Óþolandi hringlandaháttur.

Félagi minn Gísli Baldvinsson setti athugasemd á síðuna mína þegar ég bloggaði á þetta mál fyrr í dag. Hann taldi að vekjaraklukka hinnar ágætu húsafriðunarnefndar væri biluð. Það er orð að sönnu. Enn á ný vaknar þessi furðulega nefnd á síðasta snúningi máls. Í þessu máli eins og í máli Hafnarstrætis 98 hafði nefndin ekki gert athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á svæðinu og meira að segja gefið yfirlýsingar um að ekki væri ástæða til verndunar.

En á lokasprettinum gerist það sama, nefndin skiptir um skoðun og eigendur eignanna sitja eftir með sárt ennið og tugmilljóna tap og nefndin ber enga ábyrgð. Þessi ágæta nefnd getur því dansað sinn Vikivaka og aðrir bera kostnaðinn og óþægindin. Mér finnast það léleg vinnubrögð og skipta um hest í miðri á sem virðist vera að verða vani en ekki undantekning á þessum bænum.

Nú eru eigendur þessar eigna í sömu stöðu og eigendur Hafnarstrætis 98, vegna lélegra og óvandaðra vinnubragða nefndar, sem ætti að sjá sóma sinn í að vinna af meiri ábyrgð og skilvirkni en þessi nefnd gerir ítrekað.


mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðarlaus ráðherra .. Ekki benda á mig sagði ráðherra.

Þorgerður Katrín menntamálaráherra virðist tilbúin að sveifla penna og friða hús út og suður. Það væri verulega fallegt af henni ef innstæða fylgdi og hún sem ráðherra legði fram fjármagn sem þarf til að gera upp svona hús og það kostar ekki lítið. Þegar ráðherra friðaði Hafnarstræti 94, 96 og 98 setti það eigendur húss númer 98, hótel Akureyri í illleysanlega úlfakreppu. Eins verður það vafalaust á Laugaveginum. Yfirleitt eru þessar ákvarðanir teknar á lokastigum máls þegar sveitarfélög og ofast einstaklingar hafa lagt í mikinn kostnað og unnið hefur verið að málum í langan tíma.

En svo kemur að afleiðingum svona gjörninga sem mér finnast nánast brot á stórnsýslulögum. Sem dæmi mun það kosta eigendur Hótel Akureyri 150 milljónir það minnsta að koma því húsi í nothæft form sem aftur leiðir til þess að þessi friðun er ávísun á óbreytt ástand í miðbæ Akureyrar. Áfram verður þarna hús í niðurníðslu og vandamál sem hefur verið í áratugi af þessu fær framlengingu ef til vill til fjölda ára. Hver hefur þá grætt á þessari friðun ? Ekki eigendur, ekki sveitarfélagið og ráðherranum er slétt sama. Málið er nefnilega að Þorgerður Katrín menntamálaráðherra er að taka stóra ákvörðun sem er í eðli sínu innistæðulaus því menntamálaráðuneyti og ríki eru að skrifa innistæðulausan tékk á aðra og ætla enga ábyrgð að taka á ákvörðunum sínum. Það eiga bara aðrir að gera og greiða fyrir það tugi og hundruð milljóna.

Sennilega er þessu eins farið á Laugaveginum.... þar hafa menn unnið samkvæmt áætlun til fjölda ára og svo fá þeir ef til vill í hausinn friðun sem viðheldur ríkjandi ástandi sem oftar en ekki er mjög slæmt og til lítils sóma.

Þetta verður í fína lagi þegar ráðherrann skaffar fjármagn til að menn geti unnið með ákvarðanir sem eru því miður oftar en ekki viðbragð við umræðum og hafa litla innstæðu.


mbl.is Ráðherra bíður næsta skrefs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundir framundan. Tíðindi í samgöngumálum ?

Þá eru þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar komnir á ferðina. Það er þingmannarally um land allt og þeir félagar okkar ætla að mæta til Akureyar þann miðvikudaginn 9. janúar. Svo segir á síðu flokksins.

Miðvikudagur 9. janúar
Akureyri- Hótel KEA kl. 20.00
Framsögumenn:
Kristján L. Möller, Einar Már Sigurðarson, Ellert B. Schram


http://www.samfylking.is/Forsida/Frettir/Frettir/Lesafrett/2036

Þarna gefst kjörið tækifæri fyrir Akureyringa að ná í skottið á samgönguráðherra og þeim kollegum Einari Má og Ellert B Schram. Kristján Möller er sem kunnug er, búinn að gjörbreyta áherslu varðandi samgöngumál og nú sjáum við norðlendingar loksins hilla undir bráðnauðsynlegar framkvæmdir fyrir svæðið. Fyrrverandi samgönguráðherra hafði lítinn áhuga á þessu svæði en nú hillir undir lengingu flugbrautar á Akureyri og styttist í Vaðlaheiðargöng.

Það verður fróðlegt að heyra hvaða boðskap ráðherrann færir okkur á þessum fundi.

 

 


mbl.is Samfylkingin efnir til fundaherferðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vafasamur meirihluti.

Þá bryddir á Barða eins og sagði í þjóðsögunni. Ég hafði alltaf léttar áhyggjur af meirihluta sem styddist við Frjálslyndaflokkinn og Ólaf Magnússon. Ef einhverjir hafa gleymt því þá átti hann ýmsa leiki þegar hann var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Kannski svolítill hentistefnumaður sem skorti stefnufestu.

Auðvitað er hann hugsjónamaður og næmur á skoðanir fólksins. En hann er líka viðkvæmur fyrir umræðu og hefur ekki pólistísk bein til að axla erfið mál að mínu mati. Þannig kom hann mér fyrir sjónir sem borgarfulltrúi Sjallanna og síðan áfram.

Þarna sjáum við kannski í hnotskurn af hverju Sjálfstæðisflokkurinn valdi að fara í samstarf með Birni Inga en Ólafi.. þeir þekktu hann of vel af því sem ég nefni.

Að mínu mati verður lykilaðstaða Ólafs hinum nýja meirihluta erfið, jafnvel að fótakefli þegar upp verður staðið og hvert halda menn þá að hann fari ?? ef menn treysta sér í það ef málin þróast þannig.


mbl.is Beitir sér innan borgarmeirihlutans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn bullar !

Þetta er ótrúlegt. Maður sem er í forsvari fyrir Samtök atvinnulífisins fer með staðlausa stafi og það í upphafi samingaferlis. Vilja atvinnurekendur blása til átaka við verkalýðshreyfinguna og launamenn í upphafi ferlis ? Samningar eru runnir út og atvinnurekendur eiga eftir að semja um upphæðir fyrir vinnuframlaug launamannsins. Samningar eru samningar og það þýðir að menn tali saman og ræði mál til að komast að skamkomulagi en ráfi ekki í fjölmiðla og bulli tóma steypu.

Ekki veit ég hvað þessi krafa kostar en örugglega ekki 40 milljarða. Annars finnst mér bæði verkalýðshreyfingin og vinnuveitendur sýna ábyrgðarleysi með að hafast ekki að og bíða eftir útspili ríkisvaldsins. Þannig er þetta ekki að mínu viti. Þarna er um að ræða samninga milli aðila og það er lágmark að menn ræðist við og kanni stöðu mála áður en leitað er eftir að þriðji aðili leysi málin fyrir þá. Það er í góðu lagi að ríkisvald komi að lokum kjarasaminga með útspil, en ætla þeim að leggja inn lausnir án þess að hlutaðeigandi ræði mál er ábyrgðarleysi. Ætla fyrirtækin í landinu að sleppa billega frá þessum kjarasamningum, bjóða 3% og ætla síðan ríkinu að  redda restinni. Furðuleg vinnubrögð og er kannski ekki undarlegt þó Vilhjálmur stökkvi fram og opinberi getuleysi þessa hóps til saminga.... mig undrar ekki.

En kannast maður ekki við gamalkunna messu vinnuveitanda...ekki til fyrir neinu þegar á að semja og hinn almenni launamaður á enn og aftur að vera sá sem sýnir ábyrð og hógværð í kröfugerð.

Hvað sagði í fréttum..... á meðan almennir starfsmenn ríkisins hafa hækkað um 8 % hafa æðstu embættismenn, stjórnendur og aðrir slíkir hækkað um 18 %. Margur verður af aurum api og það á kannski við um vinnuveitendur í aðdraganda kjarasamninga nú.

 


mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónákvæmur fréttaflutningur.

"Tilkynnt var um tvo bruna á Akureyri í nótt og í báðum tilfellum tókst að slökkva elda áður en mikið tjón hlaust af."

Svo segir í frétt Moggans um þessa atburði. Ekki veit ég hvort menn meina að brunar þessir hafi verið tilkynntir á Akureyri eða verið á Akureyri. Svona til að upplýsa blaðamenn þá er hvorugur þessara bruna á Akureyri. Bruninn við Pétursborg er í Hörgárbyggð og bruninn á Laugarlandi er í Eyjafjarðarsveit. En þeir voru sannarlega tilkynntir Slökkviliðinu á Akureyri

Ég reikna með að íbúum þessara sveitarfélaga sé ekkert sérstaklega vel við að þau séu talin til Akureyrar enda eiga menn að vera nákvæmir þegar verið er að fjalla um atburði. T.d. þætti ónákvæmur fréttaflutningur ef bruninn sem varð í Hamraborg í Kópavogi hefði verið sagður vera í Reykjavík.  Það undarlega við þetta er að sama ónákvæmni var líka í fréttum RÚV.


mbl.is Tveir brunar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólin kíkir í Eyjafjarðardölum.

Midday in january Það var gaman að vera á ferð í Eyjafjarðarsveit í dag. Birtan var stórkostleg og himinn breyttist í sífellu. Þegar ég var við Hóla kíkti sólin augnablik yfir fjöllin innst í Eyjafirði. Þetta var orskotsstund og þessi mynd er tímasett klukkan 13.29 í vélinni.

Frábært að sjá hvernig skýin og himininn logaði þetta augnablik og svo var því lokið. Þetta er víst að vera á réttum stað á réttum tíma.... með réttu græjurnar.


Er Katla hættulegust ?

Í texta þessarar frétta stendur "langhættulegasta eldstöð landsins". Auðvitað er Katla hættuleg eldstöð eða afleiðingar goss þar. Hlaupið ógurlega sem geysist niður sandana eru gríðarlegar náttúruhamfarir en taka fljótt af. Sjálf eldstöðin gýs ösku og ekki hættulegri en aðrar sem slík.

Ég held að þessi fullyrðing um hættulegustu eldstöð landsins standist ekki. Hin gríðalega löngu og kröftugu gos á Síðumannaafrétti eru auðvitað skelfilegar náttúruhamfarir þó svo við í nútíma höfum ekki upplifað slíkt. Móðuharðindin og það sem þeim fylgdi annað eru ekki fjarri okkur í tíma og merki eru um jafnvel enn stærri gos á því svæði sem hafa sent hraun til sjávar við suðurströndina. Hræddur er ég um að slíkt gos í nútímanum hefði miklu meiri afleiðingar á íslenskt þjóðlíkf og veðurfar. Jafnvel er því haldið fram að gosið 1789-90 hafi valdi dauða milljóna manna um allan heim á þeim tíma. Hverjar afleiðingar slíks goss yrðu í dag eru ekki fyrirsjáanlegar. Eldgjárgosið á tíundu öld á líklega rætur að rekja til megineldstöðvarinnar undir Mýrdalsjökli þannig að horft til þess er þetta auðvitað hættuleg eldstöð sem slík.

Ekki má svo gleyma sprengigosunum í Öræfajökli á fjórtándu og átjándu öld og gríðarlegu sprengigosi í Öskju 1875. Ég held að við nútíma íslendingar höfum ekki kynnst stórgosum og afleiðingum þeirra. Þessi fullyrðing um langhættulegustu eldstöð landsins, Kötlu, finnst mér alls ekki standast þó svo hún hafi náð þessum sess í hugum okkar. Af hverju það er veit ég ekki en líklega hefur engin eldstöð fengið eins mikla umfjöllun í fjölmiðlum svona daglega dags, aðalega vegna þeirra miklu vöktunar og umræðu sem verið hefur undanfarin ár.

Ég vona að langt sé í stórgos á Íslandi því ljóst er að það mundi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir alla þætti þjóðlífs okkar.


mbl.is Búist er við að Hekla geti gosið þá og þegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn situr ekki og velur fólk.

Mér finnst það alltaf jafn galið þegar fólk byrjar að fjasa um orðuveitingar á Íslandi. Menn hafa auðvitað misjafnar skoðanir á því hvort þetta eigi rétt á sér og mér persónulega finnst ekkert að því að fólk fái viðurkenningu fyrir störf sín hver sem þau eru.

Ég er eiginlega mest hissa á fólki sem heldur að forsetinn sitji heima við eldhúsborðið á Bessastöðum og taki tilviljanakenndar ákvarðanir um hverjir og fyrir hvað fólk fær fálkaorðuna. Þetta er ekki svona og ég er svolítið hissa á upplýstu fólki að vita svona lítið um þetta tákn okkar. Bara svona í gamni skelli ég upplýsingum um þessar orðuveitingar hérna með. Mér finnst þetta í góðu lagi og mér finnst oft hálfgerður öfundartónn í mörgum sem hafa allt á hornum sér varðandi þetta mál. Hvernig væri að líta örlítið jákvætt á svona hluti í stað þessa að mála skrattann á vegginn látlaust eins og okkur íslendingum hættir svo til.

Hin íslenska fálkaorða

 

Forseti Íslands sæmir íslenska ríkisborgara fálkaorðunni tvisvar á ári, 1. janúar og 17. júní. Orðuþegar hvert sinn eru að jafnaði ríflega tugur. Þá sæmir forseti árlega nokkra erlenda ríkisborgara fálkaorðu. Sérstakar reglur um orðuveitingar eru í gildi milli Íslands og örfárra ríkja í Evrópu um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Samkomulag um þessar orðuveitingar er við öll Norðurlöndin, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalíu og fáein ríki önnur. Í tengslum við slíkar heimsóknir verða orðuveitingar til erlendra ríkisborgara talsvert fleiri en að ofan greinir.

Orðustigin eru nú fimm:

Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig.


Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd, orðunefnd, fjallar um tilnefningar til orðunnar og gerir tillögur til forseta um hverja skuli sæma henni. Nánari upplýsingar um starfsemi orðunefndar veitir orðuritari og hann veitir einnig viðtöku tillögum um orðuveitingar. Orðuritari er nú ávallt starfandi forsetaritari.
Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um 80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur.

Tilnefningar sendast orðunefnd:

Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík

 

Orðunefnd skipa eftirfarandi:

Ólafur G. Einarsson, fyrrv. ráðherra og fyrrv. forseti Alþingis, formaður orðunefndar
Jón Helgason, fyrrv. ráðherra
Rakel Olsen, framkvæmdastjóri
Ólafur Egilsson, fyrrv. sendiherra
Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Örnólfur Thorsson, orðuritari


mbl.is Ellefu sæmdir heiðursmerkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög gott mál.

Ólafur Ragnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti Íslands. Ólafur hefur verið afar farsæll forseti og tekið áhugavert frumkvæði sem forverar hans hafa ekki gert. Það sýnir að þar fer maður sem skilur starf forsetans með þeim hætti sem mér líkar.

Ég veit að meginþorri þjóðarinnar fagnar þessari ákvörðun eins og ég geri. Forseti Íslands er að taka áhugavert frumkvæði í alþjóðamálum m.a. loftlagsmálum sem er vel. Einnig hefur hann mikinn skilning á hlutverki þessa embættis í ýmsum útrásarmálum einstaklinga og fyrirtækja sem er sérstalega ánægjulegt.

Það er frábært að Ólafur Ragnar hefur ákveðið að nota starfskrafta sína áfram í þágu íslensku þjóðarinnar. Til hamingju Ísland.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband