Hreinar meyjar stíga á stokk.

Stundum heldur maður að Guðni Ágústsson sé á einhverju.  Nú bregður svo við að allt er nýrri ríkisstjórn að kenna og Framsóknarflokkurinn og hann sjálfur hafa aldrei komið nærri neinu, bera enga ábyrgð og kvartar undan sinnuleysi ríkisstjórnar sem tók við völdum fyrir 5 mánuðum síðan.

Ég er eiginlega undrandi og hélt satt að segja að ég gæti ekki orðið undrandi á formanni Framsóknarflokksins. Mér hefur hann í besta falli verið fyndinn og á stundum undarlegur í tali og háttum. Ég veit satt að segja ekki hvort hann reiknar með að nokkur maður taki mark á bullinu sem hann ber á borð fyrir alþjóð. En hann er ekki stjórnmálamaður sem maður reiknar með að marki djúp spor en samt verður að gera smá kröfur til að hann hagi sér eins og formanni stjórnmálaflokks sæmir.

En ég verð bara að segja við sjálfan mig " þetta er bara Guðni Ágústsson" og þess vegna verður maður bara að taka bullinu í honum sem slíku. Hann er orðin ósnert hrein mey í pólitík eftir 12 ára ríkisstjórnarsetu. Hann er líklega það sem menn kalla afturbatajómfrú en satt að segja hefur sá afturbati tekið mettíma eða fimm mánuði. Guðni hefur algjörlega gleymt að hann var ráðherra í fjölda ára og kannski er hann og þessi 12 ára ríkisstjórnarseta ástæða þess að flokkurinn sem hann leiðir er að mælast með 9 prósenta fylgi. Enda þegar maður les grein Björn Inga þéttbýlisframsóknarmanns í Fréttablaðinu  í dag skynjar maður að ekki vill hann hafa þann háttinn á að gera Framsóknarflokkinn að afdalaflokki í anda Guðna Ágústssonar.


mbl.is Guðni: Forsætisráðherra er daufur og sinnulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þegar ég las þessa frétt í gær bloggaði ég um þetta. Guðni heldur áfram að grafa gröf framsóknarmanna. Ég mun bjóða mig fram þegar hægt verður að moka yfir, því ekki gera dauðir það sjálfir.

Menn hafa löngum hlegið af bröndurunum hans Guðna, nú bregður svo við að maður veit ekki hvort maður á hlægja eða gráta af málflutningi mannsins, slíkt er þvaðrið í honum. Annars er þetta í góðu lagi því með svona málflutningi þá heldur grafar vinnan áfram.

Páll Jóhannesson, 11.11.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband