Kvótinn búinn hjá Landsvirkjun.

Hvert sveitarfélagið af öðru hafnar nú tillögum Landsnets og Landsvirkjunar í orkumálum. Sveitarfélög eru ekki tilbúinn að fórna ásýnd sinni og möguleikum fyrir háspennumöstur og annað slíkt sem til skamms tíma þótti sjálfsagt að leggja yfir land. Sveitarfélögin benda réttilega á að þó svo háspennumösturum sem raðað yfir land þeirra bera þau ekkert úr býtum og í mörgum tilfellum skaðar þetta ásýnd og möguleika til að selja útvist og umhverfi.

Það virðist því sem suðvesturhornið sé að hafna uppbyggingu stóriðju frekar en þegar er orðið. Hafnfirðingar riðu á vaðið og höfðu hugrekki til að hafna deiliskipulagi þar sem ásýnd og álit þess sveitarfélags hefði skaðast enn frekar en þegar er orðið. Auðvitað urðu þeir af peningum til skamms tíma litið en til lengri tíma er þetta afar skynsamlegt.

Það er lítið gagn að stóriðjuverum ef enginn er hundurinn að austan eins og sagt er. Það gæti því orðið niðurstaðan að landsmenn séu að hafna frekari stórvirkjunum og stóriðju. Það er vel að mínu mati og vonandi verður það til þess að menn fari að huga að öðrum og vistvænni kostum fyrir börnin okkar og barnabörnin. Skammtíma - "framsóknar" - sjónarmið er á undanhaldi og vonandi taka fleiri sveitarfélög afgerandi afstöðu í þessum málum á næstunni.


mbl.is Ekki vilji fyrir raflínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ykkur til happs að hafa hafnað álveri í Eyjafirði, og ekki síður okkur sem heimsækum þennan fallega stað, vonandi standið þið áfram fastir á ykkar afstöðu.

Annars finnst mér annarlegt að öll þessi flúoreiturspúandi álver skuli þurfa að vera í eigu erlendra auðhringja, ég meina, ef við getum byggt virkjanirnar (og sopið þeirra lágu ávöxtunarkröfur), getum við ekki skrapað saman í sálft tækið sem uppsker mest?  Annars er ég ekki að tala fyrir frekari stóriðju, finnst komið meira en nóg.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 818232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband