinn stoppar stutt við. Það er af sem áður var þegar settist að með vetur í september, október nú endist vetrartíðin ekki nema í nokkra daga og þá mætir sunnan áttin aftur og jörð verður marauð á ný.
Þessi mynd er tekin fyrir viku þegar vetur gekk í garð og blíðan og kyrrðin heilluðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 12:34
Hvað segir Hannes Smárason ?
Áhugaverð ummæli Hannesar Smársonar í Fréttablaðinu í dag. "Heimurinn má ekki vera að því að bíða eftir rifrildinu í borgarfulltrúum."
Það fer ekki á milli mála hverjir hafa stjórnað hraða þessa máls. Nýríkir auðmenn stjórna kjörnum fulltrúum fólksins og þvinga þá til hlýðni. Mistök þeirra virðist vera að þeir ofmeta styrk Vilhjálms Vilhjálmssonar fyrrverandi borgarstjóra. Tilraun til að þviga fram samruna fyrirtækis þeirra og fyrirtækis í eigum opinberra aðila var keyrð áfram af miklu offorsi og féll síðan um sjálfa sig.
En nú sjáum við hina réttu hlið á þessu máli, yfirlýsingar Hannesar í Fréttablaðinu og hótanir um milljarða fébætur á hendur fyrirtækis í eigu Reykvíkinga lýsa best því hugarfari sem að baki býr. Við erum ríkið....hlýðið og þegið, er móttó þessar manna sem augðast hafa umfram allt velsæmi á síðustu árum.
Leikreglur virðast einskis virði "og verði minn vilji" er móttó tíðarandans.
![]() |
Allar reglur þverbrotnar í samrunaferli REI og GGE |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007 | 15:53
Mismunandi jólasveinakúltur.
Þetta eru eiginlega svolítil vonbrigði þessar fréttir að verslunum sem flestir hafa trúað að hafi haft neytendur og samkeppni að leiðarljósi. Bónus hefur td lagt mikið upp úr þeirri ímynd að megninhugjsón þeirrar búðar sá að vinna fyrir neytendur og hafi lagt sig fram um að hafa lágt vöruverð, svo lágt að maður hefur jafnvel trúað að þeir hafi verið að tapa á þessum bissness.
En nú eru blikur á lofti og ég vona svo sannarlega að þessar fréttir séu orðum auknar þó svo maður sé ekki bjartsýnn á að svo sé. Mér fannst fulltrúi þeirra í Kastljósi ekki trúverðugur einhvernveginn, í vörn allan tíman sem er kannski eðlilegt
En þetta á kannski eftir að skýrast. Ameríski jólasveinninn er brosmildur karl, bústinn með rauðar kinnar og kemur færandi hendi og gleður börnin. Upp úr poka hans kemur ýmislegt góðgæti og leikföng handa börnunum, allt til að þóknast og gleðja alla í aðdraganda jóla.
Og svo eru það gömlu jólasveinarnir okkar sem koma til byggða og eiga annarskonar erindi en ameríski frændi þeirra. Einn nær sér í kétbita, annar kerti, þríðji læðist í skyrið og enn einn hnuplar sér bjúgum. Eitt eiga þeir sameiginlegt að við komu þeirra eru þeir sem fá heimsókn þeirra fátækari en áður.
Það verður fróðlegt að sjá hvort við njótum gjafmildi þess ammmeríska eða hvort þetta eru bara gömlu grýlusynirnir sem höndla á skerinu góða.
![]() |
Þingmenn lýsa áhyggjum af fréttum af matvöruverslunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2007 | 08:00
A.S.Í á villigötum
Það er gott að umræða hefjist um þessi áform SA og Así að breyta fyrirkomulagi í þjóðfélaginu. Það er gríðarleg stefnubreyting að vinnuveitendur fari að bera ábyrgð á og komi að bótakerfi þjóðarinnar að meira eða minna leiti. Það er slík grundvallarbreyting á fyrirkomulagi að ég trúi því vart að Así ætli að skjóta þessu inn í kerfið eins og fatapeningum eða öðru slíku.
Ég er i samninganefnd fyrir stéttarfélag innan BSRB og þar tókum við þessi mál til skoðunar og umfjöllunar. Það var samdóma niðurstaða samninganefndar okkar á þetta væri ekki leið sem hugnaðist eða kæmi félagamönnum okkar til góða. Þetta er því ekki til umræðu af okkar hálfu.
Ég tek algjörlega undir með Sigursteini Mássyni formanni Öryrkjabandalagsins sem varar við þessu á afgerandi hátt. Setjum þetta í samhengi við að ASÍ væri að ræða eða semja við SA að vinnuveitendur tæku að sér að stjórna og reka stéttarfélög landsins. Þetta er ekki síður galin hugmynd og kominn tími til að ræða þetta út af borðinu.
![]() |
Áfallasjóður áfall fyrir ÖBÍ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2007 | 08:44
Alcoa í ímyndarvinnu.
Þjóðinni var brugðið í lok síðustu viku þegar lýsingar á meðferð starfsmanna Alcoa bárust um landið. Tvær konur voru reknar og meðferð þeirra var afar niðurlægjandi og fyrirtækinu til skammar. Þær voru leiddar út úr húsi undir eftirliti og gert að yfirgefa svæðið eins og sakamönnum. Ástæður uppsagnanna voru óljósar og áminningar ekki gefnar eins og gera má ráð fyrir.
En nú hafa þeir Alcoa menn snúið við blaðinu, kalla aðferðafræði uppsagnanna mistök og hafa lýst því yfir að þær hafi ekki verið samkvæmt vinnureglum fyrirtækisins. Frétt þessi af konum í vinnu er auðvitað hluti af því að endurreisa álit fyrirtækisins.
Eðlilegt að fyrirtækið bregðist við með þessum hætti því bylgja hneykslunnar fór um landið og ímyndarvinna fyrirtækisins undafarin misseri hrundi í vetfangi. Viðbrögð verkalýðshreifingarinnar voru líka sterk og afgerandi þannig að málið fór ekki framhjá nokkrum manni. Nú hefur fyrirtækið lýst því yfir að svona nokkuð gerist ekki aftur og það er vel. Þó tel ég fulla ástæðu til að fylgjast vel með því sem gerist hjá þessum alþjóðlegum fyrirtækjum sem fara sínu fram á ýmsum stöðum í heiminum.
Þetta upphlaup var eiginlega svo fáránlegt að það mætti halda að þarna hefði stjórnað för einhver sem var vanur að starfa á svæðum sem svona nokkuð þykir sjálfsagt.
Það er frábært að sjá og heyra að fyrirtækið ætla ekki að gera svona vinnubrögð að reglu og hafa vonandi reynt að bæta þeim einstaklingum sem urðu fyrir þessar niðurlægingu eins og mögulegt er í stöðunni.
Oft þarf að segja upp fólki en hér á landi tíðkast ekki að reka fólk með barbarískum aðferðum og það held ég að Alcoa hafi skilið til lengri tíma.
![]() |
Hvergi fleiri konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 08:55
Ísland og ríki mannréttindabrota.
Stjórnmálamenn á Íslandi hafa áratugum saman talað gegn mannréttindabrotum og ofbeldi á hendur borgurum þessa heims. Það er gott og væri frábært ef eitthvað væri að marka það sem þeir segja. Meðan Sovétríkin sálugu bar mikið á umræðu um samviskufanga og aðra þá sem sovésk stjórnvöld drápu eða lokuðu inni án dóms og laga. Mogginn var duglegur að minna á óhæfuverk kommanna í Sovét en minna bar á gagnrýni til vesturs sem þó átti fullan rétt á sér.
Nú eru gömlu Svovét dauð sem betur fer en er ástand mannréttindamála í skárra fari ?. Stóru ríkin Bandaríkin, Rússland og Kína eru öll undir sömu söknina seld. Mannréttindi eru brotin fram og til baka. Fangaflutningar og pyntingar Bandaríkajamanna á föngum víða um heim eru skelfileg mannréttindabrot og fanglelsið illræmda í Kúbu er síst skárra en sambærileg fangelsli á vegum nasistanna forðum daga. Kínverjar gera nákvæmlega það sem þeim sýnist og kommúnistaflokkurinn þar fer sínu fram alla daga, sennilega vita flestir af Tíbet og hvernig þeir koma fram þar. Rússland er auðvitað undir sömu sökina seld og þeir sem andmæla stjórnvöldum hverfa þegjandi og hljóðalaust fyrir móðuna miklu þegar það hentar. Nokkur slík mál hafa komið upp síðari ár.
Ráðamenn á vesturlöndum sem hátt láta vegna mannréttindabrota í smærri ríkjum td Burma, þegja þunnu hljóði þegar stórveldin ber á góma. Forsetinn okkar tekur brosandi í hönd ráðamanna í Kína þó svo allir viti hvað þeir stunda. Íslensk stjórnvöld eru samsek í ófögnuði þeim sem Bandaríkin hafa tekið upp og kalla baráttu gegn hryðjuverkum. Íslenska viðskiptajöfra varðar ekkert um mannréttindamál og þeim er slétt sama bara ef þeir geta grætt á því. Þetta er því miður viðhorfið í heiminum í dag.
Ég er ekki farinn að sjá íslensk stjórnvöld þora að takast á við þessi ríki. Nú væri mönnum í lófa lagið að banna lendingar svona véla á Íslandi og láta mannréttindi njóta vafans. Auðvitað eigum við að láta í okkur heyra á vettvangi Nató þegar svona er notað í skjóli þeirra samtaka. Annað er aumingjaskapur og sýndarmennska. Hefur Íslands krafist þess með formlegum hætti á alþjóðavettvangi að loka beri fangabúðunum á Guantanmo ? Ég minnist þess ekki.
Niðurstaða mín er að Ísland horfir með blinda auganu á mannréttindabrot, framin í skjóli stórvelda og auðugra ríkja en eru tilbúin að kalla á torgum ef um er að ræða ríki eins og Burma, Tjad eða Líbíu. Þetta er skinhelgi sem er sorgleg og lítt til sóma.
![]() |
Fangavélar á ferð í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 17:31
Fagrir vetrardagar.
Fyrsti vetrardagur var á laugardaginn. Það er ekki amarleg byrjun á vetri hér norðanlands og dagurinn í dag var hreint dýrðlegur. Blanka logn, sólskin og hvert sem litið var stóð heimurinn á haus hvar sem nálgast var vatn eða sjó.
Hér hlykkjast þjóðvegur eitt í gegnum Vaðlareitinn og stendur svo á haus í lóninu milli Eyjafjarðarbrautar eystri og gamla Vaðlaheiðarvegarins sem áður lá með brekkunum hér næst. Svona dagar skila manni bjarsýnum og fullum gleði inn í komandi vetur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 22:51
Menningarhúsið flýgur upp. Strandgatan fyrr og nú.
Þessi mynd er tekin í vor. Þá var Menningarhúsið rétt að skríða upp úr jörðu en nú er húsið að ná fullri hæð og styttist í að það verði fokhelt.
Þessi mynd sýnir líka vel svæðið sem verið er að fjalla um í undirbúningshópi fyrir uppbyggingu Miðbæjarins. Dökka húsið til vinstri er Hofsbót 4 en framan við það og að Strandgötunni verður byggt töluvert. Enn lengra til hægri þar sem rauða húsið er ( Glerárgata 1 ) er Sjallareiturinn. Þarna bíður uppbygging en húsaröðin meðfram Strandgötu heldur sér og verður varðveitt. Þetta eru allt hús sem risu eftir brunan mikla 1906. Þá brann húsaröðin að Glerárgötu en þar náðist að stöðva eldinn með að breiða segl á gafl Strandgötu 15 og ausa á það sjó. Það hús er nú horfið, vék fyrir breikkun Glerárgötunnar um 1970. Það er Strandgata 17 sem nú stendur næst Strandgötu að austan og skagar þar næstum út að götu og þrengir mjög að gönguleiðinni.
Næst á myndinni er svo Torfunefsdokkin sem því miður er illa nýtt og þarna ætti að byggja upp góða aðstöðu fyrir skútur sem heimsækja okkur heim. Aðstaða við Torfunef er Hafnarsamlaginu til lítils sóma og það hefur verið gróflega vanrækt. Torfunefnbryggjan er 100 ára á þessu ári, var byggð 1907 og þurfti tvær tilraunir því hún hrundi rétt um það bil sem erlendur stórnandi var að ljúka byggingu hennar. Íslendingar tóku við og luku verkinu og það hefur verið vandað því enn er þessi 100 ára gamla bryggja ótrúlega heilleg þrátt fyrir vanrækslu árnanna. Vonandi að þessu svæði verði sómi sýndur í framhaldi af merkisafmælinu.
Endilega klikkið tvisvar á myndina til að fá stóra og skarpa mynd að þessu svæði. Gaman að rýna í hana og skoða svæðið úr lofti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar