Siðblinda, ósvífni eða kjánaskapur.

Í þessari frétt er vitnað í Kastljóssþátt sem var í gærkvöldi. Þar sat Árni settur dómsmálaráðherra fyrir svörum, m.a. um ráðningarmál héraðsdómara. Að vísu fannst mér fréttamaðurinn ótrúlega linur og fylgdi spurningum sínum lítt eftir. Það hefði verið meira púður í þessu ef Helgi Seljan eða Kristján Kristjánsson hefðu verið í spyrilssæti en svona var þetta bara.

En kíkjum aðeins á viðbrögð ráðherrans. Hann var ekki að tvínóna við hlutina, nefndin gerði mistök. Niðurstaða hans í málinu, samandregið, er að hann er klárastur en hinir allir hálfgerðir kjánar og vissu lítið hvað þeir voru að segja. Eins voru þeir Sigurður Líndal, einn helst sérfræðingur okkar í málaflokkunum og Freyr Ófeigsson fyrrum dómsstjóri á Akureyri líka á villigötum. Þeir vissu nefnilega ekkert um málið og höfðu engin gögn. Sem sagt þeir voru sömu kjánarnir í þessu eins og allir í nefndinni hans Péturs Hafstein. Sá eini í þessu máli sem ekki var kjáni eða bjáni var dýralæknirinn og gaflarinn Árni Mathisen. Hann var sko lang klárastur og hafði mest vit á þessum málum.

Auðvitað er valdið ráðherrans, um það er ekki deilt. Nú snýst málið um það hvort ráðherrann er fær um að hafa slíkt vald í þessu tilfelli. Umræðan er á einn veg nema nokkir félagar hans eru að bera kurteislega af honum blak enda geta þeir ekki annað. Það var eiginlega pínlegt að heyra í þeim Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde.

En hvað veldur því að ráðherrann gerir svona hluti og reynir að verja þá með jafn kjánalegum rökum og heyrðust frá honum í Kastljósi ?

Er þetta siðblinda ? Já líklega að einhverju leiti en þó ekki allt málið.

Ósvífni ? Ég veit það ekki alveg. Frekar er hann að hlýða einhverjum sér æðri. Björn Bjarnason lagði þetta auðvitað upp. Honum er vafalaust skemmt að ná sér niðrið á Geir Haarde og koma honum í vanda.

Kjánaskapur ? Já, ég held að þetta sé kjánaskapur hjá Árna. Að láta þvæla sér í slíkt fen sem þetta mál er fyrir hann pólitískt sýnir svo ekki er um villst að hann er kjáni. Ekki kannski kjáni svona almennt séð, en pólitíkskur kjáni. Enginn stjórnmálamaður lætur þvæla sér í svona vitleysu nema vera dálítill pólitískur kjáni.

Já...kannski er það niðurstaða mín. Árni er póltiskur kjáni sem notaður var í skítverkin fyrir Davíðsarm Sjálfstæðisflokksins. Líklega verður þetta mál honum erfitt í framtíðinni og ekki er hægt að hrósa honum fyrir úrvinnsluna.


mbl.is Ósammála ráðherra um mat á umsækjendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ÁM fékk fyrirskipun, hlýddi en getur alls ekki rökstutt. Hann á stutt eftir í stjórnmálum

Hólmdís Hjartardóttir, 16.1.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Þarfagreinir

Mikið er gaman að sjá að flest skynsamt fólk gerir sér grein fyrir þessum ömurleika.

Þá er bara vonandi að það verði til þess, að þetta fólk neyðist til að fara að ræða málin af einhverri alvöru, og hætta hinum lélega sandkassaleik, sem það hefur hingað til stundað. 

Þarfagreinir, 16.1.2008 kl. 15:24

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Árni gróf þessa holu sjálfur og verður að koma sér upp úr henni einn og óstuddu. Það er engin afsökun þótt flokksvélin hafi talað. En skondnast er að lesa ,,Staksteina" þessa daganna, þar á bæ snúast menn í ótal hringi og vita ekkert orðið hvað snýr upp og niður á flokknum, kannski ekki nema von ekki vita flokksfélagarnir það sjálfir

Páll Jóhannesson, 16.1.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er sammála þér Jón, það var ótrúlegt að sjá hvað Árni slapp vel og hversu ósvífinn hann er í raun. Mér fannst þetta viðtal lýsa Árna vel, hrokafullur siðblindur og siðlaus stjórnmálamaður.

Óskar Þorkelsson, 16.1.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er ekki sammála því að Brynja hafi verið lin. Hún kom öllu að sem þurfti af fullri kurteisi. Árni Math var bara ennþá kjánalegri fyrir vikið. Ef strigi á borð við Helga Seljan hefði verið fenginn til að flengja spillta pólitíkusinn þá má búast við að Árni fengi bara samúð vegna harkalegrar meðferðar fréttamanna. Helgi fór nefnilega offari í viðtali sínu við Jónínu Bjartmarz þó hún væri líka með allt niðrum sig. Það var óþarflega harkalegt.

Ég sé ekki punktinn í því að refsa viðkomandi í viðtali í beinni útsendingu. Það getur einfaldlega þýtt að stjórnmálamenn mæti ekki ef þeir búast við dónaskap og leiðindum þegar þeim verður eitthvað á eða þurfa að tala fyrir umdeildum málum.

Ég er ekki sammála því að þetta mál vegi þungt í neikvæðri stjórnmálasögu Árna Math. Hann á eftir að fá verri útreið fyrir sinn þátt í að stela stórum hluta eignanna á varnarsvæðinu fyrir bróður sinn og aðra vildarvini í Sjálfstæðisflokknum. 

Haukur Nikulásson, 16.1.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband