Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2015 | 12:27
Siðleysi stjórnarflokkanna er algjört.
_______________
Kvótakerfið er siðlaust og sérstaklega sniðið að þörfum stórútgerða.
Tækifæri var til að láta markrílmálin í annan farveg.
En Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur standa þétt að baki vinna sinna og úthluta nánast öllum verðmætum markríls til vina sinna og helstu stuðningsaðila.
Þessi gjörningur fullkomnar siðleysi ríkisstjórnarflokkanna.
Og að úthluta síðan þessum verðmætum til sex ára að lágmarki hverju sinni sýnir algjöran vilja þessara flokka til að undirstrika siðleysið.
Það er ábatasamt að vera vinur Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2015 | 17:04
Hvernig stjórnmálamenn viljum við ?
Ár eftir ár sjáum við virðingu Alþingis skafa botninn.
Traust til þingsins og stjórnmálamanna er að mælast í rúmum pilsnerstyrk.
Af og til sjáum við einstaka stjórnmálasamtök skjótast upp á vinsældahiminn og mælast nokkuð hátt.
Það dalar venjulega fljótt.
En hvernig stjórnmálamenn þurfum við ?
Kannski er auðveldara að greina það hvernig stjórnmálamenn við þurfum ekki, nóg er framboðið þar.
Við þurfum að fá þingmenn og aðra stjórnmálamenn sem standast kröfur.
- Við þurfum stjórnmálamenn sem ekki ganga erinda forréttindahópa eða félaga.
- Við þurfum heiðarlega stjórnmálamenn.
- Við þurfum stjórnmálamenn sem hafa framtíðarsýn.
- Við þurfum stjórnmálamenn sem setja hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti.
- Við þurfum sannsögla stjórnmálamenn.
- Við þurfum stjórnmálamenn sem standa við loforð sín.
- Við þurfum stjórnmálamenn sem ráða við verkefni sín.
- Við þurfum stjórnmálamenn sem gleyma því aldrei að þeir eru kosnir af þjóðinni og hafa skyldur við almenna kjósendur, fyrst og fremst.
Það væri hægt að halda áfram nokkra metra niður eftir þessu bloggi ef allt væri tínt til.
En mikill skortur á þessu hefur eðlilega fært traust til Alþingis þangað sem það er í dag.
Sennilega mundi þetta stórlega lagast ef allir 63 þingmennirnir horfðu í spegil á hverjum morgni og lofuðu sjálfum sér að taka sér tak.
Þetta á ekki eingöngu við alþingismenn, þetta á við alla sem kosnir eru til verka hverju sinni.
Þetta eru ekki háleit markið að setja sér, en það þarf bara að gera það af innstu sannfæringu og einlægni.
Þá mundi traust á stjórnmálamönnum rjúka upp á ásættanlegan stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2015 | 13:35
Er Ísland spillt þróunarríki ?
(visir.is)
______________
Umræðan á Íslandi í gegnum áratugina hefur verið einsleit og grunn.
Upp á síðakastið hefur aðeins örlað á því að verið sé að taka umræðu um grunnvallarvanda íslensks þjóðfélags.
Umræða stjórnmálamanna, sérstaklega hægri manna hefur verið einsleit, stefnumörkun engin og fyrst og fremst hugsað um að réttu ættirnar og réttu einstaklingarnir fái aðstöðu að taka til sín sem mest af þjóðarauðnum.
Kvótakerfið er gjafakerfi stjórnmálamanna til fáeinna auðmanna sem í staðinn hygla þeim stjórnmálaflokkum sem vilja verja fyrir þá kerfið.
Rotið kerfi.
Orkan okkar er seld á undirmálsverði til fáeinna risahringa sem flest þróuð lönd vilja ekki hafa hjá sér.
Landbúnaðarkerfið er flokkspólítskt kerfi sem gengur út á að koma hluta af þjóðarauðnum til fáeinna framleiðanda sem síðan maka krókinn á kostnað neytenda og bænda.
Gjarnan kölluð kaupfélög eða eitthvað í þeim dúr.
Stjórnmálamenn tala látlaust um að þetta og hitt þurfi að einkavæða, væntalega til að koma afrakstrinum til sérvalinna vildarvina.
Heibrigðiskerfið, póstþjónustan, Landsvirkjun, girnilegir bitar handa sjálftökuliðinu.
Bankar og fjarskiptafyrirtæki voru að mestu einkavædd í síðustu hrinu sjálftökunnar á Íslandi á árunum um síðustu aldamót.
Það fór allt saman í hruninu.
Hagsmunir hins almenna Íslendings eru aukaatriði og láglaunastaða Íslands miðað við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við er himinhrópandi.
Gamalkunnur söngur sjálftökuhópanna um að ekkert sé til skiptanna rís hátt þessa dagana, eins og alltaf þegar almennt launafólk vill fá bætt kjör.
Bætt kjör almennings eru eitur í beinum sjálftökufurstanna eins og alltaf hefur verið.
Þegar horft er til baka og einnig til framtíðar þá má glögglega sjá að enn og aftur ætla stjórnmálamenn og aðrir sem hagsmuna hafa að gæta að ganga í þjóðarauðinn og moka honum inn á eigin reikninga, kannski í skattaskjól erlendis.
Það er því erfitt að víkja frá þeirri hugsun að Ísland sé í raun spillt þróunarríki þar sem reglurnar eru samdar og framkvæmdar af spilltum stjórnmálamönnum og spilltum fjármagnseigendum.
Og þessu kerfi vilja þeir halda til efsta dags, sjálftökuliðið ver hagsmuni sína með harðneskju og njóta við það dyggilegrar aðstoðar stjórnmálamanna sem taka þátt í leiknum.
Almenningur síðan líður fyrir kerfið.
Fátæklingar í ríku landi.
Viljum við svona Ísland til framtíðar ?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2015 | 20:24
Hávaðabelgurinn í Granda hellir olíu á eldinn.
_____________
Sennilega hefur enginn einn maður jafn neikvæð áhrif á ástand samingamála og hávaðabelgurinn í Granda.
Ég held að það væri ráð hjá vinnuveitendum að kippa honum úr umferð og láta hann hætta að hafa áhrif á samningamálin, nógu slæmt er ástandið fyrir og slatta á hann af því skuldlaust.
Það er ekki hægt að halda því fram að umræðan í kjaramálunum sé þroskuð eða vænleg til árangurs.
Væri ekki ráð að snúa sér að samingamálum af alvöru og hætta þessum bumbuslætti.
![]() |
Segir oft glymja hæst í tómri tunnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2015 | 22:23
Um hvað sömdu tæknimenn hjá RUV ?
______________
Í öllum því kraðaki stéttarfélaga, sem eru að reyna að semja samkvæmt kröfugerðum upp á nokkrar kjarabætur, gengur hvorki né rekur.
En mitt í öllum þessum vandræðum semja tæknimenn hjá RÚV sem er í sjálfu sér gleðilegt.
Heyrst hefur að ekki fáist upp gefið um hvað var samið en í ljósi þess sem er að gerast á vinnumarkaði þessa dagana getur það varla verið minna en einhver tuga prósenta.
Af hverju ætli þessi samningur sé leyndarmál ?
Er einhver ótti um að hann gæti orðið enn frekara bensín á bálið á vinnumarkaði ?
Vafalaust langar kollega þeirra á almennum markaði að sjá hvað þessi samningur inniber.
Kannski sömdu þeir um þessi 30% á þremur árum sem er kröfugerðin í dag hjá stærstum hluta markaðarins ?
Og ég endurtek.
Af hverju er þetta leyndarmál, eða er hann það kannski ekki ?
![]() |
40 af 42 samþykktu hjá Rúv |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2015 | 09:17
Þegar dómgreindin bregst.
__________________
Stjórn Granda hefur tekist að setja mál upp í loft með dómgreindarleysi.
Ekki bætir úr skák þegar ein risaeðlan úr þeim hópi opinberar sjálfhverfu sína og sér ekkert að þessu.
Ég er ekki viss um að SA þakki þeim stjórnarmanni hrokann og stælana í fjölmiðlaviðtölum.
En þegar dómgreindin brestur breytist margt.
Óskynsamlegar ákvarðanir Granda hafa hleypt öllu í bál og brand og þjappað saman launafólki í landinu.
Það var vandi fyrir, en Grandamönnum tókst að setja allt í klessu og skilja það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2015 | 18:37
Milljónamaðurinn rífur kjaft.
__________
Nú stendur milljónamaðurinn á mánuði og rífur kjaft við launafólk með 230.000 krónur á mánuði.
Launakjör hans eru á við launakör 20 láglaunamanna og samviskuleysið skín úr hverju orði..
Það er hávært brothljóðið úr glerhúsinu.
Það er langt þangað upp og kjör sem hann þekkir ekki eru ráðandi hjá umbjóðendum hans.
Ætli þessa menn dreymi aldrei illa ?
![]() |
Ekkert rými fyrir laumufarþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2015 | 13:42
Hátt er hrópað en bakvið leyndist lítil mús.
_______________
Nú hefur fjármálaráðherra upplýst að flumbrugangur forsætisráðherra á landsfundinum var lítil mús.
Allir fjölmiðar, stjórmálamenn og almenningur stóðu á öndinni, var forsætisráðherra loksins með yfirlýsingar með innistæðu.
En nú er það upplýst.
Frumvarp um skatt á þrotabú eða kröfuhafa á lokametrunum hjá fjármálaráðherra.
Að þessu hefur verið unnið frá því á síðasta kjörtímabil og þeir félagar forsætis og fjármála hafa tilkynnt reglulega að vinnan sé á lokametrum.
Enn er þessi vinna á lokametrum og ef til vill ætla menn að kalla þetta stöðugleikaskatt svona til tilbreytingar.
Vonandi fara stjórnvöld að koma þessu máli áfram, þegar eru liðnir 700 dagar frá myndun þessarar ríkisstjórnar og ekkert sést enn nema loðnar yfirlýsingar.
Þessi yfirlýsing BB ber það nú samt með sér að eitthvað vanti upp á að málið sé tilbúið í frumvarp.
Upphlaup forsætis á landsfundinum um helgina var bara enn ein uppákoman þar sem hann var að boða afnám gjaldeyrishafta.
Veit ekki hvort einhver hefur tölu á þeim yfirlýsingum nema kannski Björn Valur.
![]() |
Stöðugleikaskattur á lokametrunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2015 | 09:34
Falleinkunnir hvert sem litið er.
__________________
Frammistaða íslenskra stjórnvalda er dapurleg.
Hvert sem litið er þá er flest á eftir áætlun, ekki á dagskrá og langt undir markmiðum.
Allir þekkja stöðuna á Alþingi og fullkominn skort á skilvirkni.
Stutt eftir af þinginu og fjöldi stórra mála ekki komin fram eða föst hér og þar.
Stjórnvöld sem kynntu Evrópustefnu fyrir ári þar sem kynnt voru markmið, metnaðarfull markmið.
Nú er svo komið að aldrei hefur Ísland staðið sig jafn illa í þeim málaflokki og frammistaða okkar orðin pínleg.
Nú eru 13 mál fyrir EFTA dómstólnum og hafa aldrei verið fleiri.
Hver ætli sé ástæðan fyrir þessu einstaka sleifarlagi sem einkennt hefur þetta kjörtímabil ?
![]() |
Frammistaða Ísland áhyggjuefni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2015 | 16:05
Bjarni og Sigmundur á flótta undan Alþingi.
_________________
Forsætisráðherra og fjármálaráðherrar eru á harða flótta undan Alþingi.
Þeir sýna lýðræðislega kjörnu Alþingi fádæma virðingarleysi og í reynd má kalla þá handónýta.
Sagðir vera úti í bæ að ræða gjaldeyrishöftin.
Kannski er SDG að reyna að útskýra fyrir BB hvað hann er að meina með að þeim verði aflétt á næstu vikum og við það munu streyma hundruð milljarða í ríkissjóð.
Láti gott á vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar