Trúverðugleiki dómsvaldsins á hröðu undanhaldi.

Ég hef dálítlar áhyggur af Árna og Sjálfstæðismönnum. Þeir virðast ekki ná kjarna málsins um skipun dómara. Þeir einhverngveginn vita ekki, eða vilja ekki vita að hér gilda leikreglur vestræns lýðræðis. Einn af lykilþáttum þeirra leikreglna er að dómsvald sé óháð framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi. Þrískipting valdsins er einn af máttarstólpum vestrænna samfélaga.

En þetta skilur Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Þeir raða flokkshollum einstaklingum inn í dómskerfið og skilja svo ekki af hverju fólki finnist þetta eitthvað óeðlilegt. Það getur varla verið af öðru en því að þeir skilji ekki út á hvað vestrænt lýðræði gengur. Þeir telja það fullkomlega eðlilegt að Sjálfstæðismönnum sé raðað þarna inn eins og ekkert sé og það ekki neinum óbreyttum. Þetta eru helstu ættingjar og vinir fyrrverandi formanns flokksins sem virðist geta haldið þjóðfélaginu í heljargreipum þó hann sé bara orðinn blýantsnagari undir Svörtuloftum.

Hvar í vestrænum ríkjum hefði það viðgengist að frændinn Ólafur Börkur, sonurinn Þorsteinn og góðvinurinn Jón Steinar væru settir inn í dómskerfið þrátt fyrir að þeir stæðu öðrum umsækendum að baki ? Varla nokkursstaðar. Vesalings Árna er vorkun. Hann heldur að þetta eigi að vera svona enda hefur enginn sagt honum annað. Lærisveinar Davíðs vita að það skiptir öllu máli að hafa völdin allstaðar og fyrir það líður þjóðin.

Ég held að það væri ekki galið að vísa þessum málum til Evrópudómsstólsins og láta á það reyna að þetta standist ekki stjórnarskrá og almennt siðgæði vestrænna menningarríkja.


mbl.is Oft gerst að ráðherrar fari ekki að áliti álitsgjafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gafnrýni á settan dómsmálaráðherra vegna skipunar Þorsteins Davíðssonar hefur að mínu viti ekkert með persónu eða fjölskyldutengsl Þorsteins að gera. Heldur er um að ræða tilburði til að skerða sjálfstæði dómsvaldsins.  Ummæli ýmissa sjálfstæðismanna á undanförnum árum hafa borið þess vott að sjálfstæði dómara og dómsvaldsins yfirleitt pirraði þá mjög.  Hefur gagnrýni þeirra á sumar niðurstöður dómara einkennst af þessu og oft á tíðum nálgast ærumeiðingar, sbr. ummæli um dómara í fiskveiðimálum, málum öryrkja og ýmsa dóma þar sem talið er að ákvæði stjórnarskrár hafi verið brotin td. með lagasetningu á laun dómara, sem kjaradómur hafði úrskurðað.  Takið eftir ummælum og afstöðu þeirra til nýfallins álits mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þetta álit staðfestir nánast í einu og öllu dóm Héraðsdóms Vestfjarða og minni hluta Hæstaréttar í hinu svonefnda Vatneyrarmáli. Skeytasendingar þáverandi forsætisráðherra til dómarans á Vestfjörðum og héraðsdómara almennt voru nánast ærumeiðandi.

 Ákvæði í dómstólalögunum um að þartilgreind nefnd fjalli um umsóknir um störf héraðsdómara og gefi ráðherra umsögn um hæfi þeirra var beinlínis sett til að verja sjálfstæði dómsvaldsins gegn geðþóttaákvörðun ráðherra við skipun dómara.  Ekki var sérstaklega tekið fram að ráðherra skyldi bundinn af mati nefndarinnar þar sem það þótti ekki við hæfi vegna þeirrar sjálfsögðu siðferðislegu skyldu ráðherra að fara að áliti nefndarinnar nema málefnaleg rök leiddu til annars. - Ákvæðið var beinlínis sett til að takmarka vald ráðherra. Það er rangt sem haldið er fram af ýmsum sjálfstæðismönnum að nefndin ætti einungis að meta hvort umsækjandi væri hæfur eða óhæfur.  Til þess þarf ekki nefnd, þar sem hin formlegu hæfisskilyrði eru upptalin í lögunum og auðvelt fyrir ráðherra að kanna þau e.t.v. með aðstoð starfsmanna ráðuneytisins ef hann er ekki læs á lög.  Í reglum sem ráðherra ( Sólveig Pétursdóttir) setti nefndinni er beinlínis tekið fram að nefndinni beri að gera upp á milli umsækenda við mat sitt og raða þeim í flokka eftir hæfni.  Í reglunum er tekið fram að ráðerra sé ekki bundinn af matinu og er það eina ákvæði reglnanna sem haldið hefur verið á lofti af m.a. ráðherranum. Í þessu efni vísa ég til framangreindrar siðferðislegu skyldu ráðherra og anda dómstólalaganna þar sem í greinargerð er tekið fram að með lögunum sé m.a. verið að styrkja sjálfstæði dómsvaldsins. -  Ráðherra hefur bent á að oft hafi möt nefnda verið sniðgengis við skipun í embætti og nefnir hann m.a. ýmiss dæmi úr ráðherratíð sinni semsjávarútvegsráðherra. Með þessu afhjúpar hann  alkgjörlega fáfræði sína um sérstöðu dómsvaldsins þar sem byggt er á þrískiptingu ríkisvaldsins.  Mér er ekki kunnugt um að ráðherra hafi farið gegn mati mefndar um hæfi umsækjenda um dómarastöur nema einu sinni áður frá því að dómstólalögin voru sett, en það var þegar hann skipaði  þáverandi sýslumann í Ólafsfirði til að vera héraðsdómari á Selfossi þótt aðrir umsækjendur væru metnir hæfari.  Í þessu tilviki er rétt að geta þess að þau málefnalegu rök voru fyrir hendi að verið var að leggja niður stöðu sýslumannsins í Ólafsfirði og átti fráfarandi sýslumaður nokkurn forgangsrétt til annars embættis í staðinn.

Ég þakka þér fyrir að halda úti síðu þessari.  Ertu hættur með Samfylkingarsíðuna?

Freyr Ófeigsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samfylkingarsíðan hefur verið með vandræði að undanförnu og ekki gengið að fá hana lagaða. Eitthvað tækinvandamál í blogginu. Líklega færum við þetta yfir á heimsíðu Samfylkingarinnar samak.is sem var virk sem kosningasíða en ekki verði notuð mikið síðan. Það er að gerast þessa dagana.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.1.2008 kl. 15:07

3 identicon

Það vantar bara hernaðarbúninginn á Árna, því að það minnir á aðferðirnar í Pakistan í sambandi við dómarana.

Ef að þeir fari ekki eftir áliti herforingjastjórnarinnar, þá er þeim hent út. Hér er það þannig að þeir "öruggu" verða ráðnir, svo er ekkert vesen að brjóta stjórnarskrá eða bola andstæðingum út í horn ef á því þarf að halda.

Og nú þarf að vísa til Samfylkingar til að fela sig á bak við hana og láta eins og að um samkomulag sé að ræða.

Og pottþéttasta aðferðin er náttúrulega að vitna til annarra tilvika og þannig horfa alltaf afturábak. Það nær enginn langt með þeim hætti. Gaman að sjá ef að sjómennirnir hefðu þá aðferð til fyrirmyndar þegar að þeir róa út á sjó.

Ennfremur og skæðast er að fara að blanda inn sjávarútvegi í þetta samhengi. Það er hlutur fyrir sig og kemur þessari ráðningu ekkert við.

ee (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818147

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband