Aumir kenna öðrum um.

Ég hef fylgst með þessu dæmalausa máli í Reykjavík úr fjarlægð og veit kannski minnst um þann sannleika sem okkur er örugglega ekki sagður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagst í það sem hann kann best, kenna öðrum um. Í því hafa stjórmálamenn í þeim flokki sérþekkingu á og enginn fer í sporin þeirra hvað það varðar.

Nú hefur Hanna Birrna tekið upp það sem ungum stjórnmálamönnum í Sjálfstæðisflokknum og þeim er kennt með pólitískri móðurmjólk, að kenna öðrum um.

Allt tal um að meirihlutasamstarfið hafi farið út um þúfur vegna ágreinings í hópi sjálfstæðismanna eru hrein ósannindi. Sú kynslóð framsóknarmanna sem Björn Ingi Hrafnsson tilheyrir er þekkt fyrir ákveðnar spunaáherslur í stjórnmálum."

LoL Það er ekki annað hægt en hlægja að þessum fullyrðingum. Ég hélt satt að segja að Hanna Birna væri efnileg stjórnmálakona og ætti framtíðina fyrir sér. En svo fellur hún á fyrsta prófi og valdagræðgi og frekja verður henni að falli. Hún virðist vera afar sjálfviðmiðuð og sennilega hefur metnarðargirnd og græðgi hennar í völd orðið henni að falli. Það er lítill vandi að standa sig þegar vel gengur en þeir falla á prófum sem ekki hafa þetta í sér þegar síður gengur.  Hanna Birna hefur gert sig seka um alvarlegt pólitískt dómgreindarleysi og því held ég að hennar tími innan Sjálfstæðisflokksins sé liðin þó svo aftakan fari fram síðar.

"Skortur á samráði á milli okkar og borgarstjóra er fullkomið aukaatriði á meðan hagsmunagæsla Björns Inga er aðalatriðið"

Þessi setning sem eftir borgarfulltrúanum eru höfð sína að hún hefur enn ekki skilið hvað gerðist í raun og veru. Hún er ekki enn farin að átta sig á að meirihlutinn féll vegna samstöðuleysins Sjálfstæðismanna en ekki að því Björn Ingi brást þeim.   Það að hann sleit samstarfinu var vegna þess að Sjálfstæðismenn voru ekki samstarfshæfir vegna valdabaráttu og innri sundrungar.

Hver skildi geta sagt þessari ótrúlega sjálfviðmiðuðu konu þetta þannig að hún skilji það. Sennilega mun hún aldrei átta sig á því að hún er sennilega hvað sekust í því máli því hana langaði svo til að vera borgarstjóri.


mbl.is „Við sinntum störfum okkar vel"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir

Flott hjá þér.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Tek undir þetta. Þetta er hörmuleg pólótík að berja svona hausnum í steininn.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.10.2007 kl. 10:35

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Eigum við ekki að bíða og sjá hveð gerist á næstu vikum.

Þá mun hið sanna koma fram í þessu máli, en sumir vita meira en aðrir ...

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818149

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband