Draumur dáta !

Rafbyssur drepa...það er flestum ljóst. Ekki alla, en enginn veit hvern. Þess vegna verður þetta auðvitað ekki tekið í notkun hér á landi. Varla vill Björn Bjarnason taka þá áhættu að leyfa þetta hér og standa síðan frammi fyrir ættingjum einhvers sem létist af slíkri notkun.

Málið er dautt og á Íslandi verður ekki notað vopn sem gæti kannski drepið einhvern. Slíkt samræmist ekki þjóðarsálinni. Við skrifum ekki upp á tilviljanir og áhættu sem kosta geta fólk lífið. Þetta mun meira að segja Björn Bjarnason skilja því varla vill hann taka þá áhættu að pólitísk líf hans endaði þann dag sem eitthvað hræðilegt gerðist við notkun svona byssu.


mbl.is Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo aldeilis hissa!!  Viltu frekar að byssur sé leyfðar hérna?  Lögreglan á hinum Norðurlöndunum notar skotvopn en það er í umræðunni þar að fara niður í þessi rafstuðstæki því þau eru jafn hættulaus og handjárn.  Miðað við það að skipulögð glæpastarfsemi sé að festa hér rætur er beinlínis hlægilegt að íslenska lögreglan ætli sér bara að vera með gúmmíkylfur.  Það er að sjálfögðu hægt að vera með sérstakar reglur um notkun tækisins og aðeins nota það undir sérstökum kringumstæðum.  Mér finnst þessi skrif þín bera vott um histeríu og hatur á Birni Bjarnasyni og efast ég stórlega um að það sé hann sjálfur sem hafi átt hugmyndina að þessu.  Lögreglumennirnir okkar með gúmmíkylfurnar eru örugglega farnir að vera óöryggir í sínu starfi þegar ofbeldi og vopnaeign glæpamanna hefur verið að stóraukast og finnst mér líklegt að það sé þrýstingur frá löggæslumönnunum sjálfum að farið verði út í eitthvað af þessu tagi.

"Málið er dautt og á Íslandi verður ekki notað vopn sem gæti kannski drepið einhvern"  Þetta er hlægileg setning, við erum nú þegar með kylfur, piparsprey og svo ekki sé talað um skotvopnin sem víkingasveitin notar.  Þetta allt gæti kannski kannski drepið einhvern.  En hvað gerum við þegar lögreglumaður með gúmmíkylfu verður drepinn við störf?  ...ætlum við þá kannski að hugsa þetta upp á nýtt?

Svanþór 

Svanþór (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það þarf ekki vopn í löggæslu á íslandi !!  Í þessi tvö þrjú skipti á 10 ára fresti eða svo þá kemur víkingasveitin Svanþór..

Óskar Þorkelsson, 19.11.2007 kl. 13:31

3 identicon

Hvað kallarðu kylfu og piparúða annað en vopn? "Í þessi tvö þrjú skipti á 10 ára fresti eða svo þá kemur víkingasveitin Svanþór.." Er þá ekki betra að Víkingasveitin geti dregið upp rafbyssu frekar en skammbyssu þegar á þarf að halda Óskar?Þarf fólk ekki að fara að róa sig aðeins í þessari umræðu og láta sérfróða menn um að kanna kosti og galla þessa tækis? Það er mjög auðvelt að sitja í mestu makindum fyrir framan tölvuna sína og þykjast vita allt um þessi mál en gleyma því að þarna úti er blákaldur raunveruleiki lögreglumanna sem þurfa að kljást við fólk í allskonar ástandi við miserfiðar aðstæður. Ég held að fólk yrði hissa ef allar tölur yfir þá sem látast við handtöku yrðu birtar og hvað þetta tæki sem hér er úthrópað á lítinn hluta í þeirri heild.Sigurjón

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 13:54

4 identicon

„Málið er dautt og á Íslandi verður ekki notað vopn sem gæti kannski drepið einhvern.“
 

Málið er að nú þegar hafa lögreglumenn á íslandi vopn sem geta drepið. Hver og einn lögreglumaður er með lögreglukylfu. Í grunninum er þetta um 30-40 sm trékylfa (ekki gúmmí – eru bannaðar). Högg með þessari kylfu í höfuðið eða hnakkann getur auðveldlega drepið. Að auki hafa allir lögreglumenn á íslandi aðgang að byssum (ekki bara sérsveitin sbr vopnuð lögregla í Leifsstöð) og að jafnaði skilst mér að einn lögreglubíll í Reykjavík er með vopnaða lögreglumenn.


Nú er spurning: þegar lögreglumaður stendur andspænis vopnuðum manni – hvað á hann að gera? Hvaða kröfur getum við gert til lögreglumanna um hvaða fórnir þeir færa? Eiga þeir ekki rétt á að koma heilir heim?


Það verður að hafa í huga að til eru fleiri vopn en skotvopn. Þannig gerist það OFT  (ekki á 10 ára fresti) að lögreglumenn standa andspænis mönnum með barefli eða eggvopn. Stundum er ekki verið að ógna lögreglunni heldur verið að slást við annan en lögreglan þarf að skakka leikinn. Sjálfur er ég ekki tilbúin að fara í slíka menn með 30 sm prik eitt að vopni og ætla því þá ekki öðrum að gera slíkt. Af tveimur slæmum kostum tel ég það skárra að skjóta af rafbyssu frekar en alvöru byssu í slíkum aðstæðum. Að sjálfsögðu í samræmi við stífar reglur um hvar eigi að skjóta og hvernig eigi að bera sig að með aðvaranir og slíkt.

Viðhorf þitt Óskar er byggt á gamaldags nýrómantíkshugsun. Þetta er ekki lengur eins og í gamladaga þar sem tveir hraustir menn eru að takast á.

Gestur (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:12

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Besta ráðið til að róa íslenska brennivínsberserki í ölæði er að tala þá til í rólegheitum en ekki að skjóta þá.

Georg P Sveinbjörnsson, 19.11.2007 kl. 14:20

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er mín skoðun að svona vopn skuli ekki nota...sérstaklega af því lögreglumaður sem beitir þessu heldur að það sé í lagi en dæmin sanna að svo er alls ekki. Gott dæmi er manninn sem dó á flugvellinum mátti róa eða yfirbuga með einföldum hætti. Þess í stað nota lögreglumennirnir tæki sem þeir halda að sé meinslaust en drepa manninn.... er þeim greiði gerður... hér á ekki að nota skotvopn hvorki rafdrifin eða blýmenguð.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.11.2007 kl. 15:16

7 identicon

Jón Ingi, hvar hefur það komið fram að þetta tæki hafi drepið hann? Ert þú í sambandi við dánardómstjórann í Vancouver? Ef svo er komdu þá með fréttirnar. Eftir því sem ég best veit þá er ennþá beðið eftir niðurstöðu krufningar og þangað til held ég að það sé best spara fullyrðingarnar. Þá verður magnið minna sem þarf að éta ofaní sig þegar niðurstaðan liggur fyrir.Kv,Sigurjón

Sigurjón (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 15:58

8 identicon

Mjög merkilegt hvernig histerían tekur völdin þegar talað er um lögregluna.  Hefur einhver af þeim sem fordæma þessa rafbyssu kynnt sér hvað sagt er um piparspreyið sem löggan er nú þegar að nota?

 Piparúði er talinn hafa átt þátt í miklu fleiri dauðsföllum heldur en rafbyssur nokkurn tímann og samt var byrjað að nota rafmagnsvopn miklu fyrr heldur en piparúða.

Ég ætla að taka undir með Gesti þegar hann setur fram þá spurningu hvað viljum við að lögreglan geri þegar hún stendur frammi fyrir vopnuðum einstaklingi??  Getum við gert kröfu um að hún sinni starfi sínu ef við veitum henni ekki verkfærin til þess??

Pétur Arason (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:11

9 identicon

Ef þú bara vissir þá er ein mesta slysatíðni lögreglumanna í heimi á Íslandi og er það ekki af því að þeir eru illa skóaðir í hálkunni!

Nei heldur er því um að kenna það virðingaleysi og þeim handalögmálum sem lögreglumenn lenda í þegar þeir eru að yfirbuga fólk og stilla til friðar. Í þessum handalögmálum er oft mikil áhætta tekin af lögreglumönnum þar sem þeir eru jafnvel að kljást við vopnaða andlega og líkamlega sjúka einstaklinga sem eru langt leiddir í eiturlyfjaneyslu. Í mörgum þessara tilfella er engin víkingasveit til taks eins og t.d. víða úti á landi.

Það er ég nokkuð viss um að allir þessir lögreglumenn vilja koma heim til sinna fjölskyldna ósmitaðir og ómeiddir en raunin er sú í dag að þeir geta ekki gengið að því vísu.

Mér finnst það hart ef lögreglumenn fá ekki þau tæki og tól sem þeir þurfa til að yfirbuga slíka einstaklinga með sem minnstri áhættu bæði fyrir þá og þann brotlega.

Við verðum að átta okkur á því að það er ekki verið að tala um að nota rafbyssu á saklausa borgara!

Það er, verður og mun alltaf verða áhætta sem fylgir handtökum og því verða þessir brotamenn að taka þeim afleiðingum sem af broti þeirra hlýst.

Hættum þessari glæpamannavorkun!

Palli (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818097

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband