Hjaðningarvígin halda áfram.

Ég er eiginlega að verða orðlaus. Sjálfseyðingarhvöt Framsóknarmanna er orðin algjör. Hvað skyldi eiginlega valda því að menn leggjast í þennan gírinn. Þeir hafa tapað öllu trausti sjálfir og mér sýnist að þar á bæ vilji þeir draga sem flesta með sér í vilpuna.

Kannski sýnir þetta okkur hversu Framsóknarflokkurinn var orðinn skaddaður þrátt fyrir að forystumenn hans bæru sig vel út á við og allt var í sóma og fínu lagi.  Í ljósi þetta eru fullyrðingar formannsins Guðna Ágústssonar um ágæti flokksins og styrk hans í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í besta falli hlægilegar. Flokkurinn hefur hangið saman á hagsmununum og nú þegar engin eru völdin og ekkert þarf að verja kemur sannleikurinn í ljós. Inniviðirnir hafa verið orðnir feisknir og maðksmognir og þegar hver og einn þarf ekki að verja völd sjálf sín koma brestirnir í ljós.

Það er mikið happ á þetta fúna fley var ekki nægilega sterkt til að ná að endurnýja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Allir sjá nú svo ekki verður um villst að hrunið var framundan og aðeins tímaspursmál hvenær loftkastalinn hryndi saman. Það hefði verið alvarleg ógæfa fyrir þjóðina.


mbl.is Með mörg hnífasett í bakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt að sparka í liggjandi flokk.

Það er ljótt að skrifa illa um Framsóknarflokkinn. Flokkurinn sem stofnun getur ekkert gert að því hverjir velja að starfa innan hans og hvernig. Guðjón Ólafur fyrrum varaþingmaður flokksins er flokknum verri en nokkur óvinur. Það er mjög erfitt fyrir stjórnmálastarf að þegar þörfin er mest á samstöðu og samvinnu þegar menn stökkva af stað í gremju og innri reiði og byrja að skemma útfrá sér.

Ég veit satt að segja ekki hvað á að segja um mann sem sendir 2000 bréf og merkir þau trúnaðarmál. Ég veit ekki hvort mér finnst það fyndið, en það segir heilmikið um þennan fyrrum vara-þingmann flokksins í Reykjavík. Ef þetta væri vinnustaður væri hann rekinn umsvifalaust fyrir niðurriffstarssemi og rætni. Eina sem maðurinn gæti haft sér til afsökunar að hann væri í alvöru svona heimskur eða dómgreindarskertur. En það er ekki svo, þetta átti að skemma enda vita flestir hvernig þessi ágæti maður hefur hagað sér undanfarin ár.

Ég votta Framsóknarflokknum í Reykjavík samúð mína með þennan félaga sem hellir salti í sár þess sem tapaði og missti völd. Engum andstæðingi flokksins dytti í hug slíkur skeppnuskapur í garð félaga sinna eins og umræddum fyrrum varaþingmanni tókst að sýna.


mbl.is Segja bréf til framsóknarmanna vanhugsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki trúverðugt.

Framsóknarmenn hafa löngum verði taldir reka vafasama pólitík og oft hefur þeim verið núið um nasir að þeir væru spilltir og fyrirgreiðslufúsir. Vafalaust er margt af því rétt sem um þá hefur verið sagt og þrásetur þeirra í ríkisstjórnum og við valdapottana hafa farið illa með siðgæði margra þeirra.

En hér ætla ég að draga mörkin. Þó svo margt megi um Framsóknarmenn segja trúi ég ekki að þeir hafi notað fjármuni flokks og stuðningsaðila til að kaupa föt á mannskapinn.

Þetta held ég að sér algjörlega útilokað og ég hreinlega skil ekki hvað Guðjóni Ólafi gengur til annað en reyna að grafa undan oddvita flokksins í Reykjavík. Hann óttast að hann verði undir í baráttunni um brauðin í framtíðinni og þá hentar að nota kjaftasögu sem gengur til þess....´

Líklega er þetta bara valdabarátta í sinni sóðalegustu mynd...enda persónur og leikendur þekktir af ýmiskonar ósvífni... í það minnsta sakleysislegur aðaleikari...Guðjón Ólafur


mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðblinda, ósvífni eða kjánaskapur.

Í þessari frétt er vitnað í Kastljóssþátt sem var í gærkvöldi. Þar sat Árni settur dómsmálaráðherra fyrir svörum, m.a. um ráðningarmál héraðsdómara. Að vísu fannst mér fréttamaðurinn ótrúlega linur og fylgdi spurningum sínum lítt eftir. Það hefði verið meira púður í þessu ef Helgi Seljan eða Kristján Kristjánsson hefðu verið í spyrilssæti en svona var þetta bara.

En kíkjum aðeins á viðbrögð ráðherrans. Hann var ekki að tvínóna við hlutina, nefndin gerði mistök. Niðurstaða hans í málinu, samandregið, er að hann er klárastur en hinir allir hálfgerðir kjánar og vissu lítið hvað þeir voru að segja. Eins voru þeir Sigurður Líndal, einn helst sérfræðingur okkar í málaflokkunum og Freyr Ófeigsson fyrrum dómsstjóri á Akureyri líka á villigötum. Þeir vissu nefnilega ekkert um málið og höfðu engin gögn. Sem sagt þeir voru sömu kjánarnir í þessu eins og allir í nefndinni hans Péturs Hafstein. Sá eini í þessu máli sem ekki var kjáni eða bjáni var dýralæknirinn og gaflarinn Árni Mathisen. Hann var sko lang klárastur og hafði mest vit á þessum málum.

Auðvitað er valdið ráðherrans, um það er ekki deilt. Nú snýst málið um það hvort ráðherrann er fær um að hafa slíkt vald í þessu tilfelli. Umræðan er á einn veg nema nokkir félagar hans eru að bera kurteislega af honum blak enda geta þeir ekki annað. Það var eiginlega pínlegt að heyra í þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde.

En hvað veldur því að ráðherrann gerir svona hluti og reynir að verja þá með jafn kjánalegum rökum og heyrðust frá honum í Kastljósi ?

Er þetta siðblinda ? Já líklega að einhverju leiti en þó ekki allt málið.

Ósvífni ? Ég veit það ekki alveg. Frekar er hann að hlýða einhverjum sér æðri. Björn Bjarnason lagði þetta auðvitað upp. Honum er vafalaust skemmt að ná sér niðrið á Geir Haarde og koma honum í vanda.

Kjánaskapur ? Já, ég held að þetta sé kjánaskapur hjá Árna. Að láta þvæla sér í slíkt fen sem þetta mál er fyrir hann pólitískt sýnir svo ekki er um villst að hann er kjáni. Ekki kannski kjáni svona almennt séð, en pólitíkskur kjáni. Enginn stjórnmálamaður lætur þvæla sér í svona vitleysu nema vera dálítill pólitískur kjáni.

Já...kannski er það niðurstaða mín. Árni er póltiskur kjáni sem notaður var í skítverkin fyrir Davíðsarm Sjálfstæðisflokksins. Líklega verður þetta mál honum erfitt í framtíðinni og ekki er hægt að hrósa honum fyrir úrvinnsluna.


mbl.is Ósammála ráðherra um mat á umsækjendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill snillingur.

Enn á ný skapar Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi, friðarpostuli og fyrrverandi bissnessmaður umræðu í þjóðfélaginu. Öllum er ljóst að þarna er mikill hæfileikamaður á ferð sem ekki hefur notið velgengni sem skyldi. Honum er ofarlega í huga friður í heiminum og vill gjarnan verða forseti Íslands til að koma þessu áhugamáli sínu betur á framfæri.

Einhvernvegin hefur þjóðin ekki alveg náð því hvern hæfileikamann Ástþór hefur að geyma og því hefur hann gjarnan orðið umræðuefni ýmissa eins og kannski sannaðist hjá þessari ágætu Þórunni sem tjáði sig lítilega um framgang Ástþórs síðast þegar hann bauð sig fram. Nú ætlar Ástþór að láta hana finna til tevatnsins enda sárreiður yfir þessum yfirlýsingum fyrrverandi formanns kjörstjórnar í Reykjavík norður.

Ég man ekki hvað Ástþór fékk síðast...kannski 3% og það sýnir kannski best hvað maðurinn er misskilinn. Auðvitað á tómatsósuatriðið að sýna okkur hverju við erum að missa af að hafa hann sem fulltrúa okkar íslendinga.

Auðvitað býður maðurinn sig fram og þetta nýjasta atriði sýnir okkur svo ekki verður um villst að án Ástþórs væri þjóðin fátækari. Forsetakosningar eru í júní og þá ættum við að sjá tvísýnar kosningar án Þórunnar sem yfirkjörstjórnarformanns, því það hefur greinilega verið henni að kenna að ekki gekk betur síðast. Skýringin loks fundinn enda skildi enginn maður í þessum 3% sem Ástþór náði.

Ég er  fullviss um að þegar Ástþór hefur sigrað forsetakosningarnar 2008 verður hann fullsæmdur fulltrúi þjóðarinnar í innanverðu Tibúktú eða á Bjarnaey......áfram Ástþór !!

 


mbl.is Ástþór kærir Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleiki dómsvaldsins á hröðu undanhaldi.

Ég hef dálítlar áhyggur af Árna og Sjálfstæðismönnum. Þeir virðast ekki ná kjarna málsins um skipun dómara. Þeir einhverngveginn vita ekki, eða vilja ekki vita að hér gilda leikreglur vestræns lýðræðis. Einn af lykilþáttum þeirra leikreglna er að dómsvald sé óháð framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Þrískipting valdsins er einn af máttarstólpum vestrænna samfélaga.

En þetta skilur Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Þeir raða flokkshollum einstaklingum inn í dómskerfið og skilja svo ekki af hverju fólki finnist þetta eitthvað óeðlilegt. Það getur varla verið af öðru en því að þeir skilji ekki út á hvað vestrænt lýðræði gengur. Þeir telja það fullkomlega eðlilegt að Sjálfstæðismönnum sé raðað þarna inn eins og ekkert sé og það ekki neinum óbreyttum. Þetta eru helstu ættingjar og vinir fyrrverandi formanns flokksins sem virðist geta haldið þjóðfélaginu í heljargreipum þó hann sé bara orðinn blýantsnagari undir Svörtuloftum.

Hvar í vestrænum ríkjum hefði það viðgengist að frændinn Ólafur Börkur, sonurinn Þorsteinn og góðvinurinn Jón Steinar væru settir inn í dómskerfið þrátt fyrir að þeir stæðu öðrum umsækendum að baki ? Varla nokkursstaðar. Vesalings Árna er vorkun. Hann heldur að þetta eigi að vera svona enda hefur enginn sagt honum annað. Lærisveinar Davíðs vita að það skiptir öllu máli að hafa völdin allstaðar og fyrir það líður þjóðin.

Ég held að það væri ekki galið að vísa þessum málum til Evrópudómsstólsins og láta á það reyna að þetta standist ekki stjórnarskrá og almennt siðgæði vestrænna menningarríkja.


mbl.is Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug Akureyri - Reykjavík

Snowy mountainsÞað er með flugið milli Akureyrar og Reykjavíkur. Einhvernveginn er það eins og fara með strætó, maður sest um borð og lygir augunum og stekkur svo út á áfangastað. En svo tók ég upp á þeim skolla að taka með mér myndavél einn daginn þegar skyggni var gott. Markmiðið var að skjóta út um gluggann ótt og títt og kíkja á niðurstöðuna. Og viti menn....þegar ég hef verið að kíkja á þennan pakka af og til er þarna allt fullt af fallegu efni.

Það þarf að vísu aðeins að fikta í þessu í photoshop því glerið í Fokker 50 er ekkert sérstaklega myndatökuvænt. Læt fljóta með eina sem tekin er ca 10 mínútum fyrir lendingu í Reykjavík.... og svo er bara að fara og finna út hvaða fjallaröðull þetta er því ég er ekki nægilega vel inni í landslaginu umhverfis Reykjavík.

Setti inn á flickr -ið fáeinar í dag en það væri reglulega gaman að vinna úr þessu heildræna myndasyrpu...flug Akureyri - Reykjavík er ekki eins "dull" eins og manni fannst.


Til skammar.

Þeir sem reka fyrirtæki og neita að fara á lögum og hreykja sér af sér eru til skammar. Þessi ágæti knæpueigandi hreykir sér af því að fara ekki að lögum. Hann má alveg hafa sína skoðun á lögunum en brjóta þau vísvitandi er lágkúra og honum til lítils sóma.

Ég veit ekki hvernig honum líkaði ef lögregla neitaði að koma til aðstoðar þegar eitthvað kæmi uppá í knæpu hjá honum eða slökkviðlið neitaði að mæta hjá honum ef kviknaði í. Samfélag okkar byggist á lögum og því að farið sé eftir þeim. Engin lög eru ómerkilegri en önnur og ef menn vilja ekki fara eftir þeim eiga þeir einfaldlega að hætta rekstri....eða þá að þeir verði látnir hætta honum.

Ég legg til að þessi maður verði stöðvaður þegar í stað og bara það eitt að hann hreyki sér af að brjóta lög kallar á sterk viðbrögð. Það hann boði síðan áframhaldandi og útvíkkuð lögbrot kallar á tafalaus viðbrögð lögreglu sem ber að framfylgja lögum settum á Alþingi íslendinga.


mbl.is Yfirvöld geta ekki gert neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna. Sælir eru fattlausir

Ráðherra er ásakur um fúsk og légleg vinnubrögð. Flestir eru sammála því en Árni er hreinlega forhertur. Maðurinn hefur ekkert vit á því sem hann er að fjalla um. En hann klikkar ekki....hreykir sem sem hani á haug og rífur kjaft.

Hann...... dýralæknirinn úr Hafnarfirði hefur meira vit á þessu máli en hópur löglærðra og sérfræðinga í málaflokknum. Ekki veit ég hvort Árni er að gera sér upp grunnhyggni en ljóst er að hann ætla ekki að taka nokkrum sönsum.

Hvor Árni er hæfur ráðherra veit ég ekki en sem fagráðherra í dómsmálum er ljóst að hann hefur ekkert til brunns að bera til að taka ákvarðanir þar. Yfirlýsing Péturs og félaga í nefndinni góðu segir allt sem segja þarf um þennan ágæta ráðherra.


mbl.is Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa nýttur tími.

Vinna við komandi kjarasamninga hefur staðið síðan í haust. Lagt var upp með þau góðu áform að vera með kjarasamninga nokkuð klára þegar þeir gömlu rynnu út. En tíminn frá í haust hefur verið mjög illa nýttur. ASÍ hefur komið fram með ýmsar tillögur bæði hvað varðar kaupliði og mál tengdum svo sem skattamál.

En þessi mánuðir hafa verið afar illa nýttir. Í stað þess að ræða framkomnar kjarakröfur hafa vinnuveitendur dregið lappirnar og passa sig á að svara engum kröfum og hafa lýst því yfir að þol þeirra til kjarabóta væru einhver 3% í heildina. Síðan ekki söguna mér. Engar hliðarkröfur eða lagfæringar hafa fengist ræddar og menn vísa stóru kröfunum á þriðja aðila sem er ríkið.

Ekki veit ég frekar en aðrir hvað veldur en ljóst er að löngu þekkt mystur eymdar og volæðis hefur gripið fyrirtækin og ofsagróði undanfarinna missira virðist hafa glatast og nú hafa fyrirtækin ekki efni á að semja um aðrar kjarabætur en þessi 3% sem liggja helming á eftir verðbólgu ársins, sem sagt, tilboðið er tilboð um kjararýrnun. Restina á ríkið að bæta launamönnum.

En þetta sama á svolítið við verkalýðshreyfinguna. Hún hefur ekki sett neitt púður í viðræður við viðsemjendur sína heldur bíður eftir tillögum ríkisvaldsins í skattamálum. Hún hefur því líka verið nokkuð sofandi á þessum haustmánuðum og því má segja að staðan nú sé afleiðing óraunhæfra væntinga beggja aðila þar sem þriðji aðili átti að leysa málin.

En nú fara mál til sáttasemjara sem tryggir að menn fara að tala saman. Þó svo mál fari þangað þýðir það ekki yfirvofandi verkföll á því stigi heldur tryggir markvissa verkstjórn og viðræður og málaðilar komast ekki upp með að stara tómum augum út um gluggann og gera ekki neitt í sínum málum eins og mér finnst haustið svolítið hafa liðið. En mér er líka ljóst að oft hefur verið til staðar meiri þolinmæði í stöðunni en nú.

Ég held að aðildarfélög ASÍ láti mál ekki velkjast í langan tíma hjá sáttasemjara, þau munu fara að undirbúa róttækari aðferðir til að ná fram skriði á viðræður mjög fljótlega ef ekkert gengur og budda fyrirtækjanna verður áfram jafn tóm og barlómurinn jafn hávær og verið hefur frá í haust.


mbl.is Flóabandalagið vísar kjaradeilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband