11.11.2007 | 19:10
Blekkingar ?
Hvað gengur bankastofnunum til sem leggja í mikinn kostnað við að auglýsa ekki neitt ? Spron hefur farið í mikla auglýsingaherferð til að kynna landsmönnum hversu þeir séu lang-bestir. Gerður var samanburður í þessum auglýsingum og sýnt í töflu hversu hæstir þeir væru. Mig minnir að Spron hafi verið með 15.4 % en þeir sem næstir þeim voru eru með 15%. Hvað skyldi muna mörgum krónum á þeim tilboðum ?
En hvað gengur þessum bankastofnunum að fara í slíkan blekkingaleik ? Eins og þetta er auglýst á neytandinn að hafa á tilfinningunni að hann sé að græða rosalega. Slíkt er auðvitað ekkert annað en grófur blekkingaleikur sem enginn græðir á nema Spron. Það gæti komið drjúgt að fjármagni inn í sparisjóðinn þó upphæðir á hvern og einn væru ekki háar. En ég held að þessi frétt slái á það að menn bíti á þessa fölsku beitu.
Svo er eitt sem við landabyggðartútturnar erum ekki alveg að skilja. Hvað er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis að þvælast út um landsbyggðina með tilboð sín. Er ekki nóg streymi fjármagns frá okkur til suðvesturhornsins þó þessi höfuðborgarsparisjóður sé ekki að ásælast fjármagn í samkeppni við heimasparisjóðina sem sannarlega eiga undir högg að sækja. Enginn er bróðir í leik.
![]() |
300 króna vaxtaauki af 100 þúsund krónum hjá SPRON |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 19:19
Hreinar meyjar stíga á stokk.
Stundum heldur maður að Guðni Ágústsson sé á einhverju. Nú bregður svo við að allt er nýrri ríkisstjórn að kenna og Framsóknarflokkurinn og hann sjálfur hafa aldrei komið nærri neinu, bera enga ábyrgð og kvartar undan sinnuleysi ríkisstjórnar sem tók við völdum fyrir 5 mánuðum síðan.
Ég er eiginlega undrandi og hélt satt að segja að ég gæti ekki orðið undrandi á formanni Framsóknarflokksins. Mér hefur hann í besta falli verið fyndinn og á stundum undarlegur í tali og háttum. Ég veit satt að segja ekki hvort hann reiknar með að nokkur maður taki mark á bullinu sem hann ber á borð fyrir alþjóð. En hann er ekki stjórnmálamaður sem maður reiknar með að marki djúp spor en samt verður að gera smá kröfur til að hann hagi sér eins og formanni stjórnmálaflokks sæmir.
En ég verð bara að segja við sjálfan mig " þetta er bara Guðni Ágústsson" og þess vegna verður maður bara að taka bullinu í honum sem slíku. Hann er orðin ósnert hrein mey í pólitík eftir 12 ára ríkisstjórnarsetu. Hann er líklega það sem menn kalla afturbatajómfrú en satt að segja hefur sá afturbati tekið mettíma eða fimm mánuði. Guðni hefur algjörlega gleymt að hann var ráðherra í fjölda ára og kannski er hann og þessi 12 ára ríkisstjórnarseta ástæða þess að flokkurinn sem hann leiðir er að mælast með 9 prósenta fylgi. Enda þegar maður les grein Björn Inga þéttbýlisframsóknarmanns í Fréttablaðinu í dag skynjar maður að ekki vill hann hafa þann háttinn á að gera Framsóknarflokkinn að afdalaflokki í anda Guðna Ágústssonar.
![]() |
Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 19:40
Stefnubreyting - mjög gott mál
Þar er komið að því. Slegið er á gengdarlausa uppbyggingu álvera á Íslandi. Það er ekki langt síðan nokkur slík stykki voru á dagskrá á Reykjanesi og á Suðurlandi. Nú er ljóst að af því verður ekki. Samfylkingin hefur talað fyrir breytingu á stefnu Landsvirkjunar í orkusölu og nú hefur orðið af því. Þess í stað á að beina sjónum að öðrum valkostum í uppbyggingu iðnaðar og atvinnutækifæra á Íslandi. Þetta eru afar góð tíðindi og þar með hverfur ásýnd Framsóknarflokksins af uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar.
Smátt og smátt er að koma í ljós hversu mikil landhreinsun var að losna við Framsóknarflokkinn úr ríkisstjórn. Stöðnuð og þröngsýn sjónarmið eru á undanhaldi og skyndilega fá landsmenn aðra sýn á möguleika okkar í atvinnumálum. Ótrúlega stuttan tíma hefur tekið að breyta þessum málum og ljóst að Framsóknarflokkurinn og ráðherrar hans hafa verið fastir í hjólförum sem þeir sáu ekki uppúr.
Nýr iðnaðarráðherra fylllir þjóðina bjartsýni og þó svo Valgerður og fleiri Framsóknarmenn reyni að tala niður Samfylkingarráðherranna sjá það allir þvílík reginbreyting hefur orðið á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Ég eiginlega get vart beðið eftir því sem utanríkisráherra ætlar að ræða eftir áramótin en boðuð hefur verið sérstök umræða um Evrópumál á vegum þess ráðuneytis. Kannski sjáum við nýja tíma og stefnu í Evrópu og Evrumálum á næsta ári..
PS: Hvað skyldi ergja hinn jákvæða og framfarasinnaða formann VG þegar hann hefur melt þessi nýjustu tíðindi...varla sér hann nokkuð jákvætt í þessu
![]() |
Friðrik: Skylt að þjóna þeim álverum sem fyrir eru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 07:36
Að féfletta almenning.
Nú virðst sem ný-einkavæddir bankarnir ætli að ganga í lið með matvörumarkaðinum við að féfletta almenning. Það er ekki langt síðan þessir sömu bankar gengu manna á milli með gylliboð um 100% lán og 4.15% vexti. Ofurlaunabankastjóri Kaupþing banka sagði í gamalli upptöku að á þessu væri lítil hætta, bankarnir væru svo voðalega sterkir. Nú er hann ómerkingur orða sinna og bankinn sem hann stýrir, gamli hálfstolni Búnaðarbankinn með ábót, ríður á vaðið og hefur forustu við þessa ömurlegu gjörninga.
Bankar á Íslandi hafa allir sýnt ofsagróða undanfarin ár og frá því þeir voru einkavæddir hefur vaxtamunur aukist sem er fáttítt ef ekki einsdæmi við slíka einkavæðingu. Með þessu áframhaldi og hugsunarhætti gróðapunganna sem sölsuðu þessar stofnanir undir sig gera þeir þúsundir manna og fyrirtækja gjaldþrota. En þeim er slétt sama, bara ef þeir fá sitt og bankastjórarnir fá 400 millur í árslaun.
Græðgisvæðingin á Íslandi er að fara úr öllum böndum og fórnarlömbin eru almenningur í þessu landi. Það er ekki undarlegt þó réttlætistilfinningu Jóhönnur Sigurðardóttur sé gróflega misboðið.
![]() |
Markaðurinn í uppnámi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.11.2007 | 07:35
Of fáir lögreglumenn
Nú funda sunnlenskir lögreglumenn. Þeir telja að stöðugildi séu allt of fá miðað við þá þörf sem sé til staðar á svæðinu. Ég reikna með að þeir viti gjörla hvað þeir eru að segja og satt að segja veit ég ekki hvort stjórnvöld lögreglumála eru að reikna með þeim gríðarlega fjölda sem á þessu svæði eru allan ársins hring en eiga ekki heimilisfestu. Ég man það ekki alveg, en einhvernvegin minnir mig að þarna séu 4000 sumarbústaðir og hús í orlofsbyggðum. á þessu svæði. Þetta er sama sagan og hér á Akureyri. Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað hér í bæ svo árum og jafnvel áratugum skiptir. Lögregla er lítt sýnileg á Akureyri og þar er örugglega um að kenna allt of fámennu liði. Það spratt um þetta umræða fyrir tveimur árum eða svo. Þá stökk dómsmálaráðherra til og hélt mikinn áróðursfyrirlestur um að settir yrðu niður fjórir sérsveitarmenn á svæðið og að hans mati átti það alveg að duga. Ég sé ekki hvernig þær viðbætur gagnast daglegri löggæslu á Akureyri með fullri virðingu fyrir Birni Bjarnasyni.
Satt að segja hef ég verulegar áhyggur af ósýnileika lögreglunnar hér og að mínu mati þarf að fjölga verulega í liðinu hérna. Gott dæmi eru tilraunir bæjaryfirvalda að koma á 30 km hverfum sem aftur gagnast lítt því löggæsla í hverfum bæjarins er afar lítil. Það sést best á því að menn leggja bílum hér út og suður... móti aksturstefnu, upp á gangstéttum, undir bannskiltum og svo framvegis og komast upp með það, sumir árum saman. Þetta er örugglega vegna þess að löggæslan á fullt í fangi með að bregðast við tilfallandi atburðum, hvað þá að sinna fyrirbyggjandi starfi í íbúðahverfum og öðrum þeim stöðum sem þörf er á.
Mér var sagt að stöðugildum lögreglumanna á Akureyri hefði ekki fjölgað frá 1978. Þannig var það fyrir tveimur árum og ég veit ekki hvort úr því hefur verið bætt. Á þeim tíma hefur bæjarbúum fjölgað um þúsundir, stórir framhaldsskólar með hunduðuð nemenda sem ekki eru hér með lögheimili og auk þess gríðarlegs fjölda ferðamanna sem hér eru allan ársins hring. Auk þess hefur bílaeign bæjarbúa rúmlega tvöfaldast á þeim tíma.
Þessi umræða er í ætt við umræðuna um Keflavíkurflugvöll. Þar telja slökkviliðsmenn að þjónustu sé ábótavant. Á sama hátt er umræða um að löggæslu sé ábótavant að aukast. Það er svo sannarlega orðið tímabært að endurskoða og endurmeta þá þörf á landsvísu. Ég held að við séum ekki að standa okkur í þessum málaflokki og við verðum að gera betur. Dómsmálaráðherra tekur vonandi af skarið og drífur í að láta meta þessi mál án upphrópana og leiðinda í garð þeirra sem hafa af þessu áhyggjur.
![]() |
Vantar fimm lögreglumenn á vakt til að ná landsmeðaltali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 07:23
Hvorum skal trúa ?
Það eru grafalvarlegar ásakanir sem starfsmenn á Keflavíkurflugvelli koma fram með á hendur flugmálayfirvalda. Nú neita þau sömu flugmálayfirvöld þessum ásökunum. Eftir stendur að ég sem neytandi hef ekki möguleika á að átta mig á hvor málsaðilinn er að segja satt. Það sem skiptir mig og alla þá sem nota þennan flugvöll máli, er að þar sé öryggisviðbúnaður i hæsta gæðaflokki. Annað er óásættanlegt.
En þá stendur eftir hjá mér að ég get ekki treyst þessu lengur. Ég vil seint trúa því að fagstétt eins og slökkviliðsmenn láti frá sér fara slíkar yfirlýsingar ef allt er í eins góðu lagi og flugmálayrirvöld segja. Allir vita að stórlega var skorið niður þegar herinn fór og ef til vill var það of mikið ? Hver veit, Ekki ég. H-ffunn þarna er ekki traustvekjandi, það verð ég að segja.
Ég hef þá tilhneigingu eins og vafalaust margir aðrir, ef ekki flestir, að eitthvað sá að marka það sem fagstéttin segir. Þeir þekkja máli og bera ábyrgð á framkvæmd. Ráðmenn horfa til annarra þátta td. reskrarkostnað sem mótar þeirra viðhorf töluvert ef að líkum lætur. Í máli slökkviliðsmanns í gær í sjónvarpi lýsti hann einnig áhyggum af umsjón vallarins varðandi öryggi á brautum. Skemmst er að minnast óhapps þegar flugvél rann af braut vegna hálku sem auðvitað er óásættanlegt á slíkum stað.
Niðurstaða mín er að trúa fagstéttinni. Viðmið þessara aðila eru líklega ólík og hvor hefur vafalaust eitthvað til síns máls. Þjóðin horfir á hið opinbera spara langt niðurfyrir hættumörk í heilbrigðiskerfinu og því ekki þarna líka ? Sama má segja um fleiri þætti í rekstri ríkisins. Sparnaðarviðhorfið og framkvæmd þess er farið að koma niður á ýmsu í verri þjónustu, í sumum tilfellum hættulega mikið verri. Líklega er það þannig á Keflavíkurflugvelli og satt að segja líður mér ekkert sérstaklega vel með þá hugsun.
![]() |
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli vísar ásökunum LS á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007 | 17:20
Gjörbreyttar áherslur og stefna.
"Umhverfisráðuneytið hefur hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð virkjun í Hverfisfljóti skuli ekki sæta mati á umhverfisáhrifum. "
Þessi litla setning í frétt um virkjun í Hverfisfjóti lýsir svo ekki verður um villst þvílík stefnubreyting hefur orðið í umhverfisráðuneytinu með nýjum ráðherra. Fram að þessu hefur það oftar en ekki að málum hefur verið snúið á hinn veginn í þessu ágæta ráðuneyti. Þarna sjást áherslur og fingraför nýja umhverfisráðherrans sem svo sannarlega hefur sýnt það þettan skamma tíma í embætti að skilningur hennar á hlutverki þessa ráðuneytis er allt annar en forverar hennar nokkrir hafa haft.
Það að þarna er tekin ákvörðun þar sem náttúran er látin njóta vafans er gleðiefni. Ég hef mikla trú á Þórunni Sveinbjarnardóttur í embætti umhverfisráðherra og ég er svo sannarlega sannfærður um það að henni tekst að færa skilning stjórnsýslunnar á hlutverki umhverfisráðuneytis til nútímans. Dagar uppáskrifta í anda Framsóknarlflokksins eru liðnir.
Áfram Þórunn....þetta er gæfustefna fyrir Ísland og framtíðna.
![]() |
Virkjun í Hverfisfljóti í umhverfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 23:07
Snæfell og Harðbakur á lokasprettinum.
Þessi mynd er tekin í Torfunefsdokkinni á Akureyri á árunum fyrir 1980. Gamla Snæfellið EA 750 lá bundið utan á Harðbak EA 3. Bæði skipin höfðu legið þarna nokkuð lengi og biðu hinstu hvílu. Svo gerðist það eina nóttina að Snæfellið tók upp á því að sökkva og hengdi sig í gamla síðutogarann sem hélt því uppi næsta auðveldlega.
Ekki leið langur tími að þessir tveir öldnu Akureyringar hurfu á braut... Snæfellið út á Grímseyjarsund og Harðbakur gamli til Bretlands í brotajárn. Ég vil þó hafa fyrirvara á því hvar hann endaði að lokum.
Þarna er ekki búið að fylla upp í dokkina milli Torfunefbryggju ytri og syðri. Nú er dokkin horfin að verulegu leiti en syðri bryggjan er enn á sínum stað og þarfnast sárlega viðhalds eða endurbyggingar. Yfir Kaldbak rétt glittir í Kornvöruhús Kea sem er löngu horfið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2007 | 08:55
Mykjudreifarinn Birkir Jón.
Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi heldur úti bloggsíðu á netinu. Þar fer háttvirtur þingmaður mikinn og lætur hátt í honum. Það er ekki hægt að commentera á síðuna og mér finnst það lýsa hugleysi þingmannsins að loka á slíkt. Flestir sem eru að ræða ýmis mál á netinu leyfa athugsemdir og umræður á heimsíðum sínum, en ekki Birkir Jón.
http://birkir.blog.is/blog/birkir/entry/356182/
Þetta er tengillinn inn á síðuna og mig langar til að bregðast aðeins við og verð að gera það með þessum hætti þar sem þinmanninn skortir hugrekki til að leyfa mér og öðrum að gera það beint.
Greinin heitir Svik Samfylkingarinnar og þessi meintu svik virðast vera að þingmaðurinn hafi eitthvað á tilfinningunni. Slíkt er auðvitað ekkert annað en ómerkileg mykjudreifing og slíkt er ekki samboðið þingmönnum sem vilja teljast marktækir.
"Samfylkingin er nú í lykilstöðu, þar sem bæði iðnaðarráðherrann og umhverfisráðherrann eru í Samfylkingunni. Ég hef ekki fengið það á tilfinninguna að áherslur þessara ráðherra séu að stuðla að atvinnuuppbyggingu við Húsavík með þessum hætti. Þvert á móti, hefur umhverfisráðherra talað gegn atvinnustarfsemi af þessu tagi."
Þetta er bein tilvitnun. Hvað er það sem segir að hætt hafi verið við uppbyggingu álvers á Bakka eftir einhver ár ? Ég sé ekkert þarna annað en órökstudda vitleysu og ef þetta er tifinning hæstvirts þinmanns þá ætti hann að lesa betur heima. Hann veit vel að vilji er til hjá eigendum þessa fyrirtækis að skoða Húsavík sem fyrsta valkost. Niðurstaða liggur ekki fyrir og því hefur ekkert verið ákveðið í þessu samhengi. Framsóknarflokkurinn var búinn að forgansraða álverum á suðvesturhornið fyrir kosningar þannig að vinda ofan af þeim gjörningi er illgjörlegt. Nú er bara að vona að sveitarfélög þar geri stóriðjuuppbygginu óframkvæmanlega með að loka á línulagnir. Það er eina vonin í stöðunni að þessi forgangsröðun Framsóknarflokksins breytist.
Önnur tilvitnun.
"Nú er það svo að gríðarlega mikil vinna hefur verið lögð í þetta stærsta atvinnumál Norðurausturlands á undanförnum árum. Þeir Eyfirðingar og Þingeyingar sem studdu Samfylkinguna síðastliðið vor hljóta nú að hugsa sinn gang. Er það boðlegt að næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins komi fram með þessum hætti og snúi við blaðinu að afloknum kosningum? Hvers lags aumingjagangur er í sjálfstæðismönnum í þessu máli? Er búið að snúa við blaðinu á þeim bænum líka?"
Það er eiginlega sorglegt að lesa jafn mikið bull og þetta innlegg Framsóknardrengsins er. Það er vísvitandi rangfærsla og sannleikanum hliðrað og ekki nefndur.
Umhverfisráðherrann hefur alla tíð lýst skoðun sinni á stóriðjuframkvæmdum í þeim skala sem unnið er með hér og það er ekkert nýtt. Iðnaðarráðherra er að vinna gríðarlegt starf sem flestir sjá og viðurkenna nema kannski fúlir Framsóknarmenn sem enn gráta völd sín og áhrif.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.11.2007 | 07:29
Kvótinn búinn hjá Landsvirkjun.
Hvert sveitarfélagið af öðru hafnar nú tillögum Landsnets og Landsvirkjunar í orkumálum. Sveitarfélög eru ekki tilbúinn að fórna ásýnd sinni og möguleikum fyrir háspennumöstur og annað slíkt sem til skamms tíma þótti sjálfsagt að leggja yfir land. Sveitarfélögin benda réttilega á að þó svo háspennumösturum sem raðað yfir land þeirra bera þau ekkert úr býtum og í mörgum tilfellum skaðar þetta ásýnd og möguleika til að selja útvist og umhverfi.
Það virðist því sem suðvesturhornið sé að hafna uppbyggingu stóriðju frekar en þegar er orðið. Hafnfirðingar riðu á vaðið og höfðu hugrekki til að hafna deiliskipulagi þar sem ásýnd og álit þess sveitarfélags hefði skaðast enn frekar en þegar er orðið. Auðvitað urðu þeir af peningum til skamms tíma litið en til lengri tíma er þetta afar skynsamlegt.
Það er lítið gagn að stóriðjuverum ef enginn er hundurinn að austan eins og sagt er. Það gæti því orðið niðurstaðan að landsmenn séu að hafna frekari stórvirkjunum og stóriðju. Það er vel að mínu mati og vonandi verður það til þess að menn fari að huga að öðrum og vistvænni kostum fyrir börnin okkar og barnabörnin. Skammtíma - "framsóknar" - sjónarmið er á undanhaldi og vonandi taka fleiri sveitarfélög afgerandi afstöðu í þessum málum á næstunni.
![]() |
Ekki vilji fyrir raflínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar