Illa nýttur tími.

Vinna við komandi kjarasamninga hefur staðið síðan í haust. Lagt var upp með þau góðu áform að vera með kjarasamninga nokkuð klára þegar þeir gömlu rynnu út. En tíminn frá í haust hefur verið mjög illa nýttur. ASÍ hefur komið fram með ýmsar tillögur bæði hvað varðar kaupliði og mál tengdum svo sem skattamál.

En þessi mánuðir hafa verið afar illa nýttir. Í stað þess að ræða framkomnar kjarakröfur hafa vinnuveitendur dregið lappirnar og passa sig á að svara engum kröfum og hafa lýst því yfir að þol þeirra til kjarabóta væru einhver 3% í heildina. Síðan ekki söguna mér. Engar hliðarkröfur eða lagfæringar hafa fengist ræddar og menn vísa stóru kröfunum á þriðja aðila sem er ríkið.

Ekki veit ég frekar en aðrir hvað veldur en ljóst er að löngu þekkt mystur eymdar og volæðis hefur gripið fyrirtækin og ofsagróði undanfarinna missira virðist hafa glatast og nú hafa fyrirtækin ekki efni á að semja um aðrar kjarabætur en þessi 3% sem liggja helming á eftir verðbólgu ársins, sem sagt, tilboðið er tilboð um kjararýrnun. Restina á ríkið að bæta launamönnum.

En þetta sama á svolítið við verkalýðshreyfinguna. Hún hefur ekki sett neitt púður í viðræður við viðsemjendur sína heldur bíður eftir tillögum ríkisvaldsins í skattamálum. Hún hefur því líka verið nokkuð sofandi á þessum haustmánuðum og því má segja að staðan nú sé afleiðing óraunhæfra væntinga beggja aðila þar sem þriðji aðili átti að leysa málin.

En nú fara mál til sáttasemjara sem tryggir að menn fara að tala saman. Þó svo mál fari þangað þýðir það ekki yfirvofandi verkföll á því stigi heldur tryggir markvissa verkstjórn og viðræður og málaðilar komast ekki upp með að stara tómum augum út um gluggann og gera ekki neitt í sínum málum eins og mér finnst haustið svolítið hafa liðið. En mér er líka ljóst að oft hefur verið til staðar meiri þolinmæði í stöðunni en nú.

Ég held að aðildarfélög ASÍ láti mál ekki velkjast í langan tíma hjá sáttasemjara, þau munu fara að undirbúa róttækari aðferðir til að ná fram skriði á viðræður mjög fljótlega ef ekkert gengur og budda fyrirtækjanna verður áfram jafn tóm og barlómurinn jafn hávær og verið hefur frá í haust.


mbl.is Flóabandalagið vísar kjaradeilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818114

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband