Draumur dáta !

Rafbyssur drepa...það er flestum ljóst. Ekki alla, en enginn veit hvern. Þess vegna verður þetta auðvitað ekki tekið í notkun hér á landi. Varla vill Björn Bjarnason taka þá áhættu að leyfa þetta hér og standa síðan frammi fyrir ættingjum einhvers sem létist af slíkri notkun.

Málið er dautt og á Íslandi verður ekki notað vopn sem gæti kannski drepið einhvern. Slíkt samræmist ekki þjóðarsálinni. Við skrifum ekki upp á tilviljanir og áhættu sem kosta geta fólk lífið. Þetta mun meira að segja Björn Bjarnason skilja því varla vill hann taka þá áhættu að pólitísk líf hans endaði þann dag sem eitthvað hræðilegt gerðist við notkun svona byssu.


mbl.is Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólardagur

Sunny winterdayÞað var heldur bjartara um að litast í dag en í gær. Glampandi sólskin og skafheiðríkur himinn var kærkominn eftir vetursýnishornið sem var hér í gær. Það eru mikil breyting frá því í æsku minni á vetrarveðrum hér. Þó geri norðan skot með úrkomu standa þau stutt og eru ósköp máttlaus. Skotið í gær stóð í tólf tíma og lítinn snjó setti niður þó fjúkið væri töluvert.

Það er svolítið fyndið að heyra veðurmanninn á Stöð 2 kalla minnstu veðurbreytingu rok, tala um gríðarlegt óveður og svo framvegis. í mínu ungdæmi var stórhríð allt annað fyrirbæri en menn kalla slíkt í dag. Og í mínu ungdæmi var "rok" nafn á ákveðnum vindstigafjölda, gömlum 10 vindstigum sem eru allt annað fyrirbæri en Siggi Stormur svokallaði kallar rok annanhvern dag í veðurfréttum. Svona taka hlutirnir breytingum og verða loks að sannleika.

Ég fór myndatökutúr yfir Eyjafjarðarána og tók m.a. þessa mynd á móti sólu. Forgrunnur er melgresið við Leiruveginn og í baksýn eru fjöllin í Eyjafjarðarsveit. Lítil flugvél tekur upp af Akureyrarflugvelli og ekki er hægt annað en öfunda þá sem þar eru um borð af því fagra útsýni sem hefur verið í blíðunni í dag.


Engin vandræði í Mývatnssveit. !

Ég sá fréttaþátt um daginn úr Mývatnssveit. Þar var Björn Þorláksson með fréttaskýringar úr sveitinni og helst var að heyra að vandamálin væru óyfirstíganleg. Mikil fólksfækkun, fyrirtækin að loka eitt af öðru og börnum hafið fækkað svo mjög að varla var hægt að halda úti grunnskóla sakir auðnar í þeim hópi.

Það viðurkenna flestir sem um þessi mál hugsa að sameining sveitarfélaga sé það sem þurfi til að styrkja stöðu sveitarfélaga á svæðum sem eiga undir högg að sækja. Það hefur þegar gerst á sumum svæðum á Norðausturlandi og skemmst er að minnast sameiningar Húsavíkur og hreppa þar fyrir austan. Áður hafið Þingeyjarsveit orðið til úr hreppum vestan Mývatnssveitar og flestir á þeim svæðum viðurkenna að slíkt hafi verið nauðsynlegt og hafi styrkt svæðið mjög. Grímseyingar leita eftir sameiningu við Akureyri og víðar má sjá þess merki að þessu þróun haldi áfram.

Þess vegna taldi ég næsta víst eftir alla þá umræðu og umfjöllun um vandræði og vandamál Mývatnssveitar að þeir teldu það kost að taka þátt í sameiningarferlinu. En auðvitað var það bara heimska mín að láta mér detta í hug að slíkt gæti orðið. Ekki get ég alveg áttað mig á hvað það er sem lætur skynsemina víkja og stoltið ráða. Þetta er svolítið í ætt við þá hugsun sumra að við Íslendingar eigum að halda í þjóðernið og stoltið og ekki taka þátt í alþjóðasamfélaginu.

Að svipaðri niðurstöðu komast Mývetningar. Ekki sameinast neinum þó svo heilbrigð skynsemi segi að það sé það besta fyrir svæðið og íbúana. En hvað með það....Mývetningar virðast frekar vilja halda í sveitarstoltið frekar en að styrkja svæðið með sameiningu sveitarfélaga.

Hvernig datt mér annað í hug ??? Blush


mbl.is Ekki sameining í Þingeyjarsýslu - tillagan felld í Skútustaðahreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnslínur úr augsýn.

Kjarnaskógur rafmagn2 Á fundi Umhverfisnefndar á fimmtudaginn var ákveðið að beina því til eigenda raflína sem liggja um útivistarsvæði Akureyrar að koma þessum línum úr augsýn og í jörðu.

Akureyri er eins og kunnugt er þáttakandi í alþjóðlegu verkefni, countdown 2010. Eitt þeirra þriggja verkefna sem Akureyri hefur valið sér að vinna að er endurheimt náttúrugæða í Naustaborgum. Þar á að endurheimta stjóra tjörn og votlendi auk þess er tilgreint að rafmagnslínur sem setja neitkvæðan svip á svæðið skuli hverfa úr augsýn. Sömu línur liggja einnig um Kjarnaskóg og tjaldvæðin að Hömrum.

Samþykkt umhverfisnefndar frá því á fimmtudaginn eru líður í þeirri vinnu sem ljúka á 2010. Bókun umhverfisnefndar hljóðar svo.

3.          Raflínur í Naustaborgum, Hömrum og Kjarnaskógi
2007110016
Umhverfisnefnd óskar eftir því við Landsnet og Rafmagnsveitur ríkisins að raflínur þær er liggja yfir útivistarsvæðið í Naustaborgum, tjaldsvæðið að Hömrum og Kjarnaskóg verði plægðar í jörð þar sem mikið lýti er af þeim og þar að auki er trjágróður í Kjarnaskógi farinn að slaga upp í hæð rafmagnslínanna.
Forstöðumanni umhverfismála er falið að kynna hlutaðeigandi áform og stefnu umhverfisnefndar og bæjaryfirvalda í þessu máli. Samkvæmt áætlun nefndarinnar er stefnt að að þessu verki verði lokið fyrir mitt ár 2010.

Myndin er tekin í Kjarnaskógi.


Sameining á réttum nótum.

Nú hafa Grímseyingar óskað eftir viðræðum við Akureyri um hugsanlega sameiningu. Það er ekki langt síðan stórsameining var kolfelld hér á svæðinu. Sú sameining var valdboð að ofan og fór illa í fólk. Þessi leið er auðvitað mun happadrýgri þar sem fólkið sjálf hefur frumkvæði og velur starfsaðferðir. Með því móti aukast líkur á að fólki samþykki slíkt en nánast vonlaust eins og lagt var af stað með síðast. Vonandi ganga þessar viðræður vel og leiða til farsællar niðurstöðu.

Á sama fundi í bæjarráði var önnur samþykkt sem vakti minni athygli en er samt sem áður áfangi í nánara samstarfi sveitarfélaganna við Eyjafjörð. Þessi bókun hljóðar svo.

"Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hann átti þann 2. nóvember sl.  ásamt formanni bæjarráðs við oddvita og varaoddvita Hörgárbyggðar um samstarf þessara tveggja sveitarfélaga.  Á fundinum var rætt um  að skipa í vinnuhóp sem myndi fara yfir þau mörgu sameiginlegu mál sem eru á borði Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar og hvernig samvinnu sveitarfélaganna yrði best fyrir komið í framtíðinni.  
Bæjarráð samþykkir að setja af stað vinnuhóp um samskipti og samstarf Akureyrarbæjar og Hörgárbyggðar.
Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra og Odd Helga Halldórsson í vinnuhópinn og óskar eftir því við sveitarstjórn Hörgárbyggðar að hún tilnefni tvo fulltrúa. "

Nánara samstarf Hörgárbyggðar og Akureyrar er afar mikilvægt. Sveitarfélögin eiga saman landamerki og Hörgárbyggð er að vinna að aðalskipulagi sínu. Akureyri á stórar jarðir í Hörgárbyggð næst bænum og hagsmunir þessar sveitarfélaga eru samofnir til framtíðar. Þessi tvö mál sýna ánægjulega þróun á þessu svæði þó svo ekki sé komið að neinni sameiningu á þessu stigi máls, í það minnsta ekki Akureyrar og Hörgárbyggðar.

 


mbl.is Vilja ræða um sameiningu Grímseyjar og Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar að missa sig.

Einhvernvegin hefur maður slæma tilfinningu fyrir þessum fréttum sem dynja á landslýð alla daga. Skuldabyrði heimilana fer lóðbeint upp í loftið og íslendingar virðast fjármagna neysluna með lánum. Fyrst voru það innlendu, heimskulegu Framsóknarlánin, sem dældu milljörðum inn í efnahagskerfið. Sú bóla virðist komin að þanmörkum og gæti sprungið á næstum misserum. Byggingaiðnaðurinn gæti hrunið á einni nóttu því offramboð á húsnæði er að verða hrópandi áberandi.

Og svo eru það erlendu neyslulánin. Það mátt svo sem gera ráð fyrir því að þegar þjóðin kæmist í að taka lán á góðum kjörum þá yrðu þau tekin og færu beint í neysluna. Fínir bílar, utanlandsferðir, almenn neysla, allt langt út fyrir það sem vegnjuleg fjölskylda getur veitt sér með tekjunum einum saman. Það kom fram í blöðum að fólk sé farið að henda nýlegum bílum bara ef þeir bilar eru fyrir nýja, flotta bílnum sem keyptur var á 100% bílaláni daginn áður.

Auðvitað gengur þetta ekki endalaust. Það er eiginlega grátlegt að sjá hvernig fólk lætur og hvernig það stofnar framtíð fjölskyldnanna í hættu fyrir stundaránægju og dansinn í kringum gullkálfinn. Hvar og hvernær þetta endar er eiginlega fyrirkvíðanlegt. Það stefnir í að bankarnir eignist hér verðlausar fasteignir í stórum stíl á næstunni. Hvað gerist þegar erlendir spákaupmenn hætta að veðja á ónýta krónu í útgáfu krónubréfa og gjaldfella jukkið. Ég kvíði þessu nokkuð en vona svo sannarlega að tilfinning mín sé röng.


mbl.is Erlend lán heimilanna eru komin í 108 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna lætur ekki staðar numið.

Atorka og réttlætiskennd Jóhönnu Sigurðardóttur fer ekki á milli mála. Nú hefur hún ráðist í úrbætur á lögum um málefni langveikra barna. Frumvarpið frá 2006 var gallað á ýmsa lund og nú hefur Jóhanna ákveðið að bæta úr því.

Það er áðdáunarvert að fylgjast með kraftinum í félagsmálaráðherra. Hún hefur á örfáum mánuðum hafið vinnu vi úrbætur á mörgum þeim málum sem hún gagnrýndi og vildi fá lagfærð þegar hún var stjórnarandstöðuþingmaður.

Það er ekki lognmolla og droll þegar Jóhanna á í hlut og ég þykist vita að margt annað sé á leiðinni sem eykur réttlæti og bætir stöðu þeirra sem minnst mega sín og eiga undir högg að sækja í íslensku þjóðfélagi.


mbl.is Félagsmálaráðherra boðar úrbætur fyrir langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart.

Nú hefur menntamálaráðherra friðað hús við Hafnarstræti á Akureyri. Hafnarstræti 94 "Hamborg" og Hafnarstræti 96 "París" hafe verið bænum til sóma en Hafnarstræti 98 hefur verið í niðurníðslu árum saman. Ég man þetta hús áratugi aftur í tímann og svo lengi sem ég man hefur viðhald og umhirða þess verið í lágmarki og enginn sýnt því virðingu eða áhuga.

Fyrir rúmlega 20 árum síðan var deiliskipulagi þarna breytt og gert ráð fyrir að húsi viki. Nú hefur þeirri hugsun verið hrundið og eftir stendur gamalt timburhús í vanhirðu og illa farið í miðbæ Akureyrar. Eigendur þess eiga því næsta leik og viðbúið að þeir óski eftir að kaup þeirra á húsinu gangi til baka. Ef til vill hafa þeir áhuga á að gera þetta upp og reyna að finna starfssemi við hæfi í húsið.

Nú hafa hópar manna lýst miklum áhuga á að gera upp þetta hús og láta það ná fyrri reisn. Nú er komið að þeim sem talað fyrir þessum umbótum og nú hafa þeir tækifæri sem margir hafa þráð. Ég hlakka til að sjá þetta hús gert upp og verða miðbænum til sóma. Ég trúi því að til séu menn sem ráðast í þetta verk eins fljótt og mögulegt er og ég reikna líka með að skyldur ríkisins séu miklar þegar ráðhrerra friðar hús sem áður var búið að lýsa yfir að hefði ekki varðveislugildi eins og gert var á sínum tíma þegar deiliskipulagið var gert og stefna sú mörkuð á þessu svæði sem unnið var eftir.

Ef að þessi friðun stuðlar að lagfæringum og viðgerð á þessu húsi eru þetta góð tíðindi en ef þetta er ávísun á óbreytt ástand eru þau slæm. Nú er bara að sjá hvað verður.

 


mbl.is Þrjú hús friðuð á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni og samgöngumiðstöð.

Loksins sér maður framkvæmdir á Reykjavíkurflugvelli. Við sem ferðumst gjarnan um völlinn vitum hversu ástandið þarna er ömurlegt. Bílakraðakið og öngþveitið fyrir framan flugstöðina þar sem bílastæðavandinn er algjör, leiðir að og frá þröngar og ruglingslegar og leigubíla og bílaleigubílastæði í tómu tjóni.

Þegar svo er komið inn í svo kallaða flugstöð blasir hörmungin við, gamalt, illa hirt braggarusl frá stríðsárum þar sem aðstæður farþega og starfsfólks eru til skammar. Ég hef oft skammast mín niður fyrir allt þegar erlendir gestir okkar litast um fullir undrunar yfir þessar svokölluðu flugstöð. Það sem verst er að þarna er illa þrifið og stólar og borð slitið og í óhirðu. Þetta er það sem boðið er uppá í ferðamannalandinu Íslandi.

Loksins er eins og smávægilegar framkvæmdir séu að hefjast og það virðist sem ráðast eigi gegn bílastæðaöngþveitinu og það er vel. Það er löngu tímabært að hefja framkvæmdir við samgöngumiðstöð þarna sem þjónar flugi og rútum. Sennilega er loksins kominn samgönguráðherra sem þorir að höggva á þann fáránlega hnút sem einkennt hefur þetta mál allt of lengi.

Auðvitað á að halda flugvelli í Vatnsmýrinni. Það er besti staðurinn fyrir slíka þjónustu og þarna ber að byggja upp alvörumiðstöð samgangna á Íslandi. Reykjvíkurflugvöllur er sameign þjóðarinnar og Reykvíkingar hafa ekki einkarétt á því að fjalla um staðsetningu hans eða framtíð. Það ber að ræða af skynsemi og víðsýni og láta lönd og leið þröngar kreddur hópa sem sjá allt annað í hillingum. Reykjavík er nefnilega höfðuborgin okkar allra og þess vegna eigum við öll sama rétt að segja okkar skoðun á framtíð þessa mannvirkis.


mbl.is Bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll fjölgað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta hlutafélag ? Vond vinnubrögð fjárlaganefndar.

Ég hef kannski misst af því þegar Landspítalinn var gerður að hlutafélagi? Öll umfjöllun um málefni þessa ágæta spítala virðist byggja á að þetta sé fyrirtæki sem eigi að skila hagnaði í ríkissjóð. En það er ekki þannnig. Spítalinn er á fjárlögum og hann hefur skyldur við landsmenn eins og nafnið bendir til. Meginástæður þess að rekstur er ekki að standast áætlanir að mínum mati eru rangar áætlanir. Spítalanum er ekki áætlað nægilegt fé til að standa við skyldur sínar.

Þarna er búið að hagræða inn að beini og allir þekkja hvergið komið er fyrir sumum sjúklingum sem lenda á löngum biðlistum, liggja á göngum eða bara fá ekki inni. Einnig virðist sem vanáætlanir séu viðvarandi varðandi lyf og lyfjakaup og að er ömulegt að sjá ríkisstofnun á fjárlögum vera einn mesta vanskilagrís á landinu. Þarna er eitthvað mikið að og ég held að Aþingi og fjárveitingavaldið ættu að skoða sinn gang. Þetta er hluti af þeirri tilhneygingu undanfarinna ára að falsa fjárlögin.

Á hverju ári hefur fjármálaráðherra veifað bók með miklum tekjuafgangi og síðan eru stofnanir ríkisins svo sem heibrigðiskerfi, löggæsla og fleira rekið á undirframlögum sem síðan þarf að lagfæra með fjáraukalögum.

Væri ekki nær að horfast í augu við veruleikann í stað þess að setja á svið sýndarveruleika í allt of lágum fjárlögum ?


mbl.is 4,4% halli er á rekstri LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband