Rafmagnslínur úr augsýn.

Kjarnaskógur rafmagn2 Á fundi Umhverfisnefndar á fimmtudaginn var ákveðið að beina því til eigenda raflína sem liggja um útivistarsvæði Akureyrar að koma þessum línum úr augsýn og í jörðu.

Akureyri er eins og kunnugt er þáttakandi í alþjóðlegu verkefni, countdown 2010. Eitt þeirra þriggja verkefna sem Akureyri hefur valið sér að vinna að er endurheimt náttúrugæða í Naustaborgum. Þar á að endurheimta stjóra tjörn og votlendi auk þess er tilgreint að rafmagnslínur sem setja neitkvæðan svip á svæðið skuli hverfa úr augsýn. Sömu línur liggja einnig um Kjarnaskóg og tjaldvæðin að Hömrum.

Samþykkt umhverfisnefndar frá því á fimmtudaginn eru líður í þeirri vinnu sem ljúka á 2010. Bókun umhverfisnefndar hljóðar svo.

3.          Raflínur í Naustaborgum, Hömrum og Kjarnaskógi
2007110016
Umhverfisnefnd óskar eftir því við Landsnet og Rafmagnsveitur ríkisins að raflínur þær er liggja yfir útivistarsvæðið í Naustaborgum, tjaldsvæðið að Hömrum og Kjarnaskóg verði plægðar í jörð þar sem mikið lýti er af þeim og þar að auki er trjágróður í Kjarnaskógi farinn að slaga upp í hæð rafmagnslínanna.
Forstöðumanni umhverfismála er falið að kynna hlutaðeigandi áform og stefnu umhverfisnefndar og bæjaryfirvalda í þessu máli. Samkvæmt áætlun nefndarinnar er stefnt að að þessu verki verði lokið fyrir mitt ár 2010.

Myndin er tekin í Kjarnaskógi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 818232

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband